Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986. Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð I lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Óhóflegt sjálfstraust Tilraun Davíðs Oddssonar til að selja ríkinu Borgar- spítalann felur í sér ýmis mistök. Önnur af tveimur þeirra alvarlegustu er að vanmeta almenna andstöðu reykvískra flokksbræðra sinna gegn útþenslu ríkis- báknsins. Sú andstaða hefur skýrt komið fram í vikunni. Margir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins spyrja, hvers vegna borgarstjóri þeirra hafi skipt um skoðun frá því í kosningunum og tekið upp á sína arma kosn- ingamál Framsóknarflokksins, sem hann gerði þá grín að. Fólk telur Davíð ekki sjálfum sér samkvæman. Hin stóru mistökin eru ekki síður alvarleg. Þau eru að klúðra málinu, svo að það nái tæpast fram að ganga. Kjósendur Davíðs taka nefnilega í mesta lagi einn hlut fram yfir hugsjónina gegn ríkisrekstri. Það er, að for- ustumönnum þeirra takist sæmilega að ná sínu fram. Svo virðist sem borgarstjórinn hafi verið svo fullur sjálfstrausts, að hann hélt, að hann gæti upp á sitt ein- dæmi selt Borgarspítalann án þess að tala við kóng eða prest. Hann þyrfti ekki samþykki borgarstjórnar og enn síður samráð við fjölmennt starfslið sjúkrahússins. Sennilega hefur Davíð miklast af því, hve auðvelt honum hefur reynzt hingað til að taka mikilvægar ákvarðanir á borð við að afhenda fasteignasölu lóð í miðbænum og kaupa lóðir og lönd af gömlum vinum flokksins. Loksins fór svo, að hann kunni sér ekki hóf. Þá hefur hann ofmetið getu ráðherra til að kaupa Víðishús og Mjólkurstöðvar framhjá fjárlögum og án nokkurra heimilda. Það fór líka svo, að fyrirhuguð kaup á Borgarspítala fóru yfir mark hins mögulega að mati hluta þingflokksins, sem mótmælti á kvöldfundi. Davíð situr nú uppi með að hafa meira eða minna í kyrrþey reynt að framkvæma stefnu Framsóknarflokks- ins án þess að flokksbræður hans í ríkisstjórn geti leyft sér að kaupa. Hann sé ekki lengur sá kraftaverkamað- ur, er nái öllu fram, sem hugurinn girnist. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa af eðlilegum ástæðum tekið vel í söluna og vitna til þess, að uppruna- lega hafi hún verið kosningamál reykvískra framsókn- armanna. Hins vegar hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins fundið hina eindregnu óánægju sinna manna. Margt má læra af þessu. Eitt er, að skyndisókn geng- ur ekki, nema hún sé framkvæmd af sama hraða og kaupin á Olísbréfunum. Ef þau hefðu tekið meira en helgi, hefðu þau verið stöðvuð, alveg eins og Davíð hefur nú verið stöðvaður, af því að hann var of seinn. Annað er, að ekki er gulltryggt, að einræðisaðferðir nái alltaf árangri, þótt það takist nokkrum sinnum. Jafnvel borgarstjórar og ráðherrar verða að sæta því, að völd þeirra eru ekki fullkomin. Svo getur farið, að hefðbundnar lýðræðisleiðir séu gagnlegri. Flestir, sem um Borgarspítalamálið hafa fjallað, eru sammála um, að Davíð hafi staðið of geyst að málum. Ennfremur, að málið sé komið í slíkt óefni, að affara- sælast sé að fresta framkvæmdinni um eitt ár, meðan allir málsaðilar séu að ná áttum í því. Um viðskipti með spítala á að gilda hin sama regla og ætti líka að gilda í viðskiptum með Víðishús og Mjólkurstöðvar, lóðir í Skuggahverfi og lönd í Grafn- ingi, að heppilegast er að gefa sér tíma til að fara eftir lögum, reglugerðum og ekki sízt almennum siðvenjum. Sagt er, að allt vald spilli og alræðisvald gerspilli. Við höfum hins vegar séð dæmi um, að það getur ruglað valdhafann og valdshyggjumanninn í ríminu. Jónas Kristjánsson „Starfsmenn Borgarspitalans óttast afleiðingar þessarar stefnu og eru þess vegna reiðubúnir til að berjast gegn sölu Borgarspitalans til ríkisins af fullri hörku.