Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986. Utlönd Blekkipennar og villuljósmeti í fjölmiðlum vestan járntjalds Réttarhöld í máli Economist og gríska blaðsins Ethnos um hlutdeild KGB í áróðursmálgögnum á Vesturiöndum Sovéskir og griskir áróðursmeistarar úr „Ethnos“-málinu. Frá vinstri: Evgeny Semenikhin frá höfundarréttarstofnun Sovétríkjanna. Maria Beikou sem í fjórtán ár var áróðursmeistari við grisku deildina í Moskvu-útvarpinu og er nú meðal stjórnenda hjá „Ethnos". Boris Pankin, sendiherra Sovétmanna í Stokkhólmi, sem af sumum er talinn vera yfirmaður villuljósadeildar KGB. Evgeny Christiakov, fyrrum blaðafulltrúi sendiráðsins í Aþenu, en honum var visað úr Grikklandi í júlí 1980 fyrir njósnir um NATO-deild aðalstöðva gríska flotans við Salamisflóa. George Bobolas, útgefandi gríska dagblaðsins „Ethnos“. Loksins eftir fiögurra ára málatil- búnað, þref og frestanir eru að heflast í London réttarhöld í deilum breska fréttaritsins „Economist“ og gríska dagblaðsins „Ethnos“ um meint tengsl gríska blaðsins við villuljósadeild KGB og sovésku leyniþjónustuna, sem sögð er hafa stutt útgáfu „Ethnos“ með fjárframlögum. Breska tímaritið taldi sig hafa hald- góðar sannanir fyrir því að „Ethnos" hefði verið stofhað á sínum tíma með aðstoð foringja úr þeirri deild KGB sem sér um að mata vestantjaldsmenn á villandi upplýsingum til þess að láta þá elta villuljós en ætlunin hafi verið að „Ethnos" breiddi út sovéskan áróð- ur í Grikklandi. „Ethnos“ hefúr borið á móti þessu en margsinnis fengið rétt- arhöldum frestað á þessum tíma og varð að lokum að leggja fram 75 þús- und sterlingspunda tryggingu fyrir væntanlegum málskostnaði. Umsjón: Guðmundur Pétursson Vakti athygli á villuljósaaðferð- um KGB vestantjalds Fyrst þegar málið reis upp vakti það mikla athygli bæði í Grikklandi og erlendis og réttarhöldin munu sömu- leiðis verða mjög í sviðsljósinu, enda hin athygiisverðustu af því tagi sem nokkum tíma hafa verið haldin út af villulýsingum stórveldis og hlutverki áróðursmeistara KGB í völdum mál- pípum vestantjalds. Það hófst í stuttu máli sagt með því að skömmu eftir að „Ethnos“ fór að koma út í september 1981 tóku hinar og þessar útgáfur í Grikklandi, jafnt á vinstri sem á hægri kanti, að bera á nýja blaðið að það væri verkfæri í höndum sovéskra áróðursmeistara og útgáfa þess sprottin upp úr verslunars- amböndum sem kaupsýslumaðurinn, George Bobolas, ætti við Sovétríkin en hann var útgefandi bæði stóru so- vésku fjölfræðibókarinnar og „Et- hnos“. Verkefni til rannsóknarblaða- mennsku sem hlaut alþjóðlega fagviðurkenningu Risu af þessu miklar ýfingar og þó hæst þegar út kom bók, skrifuð af grískum blaðamanni, Paul Anastasia- des, sem raunar var fréttaritari stór- blaðanna New York Times og Daily Telegraph (í London). Birti hann í bók sinni ljósmyndir og gögn til þess að sýna fram á að Sovétmennimir, sem Grikkir höfðu gert viðskipta- og útg- áfusamningana við, væru í reynd háttsettir foringjar í villuljósadeild KGB. Þar var vísað til upplýsinga frá brotthlaupsmönnum úr KGB og fyrr- um samstarfsmanna þessara allt frá 1959 og fram til þessa tíma. Sumar myndimar og gögn hafði bókarhöf- undur fengið hjá Yannis Yannikos, sem áður var félagi í andspymuhreyf- ingu kommúnista 1 Grikklandi á hemámsárum seinni heimsstyijaldar, einnig félagi í gríska kommúnista- flokknum, samherji Sovétmanna og Bobolasar. Paul Anastasiades vakti athygli á því að sá sem helst hefði hönd í bagga af hálfu Sovétmanna með þessari útg- áfu „Ethnos" og viðskiptunum við Bobolas væri Vasili Romanovich Sitn- ikov, offúrsti og aðstoðardeildarstjóri í villuljósadeild KGB, en til þess að dylja raunverulegan verkahring hans væri hann kallaður aðstoðarritari ábyrgur fyrir útgáfúm Sovétmanna erlendis. „Economist", eða öllu heldur af- sprengi þess - nefnilega fréttabréfið „Foreign report" - hafði áður birt ítar- legri ásakanir á „Ethnos". í