Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986. 37 Sviðsljós Aheitið komið í réttar hendur Hér er Jón Páll Sigmarsson að taka við áheitinu ur höndum Guðbrands Jónatanssonar, eiganda verslunarinnar Vatnsrúma, sem hét á hann áður en hann hélt út. Nú í vikunni tók Jón Páll Sigmars- son við fyrsta áheitinu sínu eftir að hann vann hinn eftirsótta titil sterk- asti maður heims. Heitið var á hann áður en hann hélt til útlanda en skil- yrðið var að hann ynni titilinn sem keppt var um. Það sem er sérstakt við þetta er að áheitið er í innsigluðu umslagi sem honum er ekki heimilt að opna fyrr en nú um áramótin en þá verður hann með réttu orðinn sterkasti maður í heimi. Enginn fær að vita hvað er í umslaginu fyrr en það verður opnað og eru allar líkur á að alþjóð fái að fylgjast með því úr sjónvarpssal nú um áramótin. Linda rjóð í kinnum með stjörnur í augum Þau eru ástfangin upp fyrir haus, Linda og Jack, og ekki kemst hnífsblað á milli þeirra Linda Evans, sem sífellt er að leita stóru ástarinnar, virðist nú loksins hafa fundið þann eina sanna. Sá heppni heitir Jack Thomson og er þekktur leikari í Ástralíu. Linda og Jack leika aðalhlutverkin í nýrri mynd sem heitir The last frontier og þau hafa verið óaðskilj- anleg frá því að tökur hófust í Ástralíu. í myndinni leikur Jack fársjúkan mann Lindu og líf hans fjarar smám saman út og síðan er fjallað um bar- áttu Lindu við að yfirvinna sorgina eftir lát hans. Um kærleik sinn til Jacks vill Linda lítið tjá sig en hún hefur þó sagt að hún sé mjög ráðvillt enn og allt sé óvíst um framtíðina. Þegar hún nefnir Jack á nafn verð- ur hún eins og skólastelpa sem er ástfangin í fyrsta sinn, kinnamar verða rjóðar og það koma stjörnur í augun. Linda hefur verið gift tvisvar áður, fyrst lögfræðingnum John Derek og síðan Stan Herman en áður en Jack kom í spilið var hún í ástarsambandi með stjórnmálamanninum Richard Cohen. Ólga í kringum Díönu Gjöf olíubarónsins kom öllu af stað I fyrsta skipti er almenningur í Englandi ósammála Díönu prins- essu, bara vegna þess að arabíski olíubaróninn gaf henni skartgripi að andvirði tólf milljónir króna. Hann færði henni að gjöf hálsmen, arm- band, eymalokka og hring, alsett demöntum, rúbínum og smarögðum þegar hún sótti hann heim á ferða- lagi með manni sínum, Karli. Meirihluti þeirra sem rætt hefur um þetta mál vill meina að hún eigi að gefa borginni þessa skartgripi en það hefur hún ekki hugsað sér og veldur sú afstaða miklum óvinsæld- um þrátt fyrir ást Englendinga á Díönu. Það vilja margir meina að besta lausnin fyrir hana væri að selja skartgripina og gefa andvirði þeirra til góðgerðarmála. Díana hefur á réttu að standa í þessu máli. Þetta var ekki opinber heimsókn, hún var á ferðalagi með manni sínum og því eru þetta per- sónulegar gjafir til hennar. Stóra spurningin er líka sú hver vill kaupa gjafimar. Enskt fyrirfólk eða annað forréttindafólk? Nei, Díana telur sig vera í fullum rétti hvað þetta snertir. Og nú er bara að bíða og sjá hvort almenningur fyrirgefur henni ekki með tímanum að hún skuli vilja eiga þessa fallegu skartgripi sem henni vom gefnir. Hér er Díana skrýdd skartgripunum sem hún fékk að gjöf frá olíubarón- inum. TIL SOLU Toyota Camry GL sp. series árg. ’86, ekinn 8.000 km, rafmagnsrúöur, centraliœsingar, vökva- stýri, rafmagn i spegium o.f). Verö 595.000,- Toyota Camry GL árg. ’83, sjátfskiptur, ekinn 46.000 km, blá-sans. Verö 440.000,- Toyota Tercel árg. ’83, 5 dyra, 5 gira, ekinn 32.000 km, rauöur. Verö 290.000,- Toyota Corolla sp. series árg. ’86, sjáffskiptur, ekinn 8.000 km, rauður. Verö 415.000,- Toyota Corolla GL árg. ’83, rauður, oklnn 40.000 km. Verö 295.000,- Toyota Landcruiser II bensin árg. '86, ekinn 15.000 km, rauöur, rafmagn i rúöum, mælar, centrallæsingar. Verö 890.000,- Toyota Crown disil árg. '83, ekinn 100.000 km á vél, rauöur. VerÖ 430.000,- Toyota Tercei árg. ’83, rauöur, ekinn 73.000 km. VerÖ 285.000,- Toyota Tercel 4x4 árg. '84, ekinn 58.000, brúnn, tvilitur, meö mælum og sóllúgu. Verö 440.000,- Toyota Carina árg. ’86, rauöur, ekinn 15.000 km, áHelgur, spoiler. Verö 570.000,- Toyota Carina árg. ’82, beige, ekinn 130.000 km, blár. VerÖ 450.000,- Toyota Tercel árg. ’81, blár, eklnn 32.000 km. Verö 225.000,- Toyota Cressida érg. ’80, blár, ekinn 100.000 km. Verö 220.000,- Toyota Crown Super Saloon árg. ’80, ekinn 62.000 km, brúnn. Verö 410.000,- Toyota Tercel árg. '82, blár, ekinn 28.000 km. Verö 260.000,- Toyota Corolla 1600 árg. 84, eklnn 27.000 km, brúnn. Verö 350.000,- Opið virka daga 9-19. Laugardaga 13-18 Höfum ýmsar tegundir bifreiða á söluskrá /V\IKLA&£A(AT W P. SAMÚELSSON & CO. HF. SKEIFUNNI 15 108 REYKJAVÍK SÍMI (91) 687120 jS HA6CAUP fe ^ ^ f-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.