Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 24
. 'LAUGARDAGUR'2'iUJÚI.ií 1991. Helgarpopp Þeir sem bera pyngju digra og unna rokktónlist og því prjáli sem henni fylgir ættu að lesa áfram. Uppboðsfyrirtækið Christies í Lundúnum heldur uppboö á ýmsum varningi úr sögu rokksins fimmtudaginn 29. ágúst nk. Þar verða boðnar til sölu fágætar hljómplötur, gull- plötur, áritaðir hlutir, hljóðfæri, föt og Ijósmyndir úr sögu rokks- ins frá 1960. Sem dæmi um þann varning sem finna má á slíku uppboði má nefna að í apríl sl. hélt Christies sams konar uppboð því sem verður haldið í lok ág- úst. Þaðan gekk einn gestanna út með áritað umslag af Revolver plötu bítlanna og borgaöi 160 þús- und krónur fyrir. Ekki veit poppsíðan hvort plata fylgdi um- slaginu. Talandi um bítla þá má geta tímarits sem Hard Rock keðjan gefur út og kallar Hard Rock Tí- mes. Lesendur snepilsins verða hlaðnir gjöfum er ritið kemur út því með hverju eintaki fylgir lítil hljómplata sem hefur að geyma viðtal við John Lennon sem tekið var árið 1968. Þar með er ekki öll sagan sögð því gjafmildi Hard Rock manna riður ekki við ein- teyming. Auk plötunnar gefst les- endum nefnilega kostur á að eignast lítinn poka fylltan dufti. Duft þetta er Duft með stóru djei því áður en það skiptist í frum- eindir sínar var það veggur í hin- um söguíræga Cavem-klúbbi í Liverpool en innan veggja hans hófst einmítt frægðarferill bítl- ana. Lögin hrannast upphjá Bruce Springsteen Bandaríski rokkarinn Bruce Springsteen hefur haft hljótt um sig undanfarin ár en nú heyrast fregnir þess efnis aö karl sé að rakna úr rotinu. Undangengiö ár hefur Springsteen farið mikinn í hfióðverum í Los Angeles og segja áreiðanlegar heimildir að þegar hafi tuttugu lagasmíðar verið settar á stálþráð og Springsteen sýni enn engin þreytumerki þannig að spakir menn vestra eru farnir að spá tvöföldu albúmi áður en árið er liðið. Dire Straits rúlla af stað Langt er síðan fmmsamið eíhi úr smiðju Dire Straits kom síðast á markað. Vorið 1985 sendi hljóm- sveitin frá sér meistarastykkið Brothers in Arms og allt frá þeim tíma hafa menn keppst við að færa fréttir af andláti Dire Stra- its. Hefur svo rammt kveðið að slíkum orðrómi að Mark Knopfl- er og félagar hafa séð sig knúna til að troða nokkrum sinnum upp á þvi sex ára tímabili sem liðiö er, svona rétt til að sannfæra sjálfa sig og aðra um að enn sé líf í tuskunum. Eftir rúman mánuð hefst tónleikaferð Dire Straits um England og Skotland þar sem Idjómsveitin mun halda 19 tón- leika á þremur vikum. Tónleika- haldið hefur vængjað orðróm um að loks sé komið að plötuútgáfú hjá Ðire Straits. Engar slikar fréttir hefur poppsíðan fengið staöfestar og lætur því vera að lofa upp í ermi. - segir Boris Blank í Yello Svissneski háíjalladúettinn Yello hefur heillað menn um langan aldur með frumlegum og skemmtilegum tónsmíðum. Yello hefur á sinni tíð róið á mið tölvukenndrar danstón- listar og hafa aflabrögð skapað þeim vinsældir og virðingu umfram aðra poppara á meginlendi Evrópu. Tón- smiðja tvíeykisins, sem stendur inn- an hárra fjallasala í nágrenni Zúrich, hefur verið lokuð í rúm tvö ár. Fyrr í yfirstandandi mánuði opnaði tví- eykið hins vegar upp á gátt og gekk út færandi hendi. Ný plata stóð upp úr farteskinu, kölluð Baby. Ólíkthafast mennirnir að Þeir heita Dieter Meier og Boris Blank sem skipa Yello. Sem persónur eru þeir ólíkir og ef til vill er það samruni andstæðnanna sem orpið hefur því gulleggi sem Yello hefur verið tónlistarfíklum. Dieter Meier er heimsborgari sem berst mikið á. Vellauðugur rennir hann eðalvögn- um sínum reglulega upp aö hliðum spilavíta í Evrópu, enda þekktur fyr- ir spilafíkn. Meier er kvikmynda- gerðarmaður og á golfvellinum hefur hann getið sér gott orð fyrir höggfimi en á vettvangi golfsins hefur hann leikið undir svissnesku flaggi. Auk- inheldur hefur Meier haslað sér völl í viðskiptaheiminum og þykir hann fjárfestir góður. Allt þetta, auk tón- listar, hefur gert Dieter Meier að Umsjón: Snorri Már Skúlason reglulegum gesti á síðum heims- pressunnar. Það er Meier sem semur alla texta Yello og hann syngur vers- in sín sjálfur. Boris Blank er af öðru sauðahúsi. Tónlistin er á hans könnu og eyðir hann drjúgum tíma innan hljóðmúra við alls kyns tilraunastarfsemi. Að ósekju mætti kalla Blank hljóðfræð- ing. Hann vinnur nánast alla tónlist- ina á svokallaöa „samplera" sem er tölva sem opnar tónlistarmanninum margar dyr. Blank hefur komið sér upp digrum