Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986. Stjómmál Jón Baldvin Hanni- balsson er í ööru sæti. Þorsteinn Pálsson kemur ekki fyrr en i þriðja sæti. Svavar Gestsson lendir i fjórða sæt- inu. Fimmti er Halldór Ásgrímsson. Davíð Oddsson er sjötti. Hver á að vera forsætisráðheira? Flestir vilja hafa Stemgrím áfram - niðurstöður skoðanakönnunar DV Steingrímur Hermannsson hefur yfirburði sem forsætisráðherraefni að mati þjóöarinnar. Ummæli fólks í könnuninni Kona á Reykjavíkursvæðinu sagði, að enginn stjómmálamaður í dag jafn- aðist á við stjómmálamennina í gamla daga, þegar hún svaraði spumingunni í könnun DV. Önnur sagði, að Davíð Oddsson væri súpermaður. Kona á Reykjavíkursvæðinu kvaðst nú vera farin að efast um Þorstein Pálsson en vilja fá Albert sem forsætisráðherra. önnur sagðist vera sjálfstæðismann- eskja en vilja hafa Steingrím Her- mannsson sem forsætisráðherra. Kona á Reykjavíkursvæðinu sagði, að Stein- grímur væri alveg ágætur. Onnur sagðist ekki sjá neinn hæfan. Karl á Reykjavíkursvæðinu sagði, að Stein- grímur hefði staðið sig vel sem forsæt- isráðherra. Annar sagði, að sér litist ekki á neinn sem forsætisráðherra í dag. Karl á Reykjavíkursvæðinu sagð- ist ekki kjósa flokk Steingríms en Steingrímur væri hæfastur sem for- sætisráðherra. Karl á Reykjavíkur- svæðinu kvaðst helst vilja ópólitískan forsætisráðherra. Annar sagðist vilja láta Jón Baldvin spreyta sig. Karl Langflestir landsmenn vilja hafa Steingrím Hermannsson áfram sem forsætisráðherra. Þetta kom í ljós í skoðanakönnun DV um síðustu helgi. Þótt Framsókn fengi aðeins sautján prósent atkvæða í þeirri sömu könn- un, nefhdi fólk úr öllum flokkum, karlar jafnt og konur, að það vildi hafa Steingrím í embætti forsætisráð- herra. Ortakið í könnuninni var 1200 manns. Jafht var skipt milli kynja og jafnt milli Reykjavíkursvæðisins og landsbyggðarinnar. Spurt var, hvaða stjómmálamaður fólk vildi, að gegndi embætti forsætisráðherra. Alls svöruðu 644 þessari spumingu, eða rúmur helmingur úrtaksins. Þar af nefndu 275 Steingrím Hermannsson sagði, að sjálfeagt væri að prófa Jón Baldvin. Annar sagðist vilja Stein- grím. Hann myndi ekki eftir neinum betri. Karl sagðist telja núverandi for- sætisráðherra ágætan, þótt hann væri ekki í sínum flokki. Annar sagði, að formaður Sjálfetæðisflokksins ætti að fá embættið. Það væri stærsi flokkur- inn. Karl úti á landi kvaðst styðja Halldór Ásgrímsson, þótt hann væri í röngum flokki. Annar sagðist hiklaust styðja Þorstein Pálsson. Karl á Reykjavíkursvæðinu kvaðst sennilega eða 42,7 prósent þeirra, sem tóku af- stöðu. Næstur kom Jón Baldvin Hanni- balsson með 105 atkvæði eða 16,3 prósent. Athyglisvert er, að hann komst upp fyrir Þorstein Pálsson, sem varð þriðji með 88 atkvæði eða 13,7 prósent. Fjórði varð Svavar Gestsson, nokkuð fyrir neðam hina, með 36 at- kvæði eða 5,6 prósent. Halldór Ás- grímsson varð fimmti með 31 atkvæði. Davíð Oddsson varð sjötti með 20 at- kvæði. Aðrir sem fengu meira en tíu at- kvæði voru: Albert Guðmundsson með 13 og Ólafur Ragnar Grímsson með 11 atkvæði. / Meðfylgjandi lfeti sýnir þá, sem nefridir voru, og fylgi þeirra. -HH mundu sættast á Þorstein Pálsson. Annar sagðist kunna ágætlega við Steingrím. Kona á Reykjavíkursvæð- inu kvaðst styðja Albert í þetta embætti. Hann væri langbesti maður- inn í stjóminni. Karl úti á landi sagði, að Þorsteinn væri skástur. Karl úti á landi sagði best að láta Steingrím halda áfram. Karl úti á landi kvaðst styðja Jón Baldvin, því að nú ætlaði hann að kjósa kratana. Kona úti á landi sagði, að Steingrímur ætti að sitja. Hann kæmi svo vel fram í fjöl- miðlum. -HH Listi yfir æskilega for- sætisráðherra sam- kvæmt vali almennings: atkvæði 1. Steingrímur Hermanns. 275 2. Jón Baldvin Hannibals. 105 3. Þorsteinn Pálsson 88 4. Svavar Gestsson 36 5. Halldór Ásgrímsson 31 6. Davíð Oddsson 20 7. Albert Guðmundsson 13 8. Ólafur R. Grímsson 11 9. Jón Sigurðsson 9 Sigr. D. Kristmundsd. 