Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986. 13 Neytendur Það er betra að bílarnir séu vel útbúnir til þess að komast áfram í snjó og ófærð. Þeir hafa fengið sinn skammt fyrii norðan og vestan, ökumennimir, þótt enn hafi aðrir landshlutar sloppið tiltölulega vel við snjóþyngsli i vetur. í umferðinni Er bíllinn klár fyrir frostið? Hvað þarf að gera fyrir bílinn svo hann gangi? Nú er vetur genginn í garð og ef til vill hafa margir ökumenn þurft að glíma við rafinagnsleysi og fleiri vandamál sem fylgja vetrinum. Það eru ýmis atriði sem verður að gera fyrir veturinn. Við höfum þegar rætt um vetrardekkin sem vonandi allir hafa þegar sett undir. Þegar kóln- ar verður erfiðara að snúa vélinni í gang. Því reynir meira á rafgeyminn. Þú skalt því, ökumaður góður, láta mæla geyminn til að athuga hvort hann er í lagi. Mikilvægt er að kerti og platínur séu rétt stilltar og ekki slitnar, því slit eða vanstilling gerir það að verkum að bíllinn verður erfið- ari í gang. Þú þarft að starta lengur í umsjón Bindindisfélags ökumanna áður en vélin fer í gang. Sé um slíkt að ræða skaltu láta líta á kertin og platínumar. Athuga þarf hversu mikið frost vat- nið í vatnskassanum þolir. Til að vera öruggur ættir þú að láta það mikinn frostlög að hann þoli 25-30°C. Auðvit- að á að vera frostlögur á vatnskassan- um allt árið, því hlutverk hans er einnig að verja vatnskassann fyrir ryði. Því ætti að öllum líkindum að vera nægilegur frostlögur á kassanum frá þvi í fyrravetur, nema þú hafir þurft að bæta á vatni í sumar. Þá em það læsingamar á bílnum. Þú kannast eflaust vel við það hversu erfitt það er að komast inn í bílinn á morgnana þegar frystir snögglega eftir þíðu. Það er tvennt sem þú getur gert til að forðast þessi vandræði. I fyrsta lagi getur þú keypt sérstakt lásasprey til að sprauta inn í fásinn á bílnum og verja hann fyrir raka. í öðm lagi getur þú smurt vaselíni eða svipuðu eftii á þéttikantana til að hindra að þeir frjósi fastir. Mikilvægt er að hreinsa allar rúður bílsins áður en lagt er af stað á morgnana. Þegar hálka er á götum er víða salt- að og verða því rúður bílsins oft mjög fljótt óhreinar. Því er nauðsynlegt að nota rúðupiss þó að frost sé úti. Því skaltu ætíð blanda frostvara í rúðu- pissið þegar þú fyllir á, því það gerir lítið gagn í frosti ef það er frosið. Mikilvægt er að rafkerfið sé þétt fyrir raka, því bíllinn fer ekki í gang komist raki í rafkerfið. Sprautaðu tec- tyl eða öðm efrii, sem hrindir frá sér vatni, á kveikjulok og kertaþræði. Þannig vamar þú því að vatn eða raki komist í ríifkerfið. Mundu að hafa kerti og platínur í lagi, láttu athuga rafgeyminn. Athug- aðu hvort nægilegur frostlögur sé á vatnskassanum. Hafðu ætíð frostvara á rúðupissinu og gerðu ráðstafanir til að forðast það að komast ekki inn í bílinn í frosti. Hafðu rafkerfið raka- þétt. Ofangreind atriði em lykilatriði fyr- ir þig, ökumaður góður, svo að þú lendir ekki í vandræðum með bílinn í vetur. Hafðu þessa hluti i lagi og þú verður einn af þeim ökumönnum sem stuðla að bættu umferðaröryggi og aukinni umferðarmenningu EG U pplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði i Hvað kostar heimilishaldið? ! I | Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- | | andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar | I fjölskyldu af sömu stærð og yðar. I I I I ! Nafn áskrifanda i Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks i Kostnaður í nóvember 1986: Matur og hreinlætisvörur Annað kr. kr. Alls kr. BIRKENSTOC Fyrir dömur og herra i litunum hvitu, marinebláu, rauðu eða brúnu. Verð: Nr. 36-40 kr. 4.440, Nr. 41-46 kr. 4.780, Verð: Nr. 35-40 kr. 1.975, Nr. 41-45 kr. 2.295. Verð: Nr. 35-40 kr. 1.975, Nr. 41-46 kr. 2.295, Verð: Nr. 35-40 kr. 3.255, Nr. 41-46 kr. 3.355, Verð: Nr. 35-40 kr. 1.975, Nr. 41-46 kr. 2.295 NRKENSroCK Verð: | Nr. 35-40 kr. 3.255 Nr. 41-45 kr. 3.355 GREIÐSLUKJ0R ATH. AUKIN ÞJÓNUSTA KREDITKORT EUROCABD POSTSENDUM POSTSENDUM SKÓVERSLUN ÞÓRÐAR PÉTURSSONAR, Laugavegi 95, simi 13570.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.