Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986. 15 Atvmnurógur Guðmundar G. Vegna kjallaragreinar eftir Guð- mund G. Þóarinsson, fyrrverandi (og tilvonandi) alþingismann, í DV mánudaginn 8. desember, þar sem ráðist er gegn starfsheiðri mínum og innræti, er nauðsynlegt að koma á framfæri örfáum atriðum: Guðmundur kvartar í þessari grein yfir meðferð sem hann telur stutt fréttaviðtal við sig hafa fengið í mín- um höndum og fréttatíma Stöðvar 2. Af lestri greinarinnar er hægast að draga þá ályktun að viðmælandi minn í þessu viðtali hafi verið blá- eygur sakleysingi sem aldrei fyrr hafi þurft að svara spumingum fréttamanns. Sjálfur veit ég betur: Guðmundur G. Þórarinsson er þrautreyndur stjómmálamaður sem hefur áralanga fjölmiðlíireynslu. Hann veit því fullkomlega að frétta- viðtöl em stytt og klippt til. Þar KjaUaiiim Ómar Valdimarsson fréttamaður á Stöð 2 „Og það er beinlínis ómerkilegt og ódrengilegt af Guðmundi G. Þórarinssyni að halda því fram að sérstaklega þurfi að gæta sín á „einstaklingum meðal frétta- manna“.“ gildir aðeins reglan að taka ekki svör úr samhengi og það var ekki gert í þessu tilviki. Það er rétt hjá Guðmundi að það var undir lok viðtalsins sem hann var spurður hvort hann myndi beita sér fyrir því að Framsóknarflokkur- inn ætti aðild að næstu ríkisstjóm og í framhaldi af því hvort hann ætlaði sér ráðherrasæti í þeirri stjóm. Jákvætt svar við báðum spumingum er fréttnæmt - og enn er það ritstjómarleg ákvörðun en ekki flokkspólitísk hvað er frétt- næmt og hvað ekki. En það er hlægilegt, svo ekki sé meira sagt, þegar jafnfjölmiðlareyndur maður og Guðmundur G. Þórarinsson held- ur því fram að hann hafi haldið að „viðtalinu væri nánast lokið“ þegar þessar spumingar komu fram. Hann veit fullvel hvenær viðtali er lokið og hvenær ekki. Því er lokið þegar búið er að slökkva á myndavélinni og ljósunum sem fylgja sjónvarps- mönnum. Það er líka rétt hjá Guðmundi G. Þórarinssyni að vita- lið, sem var tekið upp, var lengra en það sem sýnt var i fréttum um kvöldið. Það var til dæmis klipptur út úr því kafli þar sem Guðmundur harmaði mjög þá útreið sem Harald- ur Ólafsson hafði hlotið í prófkjörinu - rétt eins og hann hefði sjálfúr ve- „En það er rangt hjá Guðmundi G. Þórarinssyni að kjami þess, sem hann hafði að segja um sigur sinn í prófkjörinu, hafi ekki komið fram i trétfinni." rið einn dyggasti stuðningsmaður Haralds! Og hvað mátti Haraldur segja? Viðtalið við hann var hátt í tiu mínútur en notaðar úr því 2-3 mínútur. En það er rangt hjá Guðmundi G. Þórarinssyni að kjami þess, sem hann hafði að segja um sigur sinn í prófkjörinu, hafi ekki komið fram í fréttinni. Það er rangt hjá Guð- mundi G. Þórarinssyni að það hafi verið tekið fram í fréttayfirliti að hann vildi vera ráðherra. Ástæðan er sú að það er ekkert fréttayfirlit í fréttatímum Stöðvar 2. Það er vita- skuld líka rangt hjá honum að Stöð 2 hafi verið að laga sannleikann í hendi sér. Það er sömuleiðis rangt af stjómmálamanni að gera ráð fyrir að hann geti notað fréttatíma sjálf- stæðra fjölmiðla til að láta hugann reika. Og það er beinlínis ómerkilegt og ódrengilegt af Guðmundi G. Þórar- inssyni að halda því fram að sérstak- lega þurfi að gæta sín á „einstakling- um meðal fréttamanna". Atvinnurógur af þessu tagi er af síð- ustu sort - og alls ekki samboðinn þingmannsefhi... nema þingmanns- efriið vilji láta vita að á því skuli menn gæta sín. Ómar Valdimarsson. Hvað er að gerast? Fjórflokkamir, Framsóknarflokk- ur, Alþýðuflokkur, Sjálfstæðisflokk- ur og Alþýðubandalag hafa nú runnið sitt skeið í prófkjörum og forvölum. Samtök hafa myndast inn- an þessara flokka um menn og málefni og hafa þessi samtök innan fjórflokkanna ýtt til hliðar núver- andi þingmönnum, og frambjóðend- um flokkseigendafélaganna, þannig