Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986. íþróttir ©Georce Best George Best skoraði Knattspymukappinn og glaum- gosinn gamalkunni, George Best, skoraði eitt mark fyrir stjömulið Pat Jennings, markvarðarins kunna, þegar liðið gerði jafntefli, 3-3, við úrvalslið frá N-Irlandi í Belfast. Leikurinn var ágóðaleikur fyrir Pat Jennings sem lék 119 landsleiki fyrir N-íra. 25 þús. áhorfendur komu á leikinn. Terry Gibson og Frank Stapleton skor- uðu hin mörk stjömuliðsins. Þess má geta að Best, sem hóf lands- leikjaferil sinn með N-írum í sama landsleik og Jennings, 1964, var tekinn út af í leiknum - mjög þreyttur. -SOS Nicholas á bekknum Það er ekki pláss fyrir skoska landsliðsmanninn Cheirlie Nichol- as í táningaliði Arsenal sem hefúr staðið sig svo vel að undanfömu. Nicholas sat á varamannabekkn- itm á Highbury sl. laugardag þegar Arsenal lagði QPR að velíi, 3-1. Nú em þær sögusagnir uppi að Liverpool hafi áhuga á að kaupa Nicholas. -SOS Jafntefli hjá Waterschei Ragnar Margeirsson og félagar hans hjá Waterschei máttu sætta sig við enn eitt jafnteflið, þegar þeir léku gegn Diest. Leikur átti að fara fram á sunnudaginn, en það varð að fresta honum vegna þoku. Ragnar lagði upp mark Waterschei, sem Geens skoraði, en Claes náði að jafna fyrir Diest á 85. mín. leiksins. Ragnar lék vel og fékk mjög góða dóma fyrir leik sinn. -SOS Enn sigrar Gunde Svan Sænski skíðagarpurinn Gunde Svan heldur áfram þar sem frá var horfið í fyrra í heimsbikarkeppn- ?nni í göngu. Hann hefúr nánast verið ósigrandi í skíðagöngu í tvö ár og sigraði í fyrstu keppni vetrar- ins með yfirburðum. Tími Svans í 15 km göngu í Austurríki í gær var 38 mínútur og 52,2 sekúndur og var hann 24 sekúndum á undan Kari Ristanen frá Finnlandi sem var í öðm sæti. -SMJ < 'r ■ .. ' ■ '' Tveir frá Rangers reknir af leikvelli - þegar skoska félagið lék gegn Gladbach ASi HHmarssan, DV, V-Þýskalandi; Graeme Souness tókst ekki að leiða sína leikmenn til sigurs gegn Bomssia Mönchengladbach hér í V- Þýskalandi í gærkvöldi í UEFA-bikar- keppninni. Leikmenn Rangers vom betri í leiknum, sem var harður og lauk með jafntefli, 0-0. Skotamir byij- uðu leikinn með miklum látum og sóttu grimmt en þeim tókst ekki að skora. Mótlætið hljóp í skapið á þeim og var tveimur leikmönnum vísað af leik- velli - þeim Stuart Munro og David Cooper. Munro, sem hafði áður fengið að sjá gula spjaldið, fékk að sjá það rauða á 75. mínútu fyrir að rífa kjaft. Cooper var rekinn af velli á 87. mín- útu eftir gróft brot. 34 þús. áhorfendur (uppselt), sáu leikinn sem var harður. Gladbach komst áfram á jafnteflinu þar sem fé- lagið náði að knýja fram sigur í Glasgow, 1-0. •Graeme Souness lék að nýju með Rangers. Varamaðurinn hetja Barcelona Atli Eðvaldsson og félagar hans hjá Uerdingen voru afepymulélegir í gær- kvöldi þegar þeir töpuðu fyrir Barcel- ona, 0-2, á Spáni. Aðeins 30 þús. áhorfendur sáu leikinn, sem var ekki upp á marga fiska. Barcelona fékk sautján homspymur á móti einni hjá Uerdingen. Það var varamaðurinn Juan Carlos Roja, 27 ára, sem var hetja Barcelona. Hann kom inn á fyr- ir Gary Lineker á 70. mín. og stuttu eftir skoraði hann fyrra mark Barcel- ona, sem vann, 2-0, með sinni fyrstu snertingu við knöttinn. Hann bætti síðan marki við á 79. mínútu. Leik hætt vegna þoku Það varð að hætta leik Inter Milano og Dukla Prag í Mílanó eftir 80 mín. leik vegna þoku. Þá var staðan 0-0. Liðin verða að leika að nýju. •Austum'ska félagið Tyrol kom skemmtilega á óvart með því að leggja Spartak Moskva að velli, 2-1, og tryggja sér þar með farseðilinn í 8 liða úrslitin. -SOS