Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986. Tíðarandi „Égvildi að jólin kæmu strax í dag“ „Ég vildi að jólin kæmu strax í dag“ er laglína úr ein- hátíðina. í dag er fimmtudagurinn 11. desember og þrettán hverju vinsælasta jólalaginu sem hljómar fyrir þessi jól. Það dagar til jóla. er Erríkur Hauksson sem kyrjar með aðstoð bama. Það er aðeins helgin framundan, næsta vika, þá mánudagur En máhð er ekki alveg svona auðvelt. Það þarf að undirbúa og þriðjudagur og svo eru þau komin, rauð eða hvít. Stuttur komu jólanna. Tíðarandinn núna er þess vegna að sjálfsögðu tími. jólaundirbúningurinn. Heimilislíf alfra íjölskyldna snýst um að gera allt klárt fyrir -JGH Helgin verður skínandi Sriðasta helgin í nóvember og tvær fyrstu í desember. Það er timinn sem fólk notar til að mála fyrir jólin. Semsé málningarhélgi framundan. DV-mynd JGH Margir eru þessa dagana famir að tína til tuskur, þvottalög og skrúbba til að taka heimilið í gegn íyrir jólin. Tíðarandinn er ennþá sá að hreinsa veggi, loft og hillur fyrir hátíðina. Það þarf að þurrka af. Sumir láta veggina duga, þora ekki í loft- in af ótta við að gera illt verra og þurfa jafnvel að mála her- legheitin á síðustu stundu. Tíðarandinn hefur það fyrir víst að margar hendur og tuskur verði á lofti einmitt núna um helgina. Skrúbb-helgi er að ganga í garð. Það er í sjálfu sér al- veg skínandi. -JGH Þvottahelgi er að ganga i garö. Tíðarandinn hefur fyrir vist að margar hendur, fötur og tuskur verði á lofti um helgina. DV-mynd JGH Bannað að lauma Tíðarandinn minnir börn á að það er „bannað að fara í boxin“. Smáköku- bakstur er nú í algleymingi og hefur Hagkaup á Akureyri selt næstum 30 tonn af sykri, hveiti og smjörlíki fyrir þessi jól. DV-mynd JGH í kvöld setja krakkar i fyrsta skipti skóinn sinn út i glugga fyrir þessi jól. Og það er alveg segin saga, þau sem haga sér vel og sleppa óþekktinni fá nammi frá jólasveininum. DV-mynd JGH Gott í skóinn Að setja skóinn út í glugga er siður í skóinn. sem böm hafa lengi viðhaft fyrir jólin. Þessi siður er í fullu gildi ennþá. Víða á heimilum á Akureyri verður skórinn settur út í glugga í kvöld og jóla- sveinninn mun að sjálfsögðu setja gott Heyrum við á fjöllum að kúlur, kara- mellur, lakkrís og konfektmolar séu algengasta nammið sem jólasveinninn setur í skó bama fyrir þessi jól. Og Tíðarandinn minnir öll böm á að það er alveg óþarfi að vakta skóinn á nóttunni. Verið þið viss; ef þið hafið verið þæg og sleppt óþekktinni bíður nammið eftir ykkur þegar þið vaknið. -JGH Penslar og „Það kemur alltaf mikill kippur í sölu á málningu fyrir jólin,“ sagði Jón Berg hjá Byggingavöruversluninni SkMta hf. á Akureyri. „Eg veit ekki hvað við höfum selt mikla málningu fyrir þessi jól en salan rúllur á lofti er svipuð og fyrir venjuleg jól.“ Að sögn Jóns virðist sem venjan sé að byrja að mála síðustu helgina í nóevember og þær tvær fyrstu í des- ember. „Eftir miðjan desember dettur salan nokkuð niður. um helgina Samkvæmt þessu er ljóst að máln- ingarhelgi er framundan hjá mörgum. Upp með penslana og áfram með rúll- una. -JGH sér í kökuboxin Smákökubakstur er í algleymingi þessa dagana. Súkkulaðibitakökumar hafa löngum verið vinsælastar, en auðvitað eru bóndakökur, hnetukökur og hvað þær nú annars heita líka vin- sælar. Og Tíðarandinn minnir öll böm á að það er „bannað að lauma sér í boxin“ þegar enginn sér til. „Við erum búin að selja um 11 tonn af sykri, 5 tonn af smjörlíki og um 11 tonn af hveiti fyrir þessi jól,“ sagði Þórhalla Þórhallsdóttir, verslunar- stjóri Hagkaups á Akureyri. Jólaösin byijaði þar um síðustu helgi þegar færð batnaði á vegum í kringum bæinn. „Það kom hingað mikið af fólki frá nágrannabæjunum." Um kertasöluna sagði Þórhalla að hún væri gríðarlega mikil. „En það er minni hreyfing á útikertunum en á sama tíma í fyrra. Ég bíð eftir að þau fari að þjóta út,“ sagði Þórhalla Þór- hallsdóttir, verslunarstjóri Hagkaups. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.