Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986. 33 Sandkom Jóhanna Kristjónsdóttir. I\lær ekki metinu Nú stendur bókavertíðin sem hæst og bókagagnrýni sömuleiðis. Á Morgunblaðinu hafa menn löngum verið rösk- ir að „afgreiða" nýjar bækur og skemmst er að minnast þess mets sem Jóhanna Kristjóns- dóttirsetti í slíkri afgreiðslu í fyrra. Þá var hún skrifuð fyrir umsögnum um 38 bækur á jólavertíð, það er í nóvember og desember. í dag standa málin þannig að Jóhanna hefur ekki skrifað nema um 18 bækur frá því í nóvember en þar á móti kemur að hún hefur einnig skrifað um 5 leikrit. Er nú talið ólík- legt að hún nái að slá sitt fyrra met en allar líkur benda þó til þess að hún nái að komast yfir 30 bóka markið. Leyfi á réttan stað Það þykir ekki orðið í frá- sögur færandi þótt einhver veitingastaður fái vínveit- ingaleyfi. Islendingar eru nefnilega orðnir vínmenning- arþjóð sem kann að drekka sig fulla, líkameðmat. Það gerðist þó í síðustu viku að borgarstjóm samþykkti að veita leyfi, sem vert er að minnast á. Það er til handa veitingastaðnum „Við Tjörn- ina“. Þar með hafði borgar- stjóm gefið leyfi til að veita vín i Templarasundi. Ástæða fyrir öllu Það er hægt að finna ástæð- ur fyrir öllum hlutum ef menn leggja sig fram: Hjón, sem komin voru fast að fimmtugu, eignuðust sitt fyrsta bam. Það var myndar- strákur sem þau vora mj ög hreykin af. Svo var það, þegar stráksi var nokkurra mánaða, að ljós- rauðir hártoppar fóra að gægjast upp úr kollinum á honum. Þetta þótti manninum heldur undarlegt því hvoragt þeirra hjóna átti ættir að rekja til rauðhærðra. Það stoppaði þó ekki hárvöxtinn á strákn- um og á endanum var hann kominn með kagþykkan, eld- rauðan hárbrúsk á kollinn. Svo vár hann orðinn freknótt- ur. Nú var eiginmanninum öll- um lokið og efinn nagaði hann dag og nótt. Hann ákvað því að leita ráða hjá heimilis- lækninum sínum og segja honum upp alla söguna. - Hvað erað þið hjónin gömul? spurði læknirinn þeg- ar hinn hafði hellt úr sér yfir hann. Háraliturinn getur veriö áhyggjuefni. - Viðeramaðverðafimm- tug, svaraði eiginmaðurinn - Og hvað eigið þið mörg böm? spurði læknirinn. - Þetta er nú það fyrsta. - Núúú, þá er þetta alveg eðlilegt. Þetta er bara ryð. Ótrúleg þátttaka Það hefur ýmislegt undar- legt gerst í þeim faraldri prófkjöra sem gengið hefur yfir að undanfömu. Menn virðast ralla á milli flokka af tómri greiðasemi við náung- ann. Af þessum sökum er þátttaka í prófkjörum sums staðar svo mikil að íbúafjöldi viðkomandi staða dugir varla til. Þannig var það í Súðavík þegar prófkjör Alþýðuflokks- ins fór fram í kjördæminu á dögunum. Þá greiddu 54 at- kvæði, sem er 1/3 af öllum þeim sem hafa kosningarétt í plássinu. Utankjörstaðarat- kvæði vora 20 talsins. Þetta gerir 74 atkvæði, sem þýðir í reynd að 42% af íbúum Súða- víkur með kosningarétt kusu. Þetta þótti svolítið fyndið þegar haft er i huga að ekkert alþýðuflokksfélag er í pláss- inu. Flokkurinn hefur enda ekki boðið fram í sveitar- stjómarkosningum í áratugi. Svo nú er bara að vita hvort fjörið endist fram yfir kosn- ingar. Kolrangt símalag Ef einhver þarf að bíða eftir símtali í stjómarráðið ómar í eyrum hans yndisleg músík á meðan. Það er lagið góð- kunna: „Kátir vora karlar...." Jón Helgason. sem leikið er í símakerfinu. Þetta er svo sem allt í lagi þegar beðið er eftir sjávarút- vegsráðuneytinu, því þama er auðvitað um ekta sjómanna* lag af gömlu gerðinni að ræða. Hins vegar versnar í því þegar landbúnaðarráðuneytið er komið í spilið. Það er nefni- lega hálfankannalegt að heyra lagið um kútter Harald hljóma í þessum höfuðstöðv- um bændastéttarinnar. Þess vegna ætti Jón Helga- son landbúnaðarráðherra að hlutast til um að leikið yrði annað og meira viðeigandi lag í simkerfi ráðuneytis hans. Af nógu er að taka. Við minnum til dæmis á söngvana sfvin- sælu: „Út um græna grundu, gakktu hjörðin mín...“ og „Búkolla í Bankastræti", svo ekki sé minnst á hið ágæta lag: „Hani, krummi, hundur, svín..“. Það síðastnefnda spannar hvorki meira né minna en allt kvótakerfið. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir SJÚKRAHÚS SKAGFIRÐINGA Sauðárkróki, óskar að ráða hjúkrunarforstjóra. Staðan veitist frá 1. febrúar 1987 og er umsóknarfrestur til 5. jan. 1987. Allar upplýsingar um starfið veitir hjúkr- unarforstjóri á staðnum og í síma 95-5270. AÐALFUNDUR TAFLFÉLAGS REYKJAVÍKUR 1986 verður haldinn að Grensásvegi 46, miðvikudag 17. desember kl. 20. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjómin. r notuð skrifstofuhúsgögn skrifborð - stólar - fundaborð - afgreiðsluborð, laus skilrúm og margt fleira. Opið í dag kl. 14-18. Komið í Síðumúla 12, 2. hæð. Dagblaðið-Vísir Gengið inn að vestanverðu. Jólagetraun DV - 2. hluti r er maðurinn? mynd er þjóðkunnur mað- ur í ágætum félagsskap. Til að koma ykkur aðeins á sporið má geta þess að nýkomin er út bók um þennan ágæta mann. Hann var samgönguráð- herra um skeið. Og það var innar hafa birst. Þá sendið þið þá í einu umslagi til DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík, merkt: „Jóla- getraun". Ekki fleiri orð um það, en við snúum okkur að get- rauninni. Á meðfylgjandi einmitt hann sem lét leggja brú yfir Borgarfjörðinn. Það var líka hann sem.... nei, nú segjum við ekki Hér kemur 2. hluti jóla- getraunar DV. Sem fyrr birtum við mynd af kunn- um manni sem þið eigið að þekkja. Þið krossið við rétt svar á seðlinum, klippið hann út og passið vel þar til allirtíu hlutar getraunar- meira. En spurningin er: HVER ER MAÐURINN Á MYNDINNI? Fyrstu verðlaun, Panasonic vídeótæki Halldór E. Sigurðsson Don Johnson Lukku-Láki Heimilísfang:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.