Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 38
50 IiAUGÁRDMJURÍÍÍ'JÚLÍ 1991. Afmæli Guðbjörg Hannesdóttir Guðbjörg Hannesdóttir, húsfreyja og ljósmóðir að Jörfa í Kolbeins- staðahreppi, er níræð í dag. Starfsferill Guðbjörg fæddist á Grunnasunds- nesi við Stykkishólm og ólst þar upp. Hún gekk í barna- og unglinga- skóla Stykkishólms, var tvo vetur í vist hjá Guðmundi Guðmundssyni, lækni í Stykkishólmi, en fór síðan í Ljósmæðraskóla íslands og lauk þaðanprófil923. Guðbjörg var ljósmóðir í Fróðár- hreppi 1923-25, í Hraunhreppi 1938-40 og í Kolbeinsstaðahreppi 1940-72, auk þess sem hún var einn- ig ljósmóðir í Eyjahreppi frá 1942 og síðar einnig Miklaholtshreppi. Guðbjörg var lánsöm í starfi en hún tók á móti rúmlega hundrað og sjö- tíu börnum. Hún var um skeið for- maður Kvenfélagsins Bjarkar í Kol- beinsstaðahreppi. Guðbjörg flutti að Jörfa 1925 og bjuggu þau hjónin þar til 1931 er þau fluttu að Ystu-Görðum þar sem þau bjuggu í tvö ár. Þá fluttu þau að Ytri-Skógum og bjuggu þar til ársins 1936 er þau fluttu að Flesjustöðum. Loks fluttu þau aftur að Jörfa þar sem Guðbjörg hefur búið síðan. Fjölskylda Guðbjörg giftist 8.8.1925 Jónasi Ólafssyni, f. 27.4.1896, d. 18.8.1978, b. að Jörfa, en hann var sonur Ólafs Erlendssonar, b. og oddvita að Jörfa, og Agöthu Stefánsdóttur, húsfreyjuþar. Böm Guðbjargar og Jónasar: Ól- afur Agnar, f. 20.6.1926, flugvélstjóri í Reykjavik, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur húsmóður; Einbjörg Hanna, f. 29.5.1929, húsfreyja að Jörfa, var gift Jóhannesi Guð- mundssyni b., sem nú er látinn, og eignuðust þau fimm börn; Helgi, f. 16.3.1931, fræðslustjóri í Reykjanes- umdæmi, búsettur í Garðabæ, kvæntur Erlu Siguijónsdóttur hús- móður og eiga þau tvær dætur; Ingi- björg Jóna, f. 21.1.1937, húsmóðir í Garðabæ, gift Baldri Ólafssyni húsasmiði og eiga þau þijú börn. Systkini Guöbjargar: Ingibjörg, f. 19.8.1893, d. 1986, húsfreyja á Hörðu- bóli og síðar í Reykjavík, var gift Flosa Jónssyni, f. 10.8.1898, d. 1986, b. og kennara, og áttu þau tvo syni; Kristjana Valgerður, f. 22.3.1895, d. 1991, skólastýra Húsmæðraskólans á Staðarfelli; Matthildur, f. 18.10. 1898, d. 1981, ljósmóðir; Kristján, f. 2.9.1904, d. 1978, læknir í Reykjavík, var fyrst kvæntur Guðrúnu Sigurð- ardóttur sem lést 1938 og áttu þau eina dóttur en seinni kona Kristjáns var Anna Sigurðardóttir, f. 4.11. 1910, og eignuðust þau tvö börn; Þorsteinn, f. 18.6.1906, d. 1985, kaup- maður í Reykjavík, kvæntur Aldísi Alexandersdóttur, f. 20.10.1906, en hún er einnig látin og eignuðust þau tværdætur. Foreldrar Guðbjargar vom Hann- es Kristjánsson, f. 25.1.1867, d. 27.3. 1931, b. og smiður að Grunnasunds- nesi, og Einbjörg Þorsteinsdóttir, f. 22.8.1867, d. 22.11.1957, húsfreyja þar. Ætt Hannes var sonur Kristjáns, b. og smiðs í Grunnasundsnesi, Jónsson- ar, b. í Snóksdal, Sveinssonar, prests á Kvennabrekku, Hannes- sonar. Móðir Hannesar Kristjáns- Guðbjörg Hannesdóttir. sonar var Valgerður Jónsdóttir, b. í Stóra-Langadal, Ögmundssonar. Móðir Valgerðar var Kristín Guö- mundsdóttir. Einbjörg var dóttir Þorsteins b. Kristjánssonar Þorsteinssonar. Móðir Einbjargar var Guðbjörg Ein- arsdóttir, b. í Rauðbarðaholti, Jóns- sonar, b. í Miðhúsum í Reykholts- dal, Þórðarsonar. Guðborg Björk Sigtryggsdóttir