“ Davíð? ekki selja ríkinu Borgarspítalann Það hefur ekki farið fram hjá nein- um sem fylgist með fréttum að mikil andstaða ríkir hjá starfsfólki Borg- arspítalans gegn sölu hans til ríkis- ins. Almenningi er hins vegar ekki ljóst á hverju þessi andstaða er byggð. Til þess að fyrirbyggja mis- skilning er rétt að geta þess að fyrirhuguð breyting mun ekki leiða til fækkunar starisfólks né lækkunar á launum. Sala BSP dregur úr þjónustu Við sem hér störfúm höfum hins vegar áhyggjur af öðrum og alvar- legri hlutum eins og þjónustu hans við sjúklinga og framtíð spítalans. Spítah er stofriun sem veitir sjúkl- ingum sérhæfða þjónustu sem er byggð á sérmenntun og þekkingu starfsfólksins, samheldni þess og samvinnu og þeim tækjabúnaði og aðstöðu sem þarf til að nýta þessa þekkingu í þágu sjúklinganna. Við höfúm haft áhyggjur af því undan- farin ár að við veittum sjúklingum okkar hér of litla þjónustu fremur en of mikla. Síðasta áratug hefur almennum sjúkrarúmum í Reykja- vík ekki fjölgað, en innlagnir hafa aukist í réttu hlutfalli við fólksfjölg- un og hækkun meðalaldurs. Þessu hefur verið mætt með auknum rann- sóknum á skemmri tíma þannig að unnt hefur verið að útskrifa sjúkl- aðeins tekist að aðstandendur hafa oft lagt á sig ótrúlegt erfiði og sýnt mikla fómfysi við hjúkrun og að- hlynningu í heimahúsum og eytt til þess sumarleyfum eða tekið frí frá vinnu. Á þennan hátt hefur verið brúað það bil sem nú er milli raun- verulegrar þarfar fyrir sjúkrahúss- vist og möguleika spítalans til að annast þessa þjónustu. Og hér er komið að kjama máls- ins. EfBorgarspítalinn verðurseldur og settur undir stjómamefnd rík- Kjállariim Magni Jónsson læknir á Borgarspítalanum „Og hér er komið að kjama málsins. Ef Borgarspítalinn verður seldur og settur undir stjómamefiid ríkisspítalanna með föstum fjárlögum mun það leiða til niður- skurðar á allri þjónustu og auknum lokunum á deildum sem kemur niður á sjúklingum okkar.“ inga fyrr en áður tíðkaðist og stytta legutímann. Nú er hins vegar svo komið að við sem stundum þessa sjúklinga sjáum fram á að lengra verður ekki gengið í þessa átt svo neinu nemi. Við lendum nú ítrekað í því að senda fólk heim fyrr en æski- legt getur talist. Yfir sumartímann, þegar deildir hafa verið lokaðar, hefúr legið við neyðarástandi og sjúklingar sendir heim við ófúll- nægjandi aðstæður. Þetta hefúr því isspítalanna með föstum fjárlögum mun það leiða til niðurskurðar á allri þjónustu og auknum lokunum á deildum sem kemur niður á sjúkl- ingum okkar. Eg er viss um að enginn sem til þekkir og enginn sem að þessari sölu stendur heldur að af þessari breyt- ingu leiði bætt eða aukin þjónusta við borgarbúa, hvað þá að nokkur dirfist að halda því fram að hann bæti starfsandann eða auki veg og virðingu Borgarspítalans sem stofn- unar. Skref til miðstýringar Það eru einungis reikningsleg at- riði milli ríkissjóðs og borgarinnar sem mæla með sölu spítalans til rík- isins. Þessi samsteypa yrði hins vegar stærsta skrefið sem nokkum tíma hefur verið stigið til miðstýr- ingar á íslenska heilbrigðiskerfinu og leggur stjómvöldum upp öll völd til skömmtunar á sjúkrahússþjón- ustu til þegnanna. Sú leið, sem nú er ætlað að fara, var reynd á Norðurlöndunum fyrir 20-30 árum, en leiddi til stöðnunar og óhagkvæmni í rekstri og hafa nágrannar okkar horfið til valddreif- ingar og falið sveitarfélögunum forsjá sjúkrahúsanna á ný. Austan jámtjalds er þessu hins vegar enn víða miðstýrt og borgir á stærð við Reykjavík em ekki að burðast með Landspítala, Borgarspítala og Landakot, þar heita spítalamir ein- faldlega Rl, R2 og R3. Islendingar búa í góðu húsnæði og aka á dýrum bílum og þeir búa við frjálsræði í verslun. Það yrði vafalaust hagkvæmara að þeir byggju allir í litlum blokkaríbúðum og ækju Trabant og versluðu allir í einu kaupfélagi sem annaðist öll innkaup fyrir landið. Það hefúr þó engum í núverandi stjómarflokkum til hugar komið að hefja merki slíkrar stefnu þótt hún gæti leyst vanda Húsnæðismála- stofnunar og lækkað eriendar skuldir. Það er óneitanlega sorglegt að Davíð Oddsson, Ragnhildur Helgadóttir og Þorsteinn Pálsson skuli skráð á spjöld sögunnar sem merkisberar þessarar stefnu. Starfsmenn Borgarspítalans óttast afleiðingar þessarar stefiiu og em þess vegna reiðubúnir til að berjast gegn sölu Borgarspítalans til ríkisins af fullri hörku. Við erum jafnframt reiðubúin að taka að okkur rekstur- inn og kaupa eða leigja hlut borgar- innar í spítalanum fremur en að hann verði seldur ríkinu. Við skor- um á alla þá sem bera ugg í brjósti vegna ónógrar sjúkrahússþjónustu á komandi árum að veita okkur lið til að stöðva þessa sölu, eða hjálpa okk- ur ella til þess að annast rekstur spítalans sjálf og veita borgarbúum og öðrum landsmönnum þá þjónustu sem þeir þarfriast og eiga svo sannar- lega skilið. Magni Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.