Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986. Neytendur_____________ Stórhættulegir lampar í unvferð Kynnið ykkur merkingar á rafmagnsvönim „Algengt er að í verslunum séu boðnir til sölu lampar og önnur raf- magnstæki sem líta vel út en uppfylla ekki á nokkum hátt þær öryggiskröf- rs Þessi viðurkenningarmerki eru frá Norðurlöndunum, Frakklandi og Vest- urÞýskalandi, en þessi lönd eru hátt skrifuð og talin i fremstu röð i heimin- um hvað snertir prófun raffanga. Opnunartími verslana í desember Heimilt er að hafa verslanir opn- ar á laugardögum í desember sem hér segir: 13. desember kl. 18.00, 20. desember kl. 22.00, Þorláksmessu til kl. 23.00, aðfangadag til kl. 12.00. Versianir má hafa opnar mánu- daga til fimmtudaga til kl. 18.30 og föstudaga til kl. 21.00. -A.BJ. ur sem gerðar eru til raffanga. Þetta eru oft eftirlíkingar af þekktum og viðurkenndum vörum sem óprúttnir framleiðendur selja síðan langt undir verði upphaflega hlutarins," sagði Guðbjartur Gunnarsson, fulltrúi hjá Rafinagnseftirliti ríkisins, á fundi er nýlega var boðað til í Rafinagnseftir- litinu. Öll raíföng sem hér eru í notkun eru eftirlitsskyld þótt ekki sé skylda að prófa þau öll í raffangastofhuninni. I þeim flokki eru t.d. lampar til heimilis- nota, en hér á landi eru fjölmargir lampar sem geta beinlínis verið stór- hættulegir á heimilum manna. Nefha má alls kyns skrautlampa, sem sérstaklega eru ætlaðir fyrir böm, lampa sem eru svo léttir að þeir detta við minnstu snertingu og jafnvel án hennar og auk þess lampar sem svo illa er gengið frá að þeir geta bráðnað af hita perunnar. Máttlaust eftirlit Á vegum Rafmagnseftirlits ríkisins starfar svokölluð raffangaprófun sem við höfum raunar sagt áður frá hér á Neytendasíðunni. Þar starfa fimm manns við að prófa öryggisbúnað allra raffanga sem eru flutt til landsins og eru prófunarskyld. Að aflokinni próf- un gefur stofhunin leyfi til þess að viðkomandi vara sé merkt með merki stofhunarinnar. Starfsmönnum hennar er svo ætlað að fylgjast með því að ekki séu í versl- unum hér rafmagnsvörur sem em hættulegar mönnum og að öryggis- búnaður heimilistækja sé í fullkomnu lagi. Það er seinlegt verk að prófa raf- magnstækin. Samkvæmt upplýsingum Magnúsar Guðnasonar, hjá raffanga- prófuninni, getur það tekið allt að hálfan mánuð fyrir einn mann að prófa þvottavél áður en vélin fær viður- kenningarmerki Rafmagnseftirlitsins. Innflytjendur rafmagnstækja þurfa að sækja sérstaklega um að fá að nota merki Rafmagnseftirlitsins og þá á ákveðið raffang sem hlotið hefur við- urkenningu RER. Nokkrir innflytj- endur notfæra sér þetta en alltof fáir. Hér á landi em einnig nokkuð sér- stakar aðstæður því innflytjendur em mjög margir og er þar jafhvel um fólk að ræða sem alls ekki er með verslun- arfyrirtæki. Haft hefur verið samband við Rafmagnseftirlitið til þess að fá upplýsingar um innflytjanda tækja sem hafa bilað og vantar varahluti í. Þá hefur komið í ljós að tækið fór aldrei í gegnum raffangaprófunina og seljandann og væntanlega innflytj- andann hvergi að finna. Það er því aldrei of brýnt fyrir fólki að athuga vel sinn gang og kaupa helst ekki rafmagnstæki nema af við- urkenndum raftækjasölum og láta ekki blekkjast af lágu verði eingöngu, sagði Guðpbjartur. Ýmsar merkingar á rafföngum Á rafmagnsvörum sem keyptar em til heimilisins eða rafiföngum, eins og það heitir á máli fagmanna, em ýmsar merkingar sem nauðsynlegt er fyrir neytendur að kunna skil á. Þar má t.d. sjá hvaða einangrun er í tækinu, hve stóra pem er óhætt að nota ef um lampa er að ræða og fleira í þeim dúr. Sum tæki em með viðurkenningar- merki frá raffangaprófun framleiðslu- landsins, en slíkum merkingum er ekki óhætt að treysta í blindni. Nýlegt dæmi um norskar þvottavélar sem hingað vom fluttar og vom með merki norsku raffangaprófunarinnar. Inn- flytjandinn var búinn að flytja 700 vélar til landsins þegar skoðun lauk í Rafmagnseftirlitinu en skoðunin leiddi í ljós að breyting hafði verið gerð á vélinni eftir að hún hafði verið skoðuð í Noregi og nú uppfyllti hún ekki íslenskar öryggiskröfur. Ef engar merkingar