sjóði alls kyns hljóða sem varðveitt eru á disklingum. Með hjálp tölvunnar er mögulegt að breyta hljóðunum í tóntegundir og nótur. Úr ó-hljóðum í fagurt hljóm- fall. Sem dæmi um þær hljóðrannsókn- ir sem Blank hefur fengist við og aukið hafa við hljóðsafn hans eru t.d. tilraunir með körfubolta og hljóðið sem myndast úr honum er driplað. Á svipaðan hátt hefur Blank tekið upp hijóðið er snjóbolti lendir á fyrir- stöðu og er blautum silkiklút skellt í vegg. Eftir að nostrað hafði verið við þessar undarlegu upptökur var tilorðið sérkennilegt snerilsánd sem Blank gat leikið sér með á „sampl- emum“. „Ég hef unun af því að prófa mig áfram með ólík hljóð,“ segir Boris Blank. „Sem dæmi, ef ég hamra marmaraplötu og lækka hljóðiö sem myndast um eina til tvær áttundir, þá er ég komin með „sánd“ svipað því og tveir risavaxnir jámhlutir rekist saman af afli. Þess konar „sánd“ er hægt að vinna með í alls kyns ásláttar útfærslum sem áhersluhljóð eða stemningar. Ég nota „samplerinn" líkt og smásjá til Háfjalladúettinn Yello. þess að kynnast innviðum og eðli hljóðsins. Slíkar köfunarferðir undir yfirborðið leiða margt nýtt í ljós og em þ.a.l. góður skóli,“ segir Blank. Frumlegheit og kímni Á nýjustu afurð Yello, plötunni Baby, má heyra afrakstur ýmissa „sánd“-pælinga Boris Blank, enda sver platan sig í ætt við fyrri verk dúettsins hvað fmmlegheit og kímni viðvíkur. Tónlistin er full af lifi og óvæntum uppákomum eins og Blank er einum lagið. Söngur Meiers er frá- bær og ýmsir effektar eru settir á raddirnar. Kímnin er stór hluti af tónlist Yello og í því efni standa tvær lagasmíðar sérstaklega upp úr. Önn- ur segir á gæjalegan hátt frá spæjar- anum Norman sem leggur sig í líma við að draga fröken Cooper upp úr ímynduöu svaði stórborgarinnar. Hin segir sögu af sölumanni í stór- markaði sem kynnir kvenþjóðinni nútíma hrærivél og hann gerir það með tilþrifum. Rubberbandman er söngur sem gæti slegið í gegn og Capri Calling er undurþýð ballaða sungin af skosku söngpípunni Billy Mackenzie. sem einhverjir þekkja sem manninn á bak við hljómsveit- ina Associates. Mackenzie hefur áð- ur komið við sögu á plötum Yello, enda einn sterkasti söngvari rokks- ins á síðasta áratug. Önnur lög á Baby venjast vel og stendur platan sem sterk heild. Sannkallaður gleðigjafi öllum aödá- endum Yello og líkleg til að auka við aðdáendahóp hljómsveitarinnar. Hljóðfæri 20. aldar Sem fyrr segir eru „samplerar" og trommuheilar þau verkfæri sem Yello notaði við mótun Baby. Streng- ir, brass og önnur hljóðfæri fóru undantekningarlítið í gegnum „samplera" á leiðinni á plastið. Þetta undratæki segir Boris Blank vera framtíðina, hljóðfæri nútíma og framtíðar. Hann heldur áfram: „Þetta er svipaö því er Les Paul sló á strengi kassagítars síns árið 1945 og fáir gátu heyrt hann þar sem hljóðfærið hafði ekki hátt. Þess vegna þróaði hann „pick up“-inn og setti á gítarinn sinn. Tíu árum síðar spiluðu allir á rafmagnsgítar og raf- magnaöan bassa. Þegar hljóðgerfl- amir (synthesizerar) komu fyrst fram á sjöunda áratugnum höfðu menn hátt um að þeir ættu ekkert skylt við tónlist. Tíu til fimmtán árum síðar voru flestir tónlistar- menn komnir með hljóðfærið inn á gafl. Þegar tölvurnar hófu að ryðja sér til rúms var sama neikvæönin uppi og menn töluðu um ragnarök tónlistar. Nú býr hins vegar fjöldi tónlistarmanna yfir „samplerum" og ég tel þá þróun jákvæða. Það er mjög jákvætt fyrir einstaklinginn að geta notað þetta verkfæri. Reyndar fer house-tónlist í pirrurnar á mér, enda hafa tölvurnar völdin í þeim geira tónlistarinnar og house á ekkert skylt við mínar hugmyndir um notk- un tölva i tónlist. Hugmyndin um danstónlist fyrir ákveðna nætur- klúbba er ágæt en hún blífur ekki til lengdar til þess er sköpunargáfan í house-tónlistinni of grunn. Til að komast inn í framtíðina verð- ur maöur fyrst að feta refilstigu for- tíðarinnar. Leita til upprunans, rót- anna. Ef maður hefur engar rætur í tónlistinni reikar maður um sem rót- laust þangið. Það mikilvægasta á tölvuöld er að vera maður sjálfur því sjaldan hefur verið mikilvægara að vera frumlegur með öll þau öflugu verkfæri í höndunum sem nú standa til boða. Maður verður að hafa kraft til að gera nýja merkilega hluti, fara leið sem engin hefur farið áður. Það er framtíðin," segir galdramaðurinn Boris Blank og rataðist kjöftugum þar satt á munn. Mikilvægi frum- leika í tónlist hefur vaxið á tölvuöld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.