Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986. Sviðsljós Þetta er hundleiðinlegt Ölyginn Miami Vice stjarnan Don Johnson hefur mikinn áhuga á hnefaleikum og getur því ekki misst úr einn ein- asta leik þegar hans menn keppa. Um daginn kom babb í bátinn hjá kappanum þegar hann hafði ekki bamapíu fyrir soninn, Jesse, sem er fjögurra ára, en það kvöld átti að hefjast sjötta umferð í World Series keppninni. Stjaman dó ekki ráða- laus og því varð ofan á að litli snáðinn kæmi með á keppnina. Snáðinn var þó ó öðru máli því að honum fannst keppnin með afbrigð- um leiðinleg og lá hann ekki á liði sínu að láta það í ljósi. Hann geisp- aði, gat engan veginn setið kyrr og ó endanum fór hann að skæla. Don pabbi var ekki á þeim buxunum að yfirgefa leikinn þegar aðalspennan var eftir og sat hann því sem fastast til miðnættis þegar leiknum lauk. Þó lagði hann leið sín inn í búnings- herbergi kappanna, sem höfðu farið með sigur af hólmi, til að óska þeim til hamingju með árangurinn. Þó var snáðanum öllum lokið og reyndi að fá sér blund á öxl pabba en það er ekki hlaupið að því þar sem pabbinn er mjög eftirsóttur maður. Þegar fólk fór svo að safnast í kringum hann og þrengja að varð Jesse yfir sig hræddur og tók það Don langan tíma að róa hann niður. Snáðinn varð því yfir sig glaður þegar hann sveif inn í draumalandið með þá ákvörðun efsta í huga að fara aldrei aftur á hnefaleikakeppni. Dolly Parton skrældi af sér fjórtán kíló á nokkrum vikum og segir hún að henni hafi aldrei liðið betur. Hún segist einungis hafa minnkað við sig átið og sett al- gert bann við kökum og sælgæti, það varallurgaldurinn. „Það er öruggt mál að ég ætla aldrei að verða svona þybbin aftur," segir söngkonan. „Mér líður ekki bara betur líkamlega heldur andlega líka og nú get ég klætt mig í hvaða dress sem er án þess að skammast min nokkurn hlut. Nú er að hefjast nýtt tímabil í lífi mínu." -4 Agneta Fáltskog hefur mjög gaman af því að lesa. Hún segir sjálf að ef hún hafi ekki bók á náttborðinu þegar hún leggist til svefns sé það henni alveg ómögulegt að sofna. Söngkonan segist hafa mjög góðan smekk á bókum og uppáhaldshöfundurinn sinn sé ameríski spennusagnahöfund- urinn Arthur Haily en uppá- haldsbókin sé Ævi Garps. „Bókin sem ég hef á nátt- borðinu mínu þessa dagana er nýjasta bókin hennar Shirley MacLaine," segir Agneta, „og mér finnst hún mjög skemmtileg aflestrar." 4 George Harrison fyrrverandi bítill hefur sest í helgan stein og unir sér nú að mestu í faðmi fjölskyldunnar, Oliviu og sonarins, Dhani. Þau búa nú í Los Angeles þar sem George vinnur við að framleiða kvikmynd þarsem Richard Grif- fits er í aðalhlutverki. Kvik- myndaframleiðsla hefur verið hans lífsviðurværi undanfarin ár og virðist honum farast það vel úr hendi. „Fjölskyldan er númer eitt í lífi mínu en síðan er það kvik- myndaframleiðslan," segir gamli bítillinn. „Bítlaárin eru lið- in og þannig vil ég hafa það." Furðulegt hvað fólki finnst svona áhugavert við þessar barsmiðar Jesse verið að hugsa. gæti Þeir feðgar eru ekki sérlega ánægðir á svip eftir þessa kvöldstund. isrr, _ . „Já, en pabbi, mér finnst ekkert gaman á þessum stað.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.