um pemstærð er að finna á lampa er fólki eindregið ráðlagt að kaupa ekki lampann. Hús- bmnar hafa orðið af völdum ótraustra borðlampa. Af 330 húsbmnum sem urðu í Danmörku árið 1984 mátti rekja 40 til raffanga. Starfsmenn raffangaprófunarinnar sýndu mjög ótraustan loftlampa sem seldur var í verslunum hér fyrir nokkr- um árum. Lampinn var eftirlíking af öðrum og fullkomnari loftlampa. í fljótu bragði litu lampamir eins út en vom mjög ólíkir þegar betur var að gáð. Fyrir það fyrsta var öryggishlífin á bak við pemna alltof lítil og var botninn, sem var úr plasti, brunninn í sundur áður en prófuninni lauk. Þá var merkt hámarksperustærð á lamp- ann en sú merking var neðan á honum þannig að þegar búið var að festa lampann upp í loftið var ekki hægt að sjá þá merkingu. Fleira var athuga- vert við þessa lampategund og vom þeir umsvifalaust teknir úr verslunum. En starfsmenn raffangaprófunarinn- Vonandi þekkir enginn snúrudraslið sem Sæmundur heldur á í vinstri hend- inni af eigin raun. En þetta hefur verið notað sem útiljósasería. Hún á að vera vatnsvarin og frágengin eins cq r,ú sem hann hefur í hægri hendi. Kannski gætu ömmur fallið fyrir þessum lömpum sem ætlaðir em í barnaher- bergið. Þeir em stórhættulegir og geta hæglega valdið íkveikju þegar barnið fer að hnoðast með lampana, jafnvel uppi í rúmi og undir sæng. Lamparnir em þar að auki valtir og geta hæglega dottið í gólfið og brotnað. DV myndir-Brynjar Gauti ar em störfum hlaðnir við að prófa raftæki og geta því ekki sinnt nægi- lega vel eftirlitsskyldu sinni í verslun- um. Neytendur verða því sjálfir að vera á verði gagnvart hættulegum rafmagnsvörum. Hættulegar jólavörur Mikið af rafmagnsvörum em notað- ar einmitt í kringum jólin. Er því sérstök ástæða til að vara fólk við að nota aðeins viðurkennd rafföng. Látið gera við það sem er bilað eða kaupið hreinlega nýtt. Margir em með sam- settar jólatrésseríur, sem geta verið hættulegar, að ekki sé nú talað um útiseríur sem verða að vera vatns- þéttar. Það em allt aðrar aðstæður hér á landi en t.d. í suðlægum löndum en algengt er að sólarlandafarar komi með alls kjms lampa og tæki heim í fartaski sínu. Er sérstaklega varað við slíku. Þá er talin ástæða til þess að vara við „snjóhúsunum" sem margir búa til. Peran sem er inni í „húsinu" verð- ur að vera vel varin þannig að hún hiti ekki umhverfið. Húsið verður einnig að vera staðsett þannig að óvit- ar fari ekki að hnoðast með það. Árlega berst fjöldi umsókna um við- urkenningu raffanga. Árið 1985 bámst 1659 umsóknir. Þar af vom 1409 sam- þykktar en 250 var synjað um viður- kenningu. Það þýðir þó alls ekki að vonlaust sé að flytja þau rafföng til landsins, heldur verður að bæta úr þeim ágöllum sem em við öryggis- búnað tækjanna. -A.BJ. Starfsmenn Rafmagnseftirlitsins sýndu ýmis rafföng sem ekki uppfylla kröf- ur um öryggisbúnað hér á landi. Starfsmennirnir eru frá vinstri Magnús Guðnason og Guðbjartur Gunnarsson. 1965 Huernig afgreiddar Land F j ö 1 d i umsókna % tíamþ . tíynjað tíamþ. % Synjað % 1sland 74 4,46 72 2 97,3 2,7 DanmÖrk S4 3,25 48 6 88,9 11,1 F inriland 3 1 1,87 3 1 - 100,0 - Noregur 39 2,36 3 9 100,0 - SvlþjóS 48 2,89 44 4 91,7 8 . 3 Austurriki 22 1 , 33 19 3 86,4 13,6 B e I g í a 46 2,78 43 3 93,5 6,5 BreLland 7 4 4,46 62 12 83,8 16,2 F r ak klarid 200 12,06 152 48 76,0 24,0 Holland 65 3,92 48 17 7 3,8 26,2 lriand 6 0,36 6 - 100,0 ttalía 130 7,83 95 3 5 73,1 26,9 Júgóslaula 3 0, 18 1 2 33 , 3 66,7 l’or Lúgal 12 0,7 2 12 - 100,00 - Kúmenla 1 0,06 - 1 - 100,0 tíouélríkin 4 0,24 3 1 7 5.0 25,0 Spánn 67 4,04 38 29 56,7 43,3 tíuiss 12 0,72 12 ~ 100,0 _ A-Þýs kalarid 1 0,06 1 - 100,0 _ U-Þýs kaland 702 42,31 622 80 88,6 11.4 Bandaríki N.A. 20 1,21 18 2 90,0 10,0 Brasilla 1 0,06 1 100,0 - Horig Kong 6 0,36 5 1 83 , 3 16,7 Japan 22 1,33 22 100,0 - Kiria 4 0,24 4 100,0 . - Kórea 4 0,24 2 2 50,0 50,0 Sirigapore 3 0, 18 2 1 66,7 33 , 3 Taiwan 8 0,48 7 1 87.5 12, 5 Samtals 1.6b9 100,0 1409 250 8 4,9 15, 1 Þama er skiptingin á þe-im umsóknum sem bárust og voru afgreiddar árið 1985.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.