Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986. Tilkynnjng til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að gjald- dagi söluskatts fyrir nóvembermánuð er 15. desember. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkis- sjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa_ Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eios. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir...27022 Við birtum... Þaö ber árangur! ER SMÁAUGLÝSINGABLADID Menning Metnaður fyrir hönd leiklistarinnar Rætt við Jón Viðar Jónsson leik- listarstjóra um greinasafn Ólafs Jónssonar, Leikdóma og bók- menntagreinar I hartnær tuttugu ár var Ólafur Jónsson bæði einn afkastamesti og fremsti bókmennta- og leiklistar- gagnrýnandi landsins. Meðal annars starfaði hann á Vísi sáluga, þar sem hann réð undirritaðan í lausa- mennsku, vann síðan fyrir DB og hélt áfram að skrifa greinar um leik- list og bókmenntir fyrir DV allt til dauðadags. Ólafur var mikill hvatamaður að stofnun Menningarverðlauna DB, síðar DV, og tók virkan þátt í veit- ingu þeirra um fimm ára skeið. Hann lagði einnig stund á bók- menntarannsóknir af ýmsu tagi, fjallaði um lestrarhætti almennings og var einna fyrstur manna hérlend- is til að gefa afþreyingarbókmennt- um alvarlegan gaum. Ritstjóri Skímis, tímarits Hins íslenska bók- menntafélags, var Ólafur frá 1968 til dauðadags. Hann lést í Reykjavík 2.1.1984. Nú hefur Hið íslenska bók- menntafélag gefið út safn leik- dóma og bókmenntagreina eftir Ólaf, í tilefni þess að síðastliðið sumar hefði hann orðið fimm- tugur. Ekkja Ólafs, Sigrún Stein- grímsdóttir og Jón Viðar Jóns- son, leiklistarstjóri Hljóðvarps og fyrrum leiklistargagniýnandi, völdu efni í þetta greinasafn. í stuttu viðtali féllst Jón Viðar á að skýra tildrög bókarinnar frekar. „Það auðveldaði mjög verk okkar Sigrúnar að Ólafur hafði sjélfur fyr- ir andlát sitt lagt drög að leik- dómasafhi. Við töldum okkur skylt að velja úr þeim drögum, sem var auðvitað ekki alveg vandalaust, en almennt má segja að mat okkar á gæðum einstakra dóma hafi fengið að ráða miklu. Við urðum síðan sammála um að leggja mesta áherslu á skrif Ólafs um sýningar leikhúsanna á íslensk- um verkum, bæði gömlum og nýjum. Þá höfðum við líka hliðsjón af því hvort leikrit hefðu verið gefin út, til að bókin mætti verða að gagni við lestur og kennslu í leikbókmenntum. í síðari hluta bókarinnar er svo að finna nokkrar lengri greinar og ritgerðir um bókmenntasögu og bók- menntafræðileg efni sem hvergi hafa birst nema í blöðum og útvarpi en eiga fullt erindi til allra áhuga- manna. Ég nefiii til dæmis útvarps- erindi um Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson, sem er merkilegt fram- lag til rannsókna á verkum Gunnars. Loks látum við fylgja með dálítið Jón Viðar Jónsson: „Bókin sýnir vinnubrögð afburðagagnrýnanda". sýnishom af skrifum Ólafs um al- þýðlegar skemmtibókmenntir." Ég bað Jón Viðar lýsa helstu einkennum á leikhúsgagnrýni Ólafs. „Það var stundum sagt um Ólaf að hann væri fremur maður rök- hyggju en innblásturs eða hrifiiingar - og má vera að eitthvað sé til í því. Auðvitað gat hcurn verið mis- tækur - það hlýtur jafhmikilvirkur gagnrýnandi alltaf að vera. En þar sem Ólafi tókst best upp var hann á allan hátt til fyrirmyndar, það er engin spuming. Hann kafar í efhið, reynir síðan að skilgreina hvemig það hefur verið búið til leiks og tek- ur að því loknu skýra afetöðu til þess sem hann sér og heyrir á leik- sviðinu. Gildi þessarar bókar ætti ekki síst að vera fólgið í því að sýna hvemig afburðagagnrýnandi vinnur þegar honum tekst upp. Þeir sem nú em að fást við leikhúsgagnrýni hér á landi gætu sannarlega margt af Ólafi lært.