Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986. 35 „Hvað svo sem hann er að selja þá vil ég ekkert." Vesalings Emma Bridge Bandarikjamaðurinn Albert Okuneff, allþekktur spilarí í USA, •nýtti sér möguleika í vörn f spili dagsins, sem nýiega kom fyrir á móti vestra. Auðveld blekking í sjálfu sér, sem spilarar nýta sér þó í allof litlum mæli við græna borðið. Vestur spilar út laufdrottningu í fjórum spöðum suðurs. Norbur *10975 <?Á54 0 DG76 *65 Vestub Auítub : ♦ 2 * KG43 V 106 9873 0 ÁK109 o 853 * DG10983 * 42 SUÐUK ♦ ÁD86 <?KDG2 O42 *ÁK7 Auðvelt spil til vinnings. Vissulega en. . . . Suður drap útspilið á laufás. Tók kónginn og trompaði laufsjöið með spaðatiu blinds. Albert Okuneff trompaði yfir með spaðakóng án minnsta hiks. Spilaði síðan tígli. Vestur tók á ás og kóng og spilaði þriðja tíglinum. Drottning blinds átti slaginn. Spilarínn i suður tók nú slagi á ás og drottningu f trompinu, spaðanum, og var heldur hissa, þegar vestur kastaði laufi á spaða- drottningu. Hann hafði verið blekktur og ekki lengur hægt að vinna fjóra spaða. Spaðagosi fjórði slagur varnarinnar. Ef austur trompar laufsjöið með gosá' svinar suður síðar eflaust fyrir spaðakóng. Skák Karpov og Sokolov munu heyja einvígi í febrúar á næsta ári um rétt- inn til þess að skora á heimsmeistar- ann Kasparov. Flestir og þar á meðal heimsmeistarinn telja Karpov lík- legri sigurvegara. Þó átti hann í erfiðleikum í tveimur innbyrðis skákum þeirra á stórmótinu í Bugoj- no í sumar. Sokolov vann fyrri skákina, þar sem hann hafði hvítt, en þeirri seinni lauk með jafntefli eftir 16 leiki. Þessi staða kom upp í fyrri skák- inni. Sokolov (hvítt) knúði fram sigur í nokkrum leikjum: 42. Dh3! Hh8 (hvítur hótaði 43. Dxh6 +! Hxh6 44. Hxh6 mát) 43. Bh5 og Karpov gafst upp. Eftir 43. - Hxg5 44. Bxf7 er hann óverj- andi mát á h6 og eftir 43. - Hhg8 44. Bxg6+ Hxg6 45. Dxh6 + ! Hxh6 46. Hxh6+ Kg8 47. Hah3 Db6+ 48. Kfl blasir mát á h8 við. Slökkviliö Lögregla Reykjavik: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 18455, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 3333, slökkvi- lið sími 2222 og sjúkrabifreið sími 3333 og í sítnum sjúkrahússins 1400, 1401 og 1138. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 1666, slökkvilið 2222, sjúkrahúsið 1955. Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Slökkvilið simi 3300, bruna- sími og sjúkra-bifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Kvöld- og helgarþjónusta apótekanna í Reykjavík 5. - 11. des. er í Holts- apóteki og Laugavegsapóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga en til kl. 22 á sunnu- dögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfells apótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9 18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opið föstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvern helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apóte- kanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjamarnesi: Opið virka daga kl. 919 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á opnunartíma búða. Apótek- in skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upplýsing- ar eru gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnames, sími 11100, Hafnar- fjörður, sími 51100, Keflavík, sími 1110, Vestmannaeyjar, sími 1955, Akureyri, sími 22222. Tannlæknafélag íslands Neyðarvakt alla laugardaga og helgidaga kl. 10-11. Upplýsingar gefur símsvari 18888. Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, sím- aráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfja- þjónustu em gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólarhringinn (sími 696600). Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 27011. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Dagvakt. Ef ekki næst í heim- ilislækni: Upplýsingar hjá heilsugæslu- stöðinni í síma 3360. Símsvari í sama húsi með upplýsingum um vaktir kl. 17. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 1966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Læk- namiðstöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkvilið- inu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19-19.30. Barnadeild kl. 14-18 alla daga. Gjörgæsludeild eftir sam- komulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30- 19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18. 30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00 Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30-16.30 Kleppsspítalipn: Alla daga kl. 15-16 og 18 30-19 30 Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Landakotsspitali. Alla daga frá kl. 15.30 16 og 19-19.30. Barnadeild kl. 14-18 alla daga. Gjörgæsludeild eftir sam- komulagi. Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspitalinn: Alla virkadaga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. VistheimiUð Vifilsstöðum: Sunnudaga kl. 14-17, funmtudaga kl. 20-23, laugar- daga kl. 15-17. Lalli er á miðju gelgjuskeiði. Lalli og Lína Stjömuspá Spáin gildir fyrir föstudaginn 12. desember. Vatnsberinn (21. jan.-19. febr.): Allt virðist ganga þér í haginn í dag. Gift fólk hefur mik- ið til þess að ræða og þeir einhleypu flækja sig í alvarlegu ástamáli. Þú tekur smááhættu varðandi heilsu þína. Fiskarnir (20. febr.