Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1991. Fréttir Ökumaður vélhjóls mældur á 173 km hraða við Akranes: Sleppur við reffsivönd laganna vegna f ormgalla Sigurður Sverrissan, DV, Akranesi: Lögreglan í Akranesi kærði tvo ökumenn biíhjóla fyrir meintan hraðakstur fyrir stuttu. Sýslu- mannsembættið í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu endursendi bæjarfóget- embættinu á Akranesi umræddar kærur nú í vikunni vegna formgalla. Sleppa báðir við refsivönd laganna. Voru forsendumar fyrir endursend- ingu kæranna þær að lögreglan á Akranesi hefði verið utan síns lög- sagnarumdæmis er hún var við hraðamælingarnar. Báðir ökumennirnir eiga lögheim- ih í umdæmi sýslumanns. Þeir voru teknir á ólöglegum hraða á Akranes- afleggjaranum. Annar hinna brot- legu mældist á 173 km hraða á vél- hjóli sínu og var að auki með farþega aftan á hjólinu. Hann var sviptur ökuréttindum sínum á staðnum en fær þau nú aftur vegna umræddra formgalla. Hinn ökumaðurinn var á rúmlega 100 km hraða. Hann sleppur við sekt af sömu ástæðum. Úlfar Lúðvíksson, fulltrúi sýslu- manns Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, endursendi kæmrnar. Samkvæmt heimildum DV átaldi hann lögregl- una á Akranesi jafnframt harðlega í bréfi fyrir að fara út fyrir sína lög- sögu við hraðamælingar. Úlfar kvaðst ekki vilja ræða þetta mál við DV. Jón Vilberg Guðjónsson, fulltrúi bæjarfógeta á Akranesi, sagði í sam- tali við DV, að hann gæti ekki séð annað en kærumar féllu niður. Fó- geti á Akranesi hefði ekki dómsvald yfir kærðu. Jón Vilberg sagði jafn- framt að þetta atvik hlyti að verða undanfari þess að lögsagnarumdæmi embættisins yrði víkkað út. Kærur endursendar vegna formgalla: Eitthvað annað en umhyggja ffyrir lands- lögum og reglum - segir Svanur Geirdal yfirlögregluþjónn Siguröur Sverrissan, DV, Akranesi: Urgur er í lögreglumönnum á Akranesi vegna þeirrar ákvörðunar sýslumannsembættisins í Borgar- nesi að endursenda kæmr vegna umerðarlagabrota á grundvelli form- galla. Telja þeir ómaklega að sér veg- ið með þessum hætti og aö sendingin komi úr hörðustu átt. Lögreglumenn á Akranesi segja það óeðlilegt að fetta út í það fingur þótt umræddar hraöamælingar kunni að hafa átt sér stað nokkur hundmð metra utan lögsögu lög- reglu á Akranesi. Mjög liratt sé ekið um Akranesafleggjarann eins og dæmi hafi sýnt. Þeir hafi á árinu tek- ið tugi ökumanna á ólöglegum hraða. Þeim vitanlega hafi lögreglan í Borg- arnesi aldrei veriö við hraöamæling- ar á Akranesafleggjaranum. Til þessa hafi þaö heldur aldrei gerst að lögreglustjórar annarra umdæma hafi endursent kærur vegna hrað- akstursbrota. Svanur Geirdal, yfirlögregluþjónn á Akranesi, sagöist undrandi vegna þessara vinnubragða sýslumanns- embættisins í Borgarnesi. „Hér virð- ist vera eitthvað annað á feröinni en umhyggja fyrir landslögum og reglu. Hvað það er veit ég ekki en það kem- ur óneitanlega á óvart að þetta skuli koma upp samhliða áskorun dóms- málaráðuneytisins um að lögregla herði eftirlit með hraðakstri um land allt,“ sagöi Svanur. Þeir lögreglumenn á Akranesi, sem DV ræddi við, segja það engin ný sannindi að lögreglan í Borgarnesi sé með alltof víöfeðmt lögsagnarum- dæmi miðaö viö mannskap. Af þeim sökum hafi Akraneslögreglan iðu- lega veriö þeim innan handar vegna óhappa í nágrenni Akraness en í lög- sögu Borgnesinga. Þegar slys væru annars vegar settu menn ekki fyrir sig hvort þeir væru að vinna innan eigin umdæmis eöa í því næsta. Spurningin væri hvor aðilinn væri fyrri til hjálpar. Lögsaga lögreglu á Akranesi nær tiltölulega stutt út fyrir sjálft byggö- arlagið. Þar sem henni sleppir tekur við lögsaga Borgarneslögreglunnar. Hún nær allt austur í Hvalfjarðar- botn. Stærstur hluti umrædds svæð- is liggur mun betur við Akranesi en Borgarnesi hvað fjarlægðir varðar. Sem dæmi má nefna að þjónusta sjúkrabifreiöa og slökkviliðs á þessu svæði kemur frá Akranesi. Breiðdalsárbrú yfír Sveinhyl að hruni komin: Naumlega tókst að koma í veg ffyrir stórslys Við stórslysi lá í morgun þegar vegagerðarbílar