Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1991. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND J0NSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SiMI (91J27022 - FAX: (91J27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Evrópumartröð Svo getur farið, að íslendingar sitji eftir með Sviss- lendingum og Liechtensteinum í þriggja ríkja fríverzl- unarklúbbi, þegar önnur ríki Fríverzlunarsamtakanna eru gengin í Evrópubandalagið. Svíþjóð og Austurríki hafa sótt um aðild, Noregur og Finnland fylgja á eftir. Þessi staða er þolanleg. Við búum þegar við fríverzl- unarsamning við Evrópubandalagið um tollfrjálsan að- gang flestra sjávarafurða okkar annarra en saltfisks. Við höfum hingað til getað búið við þennan samning og munum geta það áfram, þótt við sitjum einir á báti. Aðildarumsóknir Svíþjóðar og Austurrikis spilla fyr- ir viðræðum um evrópskt efnahagssvæði. Þær styrkja embættismenn Evrópubandalagsins í þeirri sannfær- ingu, að útlend ríki eigi að koma á hnjánum til banda- lagsins, en ekki að halda uppi hörðu samningaþrasi. Embættismenn Evrópubandalagsins vita, að þeir þurfa ekki að semja við ríki Austur-Evrópu um aðild, þegar þar að kemur. Þeir telja sig munu geta lesið fyrir skilmálana án nokkurra samningaviðræðna. Þar verður um að ræða eins konar skilyrðislausa uppgjöf. Þeir vita líka, að flest ríki Fríverzlunarsamtakanna munu fyrr eða síðar koma á hnjánum til bandalagsins, þótt ekki náist samkomulag um evrópskt efnahagssvæði að þessu sinni. Þetta stuðlar að svo mikilli hörku þeirra, að þeir taka ekki mark á eigin stjórnmálamönnum. Við þetta bætist svo, að samgangur embættismanna Evrópubandalagsins við hagsmunaaðila í ríkjum banda- lagsins er oft meiri og nánari en við hina veiku stjórn- málamenn ríkjanna. Þrýstihóparnir .og embættis- mannagengið mynda í rauninni samstæðan hóp. Þetta ástand minnir mjög á íslenzka landbúnaðar- ráðuneytið, sem er fyrst og fremst framlengdur armur hagsmunasamtaka, en ekki ráðuneyti í hefðbundnum stíl. Við vitum,.að ráðuneytið brjálast, ef hróflað er við þrýstikerfmu, og að það hagar sér sem ríki í ríkinu. Munur íslands og Evrópubandalags er fyrst og fremst, að þar eru sjávarútvegsmál deild í landbúnaðarráðu- neyti og lúta þar sömu hagsmunalögmálum og íslenzkur landbúnaður hér. Óheft verndarstefna nær þar til sjáv- arútvegs, sem við viljum hins vegar, að lúti fríverzlun. Þegar við bætist, að utanríkisráðherrar ríkjanna, sem hafa reynt að semja um evrópskt efnahagssvæði, geta ekki náð samkomulagi um, hvað þeir hafi náð sam- komulagi um á furðufundinum í Lúxemborg í júní, er ekki von á, að embættismenn taki mark á þeim. Enn bætist við sá vandi, að hingað liggur straumur ráðamanna, allt frá dönskum utanríkisráðherra yfir í franskan forseta, sem lýsa yfir skilningi á málstað ís- lendinga og stuðningi við hann. Á sama tíma fréttum við, að þessi ríki vinni í raun gegn þessum málstað. Af allri þessari martröð má ráða, að okkur dugir ekki að skrifa undir ófullgert samkomulag, sem embætt- ismönnum sé ætlað að ljúka. Shk hreingerning embætt- ismanna mun örugglega verða okkur til bölvunar. Þess vegna eigum við að neita að undirrita málamyndaplagg. Ef hins vegar eftir þessa helgi næst skyndilega síð- ustu stundar samkomulag stjórnmálamanna, sem