Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986. Útlönd Kanadabúar taka lögin í eigin hendur: Innbrotsþjófar skotnir Guörún Hjartardóttir, DV, Otlawa; Lögregla og dómsyfirvöld hér hafa nú vaxandi áhyggjur vegna þess að eigendur smáverslana eru í auknum mæli að taka lögin í eigin hendur. I gærmorgun gerðist það í fjórða sinn á jafnmörgum vikum að versl- unareigandi í Montreal skaut mann sem brotist hafði inn í verslun hans. Verslunareigandinn, sem hýr í næsta húsi við verslun sína, heyrði í þjófa- vamarkerfinu, greip hyssu sína og þusti á vettvang. Þar mætti hann innbrotsþjófiium og hófst skothríð þegar í stað. Strax að lokinni bráðabirgðarann- sókn var verslunareigandinn látinn laus en þjófúrinn liggur þungt hald- inn á sjúkrahúsi. Umræddur versl- unareigandi hefúr mátt þola fimm innbrot á undanfomum mánuðum og að sögn hans sjálfe em aðeins þijár vikur síðan hann fékk sér byssu. Þetta hófet fyrir fjómm vikum i Calgary þegar verslunareigandi þar í borg skaut til bana mann er hugð- ist ræna verslun hans. Þessi verslun- areigandi hefúr nú verið ákærður fyrir manndráp. Annað var uppi á teningnum viku síðar er sambærilegt atvik átti sér stað í Montreal. Þar greip lyfsali nokkur til byssunnar og skaut til bana mann er hugðist ræna verslun hans. Eftir aðeins vikulanga lög- reglurannsókn komst saksóknari lögreglunnar í Montreal að þeirri niðurstöðu að lyfsalinn hefði skotið í sjálfevöm og verða engar ákærur lagðar fram á hendur honum. Þriðja tilfellið var síðan fyrir þrem dögum, einnig í Montreal. Innbrots- þjófnum, sem þá var skotinn og særðist illa, er vart hugað líf. Lög- reglurannsókn stendur enn yfir í tveim síðustu tilfellunum og er ekki enn vitað hvort ákærur verða lagðar fram gegn þeim verslunareigendum. Lögreglan í Montreal hefur þegar hafið herferð gegn þessari borgara- legu löggæslu. Hyggst hún sækja heim alla verslunareigendur og ræða við þá um hvemig eigi að bregðast við innbrotum og ránum af þessu tagi. Haft var eftir dómsmálaráðherra Kanada í gær að taka þyrfti þessi mál fastari tökum en að lausnin fælist ekki í auknum vopnaburði almennra horgara. í kjölfar þessara atvika hefúr verið hrundið af stað umræðu um notkun skotvopna og eftirlit með þeim í Kanada. Þetta hefur vakið áleitnar spumingar um rétt einstaklinga til sjálfevamar. Um réttinn til að „skjóta fyrst og spyrja síðan“. VIKAN „Hér eru stjóm- málin í návígi“ -segiiforsætisráðherrafrúm, Edda Guðmunds- dóttir, í Vikuviðtalinu. Edda segirfrá uppvextisínum, viðburðaríku Mmeðstjórnmálamanninum SteingrímiHer- mannssyni ogkynnum afþekktufólki. Jólamatur Kræsingaríséiflokki YBrþijátíu uppskriftirfyrirjólin Vikanleitaðitilnokkurra einstaklinga sem kunna veltilverka ogárangurinn ersextánsíðnablað- auki, alltílit, afdýrindisjólainat. Síðasta tölublað Vikuimar, kökublaðið, seld- ist upp. -Betra aðhafá snörhandtökog tryggjaséreitteintakafþessarí Viku. DV Friðsamleg firiðaiverð- launanna Björg Eva Eriendsdótdr, DV, Qsló: Gyðingurinn Elie Wiesel tók á móti friðarverðlaunum Nóbels i Osló í gær. Að þessu sinni var ákvörðun úthlut- unamefndarinnar minna umdeild en oft áður og fór því allt friðsamlega fram á meðan á