voru á leið í vinnu. Sá bílstjóri vörubíls að lítið gat var komið á brúargólfið en varð að aka viðstöðulaust yfir. Næsti bfil á eftir hentist yfir en slapp við að lenda utan í handriðið. Skildi hann eftir stórt skarð í brúnni svo að sá í ekk- ért nema steypujárnin. Er brúin nú ófær og verður að aka um suður- byggð í Breiðdal og út eftir austan- megin, vilji menn fara með fjörðum. „Gólfið var farið að slitna en það hrundi stykki niður úr boganum þar sem hann er efstur," sagði Sigurjón Ólason, vegaeftirlitsmaður hjá Vega- gerðinni á Reyðarfirði. Er steypan svo morkin, að sögn sjónarvotta, að hægt er að mylja hana með htlum hamri eða höndum. Telja vegagerðarmenn þó að burðar- virki sé ekki eins og slæmt og brúar- dekkið. „Það er óvíst hvenær viðgerð á brúnni lýkur en hún verður lokuð að minnsta kosti næstu daga,“ sagði Sigurjón. „Fólk verður nú að keyra svokallaðan Suðurbyggðaveg en hann er frekar grófur og veikbyggð- ur þannig að bent skal á að keyra hann varlega. Er verið að koma fyrir aðvörunarskfitum." Tímabært hefur þótt að smíöa nýja brú en þaö hefur verið í athugun í nokkur ár, aö sögn Sigurjóns. Deilt hefur verið um staösetningu hennar en íbúar Breiðdalsvíkur vfija hana nær byggð en þá gömlu. „Það verður slegið undir þessa og steypt. Hún verður líka að öllum líkindum í notk- un næstu árin. Við höfum látiö okkur dreyma um nýja brú og vonum að nú sjáist nauðsyn þess að shku verki veröi hrundið í framkvæmd." Aðkeyrslan að brúnni er stórvara- söm og hafa oröið þar mörg óhöpp. Brúin var byggð árið 1940 og ekki fyrir slíkan þunga sem nú fer yfir hana. -tlt/Sigursteinn Elsta hús Islands gert upp ístirðingar hata hægt og rólega unnið að endurbótum á fornum mannvirkjum í Byggðasafni Vestfjarða en um er að ræða fjögur hús i Neðstakaupstað. í sumar er ráðgert að Ijúka við að gera upp þakið á elsta húsi íslands, svokölluðu „Tjöruhúsi," sem byggt var árið 1736. Jón Heimir Hreinsson smiður er hér að vinna við endurbæturnar. DV-mynd GVA Líðangóðeftir atvikum Mönnunum þremur, sem brot- lentu á fimmtudag viö Mývatn, líöur vel eftir atvikum. Tveir þeirra hafa gengist undir aðgerö- ir á Akureyri og einn varð að senda suöur til tannlækna vegna áverka á andlitl. Þeir brotnuðu illaeneruábatavegi. -pj umhelgina Gosdrykkjaverksmiðjan Gosan hf. ætlar að standa fyrir Geysis- gosi i dag, laugardag, og veröur þar meöfyrstiaðilinn sera „kaup- ir“ gos í þessum frægasta hver landsins. Gosið hefst klukkan 15 og er öUum velkomiö að fýlgjast meö. -ingo Hvolsvelli Banaslys varð viö steypustöð- ina á Hvolsvelh í gær. Miöaldra maður varð undir stóru sílóí og er tahnn hafa látist samstundis. Ekki er hægt að greina frá nafni hansaösvostöddu. -pj Bruninn að Hverfisgötu 72: Tilviljun að við sáum eldinn - segir Anna Metta Nordal „Það var bara fyrir tílviljun að viö sáum eldinn í gegnum eldhús- gluggann. Það var allt skíðlogandi svo við gátum ekkert gert og hlupum út,“ sagði Anna Metta Nordal sem var stödd á neðri hæðinni á Hverfis- götu 72 sem brann í fyrrinótt. Á neðri hæðinni voru 7 manneskjur sem komust strax út en bjarga varð fólki úr risíbúð með stigaræfli sem fannst í nærliggjandi garöi. „Vinur minn ætlaöi að hlaupa upp stigann til að bjarga fólkinu sem var á efri hæðinni en sá að það var von- laust. Hann hljóp því í bakgarð við hús hinum megin við götuna og fann þar einhvern stigaræffi. Hann stóð sig eins og hetja. Mér finnst þetta mjög gott hjá honum að hugsa svona rökrétt. Stiginn náði ekki alla leið upp svo það þurfti að halda við hann tilþessaðnábaminuút." -pj Sláturfélagið gegn Goða: Málinu frestað Máhnu, sem Sláturfélag Suöur- lands höfðaði á hendur Goða vegna setningarinnar, „grennstir fyrir bragðið" í auglýsingum Goða, hefur verið frestað í bæjarþingi fram í sept- ember. Sláturfélagið taldi að Goði hefði brotið gegn óskráöu vígorði SS sem verið hefur „fremstir fyrir bragðið" og að fólk gæti villst á þessum vígorð- um. Bæjarþingi var lokaði 1. júh og verður lokað til 1. september næst- komandi. -ns

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.