9 11. Jóhanna Sigurðardóttir 7 Ragnar Arnalds 7 13. Friðrik Sophusson 5 14. Geir Hallgrimsson 4 15. Guðrún Agnarsdóttir 3 Kjartan Jóhannsson 3 17. Eiður Guðnason 2 Kristín Halldórsdóttir 2 Pálmi Jónsson 2 Sverrir Hermannsson 2 Eitt atkvæði hlutu: Birgir ísleifur Gunnarsson, Eyjólfur K. Jónsson, Guðrún Helgadóttir, Helgi Seljan, Jón Bragi Bjarnason, Júlíus Valdimars- son, Magnús H. Magnússon, Matthias Á. Mathiesen, Páll Pétursson og Ólaf- ur G. Einarsson. í dag mælir Dagfari Stundum er sagt að alþingis- kosningar séu mikilvægustu kosn- ingamar á Islandi. Þá sé skorið úr um það hvort góðir menn eða vond- ir ná kjöri og að kjósendur geti gert upp á milli ólíkra flokka og skoð- ana. Þetta kann allt að vera rétt og líka hitt að oft hefur verið slegfet myndarlega á milli frambjóðenda og flokka, ekki sfet þegar Islendingar voru að rísa úr öskustónni og gera það upp við sig hvort þeir hneigðust til bolsévisma eða kapítalfema, hvort hér skyldi vera kommúniskt þjóð- félag eða borgaralegt. Allt em þetta þó smámunir miðað við prófkosningamar sem Alþýðu- flokkurinn hefur efht til vestur á fjörðum. Að vfeu hefur ekki komið til handalögmála, en það er þá ein- göngu vegna þess að frambjóðend- umir tveir, Sighvatur og Karvel, hafa hvorki heyrst né hist síðan Karvel felldi Sighvat um árið. Sig- hvatur hefur ekki áhuga á að hitta Karvel og Karvel hefur ekki áhuga á að hitta Sighvat. Fjandskapurinn er sem sagt gagnkvæmur og svo mun einnig vera um fylgfemenn og fylk- ingar á bak við hvom. Kosningabaráttan fór þannig fram að báðir lögðu sig alla fram um að rægja hinn. Mun vera leitun í Is- Vestfjarðakratar landssögunni að öðm eins varmenni og Karvel, ef marka má Sighvat, og annað eins illmenni hefur ekki fæðst á jarðkringlunni sem Sighvatur, ef marka má Karvel. Báðir sóttu kosninguna af mikilli hörku. Smalað var á kjörstað öllu því sem hreyfðist á Vestfjörðum, sjálfetæðis- og framsóknarfólki jafnt sem krötum og þar að auki var tek- in upp póstkosning, þannig að fjarstaddir Vestfirðingar, sem enn em á lífi, fengu einnig að kjósa. Munu þessi póstatkvæði hafa numið hundmðum, enda búa Vestfirðingar alls staðar annars staðar heldur en á Vestfjörðum. Mun það vera skýringin á því hversu lengi dróst að telja atkvæðin, þegar bæði þarf að hjálpa fólki til að kjósa og koma atkvæðunum í póst. Það getur verið tímafrekt að leita uppi gamla Vestfirðinga um allt land og út fyrir landsteinana, hvað þá að stúdera ættartöiu þeirra til að sanna fyrir þeim og kjörstjóm- inni að bráðókunnugt fólk sé á kjörskrá. Ekki er ólíklegt að brott- flúnir Vestfirðingar hafi ráðið úrslife um í þessu prófkjöri og hlýtur það að vera fagnaðarefni fyrir þá sem eftir sitja að flóttamennimir ráði þingmannaliðinu eftir að þeir em famir. Hinum sem eftir sitja kemur það greinilega ekki við, enda em þeir á förum líka. Þar sem bæði Sighvatur og Karvel vissu um vinnubrögð hins töldu þeir báðir vissara að kæra kosninguna fyrirfram, bæði að því er varðar ut- ankjörstaðaratkvæðin og einnig að þvi er varðar vafasöm atkvæði heima fyrir. Þannig kærði Sighvatur öll atkvæði úr Súðavík og gott ef ekki einnig Hólmavíkuratkvæðin, sem sjálfeagt byggfet á þeirri skoðun Sighvats að fólkinu fyrir vestan komi þessi kosning ekki við ef flótta- mennimir eiga að ráða. Enda er hann brottfluttur eins og sönnum Vestfirðingi sæmir. Síðast en ekki síst kærði Sighvatur afekipti formannsfrúarinnar af þess- ari kosningu á þeirri forsendu að formanninum í flokknum og eigin- konu hans kæmi það alls ekki við hvemig kosningin færi. Sérstaklega af því formaðurinn var á móti Sig- hvati. Að mati Sighvats em utanað- komandi afekipti því aðeins lögleg að þau komi honum sjálfum til góða. Það var sem sagt bæði kært hveij- ir kusu og eins hitt hveijir skiptu sér af því hveijir kusu. Kratamir á Vestfjörðum hafa ekki bitið úr nálinni enda þótt úrslit liggi nú fyrir. Nú mun fallfetinn níða skó- inn niður af sigurvegaranum eins og hann hefur mátt til og hefur til þess allan veturinn. Þetta er auðvit- að miklu skemmtilegra heldur en þegar menn em að rífast milli flokka. Ekki síst þar sem flokksbræður hljóta að þekkja betur til hvor ann- ars heldur en menn í sinn hveijum flokknum, þannig að það má treysta rógnum og illmælginni miklu betur. Þeir þekkja sitt heimafólk. Ástæðu- laust er þess vegna að óttast að slagnum sé lokið milli þeirra félag- anna þótt talið hafi verið upp úr póstkössunum. Ballið er rétt að byija. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.