I---------------------- ! Schiister til Kölnar? Nú em taldar miklar líkur á því að v-þýska vandræðabamið Bemd Schúster fari aftur til Kölnar og leiki með því liði á næsta keppnis- tímabili. Viðræður hafa verið í gangi á milli félaganna að undan- fömu en ekki borið árangur. Félagaskipi verða að fara fram fyr- ir næsta mánudag en þá lokar markaðurinn í Þýskalandi. „Ef ég leik aftur í Bundesligunni þá verður það með Köln, það er ömggt. Köln er eina borgin sem ég vil búa í í Þýskalandi. Þar er alltaf eitthvað að gerast og þar er vinur minn Tony Schumacher," sagði Schúster við blaðamenn. Schúster, sem er af mörgum tal- inn einn hæfileikaríkasti leikmað- ur Evrópu, hefur nú dvalist í sex ár hjá Barcelona. Honum hefur verið mjög uppsigað við forseta félagsins, Jose Luis Nunez, og þjálfarann Venables að undan- fömu. -SMJ Boris varð óður - þegar hann tapaði fyrir Lendl í úrslitum meistarakeppninnar Ivan Lendl kenndi hinum unga Bor- is Becker tvær lexíur í úrslitaleik meistarakeppni tennisleikara en þar kepptu þeir tveir til úrslita. f fyrsta lagi það að Lendl er besti tennisleik- ari heims og í öðm lagi að það borgar sig að halda ró sinni á tennisvellinum. Hin 19 ára gamli Þjóðverji var alger- lega yfirspilaður í úrslitaleiknum og tapaði 0-4,6-4,6-4. Þetta fór mjög svo í skapið á Boris og skeytti hann skapi sínu á sínu nánasta umhverfi - jafnt dauðum hlutum sem lifandi. „Ég verð að læra að hemja skap mitt,“ sagði Becker eftir á og bætti við að það leyndi sér ekki að Lendl væri bestur. Boris hélt því þó staðfastur fram að hann væri að draga á Lendl. Lendl sýndi ótrúlega mikla yfirburði í leiknum ef miðað er við að þama áttust við tveir bestu tennisleikarar heims. Boris réði ekkert við uppgjafir Lendl og reyndar yfirspilaði Lendl Boris á öllum sviðum. Lendl fékk tæpar 9 milljónir króna fyrir sigurinn og hefúr hann nú unnið sér inn um 100 milljónir króna á ár- inu. Becker fékk fjórar milljónir í sinn hlut. -SMJ Beveren græddi peninga Kiistján Bemburg, DV, Belgía: Það eina sem Beveren græddi í gærkvöldi þegar félagið tapaði, 0-1, fyrir Torino hér í UEFA-bikarkeppn- inni vom peningar. Beveren fékk fimm milljónir _þar sem leikurinn var sýndur beint til Ítalíu og 500 þús. frá belgíska sjónvarpinu þar sem leikurinn var sýndur beint í Belgíu. Þá komu 13.500 áhorfendur til að sjá leikinn þar sem leikmenn ítalska liðsins vom mun öflugri. Dossena skoraði eina mark leiksins á 74. mínútu. Torino komst áfram á samanlagðri markatölu, 3-1. •Dundee United gerði góða ferð til Júgóslavíu þar sem leikmenn liðsins náðu jafritefli, 0-0, gegn Hajduk Split og unnu samanlagt, 2-0. 30 þús. áhorf- endur. •Portúgalska liðið Guimaraes komst einnig í 8 liða úrslitin. 20 þús. áhorfendur sáu leikmenn liðsins skora þijú mörk gegn engu og vinna saman- lagt, 3-1. •IFK Gautaborg vann ömggan sig- ur, 4-0, yfir Gent frá Belgíu og samanlagt, 5-0. 15.100 áhorfendur sáu þá Magnus Johansson (45 mín.), Jari Rantanen (50), Glenn Hysen (57) og Peter Larsson (64) skora mörkin. -sos •John Stiles. Stiles rek- inn útaf Sjaldan fellur eplið langt frá eik- inni er gamalt og gott máltæki sem sannast á John Stiles, syni gamla harðjaxlsins Nobby Stiles. John, sem leikur með Leeds United, var rekinn af leikvelli á móti WBA nú um helgina og var hann reyndar þriðji leikmaðurinn sem var rekinn af velli í þessum „hörku“leik. Svo skemmtilega vill til að faðir Johns, Nobby, er einmitt þjálfari hjá WBA svo að hann gat tekið á móti þessum 19 ára skapheita syni sínum við hliðarlínuna. Skyldi hann hafa verið stoltur, gamli maðurinn? -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.