verð- ur í samræmi við túlkun okkar manna á niðurstöðu Lúxemborgarfundarins í síðasta mánuði, getum við sætzt á að verða aðilar að evrópsku efnahagssvæði. Við skulum samt gera okkur grein fyrir, að líkur eru ekki miklar á shkri túlkun, og gera ráð fyrir að þurfa að vera áfram utan evrópsks efnahagssamstarfs. Jónas Kristjánsson í bófabankanum mætast CIA, Nidal og Noriega Hrun eins umsvifamesta en jafn- framt laumulegasta einkabanka í heimi veitir sjaldgæfa innsýn í flókið samspil alþjóðlegrar fésýslu, njósna- og undirróðursstarfsemi á heimsmælikvarða, vopnabrasks, hryöjuverkastarfsemi og skolunar á fíkniefnagróða, svo uppruni þeirra fjárfúlgna verði ekki rakinn. Til slíks þarf leynireikninga og fjárhagslegt laumuspil. Þjónusta af því tagi reynist hafa veriö sérgrein Bank of Credit and Commerce International, sem Eng- landsbanki fékk lokað í flestum löndum 5. þessa mánaðar fyrir stórfelld fjársvik og falsanir. Þá starfaði bankinn, sem nefna mætti á íslensku Alþjóðlega lána- og verslunarbankann, í 69 löndum. Hér eftir verður enska heitið skammstafað. BCCI stofnaði pakistanskur fé- sýslumaður að nafni Agha Hasan Abedi fyrir 19 árum. Stofnfjármagn sótti hann einkum til þeirra sem tekist hefur að sölsa undir sig obb- ann af olíuauðnum sem myndast hefur við Persaflóa. Einn af þeim sem mest lögðu í púkkið var Kamal Adham, áður yfirmaður leyniþjón- ustu Saudi-Arabíu. Sá stundaði kaupsýslu í félagi við Bandaríkja- manninn Raymond H. Close, sem var yfir stöð bandarísku leyniþjón- ustunnar CIA í Saudi-Arabíu á átt- unda tug aldarinnar. Frá öndverðu var BCCI skipu- lagður þannig aö hann gæti sem hæglegast skotið sér undan opin- beru eftirliti og að sem auðveldast væri að leyna eigendum reikninga og millifærslum milh þeirra. Eign- arhaldsfélag var stofnað í Luxemb- urg sem hefur linast bankaeftirlit af löndum EB. Aðalstarfsemin fór hins vegar fram í London. Eignar- haldsfélög fyrirtækisins í heild voru svo skrásett á Cayman-eyjum í Karíbahafi, alræmdri fjársvika- paradís. Komið hefur á daginn að BCCI hefur að undirlagi Englandsbanka veriö undir eftirliti alþjóðlegs könnunarhóps í að minnsta kosti þrjú ár. Ábendingar um alvarlega stöðu fyrirtækisins og misferli stjórnenda bárust Englandsbanka frá endurskoðendum og fyrrver- andi starfsmanni BCCI fyrir að minnsta kosti ári. Þáverandi fjár- málaráðherra, John Major, var lát- inn vita. Verða nú bankastjóri Eng- landsbanka og forsætisráðherra Bretlands að standa fyrir máli sínu gagnvart mergð innstæðueigenda sem krefja þá svara við því hvers vegna ekki var fyrr tekið í taumana eða grandalaus almenningur að minnsta kosti varaður við. Abedi, stofnandi BCCI, er far- lama eftir hjartabilun fyrir þrem árum og varð bankinn þá að sjö tíundu eign emírsins í furstadæm- inu Abu Dhabi við Persaflóa og fyrirtækja sem hann ræður. Sheikh Zayed ibn Sultan an Nahay- an emír kveðst hafa verið að endur- skipuleggja bankann og styrkja með nýju fé og' er ævareiður Eng- landsbanka fyrir lokunina. ■ Bresk blöð herma að meginíjár- svikin hjá BCCI séu fólgin í því að eigendur og yflrmenn veittu sjálf- um sér stórlán gegn veigalitlum eða engum tryggingum, alls 1,9 milljarða sterlingspunda. Síðan var að minnsta kosti 50 milljónum punda af fé bankans varið til að varð