“ Nú var Ólafi stundum legið á hálsi fyrir of bókmenntalega af- stöðu hans til sviðsverka. Ég innti Jón Viðar álits á þeirri gagnrýni. „Því er náttúrlega fyrst til að svara að leikhúsin em nú einu sinni yfir- leitt að flytja mönnum bókmenntir, það er ósköp einföld staðrejmd, hvort sem okkur líkar hún betur eða verr. Vitanlega er það rétt, að Ólafúr var ekki menntaður í leikhúsi og vann aldrei sem leikhúsmaður. En sama má segja um ýmsa aðra af helstu leikhúsgagnrýnendum okkar, Ás- geir Hjartarson til dæmis. Ég minnist þess þó ekki að hafa heyrt leikhúsfólk kvarta yfir því, að hann hafi verið bókmenntalegur í sinni afetöðu - sem hann þó vissulega var og það raunar miklu fremur en Ólaf- ur.“ Þarf leikhúsgagnrýnandi að hafa þekkingu á öllum helstu innviðum leikhúss? „Það er umdeilanlegt. Ég held að Ólafur Jónsson. slík þekking skipti ekki sköpum fyr- ir leikhúsgagnrýnanda. Hann þarf fyrst og fremst að hafa ást á leiklist- inni, gera til hennar kröfur, vera metnaðarfullur fyrir hennar hönd. Hann verður að miðla þeirri tilfinn- ingu í skrifúm sínum að hún skipti hann máli sem einstakling; þess vegna verður hann að skrifa sinn persónulega stíl. Allt þetta á við um Ólaf. Það segir ekki lítið um vinnu- brögð hans að hann gerði sér alltaf far um að sjá hverja sýningu tvisvar áður en hann skrifaði um hana. Ég er hræddur um að þetta fólk, sem blöðin hafa í því að skrifa um leik- sýningar nú, geri almennt ekki slíkar kröfúr til sín, að minnsta kosti bera skrif þess þá ekki merki um það.“ Hvemig leiklistarsmekk hafði Ólafur sjálfur? „Verk höfðuðu auðvitað misjafn- lega til hans en hann var samt nógu víðsýnn til að nálgast alla hluti með opnum huga. Hér í bókinni eru merkir dómar, jafnt um sýningar á sígildum íslenskum verkum eins og Útilegumönnunum og Gullna hlið- inu og nýjum verkum, eins og leikgerð Sölku Völku og Jóa eftir Kjartan Ragnarsson. Ég hugsa að raunsæislegar bókmenntir af því tagi sem voru áberandi bæði innan leikhúsanna og utan á síðasta ára- tug hafi kannski átt samúð hans öðru firemur. Þar fyrir utan hafði hann bæði skilning og áhuga á ann- ars konar skáldskap og hggur þá beint við að benda á það sem hann skrifaði um leikrit Jökuls Jakobs- sonar. í ritdómasafni hans, Líka líf, frá 1979, er sérstakur kafli helgaður Jökli og í þessari nýju bók eru dóm- ar um sýningar á tveimur verka hans, Herbergi 213 og Vandarhöggi. Ég held það sé lítill vafi á því að enginn íslenskur gagmýnandi hafi haft eins djúpan skilning á Jökli og einmitt Ólafúr." -ai Listunnendur DV gerir ykkur ansson, handh< 2200 krónur. Þrykkin eru 78x5 eintökum. Sendu og Eurocard. Til sýnis og sölu cmástærðogerugetout L um allt land gegn postkr smáaugiýsingadeiid, r þverholti 11, sími 27022 w, g_i7 alla virka daga Tímaþjófur 1984.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.