að þeir hafa dottið úr hinum svoköll- uðu öruggu framboðssætum. Þá hafa þessi samtök, sem eru gegnumgang- andi í öllum þessum flokkum, sameinast um menn í örugg sæti. Þetta þýðir að megn óánægja hefur verið með störf og málflutning við- komandi manna, bæði þingmanna og frambjóðenda, flokkseigendafé- laganna opinberlega. Það kemur augsýnilega í Ijós að erfðakóngar flokkskerfisins standa allt í einu berskjaldaðir ffammi fyrir flokks- systkinum sínum með buxumar nið’rum sig. Þeir hinir sömu þola ekki niðurstöður og skoðanir flokks- systkina sinna. Sannfæringin Það mætti halda að þegar menn verði þingmenn slíti þeir allt jarð- samband, og haldi að þeir séu hafnir yfir gagnrýni, umsögn og umræðu fólks í þjóðfélaginu. Það er von að fólk dæmi þessa menn því slík er samtrygging og þögn þeirra sín á milli, að minnsta kosti á Alþingi ís- lendinga, að líkja má þessari stofnun við ríki í ríkinu. Það virðist nefhi- lega gleymast um leið og menn koma inn á Alþingi, þá er þetta fólk, sem kaus þá á þing, einskisvert og mark- laust, þá er í gildi sannfæring þingmanna. Það sýna dæmin að minnsta kosti um þingmenn Banda- lags jafriaðarmanna. Slík var þögn og samtrygging fjórflokkanna þegar þingflokkur BJ var settur á núll að enginn þingmanna andmælti þeirri málsmeðferð sem þar viðgekkst og kjósendur voru gerðir að athlægi fyrir að hafa kosið sér þingmenn. Mér er spum, ef kjördæmakjörinn þingmaður BJ þyrfti að hverfa af þingi, í lengri eða skemmri tíma, verður þá kallaður inn á þing vara- maður frá Alþýðuflokki eða Sjálf- stæðisflokki? Eða hafa varaþingmenn BJ ekki kjörgengi sem löglega kosnir fram- bjóðendur til Alþingis í síðustu kosningum? Hver er staða kjördæ- miskjörins þingmanns BJ innan Alþýðuflokks? Varla er hann kjör- dæmiskjörinn fyrir Alþýðuflokkinn eða hvað? Hver er staða landskjör- inna þingmanna BJ, voru þeir landskjörnir fyrir Alþýðuflokk og Sjálfstæðisflokk? Frambjóðendur BJ urðu kjördæma- og landskjömir í síðustu kosningum, vegna atkvæða sem 9489 manns greiddu eftir sinni sannfæringu i kjörklefum. Þing- menn BJ ákváðu að skipta um flokk, og þeir gerðu það eftir sinni sann- færingu og eigin hagsmunum. En þingsætin em óumdeilanleg og urðu til vegna framboðs BJ úti um allt land, undir listabókstafnum C i síð- ustu kosningum. Þingsætin fylgja þvi ekki með í þessari flokkaskipt- ingu og yfirlýsingar Stefáns Bened- iktssonar, Guðmundar Einarssonar, Kolbrúnar Jónsdóttur um að þau séu hætt störfum fyrir BJ og vinni nú fyrir Alþýðuflokkinn, þýða í raun að þau hafa sagt af sér þingmennsku fyrir BJ, sama er að segja um afsögn Kristínar Kvaran hjá BJ, hún hefhr sagt af sér þingmennsku fyrir BJ, þar sem hún ásamt hinum þing- mönnum BJ hefur kosið að starfa fyrir aðra stjómmálaflokka. Þessi fjögur atkvæði af 9489 atkvæðum hafa því engan rétt til að sitja á Alþingi fyrir BJ, það ber að kalla inn varamenn BJ til setu á Alþingi. Landsfundur fer með æðsta vald í öllum stjómmálaflokkum og svo er einnig hjá BJ. Það er því lands- fundar að ákveða málefni BJ, og á meðan starfandi em réttkosnir landsnefhdarmenn og framkvæmda- nefhdarmenn frá síðasta landsfundi em þeir löglegir stjómendur BJ fram að næsta landsfundi. Það em ekki fordæmi fyrir öðm eins ábyrgðar- leysi þingmanna og nú hefur gerst. Þeir ættu að sjá sóma sinn í því að taka upp þetta mál á Alþingi, þó ekki væri nema til að hefja virðingu Alþingis upp á við, það virðist ekki veita af því þessa dagana. Andstæöa lýðræðis er ein- ræði Þá er nú alveg dæmalaus tilhögun hjá Alþýðuflokki, flokki sem braut blað í stjómmálasögunni með opn- um prófkjörum hér á árum áður. Framboðsmál Alþýðuflokks í Reykjavík em sennilega rúsínan í framboðsendanum. Alþýðuflokks- fólki var ekki gefinn kostur á að ákvarða um þrjú efstu sætin á fram- boðslistanum í Reykjavík, því