uppvís að því að skola stórar fjárfúlgur fyrir fíkniefnasala í Bandaríkjunum og Rómönsku Ameríku. Því máli var lokið með dómssátt án opinberra réttarhalda. Larry Collins, sem er aö ganga frá bók um skolun flkniefnagróða, seg- ir í International Herald Tribune, að starfsmaður bandarískrar þing- nefndar, sem reyndi að rannsaka málið, telji víst að þetta hafi verið gert að undirlagi CLA, sem hafi vilj- að forðast að skipti leyniþjón- ustunnar við bankann yrðu opin- Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson ber. Fullyrt hefur verið aö eitt ráð CLA til að fjármagna á laun hemað Contranna í Nicaragua, eftir að Bandaríkjaþing hafði tekið fyrir opinbert fé til þeirra nota, hafi ver- ið þátttaka í fíkniefnasmygli um Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Collins staðhæfir að BCCI hafi verið uppáhaldsbanki CLA. Leyni- þjónustan hafi bent Manuel Nori- ega, einvaldi í Panama, á hann til viðtöku á greiðslum fyrir njósnir og vopnasmygl, meöan herforing- inn var á mútuskrá CIA, en hann bíður nú réttarhalda í bandarísku fangelsi fyrir þátttöku í fíkniefna- smygli eftir herferðina sem George Bush, fyrrum málvinur fangans, fyrirskipaði til Panama. Sami heimildarmaður, og reynd- ar fleiri sem um málið fjalla, segir að BCCI hafi verið meginfarvegur fyrir beinar fégjafir og greiðslur fyrir vopn til skæruliðahreyfmga í Afganistan en að því verkefni vann CLA náið með leyniþjónustum Pa- kistans og Saudi-Arabíu. í leiðinni hafi veriö komið vopnum til hópa á ókyrrðarsvæðum í Kákasuslýð- veldum og Mið-Asíulýðveldum Sovétríkjanna meðan William Cas- ey stýrði CLA. Þá hafi CIA notaö BCCI öðrum fjármálastofnunum fremur til aö koma greiðslum til heimildar- manna sinna og leynilegra erind- reka víða um heim. Vitneskja ligg- m- fyrir um að bankinn var notaður til að fjármagna vopnasmygl til ír- ans og kemur þar við sögu alkunn- ur vopnasali, Adnam Khashoggi. Frá London berst svo vitneskja um að hryðjuverkasamtökin í löndunum fyrir Miðjarðarhafs- botni, sem CIA á að eiga í höggi við, komust undir eina sæng með bandarísku leyniþjónustunni hjá BCCI. Sunday Times og Sunday Telegraph skýra frá því að alræmd- asti hermdarverkaforsprakki heims, Abu Nidal, hafl átt tugi reikninga hjá BCCI. Hafi breska leyniþjónustan komist á snoðir um þetta fyrir alllöngu og því fylgst með starfsemi bankans. Fyrr- nefnda blaöið bætir við að nær fullsannað sé að Islamska Jihad í Líbanon, sú grein Hezbollah-hreyf- ingar heittrúarmanna undir írönskum áhrifum sem leggur stund á mannrán og hefur í haldi flesta vestrænu gíslana í Líbanon, hafi haft BCCI fyrir viðskipta- banka. Jim Hoagland hjá Washington Post hrýs hugur viö þeirri orma- gryíju sem kemur í ljós þegar tekið er að fletta ofan af því sem aðhafst var á vegum BCCI. Hann kvaðst kannast við mörg nöfnin sem viö sögu koma frá því hann kannaði fjármálaheim Beirút fyrir hálfum öðrum áratug. „Nú eins og þá vek- ur athygli hve náin tengsl fésýslu- mennirnir höfðu við vestrænar leyniþjónustur og vopnasala sem hirtu í eigin vasa milljarða af vopnaviðskiptum sem ríkisstjórnir kostuðu. Peningar og áhrif runnu saman í samfelldan vef og yfir lagöi stækan spillingardaun sem tengdi þetta, í heimi þar sem allt var falt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.