Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1986, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986. ; Andlát Gústav Sigvaldason, fyrrverandi skrifstofustjóri, Blönduhlíð 28, lést 6. desember sl. Sigsteinn Sigurbergsson hús- gagnabólstrari lést 1. desember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. , Arnleif Steinunn Höskuldsdóttir húsmóðir, til heimilis að Klappar- ! bergi 23, Reykjavík, lést á Landsspít- í alanum að morgni 7. desember. Hún ■ fæddist 5. mars 1915. Foreldrar henn- ar voru Höskuldur Sigurðsson og | Þórdis Stefánsdóttir, Höskuldsstöð- j um, Djúpavogi. Eftirlifandi maki } Arnleifar er Egill Gestsson trygg- | ingamiðlari. Böm þeirra eru Öm, | fulltrúi hjá Almannavörnum ríkis- ins, Höskuldur, búsettur á Breiðdals- | vík, Ragnheiður læknaritari og | Margrét Þórdís skrifstofumaður, ' báðar starfandi hjá Landspítalanum. | Útför Arnleifar verður gerð frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 12. desember kl. 10.30. j 'r Útför Sigurðar Jóhanns Jónsson- ar, Þórshöfn, fer fram frá Sauðanes- kirkju laugardaginn 13. desember kl. 13. Hallbera Sigurðardóttir, Gnoðar- vogi 22, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 12. des- ember kl. 15. Svanbjörg Hróðný Einarsdóttir, Sólheimum 23, sem andaðist 27. nóv., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 12. desember kl. 13.30. Útför Þórdísar Hólm Sigurðar- dóttur, Sólheimum 27, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. des- ember kl. 15. Sveinn Erlendsson fyrrv. hrepp- stjóri, Garðshomi, Álftanesi, lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði að- faranótt 7. desember. Hermann Georgsson bifreiðaeftir- litsmaður, Kríuhólum 4, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans 9. des- ember. Kristbjörg Jónsdóttir, Boðahlein 3, áður Ægissíðu 96, andaðist á Hrafiiistu, Hafnarfirði, þriðjudaginn 9. desember. Sigurður Sigurðsson, fyrrum bóndi á Ytri-Skeljabrekku, Andakíls- hreppi, verður jarðsettur laugardag- inn 13. desember kl. 14 frá Hvanneyri. Ferð verður frá Skaga- nesti, Akranesi, kl. 12.30. Gísli Steingrímsson frá Húsavík er látinn. Hann fæddist 9. mars 1911 í Túnsbergi á Húsavík. Foreldrar hans vom Steingrímur Hallgrímsson og Kristín S.Þ. Jónsdóttir. Gísli vann framan af árum við langferðaakstur milli Akureyrar og Reykjavíkur. Ungur að árum tók hann alvarlegan sjúkdóm og var hann vistmaður á Reykjalundi síðustu 25 ár ævi sinnar. Útför hans var gerð frá Fossvogskap- ellu í morgun. Tilkyimingar Til umhugsunar Þú, sem gefur börnum gjafir þessi jól. Hvað ætlarðu að gefa þeim? Við hvetjum þig til að vanda valið vel. Það setur eng- inn tímasprengju í jólaböggul bamanna né heldur önnur vopn. - Gerið börnin ekki að litlum hermönnum: Gefið þeim friðar- gjafir og leggið með þeim áherslu á frið, samvinnu og bróðurkærleika. Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna. Vímulaus æska Skrifstofa foreldrasamtakanna Vímulaus æska, Síðumúla 4. Opið mánudaga kl. 13 16, þriðjudaga kl. 9-12, miðvikudaga kl. 9 12, fimmtudaga kl. 9 10, föstudaga kl. 9 12. Sími 82260. Hreyfing og offita Á félags- og fræðslufundi Náttúrulækn- ingafélags Reykjavíkur, um ný viðhorf í heilbrigðismálum, verða tveir kunnir menn, Valdimar Ömólfsson, fimleikastjóri Háskóla íslands, og Sigurður Þ. Guð- mundsson, læknir á Landspítalanum, með fræðslu um hreyfingu og líkamsrækt ann- ars vegar og offitu og afleiðingar hennar hins vegar. Fundurinn verður haldinn á Hótel Esju fimmtudaginn 11. desember kl. 20.30. Allir áhugamenn eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ný plata Ot er komin hljómplatan „Með góðum mat“. Ragnar Jónsson tónskáld leikur á píanó gamlar og nýjar laglínur í eigin út- setningum. Hljómplatan hentar einkar vel sem „dinner" tónlist, notaleg og hugljúf með góðum mat. Það má nefna lög eins og „White cliffs of Dover“, „Solace", og Hymn to freedom" og fleiri. Hljómplatan er gefin út til styrktar útgáfu og flutnings á „Friðar cantötu" tónskáldsins. Kjörin jólagjöf til vina og ættingja hér heima og erlendis. Hljómplatan fæst í hljómplötu- verslunum um allt land. Dreifmgu annast Tónlistarskóli Ragnars Jónssonar, uppl. í síma 96-26699 og 91-72110 og 672215. VÖRULYFTARI Til sölu lítið notaður og vel með farinn rafmagnslyft- ari með hleðslutæki. Lyftigeta 1500 kg. Lyftihæð 3,5 m. Upplýsingar í síma 46216 frá kl. 9-18. I gærkvöldi Garðar Sigurðsson alþingismaður: Friðawerðlaunin í réttum höndum Ég hef ekki frá neinu merkilegu að segja um útvarp né sjónvarp þar sem ég fylgist það lítið með þessum fjölmiðlum nema ég horfi alltaf á fréttimar og helst tvöfaldar. í gær fékk maður enn einn skammtinn af prófkjörum í fréttunum svo og Þor- stein Pálsson, hann stendur sig alltaf vel, karlinn. Þessu Borgarspítala- máli skilur maður hvorki upp né niður í. En það var gaman að heyra það að maður á borð við Elie Wies- el, sem upplifði hörmungamar í aðförinni að gyðingum, hefði hlotið friðarverðlaun Nóbels, maður sem heldur vöku sinni í mannréttinda- málum. Auk þess horfði ég á nokkrar mínútur af heimildarþættinum Al- mannatryggingar í hálfa öld, það er allt og sumt sem ég horfði á í gær- kvöldi. Garðar Sigurðsson alþingismaður. Það koma dagar sem ég sest niður við sjónvarpsgláp, það er þá helst þegar enski fótboltinn, jú og sá þýski er því hann er ekki síðri. Samt sem áður hef ég aldrei verið viðriðinn fótbolta. Það var erfitt að vita af djass- þættinum í útvarpinu í gærkvöldi en þar sem ég var að lesa yfir skýrsl- ur hlustaði ég nú ekki á hann þvi það er erfitt að hlusta og lesa sam- tímis. Og þar sem ég er gamall sjómaður hlusta ég alltaf á veður- fréttimar klukkan eitt á nóttunni. Ég verð að segja eins ög er að ég kann ekki að stilla á rás 2 en Bylgj- una hlusta ég á endrum og eins þegar það er kveikt á henni á mínu heim- ili. Maður veit bara aldrei hvenær hvað er þar sem þeir em alltaf spil- andi lög inni á milli. Sportveiðiblaðið, stærsta tímaritið um lax-, silungs- og skot- veiði á markaðnum hér á landi, er nýkomið út. Blaðið er einmitt fimm ára um þessar mundir. Að venju er í blaðinu afar fjölbreytt og skemmtilegt efni. Þar má nefna viðtal við Gunnar Ragnars, for- stjóra Slippstöðvarinnar á Akureyri. Hann segir þar meðal annars frá glímu sinni við 25 punda lax í Laxá í Aðaldal sl. sumar. Þá er mjög fróðlegt viðtal við Albert í Veiðimanninum og fjöldi skemmtilegra mynda úr kvikmyndinni Stella í orlofi þar sem Laddi er í aðal- hlutverki. f blaðinu er einnig fjöldi annarra greina og viðtala um lax- og sil- ungsveiði. Ritstjóri blaðsins og ábyrgðar- maður er hinn þekkti veiðimaður og aflakló, Gunnar Bender. Aðgerðarannsóknafélag íslands boðar til fundar síðdegis um notkun línu- legrar bestunar fimmtudaginn 11. desemb- er kl. 16.15 í stofu 157 í VR-2, Hjarðarhaga 4. Dagskrá þessi er m.a. sniðin fyrir fólk í fyrirtækjum sem vill fá skjóta innsýn í hvort og þá hvemig nýta megi línulega bestun (og aðgerðagreiningu) almennt við hjálp ákvarðanatöku og stjórnun. Allir velkomnir. Jólafundur Húsmæðrafélags Reykjavíkur verður haldinn í kvöld, 11. desember, kl. 20.30 í Domus Medica. Allir velkomnir. LÍÚ gefur SVFÍ fé til kaupa á neðarsjávarmyndavél Á aðalfundi Landssambands íslenskra út- vegsmanna, sem haldinn var í Vestmanna- eyjum 5.