réð flokksformaðurinn og valdaklíka hans að öllu leyti en alþýðuflokks- fólk mátti kjósa um hin sætin. Að hugsa sér að Alþýðuflokkur, sem kennir sig við jafnaðarstefnu og vill viðhalda lýðræði í landinu, sé fyrstur flokka til að traðka á lýðræðinu inn- an stuðningsmanna flokksins eða er kannski ekkert lýðræði til innan Alþýðuflokksins? Em þar bara vald- aklíkur og klofhingsöfl og möppu- dýradýrkendur? Ég segi að flokksforusta Alþýðuflokksins sé mesti og helsti óvinur jafnaðarstefn- unnar þar sem augljóst er að lýðræðinu er varpað fyrir björg þar sem flokksfomstan hugsar bara um að komast í ráðherrastóla með öllum tiltækum ráðum og vélabrögðum. Þeir hlutir, sem em að gerast innan Alþýðuflokksforustunnar, em raun- ar kúvending úr lýðræði í einræði. Verkalýðsmál í skúffu Þá er nú ekki hægt annað en að lýsa undrun sinni yfir framboði Ás- mundar Stefánssonar, forseta ASÍ. Þetta er maður sem hefur að aðal- starfi að semja um kaup og kjör flestra launþega og á að gæta hags- muna fyrir launafólk. Ætlar þessi maður að stunda þingmennsku utan úr bæ eða færast samningafundir launþega í þingflokksherbergi Al- þýðubandalagsins? Maður hefði haldið að þingmennska og starf for- seta ASÍ væm full störf en það er kannski vitleysa, þetta em kannski bara íhlaupastörf sem hægt er að ganga frá í gegnum símakerfið? Það hlýtur bara að vera svo, ekki er staða fólks í launamálum það glæsileg að hægt sé að hrópa húrra fyrir henni. Það virðist vera svo að verkalýðs- leiðtogar séu allt of uppteknir af öðrum málum en verkalýðsmálum. Það skyldi þó aldrei vera flokkspó- litík og prófkjörsmál sem þessir menn setja á oddinn fyrir umbjóð- endur sína en að verkalýðsmálum sé troðið ofan í skúffú vegna ann- arra eiginhagsmunamála. Aftökusveitir í ham Það hefúr verið sagt margsinnis að Framsóknarflokkurinn sé opinn í báða enda en þetta er nú gömul lumma og á ekki við í dag. I dag er Framsóknarflokkurinn klofinn í alla enda. Flokksmaddaman flutti sig á mölina, í fjölmennið, enda hlaut að koma að því að erfðakóngar flokka- kerfisins sameinuðust á suðvestur- hominu. Eftir sitja sárreiðir vestfirskir framsóknarmenn og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Og í Norður- landskjördæmum er slagur um val í KjaUaiinn Guðmundur Óli Scheving véistjóri efstu sætin. I öðru kjördæminu var svo hart barist að aftökusveit var til staðar eða eins og einn frambjóðand- inn lét hafa eftir sér „aftakan hefur farið fram“. Það ber allt að sama bmmii og áður hefur verið nefrit, menn sætt sig ekki við gagnrýni skoðanabræðra sinna. Þeir gömlu skulu sitja í prófkjörum sjálfstæðismanna er alveg sama uppi á teningnum og hjá hinum fjórflokksbrotunum. Þar em samt ekki sköpuð tækifæri fyrir ný nöfn eða nýjar skoðanir, nei gömlu ffambjóðendumir og þingmennimir skulu sitja og em raunar orðnir mosagrónir í sætum sínum. Mikil óánægja virðist vera innan raða sjálfstæðismanna og ólga undir yfir- borðinu vegna framboðsmála í þeim flokki. Maður beið nú bara eftir að menn kveddust að sjómannasið á Suðurlandi eins og einn óánægður frambjóðandi varð frægur fyrir hér á árum áður. En þetta kallast víst að sleppa fyrir hom á dramatískan hátt. Þá em það öll prófkjörin og forvölin. Sú uppákoma og skrípa- leikur fyrir opnum tjöldum í íslensku þjóðlífi hefur ömgglega opnað augu kjósenda upp á gátt og menn hljóta að hugsa sig tvisvar um áður en þeir styðja við þessa grínara Al- þingis. Það má setja eirrn samnefn- ara yfir alla fomstu fjórflokkanna, þetta er höfuðlaus og ábyrgðarlaus valdaklíka. Guðmundur Óli Scheving. „Mér er spum, ef kjördæmakjörinn þing- maður BJ þyrfti að hverfa af þingi, til lengri eða skemmri tíma, verður þá kallað- ur inn á þing varamaður frá Alþýðuflokki eða Sjálfstæðisflokki?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.