apríl 1982 var sagt í fréttabréfinu að „Ethnos“ hefði verið sett á stofn með 1,8 milljón dollara stofnframlagi Sovétmanna. „Ethnos" svaraði þessu ekki í fyrstu en mánuði sfðar, þegar Messimvrini hafði slegið fréttinni upp í Grikkl- andi, höfðaði „Ethnos“ mál á hendur Economist. Breska ritið sótti „Et- hnos“ til gagnsakar því að Aþenublað- ið hafði fullyrt að Economist væri málpípa CIA, leyniþjónustu Banda- ríkjanna. Málaferlum „Ethnos“ og Messim- vrini lauk með sátt þar sem Messim- vrini gaf út yfirlýsingu sem hvor um sig vildi túlka sem sigur fyrir sjálfan sig. En deilur „Ethnos" og Anastasia- des urðu rammari og hafa dregist í endalausum málaferlum í þijú ár og þykja vera í eins konar „patt“-stöðu þegar hér er komið sögu. Símahleranir og fréttafalsanir Anastasiades var dæmdur í árs fang- elsi fyrir bókina sína en neitaði að draga nokkuð til baka af þvi sem hann hafði í henni sagt. Opinberlega verður hann ekki af því skekinn að þar sé allt nákvæmt og rétt frá sagt. Hann fékk móralskan stuðning 1985 þegar hann hlaut alþjóðlega viðurkenningu blaðamanna fyrir rannsóknir sínar við vinnslu bókarinnar en hún er talin eitt besta dæmið um rannsóknar- blaðamennsku þar sem viðfangsefnið er hvemig sovéskur áróður smeygir sér inn í erlenda fjölmiðla. Útgefandi og ritstjóri „Ethnos“ voru einnig dæmdir í fimm ára fangelsi (áfrýjun þeirra verður ekki tekin fyrir fyrr en á næsta ári) vegna umdeildasta þáttarins í allri þessari málaflækju sem var hlerun á heimasíma Anastas- iades og skrifetofusima New York Times í Aþenu. Þeir höfðu einnig birt í blaðinu og þá ólöglega eitt símtalið. Anastasiades hafði í símanum rætt um málið vitt og breitt við Panayotis Zot- os, lögmann einn i Aþenu, en „Ethnos" lagði samtalið fram sem viðræður tveggja CLA-erindreka sem væm að undirbúa hryðjuverk. Eða nánar til- tekið, þá hélt „Ethnos" því fram, að Anastasiades hefði rætt i símanum við CLA-erindreka, sem gengi undir duln- efninu Panayotis, og um ráðagerðir til að myrða ritstjómarstarfelið „Et- hnos“, vinna skemmdarverk á skrif- stofúm blaðsins og grafa undan lýðræðinu í Grikklandi og öðrum Evr- ópurikjum. Anastasiades hafði vísað þessum aðdróttunum á bug sem tilhæfulaus- um, ruddalegum og fáránlegum og sakaði Aþenublaðið um að setja allt málið á svið til þess að draga athygli almennings og dómenda frá uppljóstr- unum hans í bókinni. Samtímis sá New York Times ástæðu til þess að skrifa Andreas Papandreou forsætis- ráðherra bréf þar sem blaðið lýsti yfir fullkomnu trausti sínu til faglegs og persónulegs siðgæðis Anastasiades. Auk svo fimm mánaða fangelsis- dómsins fyrir ólöglega símahlerun eiga útgefandi Bobolas, ritstjórinn Filippopoulos og þrír aðrir pennar hjá „Ethnos", yfir höfði sér málsókn fyrir meinsæri, glæpsamlegan róg og meið- yrði og fyrir að vanvirða réttvísina. Anastasiades og Zotos lögmaður voru í júlí í sumar hreinsaðir af öllum áburði um hryðjuverkasamsæri. Áróðursvopnið snerist í hönd- um þeirra Af öllu þessu málaþrasi hefúr leitt aðallega tvennt. Deilumar milli „Et- hnos “ og Anastasiades hafa vakið athygli Ijölmiðla um heim allan. Þær hafa orðið verkefni sjónvarpsumíjöll- unar, komist á dagskrá alþjóðlegra ráðstefna og beint athyglinni enn meir að villuljósa-aðferðum Sovétmanna. „Ethnos“-áróðursvopnið hefúr í þeim skilningi snúist í höndum Sovétmanna og hitt þá sjálfa. Um leið vakti það upp gagnrýni í erlendum fjölmiðlum á réttvísina í Grikklandi og ýmsum ráð- herrum í grísku ríkisstjóminni sem þóttu vilhallir „Ethnos“ vegna meintra sérstakra tengsla við útgef- anda og ritstjóra Aþenublaðsins. Sumir þessara ráðherra em nú rúnir fyrri áhrifum og ekki lengur á ráð- herrastólum eða annars staðar í valdabákninu. Reykjavíkurspilið Skemmtilegur, spennandi og írœðandi spurningaleikur íyrir alla íjölskylduna. Heildsölubirgðir: Óli Þór Kjartansson, sími: 92-2020.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.