-20 mars): Þú þarft að fara vel yfir fjármálin. Einhver gæti farið fram á lán. Vertu viss um að þú fáir það til baka áður en þú lánar. Ef þú ert ástfanginn ættirðu að skrifa ástarbréf í dag, þú ert svo rómantískur. Hrúturinn (21. mars-20. apríl): Vinur þinn reynir líklega að flækja þig í viðkvæmt mál. Hlustaðu en haltu með hvorugum. Þú ættir að kaupa á þig föt og persónulega hluti. Nautið (21. apríl-21. maí): Þú færð sennilega mikið af bréfum í dag. Svaraðu mikil- vægu bréfi strax. Fjármálin virðast ætla að ganga upp. Tvíburarnir (22. maí-21. júní): Þú ættir að taka þér eitthvað alvarlegt fyrir hendur. Gam- all vinur þinn er eins og galdramaður þegar þú gengur í gegnum erfitt mál en það líður hjá fljótlega. Krabbinn (22. júní-23. júlí): Þetta er einmitt dagurinn til nýrra kynna. Það gæti orðið einhver spenna í kringum þig um hádegið. Kvöldið bætir fyrir alla eríiðleika dagsins. Ljónið (24. júlí-23. ágúst): Þú hefur tilhneigingu til þess að stjórna þeim sem eru í kringum þig. Reyndu að slaka meira á og taktu ekki allt svona alvarlega. Smáfrí væri tilvalið fyrir þig. Meyjan (24. ágúst-23. sept.): Þú ættir að taka til á verkefnalista þínum. Eitthvað leggst þér til sem hjálpar þér til þess að forðast skömmustulega stöðu. Kvöldið verður líklega þinn besti tími. Vogin (24. sept.-23. okt.): Þú kæmist að því að þér gengi allt betur ef þú skipulegð- ir tíma þinn dálítið. Stutt ferð gæti verið í uppsiglingu. Þú hittir sennilega athyglisverða ókunnuga manneskju. Sporðdrekinn (24. okt.-22. nóv.): Láttu ekki seinagang annarra pirra þig því þá máttu bú- ast við beiðni um aðstoð. Þú gætir orðið fyrir einhverjum vonbrigðum f kvöld. Bogmaðurinn (23. nóv.-20. des.): Þú færð einhverjar upplýsingar sem hjálpa þér fjárhags- lega. Þú mátt búast við smáferð fljótlega. Misskilningur getur verið til lykta leiddur yfxr kaffibolla. Steingeitin (21. des.-20. jan.): Núna er tíminn til þess að slaka dálítið á og vinna ekki eins mikið. Gerðu eitthvað fyrir sjálfan þig, þú hefur unn- ið fyrir því. Biddu um aðstoð með eitthvað sem þú kemst ekki yfir að gera. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 686230. Akureyri, sími 22445. Keflavík sími 2039. Hafnar- fjörður, sími 51336. Vestmannaeyjar, sími 1321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópa- vogur, sími 27311, Seltjamarnes sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Selt- jarnames, sími 621180, Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar sími 41575, Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 1515, eftir lokun 1552. Vestmanna- eyjar, símar 1088 og 1533. Hafnarfjörður. sími 53445. Simabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum til- fellum, sem borgabúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Söfnin Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn: Þingholtsstræti 29a, sími 27155. Sólheimasafn, Sólheimum 27, sími 36814. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, sími 36270. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, Gerðubergi 3-5, símar 79122 og 79138. Opnunartími ofangreindra safna er: mán.-föst. kl. 9-21, sept.-apríl eiimig opið á laugardögum kl. 13-16. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, sími 27640. Opnunartími: mán. föst. kl. 16-19. Lestrarsalur aðalsafns, Þingholts- stræti 27, sími 27029. Opnunartími: mán föst. kl. 13-19, sept.-apríl, einnig opið á laugardögum kl. 13-19. Bókabílar, bækistöð í Bústaðasafni, sími 36270. Bókin heim, Sólheimasafni, sími 83780. Heimsendingaþjónusta fyrir fatlaða og aldraða. Símatími mánud. og fimmtud. kl. 10-12. Sérútlán, aðalsafni, Þingholtsstræti 29a, sími 27155. Bækur lánaðar skipum og stofnunum. Sögustundir fyrir börn á aldrinum 3-6 ára. Aðalsafni: þriðjud. kl. 14-15, Bústaðasafni og Sólheimasafni: mið- vikud. kl. 10-11 og Borgarbókasafninu í Gerðubergi: fimmtud. kl. 14-15. Ásmundarsafn við Sigtún. Opnunar- tími safnsins er á þriðjudögum, fimmtu- dögum, laugardögum og sunnudögum frá kl. 14-17. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi. Listasafn íslands við Hringbraut: ()pu\*. daglega frá kl. 13.30-16. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu- daga og laugardaga kl. 14.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn: mánudaga til laugardaga kl. 13-19. Surmudaga 14-17. Þjóðminjasafn íslands er opið sunnu- daga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugar- daga frá kl. 13.30-16. Krossgátan t ÍL 3 V- 41 T r~ 1 9 !o i mJL n n '3 )l& 17- j f 2o J r Lárétt: 1 sparsöm, 6 ekki, 8 gruni, 9 skortur, 10 áleist, 11 fyrstir, 13 gleð- ur, 15 kaldari, 17 fíðrildi, 19 mynni, 20 fiskur, 21 styrk. Lóðrétt: 1 reikningur, 2 sáldra, 3 krafa, 4 góð, 5 synjar, 6 rif, 7 svelg- ur, 12 kúpt, 14 grind, 15 vanvirða,'" 16 upphaf, 18 varðandi. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 smátæk, 8 voða, 9 trú, 10 æru, 11 klof, 13 skraut, 15 inn, 17 unað, 18 naum, 19 æði, 20 næðir, 21 ið. Lóðrétt 1 svæsinn, 2 morkna, 3 áð- ur, 4 tak, 5 ætlun, 6 krotaði, 7 bú, 12 fæðið, 14 aumi; 16 nuð, 19 ær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.