Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986. VidsMpti Brasilíumenn kaupa saltfísk dýrum dómum Aðeins tvö skip hafa landað í Reykjavík í þessari viku það sem af er, bv. Ottó N. Þorláksson 137 lestum og bv. Ásbjöm 110 lestum. Afli þessara skipa var að mestu karfi og ufsi. Nokk- uð af aflanum fer í gáma. Fyrstu §óra daga desembermánaðar voru seldar alls 1.353 lestir af fiski. Meginhluti þessa mikla afla var þorsk- ur. Meðalverð á þorskinum var kr. 43,80. Þegar tekið er tillit til þess hvers konar afla var hér um að ræða, átu- fisk, sem þolir mjög illa geymslu, má segja að jafnvel þrefalt verð hafi feng- ist fyrir hann, ef miðað er við hvað fengist hefði fyrir þennan afla við hei- malöndun. Ýsan seldist á kr. 62,87 kílóið. Þann 8. des. vom seldar úr gámum 347 lestir og fékkst að meðaltali kr. 66,67 fyrir kg. Ýsa var á 77,42 kg, ufsi kr. 41, karfi kr. 49,29 kg. Þau skip, sem selt hafa síðustu dagana, hafa fengið þokkalegt verð fyrir aflann í Þýska- landi, um 55 kr. kg að meðaltali. Bv. Ögri landaði í Bolonge og fékk 55 kr. meðalv. kg, bv. Jóhann Gíslason landaði 8. des. í Bremerhaven og fékk kr. 61,90 fyrir kg að meðaltali. Mið- vikudaginn 10. des. lönduðu bv. Vigri og bv. Skarfur í Þýskalandi. Niðurlönd og Spánn Isfang á ísafirði er eitt af þeim fyrir- tækjum, sem selja afurðir sínar víðar en á hina hefðbundnu ísfiskmarkaði. Síðastliðin tvö ár hefur fyrirtækið gert tilraunir með sölu á fiski í Belgíu og Hollandi og er nú að þreifa fyrir sér með sölu á ferskum fiski á Spáni. Belg- íski markaðurinn hefur stundum verið þannig að ágætisverð hefur fengist fyrir fisk, sem ekki er svo gott að selja á enska markaðnum og hefur verð til dæmis stundum verið afbragðsgott, svo sem á grálúðu, karfa, steinbít og fleiri tegundum. Hollenski markaður- inn virðist ekki vera með sama mat á gæðum fisks og hinir hefðbundnu markaðir í Þýskalandi og Englandi. Fiskur á þennan markað verður að vera mjög ferskur ef gott verð á að fást fyrir hann. Lítil reynsla er enn komin á viðskiptin á ferskfiskmark- aðnum á Spáni. Salan hefur, það sem af er, farið þannig fram að í rauninni taka Spánverjar við fiskinum í Imm- ingham í Englandi og flytja hann sjálfir til markaðar á Spáni. París Fyrri hluta þessa mánaðar hefur verið sæmilegt verð á þorski og fleiri tegundum af sjávarfiski. En verðið á norskum laxi hefur haldið áfram að lækka og er ekki séð fyrir endann á því hvað hann getur fallið mikið. Eftir að í franska blaðinu Ouest-France var sagt frá þvi að hægt væri að kaupa lax fyrir kr. 180 kg á stórmörkuðunum frönsku hefur verðið haldið áfram að lækka. 24.11. segir áðurgreint blað frá því að síðan Norðmenn hafi komist upp á að framleiða svo ódýran lax hafi þeir snúið sér að þvi að framleiða ál fyrir markaði Efhahagsbandalags- ins, sem sé langtum arðbærari fram- leiðsla. Eftir mánaðamótin hefur verið sæmilegt framboð af fiski á markaðn- um, eins og fyrr segir, og hafa borist um 800 tonn á dag af alls konar fiski, sumt af frönskum fiski og svo innflutt- um. Helsta verð síðustu viku. Madrid Fyrstu daga desember barst ekki mikið af fiski á markaðinn Merc- antmadrid. Erfiðleikar urðu vegna slæmra umferðaróhappa, svo að ekki barst fiskur að nokkru ráði frá Eng- landi. Nokkuð barst af ferskum þorskflökum frá Danmörku en verðið var ekkert til að hrópa húrra fyrir. En að undanfömu hefur borist á markaðinn, aðallega frá Englandi, þó nokkuð af ódýrum þorski. Verð á þorskfl. kr. 190 kg. Kr. Franskur Innfluttur Þorskur n 105-205 kg 174-205 kg Síld " 31- 54 kg 31- 50 kg Ufei n 102-155 kg 124-155 kg Karfi n 74- 87 kg Skötubörð n 173-280 kg 174-255 kg Skötuselshalar n 372-465 kg Lax 1-2 kg. n 155-230 kg Lax4-6kg. n 