-7. nóvember sl., var samþykkt að afhenda Slysavarnafélagi Islands að gjöf 1.200.000 kr. til kaupa á neðansjávar- myndavél ásamt tilheyrandi búnaði. í gjafabréfi LlÚ til SVFl segir að á síðustu 10 árum hafi 50 manns drukknað í höfnum landsins, þar af 24 sjómenn. Leit að hinum látnu hafi að langmestu hvílt á björgunar- sveitum SVFl sem oft og iðulega hafi lagt nótt við dag við leitarstörf. Skilyrði til leitar í höfnum hafi í flestum tilvikum verið mjög erfið og líkin ekki fundist þrátt fyrir að nokkurn veginn hafi verið vitað hvar leita ætti. Það hafi verið ástvinum hina látnu óbærileg kvöl meðan ekki hafi tekist að finna lík þeirra og búa þeim leg- stað í vígri mold. Reynslan hafi sýnt að neðansjávarmyndavélar hafi gjörbreytt öllum aðstæðum við slfkar leitir og því hafi aðalfundurinn ákveðið að færa SVFÍ þessa gjöf sem þakklætisvott fyrir fómfúst og óeigingjarnt starf björgunarsveita fé- iagsins við leitir. Myndin af ofan var tekin er Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, afhenti Haraldi Henryssyni, forseta SVFl, gjöfina. Kór Rangæingafélagsins verður með aðventukvöld í Rafveituheim- ilinu við Elliðaár í kvöld, 11. desember, kl. 20. Fjölbreytt skemmtiatriði. Allir vel- komnir. Ferðalög Ferðafélag íslands Dagsferð sunnudag 14. des. kl. 13 Reykjaborg-Hafravatn. Ekið að Suðurreykjum og gengið þaðan á Reykjaborg. Komið er niður í Þormóðsdal skammt frá Hafravatni. Munið hlýjan klæðnað. Verð kr. 300. Brottför frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmið- ar við bíl. Frítt fyrir börn í fygld fullorð- inna. ATH. Þeir sem eiga frátekna farmiða í áramótaferð Ferðafélagsins í Þórsmörk eru vinsamlegast beðnir að greiða þá fyrir 15. desember nk. Eftir það verða ósóttir miðar seldir öðrum. Ferðafólk á eigin veg- um getur ekki fengið gistingu hjá Ferðafé- laginu í Þórsmörk um áramótin. Tapað - Fundið Rukkunarhefti tapaðist DV rukkunarhefti tapaðist í Ásenda hverfi 9. desember sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 38126, Ástvaldur, eða á áskriftadeild DV, sími 27022. Úr fannst á leiðinni úr Seljahverfi niður í neðra Breiðholt. Upplýsingar í síma 77517. Sjávarútvegsráðherra afhendir SVFÍ 8 milljónir króna Með lögum, sem samþykkt voru á Alþingi á síðasta vori um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, var ákveðið að verja 12 milljónum króna af þeim eignum, sem eftir stæðu við lok Tryggingasjóðs fiskiskipa, til öryggismála sjómanna á fiskiskipum. Eftir að sjávarút- vegsráðuneytið hafði haft samráð við öryggismálanefnd sjómanna og samtök sjómanna og útvegsmanna ákvað það að 8 milljónum kr. af þessu fé skyldi varið til starfsemi SVFl til öryggismála sjómanna enda verði þetta fé fyrst og fremst nýtt til námskeiðahalds í öryggismálum og björg- unaræfinga um allt land og haft um það náið samstarf og samráð við samtök sjó- manna. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra afhenti SVFl ofangreinda fjárhæð hinn 17. þ.m. um borð í skólaskip- inu Sæbjörgu. Þar er miðstöð slysavama- skóla sjómanna er SVFl hefur verið að byggja upp undanfarin tvö ár. AEmæli 75 ára afmæli á í dag, 11. desember, Úlfhildur Kristjánsdóttir á Dysjum í Garðabæ. Hún ætlar að taka á móti gestum í húsi Fiskakletts, Hjallahrauni 9, Hafnarfirði, í kvöld eftir kl. 20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.