verðlaunaafhending- unni stóð. Að vísu stóð hópur fólks sem styður frelsissamtök Palestínumanna með mótmælaspjöld fyrir utan hátíðarsal háskólans þar sem afhendingin fór fram. En þessi mótmæli fóm mjög skikkanlega fram og vom lítið áber- andi. Meira bar á þeim sem vom ánægðir með úthlutunina og um kvöldið gekk stór hópur fólks með logandi kyndla upp aðalgötuna, Karl Johan, og hyllti Elie Wiesel. Wiesel tók á móti verðlaununum ásamt syni sínum sem hann vildi hafa með sér. Verðlaunaféð, tvær milljónir sænskra króna, ætlar Wiesel að láta renna í sjóð til þess að halda áfram friðarstarfi sínu. Hann ætlar að koma á heimsráð- stefriu í Hiroshima til þess að hörm- ungar atómbombunnar úr seinni heim.sstyrjöldinni líði mönnum ekki úr minni og í von um að nokkuð slíkt endurtaki sig. í þakkarræðu sinni lagði Wiesel áherslu á að seinni heims- styijöldinni mætti ekki gleyma. Einnig sagði hann að bæði Þjóðverjar og einstaklingar yrðu að taka afetöðu ' gegn hvers konar órétti og að hlut- leysi gæti verið stórglæpur. Wiesel talaði sérstaklega um að- stöðu sovéskra gyðinga. Hann hefur fengið loforð um að fá að hitta Gor- batsjov Sovétleiðtoga fljótlega til þess að ræða þessi mál. En í Sovétríkjunum þekkja menn lítið til friðarverðlauna- hafans. Aðstoðarutanríkisráðherra í Sovétríkjimum var í gær spurður um skoðun sína á því að Elie Wiesel hefði fengið friðarverðlaunin. Hann kvaðst ekkert um það mál hafa að segja því að hann þekkti ekki til verðlaunahaf- ans. Þessi fákunnátta kom ýmsum á óvart og ekki síst Wiesel sjálfum sem sagði að Gorbatsjov hlyti að vera mjög óánægður með að hafa svo fákunn- andi mann í þjónustu sinni. Stal einhver lyft- ingamanninum? „Einhver stal besta lyftingamannin- um sem við eigum. Hvers vegna veit ég ekki,“ sagði forseti kraftlyftinga- sambands Búlgaríu, Christo Mer- anzov, og vísar á bug fullyrðingum tyrkneska minnihlutans í Búlgaríu um að hinn nitján ára gamli Naum Shala- manov, sem setti heimsmet í lyftingum í Melboume á sunnudaginn, vilji leita hælis erlendis vegna ofeókna sem tyrkneski minnihluti verði að þola í Búlgaríu. Shalamanov hvarf á sunnudaginn eftir að hann hafði sett nýja heimsmet- ið í snörun í sextíu kílóa flokki. Utanríkisráðherra Ástralíu tilkynnti í gærkvöldi að Shalamanov hefði gefið sig fram við lögregluna í Melboume og óskað hælis sem pólitískur flótta- maður. Vísaði ráðherrann á bug fúllyrðingum Búlgara um að hryðju- verkamenn hefðu rænt lyftingamann- inum. Shalamanov leitaði á náðir tyrk- nesk-ættaðra manna í Melboume og faldi sig hjá þeim. Réttu nafni heitir hann Naim Suleimanov, en breytti nafni sínu yegna þess að hann og aðr- ir af tyrkneskum kvisti í Búlgaríu telja sig ekki eiga gott uppdráttar vegna kynþáttakúgunar. Meranzov, forseti búlgarska lyfinga- sambandsins, hótaði því að búlgarskir íþróttamenn mundu aldrei aftur keppa í Ástralíu ef hann fengi ekki að hitta Shalamanov. Sagðist hann ekki fara úr landinu, né keppnishópurinn, fyrr en þeir hefðu hitt Shalamanov. En sagt er að Shalamanov ætli að vera í felum og ekki einu sinni sækja formlega um hælisvist fyrr en landar hans em famir heim til Búlgaríu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.