235-280 kg Skoskur lax 1-2 kg. " 235-328 kg Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningamir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjömu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15,5% og ársávöxtun 15,5%. Sérbók. Við innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 13,64% á fyrsta ári. Hvert innlegg er meðhöndlað sérstaklega. Áunnið vaxtastig helst óbreytt óháð úttektum en vaxtahækkun seinkar um þrjá mánuði ef innleggið er snert. Á þriggja mánaða fresti er gerður saman- burður við ávöxtun þriggja mánaða verð- tryggðs reiknings, nú með 1% vöxtum, og sú tala sem hærri reynist færð á höfuðstól. Út- tekt vaxta fyrir undangengin tvö vaxtatímabil hefur ekki áhrif á vaxtahækkanir. Búnaðarbankinn: Gullbók er óbundin með 17,25% nafnvöxtum og 18% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun verð- tryggðs reiknings með 3,5% vöxtum reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Vextir færast misserislega. Metbók er með hvert innlegg bundið í 18 mánuði á 17,75% nafnvöxtum og 18,5% árs- ávöxtun, eða ávöxtun verðtryggðs reiknings með 3,5% vöxtum reynist hún betri. Að 18 mánuðum liðnum er hvert innlegg laust í mánuð en binst síðan að nýju í 12 mánuði í senn. Vextir eru færðir misserislega og eru lausir til úttektar næstu sex mánuði eftir hverja vaxtafærslu en bindast síðan eins og höfuðstóllinn Iðnaðarbankinn: Bónusreikningur er óverðtryggður reikningur og ber 15% vexti með 15,6% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu. Verðtryggð bónuskjör eru 2,5%. Misserislega eru kjörin borin saman og gilda þau kjör sem gefa betri ávöxtun á hverju tímabili. Heimilt er að taka út tvisvar á hverju sex mánaða tímabili. Hreyfðar innstæður innan mánaðar- ins bera sérstaka vexti, nú 0,75% á mánuði, og verðbætur reiknast síðasta dag sama mán- aðar af lægstu innstæðu. Vextir færast misserislega á höfuðstól. 18 mánaöa bundinn reikningurer með 16% ársvöxtum. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 17,1% nafnvöxtum og 18% ársávöxtun eða ávöxtun 6ja mánaða verðtryggðs reiknings með 3,5% ársvöxtum, reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxta- leiðréttingu. Vextir færast misserislega á Móttaka smáauglýsinga ÞVERHOLTI 11 OPIÐ virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 9-14, sunnudaga kl. 18-22. höfuðstól. Þá má taka út án vaxtaleiðrétting- argjalds næstu tvö vaxtatímabil á eftir. 100 óra afmælisreikningur er verðryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hóvaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8,5%, eftir 2 mánuði 9,5%, 3 mánuði 10,5%, 4 mánuði 11,5%, 5 mánuði 12,5% og eftir 6 mánuði 14%, eftir 12 mánuði 15%, eft- ir 18 mánuði 15,5% og eftir 24 mánuði 16%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verð- tryggðum reikningum gildir hún um hávaxta- reikninginn. Vextir færast á höfuðstól síðasta dag hvers árs. 18 og 24 mónaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 15,49%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings, sem reiknuð er eftir sérstökum reglum, sé hún betri. Saman- burður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðsvextir, 8,5%, þann mánuð. Heimilt er að taka út vexti og vaxtaá- bót næsta árs á undan án þess að ábót úttektarmánaðar glatist. Ef ekki er tekið út af reikningnum í 18-36 mánuði tekur hann á sig kjör sérstaks lotuspamaðar með hærri ábót. Óverðtryggð ársávöxtun kemst þá í 16, 04-17,71%, samkvæmt gildandi vöxtum. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur. Meginreglan er að innistæða, sem er óhreyfð í heilan ársQórðung, nýtur kjara 6 mánaða bundins óverðtryggs reiknings, nú 13.5%, eða 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú 2%, eftir því hvor gefur hærri ávöxtun fyrir þann árs- fjórðung. Vextir og verðbætur færast á höfuðstól í lok hvers ársQórðungs, hfai reikningur notið þessara „kaskókjara". Reikningur ber kaskó- kjör, þótt teknir séu út vextir og verðbætur, sem færðar hafa verið á undangengnu og yfír- standandi ári. Úttektir umfram það breyta kjörunum sem hér segir: Við eina úttekt í Qórðungi reiknast almenn- ir sparisjóðsvextir af úttekinni fjárhæð, en kaskókjör af eftirstöðvum. Við fleiri úttektir fær öll innistæða reikningsins sparisjóðs- bókarvexti. Sé reikningur stofnaður fyrsta eða annan virkan dag ársfjórðungs, fær innistæðan hlut- fallslegar verðbætur m.v. dagaQölda í innlegs- mánuði, en ber síðan kaskókjör úr Qórðung- inn. Reikningur, sem stofnaður er síðar fær til bráðabirgða almenna sparisjóðsbókavexti en getur áunnið sér kaskókjör frá stofnadegi að uppfylltum skilyrðum. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3,5% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 13,5%, með minnst 14,08% ársávöxtun. Miðað er við lægstu innstæðu í hverjum ásfjórðungi. Reyn- ist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar inn- stæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars al- menna sparisjóðsvexti, 9%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Misser- islega er ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 3,5% vöxtum, borin saman við óverðtryggða ávöxtun, og ræður sú sem meira gefur. Vextir eru færðir síðasta dag hvers árs. Topp-bók nokkurra sparisjóða er með inn- stæðu bundna í 18 mánuði óverðtryggða á 15% nafnvöxtum eða á kjörum 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 3,E>% vöxtum. Vextir færast á höfuðstól misserislega og eru lausir til útborgunar á næsta vaxtatímabili á eftir. Sparisjóðimir í Keflavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Borgamesi, á Siglufirði, ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Neskaupstað, og Sparisjóð- ur Reykjavíkur, bjóða þessa reikninga. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau em almennt tryggð með veði undir 60% af bmnabótamati fasteign- anna. Bréfin em ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Algengustu vextir á óverðtryggðum skulda- bréfum vegna fasteignaviðskipta em 20%. Þau em seld með afíollum og ársávöxtun er almennt 12-16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins getur numið 2.360.000 krónum á 4. árs- fjórðungi 1986, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á síðustu þrem árum, annars 1.652.000 krón- um. Út á eldra húsnæði getur lán numið 1.652.000 krónum, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á sl. þrem árum, annars 1.157.000 krón- um. Undantekningar frá þriggja ára reglunni em hugsanlegar vegna sérstakra aðstæðna. Lánin em til allt að 40 ára og verðtryggð. Vextir em 3,5%. Fyrstu tvö árin greiðast aðeins verðbætur og vextir, síðan hefjast af- borganir af lánunum jafnframt. Gjalddagar em fjórir á ári. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir em' í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán em mjög mishá eftir sjóðum, starfs- tíma og stigum. Lánin em verðtryggð og með 5-6,5% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir em vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónumar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir em frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í desember 1986 er 1542 stig en var 1517 stig í nóvember. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 4. ársfjórðungi 1986 er 281 stig á grunninum 100 frá 1983. Húsaleiguvisitala hækkaði um 9% 1- okb óber en þar áður um 5% 1. júlí en þar áður um 5% 1. apríl og 10% 1. janúar. Þessi visi- tala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er míðað sérstaklega í samningum leigusala og leigjenda. Hækkun vísitölunnar míðast við meðaltalshækkun launa næstu þrjá mánuði á undan. INNLÁNSVEXTIR (°/o) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur óbund. 8-9 Ab.Bb. Lb.Úb.Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 9-10.5 Ab 6 mán. uppsögn 10-15 Ib 12 mán. uppsögn 11-16,25 Sp. Vélstj. 18 mán. uppsögn 16-16,25 Bb Spamaður - Lánsréttur Sparað í 3-5 mán. 9-13 Ab Sp. í 6 mán. og m. 9-13 Ab Ávisanareikningar 3-9 Ab Hlaupareikningar 3-7 Sb Innlán verðtryggð Spariraikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Bb.Úb.Vb 6 mán. uppsögn 2,5-4 Úb Innlán með sérkjörum 8.5-17 Innlðn gengistryggð Bandarikjadalur 5-6,5 Sb Sterlingspund 9-10,5 Ab Vestur-þýsk mörk 3,5-4 Ab Danskar krónur 7.5-9,5 Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán áverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 15,75-16, 25 Lb Viðskiptavixlar(fforv.)(1) kge/19,5- 21 Almenn skuldabréf(2) 16-17 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16-18 Lb Utlán verðtryggð Skuldabréf Að 2.5 árum 5-6,75 Lb Til lengri tima 6-6,75 Bb.Lb Utlán til framleiðslu isl. krónur 15-16,5 Sp SDR 9-8,25 Allir nemalb Bandarikjadalir 7,5-7.75 Allir nema Bb.lb Sterlingspund 12,75-13 Allir nema Ib Vestur-þýsk mörk 6,25-6,5 Allir nema Ib Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5-6,5 Dráttarvextir 27 ViSITÖLUR Lánskjaravísitala 1542 stig Byggingavisitala 281 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1. okt HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 111 kr. Eimskip 228 kr. Flugleiðir 200 kr. Hampiðjan 133 kr. Iðnaðarbankinn 130 kr. Verslunarbankinn 110 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbankinn reiknar þó vexti af viðskiptavíxlum miðað við 19,5% árs- vexti. (2) Vgxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib=Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank- inn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Norski laxinn fæst nú á 180 krónur kílóið í frönskum stórmörkuðum, sem er nánast útsöluverð. Frakkar segja Norðmenn leggja vaxandi áherslu á álarækt. Saltfiskur Metár í saltfiskeftirspum og verði, í Fiskaren 27. nóvember 1986. ð 1986 verður metár í sölu og verðmætaaukningu. Eftir nokkurra ára lélegt verð er nú saltfiskmarkað- urinn kominn í gamalt og gott horf. Sérstaka athygli vekur hin mikla eftir- spum í Brasilíu sem setti nýtt líf í saltfisksöluna. Sunnmörposten segir frá því að skipað hafi verið út 4000 Fiskmarkaðirnir Ingólfur Stefánsson lestum af saltfiski til Brasilíu. Brasil- íska skipið Satsuma flutti þennan verðmæta farm til Río de Jarvieo. Tegundir þær sem fóm að þessu sinni vom þorskur, keila og langa. Verðið á þorskinum er kr. 370-380 kg, keila og langa em á sama verði, kr. 210-220 kílóið. Verðhækkun hefiir orðið mikil, en ekki alls fyrir löngu var verðið á þorski kr. 220-230 kg. Keila, ufei og langa hafa hækkað úr kr. 85 kílóið í kr. 220-230. Portúgal er næststærsti kaupandinn en þangað hafa verið flutt, fyrstu 10 mánuði þessa árs, 6000 tonn. Vánda- málið við verðlag í Portúgal er hið fasta meðalverð sem fiskurinn er seld- ur á þar. Allur útflutningur á saltfiski fram til 1. nóvember er 41.665 lestir, það er 600 lestum minna en á sama tíma í fyrra. Hin mikla verðhækkun mun leiða af sér aukinn útflutning á saltfiski síðustu mánuði ársins og freistast margir framleiðendur til þess að tæma birgðageymslur sínar í von um aukningu á þorski á næstunni eins og hin gullna spá fiskifræðinganna bendir til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.