Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986. 5 Stjómmál Sighvatur Björgvinsson á skrifstofu Norræna félagsins i gær. DV-mynd KAE Átti ekki von á svo miklum mun - segir Sighvatur Björgvinsson „Ég vil óska Karvel til hamingju með úrslitin. Þetta eru afgerandi úr- slit,“ sagði Sighvatur Björgvinsson eftir að niðurstaða í prófkjöri Al- þýðuflokksins á Vestfjörðum lá fyrir. „Ég átti ekki von á því að það yrði svona mikill munur. En ég átti alveg eins von á því að hann gæti unnið þetta. Ég á út af fyrir sig enga sérstaka skýringu á þessu. Það eru margar skýringar, engin ein einhlít." - Telurðu að stuðningsmenn annarra flokka hafi haft þama veruleg áhrií? „Það er enginn vafi á því að þeir höfðu veruleg áhrif. En hvort þeir hafa ráðið þessum úrslitum er hlutur sem ég get ekki fúllyrt. En vissulega höfðu þeir áhrif því að þeir komu og tóku þátt í prófkjörinu í talsvert mikl- um mæli. Það liggur alveg fyrir að einhveijir hafa reynt að hafa áhrif á annarra flokka menn í prófkjörinu. Ég hef þá trú að menn, sem styðja tiltekinn flokk, fari ekki af eigin hvötum í próf- kjör annarra. Til þess þarf einhver að ýta við þeim og biðja þá um það. Ég veit út af fyrir sig ekki hveijir það hafa gert en ég tel að það hljóti að hafa verið gert.“ - Hvert er þitt álit á úrskurði yfirkjör- stjómar um vafaatkvæði? „Það mál er náttúrlega út af fyrir sig afgreitt með hennar úrskurði. Ég var með trúnaðarmenn á talningar- stað og var búinn að gefa þeim heimild til að gera það sem þeir teldu réttast. Þeir tóku þá ákvörðun að mótmæla úrskurðum yfirkjörstjómar með því að ganga út. Til þeirrar afstöðu höfðu þeir að sjálfsögðu fúllt umboð mitt. Þeir gengu út vegna þess að það var ekki tekið mark á upplýsingum sem við höfðum um þátttakendur úr öðrum flokkum, sem enn var hægt að koma í veg fyrir að yrðu taldir með. En þær ábendingar myndu ekki hafa breytt þessum úrslitum." - Hyggstu taka annað sæti listans? „Prófkjörið var náttúrlega um fyrsta sætið. Nú tekur kjördæmisráðið við og afgreiðir listann að öðru leyti. Og það verður bara að sjá hvemig því miðar. Spumingin fyrir mig og Alþýðu- flokkinn er hvort það sé rétt að ég taki það. Um það vil ég hafa samráð við mína félaga áður en ég svara því. En ég er alveg reiðubúinn til þess að víkja úr því ef álit mitt og þeirra verð- ur að það sé betra.“ - Kemur til greina sérframboð? „Ég hef ekki einu sinni leitt hugann að því. Það eru engar fyrirætlanir í þá átt.“ Um afskipti formanns Alþýðuflokks- ins af prófkjörinu sagði Sighvatur: „Ég tel að öll afekipti formanns flokks af prófkjörum í öðrum kjör- dæmum séu óeðlileg. Ég held að það sé óeðlilegt að formenn flokka, sem fyrst og fremst eiga að hugsa um að varðveita einingu í flokki, séu að hafa afekipti af prófkjörum. Það fer ekkert á milli mála að þau hjónin áttu, mismunandi mikið, hlut að því. Hvort það hefur ráðið úrslitum veit ég náttúrlega ekki um en ein- hveiju hefur það ráðið. Ég held að þau séu nú sammála mér um það, bæði tvö, að þau séu nú hvorugt algerlega áhrifalaus," sagði Sighvatur. -KMU Sá aðilinn sem undir lenti ætti að víkja - segir Karvel Pálmason „Það getur vart leikið nokkur vafi á þvi hvemig mál hafa farið. Að sjálfeögðu fagna ég því,“ sagði Karvel Pálmason um úrslit próf- kjörsins fyrir vestan. „Að sjálfeögðu var baráttan hörð og ekkert við þvi áð segja. En mér finnst viðbrögðin í vikunni eftir prófkjörið hafa sýnt manni fram á að slík viðbrögð em óeðlileg og óæskileg fyrir framhaldið. Það er afekaplega óskynsamlegt af frambjóðanda að sparka fyrirfram í kjósendur á hinum og þessum svæðum. Auðvitað koma kosningar eftir þetta og menn hljóta að bera hag flokksins fyrir brjósti ekki síður en sjálfs síns.“ - Viltu fá Sighvat í annað sæti? „Ég hef ekkert sagt um það, engar óskir haft um það. Það er engin ástæða til þess á þessu stigi. Ekki þar fyrir að ég sagði það strax og nánast fyrir prófkjör að ég teldi að það væri spuming um mína póli- tísku framtið hvort ég hreppti fyrsta sætið eða ekki. Ég hef verið þeirrar skoðunar að hér þyrfti að eiga sér stað eðlilegt uppgjör á milli manna og hef verið þeirrar skoðunar að hvor aðilinn sem undir lenti ætti að víkja.“ - Þá alveg? „Ég er þeirrar skoðunar, var þeirr- ar skoðunar fyrir. Sagði það. Ef ég hefði lent í öðm sæti hefði ég ekki komið nálægt því. Ég hefði talið það öllum fyrir bestu,“ sagði Karvel. ibúð -KMU Karvel Pálmason sinni í Reykjavik i gær. DV-mynd KAE Hér kemur jólatilboð semtalandi erum!! V\^ 14" IsHtMfrfj litasjónvarp sem aubvelt er a6 flytja milli herbergja. Tenging fyrir kabalsjónvarp. Faststilling á 7 rásum. Sérstök rás fyrir myndband. Ljós á rofum. Sjálfvirk spennujöfnun 180-270 V. GoldStcir GÆÐI Á GÓÐU VERÐI .QS. VIÐ1ÖKUM VEL Á MÓTIÞÉR 19 SKIPHOLTI SÍMI 29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.