Guðborg Björk Sigtryggsdóttir, starfsmaður á Sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar, Leirubakka2, Seyöisfirði, er sextugámorgun. Starfsferill Guðborg fæddist að Gilsársteigi, Suöur-Múlasýslu, og bjó þar til íjög- urra ára aldurs er hún fluttist til Seyðisfjarðar. Hún gekk í barna- skóla á Seyðisfirði og þegar hún var fimmtán ára fór hún til Reykjavíkur og var tvo vetur í gagnfræðaskóla í Reykjavík. Er hún kom frá námi hóf hún störf sem ritari á Sýsluskrif- stofu Norður-Múlasýslu og vann þar í fimm ár. Árið 1953 hætti hún að starfa utan heimilis, gerðist hús- móðir og stofnaði heimili með eigin- manni sínum. Þau hófu búskap í Hafnarfirði og bjuggu þar í fimm ár en fluttu þá aftur austur á Seyðis- fjörð og hafa búið þar síðan. Guðborg er einn af stofnfélögum Slysavarnadeildarinnar Ránar á Seyðisfirði og hefur verið í stjórn Ránar í mörg ár. Hún hefur setið í ýmsum nefndum fyrir Alþýðu- bandalagið á Seyðisfirði, svo sem skólastjórn og tónskólanefnd. Árið 1984 tók hún að sér aö ræsta tónlist- arskóla Seyðisfjarðar og starfaði hún við það í fjögur ár. Þá hóf hún hálfdagsstarf á Sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar og starfar þar enn. Guðborg var í mörg ár í söngkórn- um Bjarma og í kirkjukór Seyðis- fjarðar. Fjölskylda Guðborg giftist 7.6.1953 Gísla Sig- urðssyni, f. 26.6.1926, d. 14.7.1991, skrifstofumanni, en hann vann við bókhald og endurskoðun. Foreldrar hans voru Sigurður Kristinn Gísla- son sjómaður og Ólafía Ragnheiður Sigurþórsdóttir húsmóðir. Börn Guðborgar og Gísla eru Jón- ína Ingibjörg Gísladóttir, f. 9.5.1952, þroskaþjálfi, búsett í Svíþjóö, hún á eina dóttur; Sigurður Kristinn Gíslason, f. 14.6.1955, skrifstofu- maður, búsettur í Garðabæ, maki Martha V.L. Finnsdóttir; Sigtryggur Gíslason, f. 8.8.1956, stýrimaður, búsettur á Akureyri, maki Ragn- hildur Fihpusdóttir og eiga þau fjög- ur börn; Ólafía María Gísladóttir, f. 9.2.1958, sjúkaraliði og lyfjatæknir, búsett í Bandaríkjunum, maki Birg- ir Blöndal og eiga þau einn son; Ragnheiður Gísladóttir, f. 2.10.1965, kennari, búsett á Seyðisfirði, maki Jónas A.Þ. Jónsson og eiga þau einn son; Guðrún Gísladóttir, f. 22.5. 1971, nemi, búsett í Svíþjóð, hún á einn son; Sigurveig Gísladóttir, f. 13.5.1973, nemi, búsett á Seyðisfirði; Sonur Gísla frá fyrra hjónabandi er Bergsveinn Halldórsson, f. 29.9. 1949, húsasmiður, búsettur á Sel- fossi, maki Eygló Aðalsteinsdóttir og eiga þau þrjú börn. Systkini Guðborgar eru: Klemens Baldvin Sigtryggsson, f. 12.3.1935, rafvirki, búsettur á Seyisfirði, maki Sigríður Björgvinsdóttir, og eiga þau fimm börn; Björn Jón Sig- tryggsson, f. 5.5.1937, verkamaður, búsettur á Seyiðsfirði, maki Guðrún Þórisdóttir og eiga þau sex börn; Kristinn Reynir Sigutryggsson, f. 13.4.1943, sjómaður og verkamaður, búsettur á Selfossi, maki Sigrún Guðmundsdóttir og eiga þau fimm börn. Hann átti tvö börn fyrir hjóna- Guðborg Björk Sigtryggsdóttir. band; Arndís Sveinlaug Sigtryggs- dóttir, f. 28.4.1945, bankastarfsmað- ur, búsett á Seyðisfirði, hún er frá- skilin og á tvö börn; Sigurbjörn Sig- tryggsson, f. 16.2.1948, rafvirki, bú- settur á Seyðisfirði. Foreldrar Guðborgar eru Páll Sig- tryggur Björnsson, f. 22.5.1902, bóndiogveðurathugunarmaður, og María Olafsdóttir, f. 28.10.1905, d. 22.8.1979, húsmóðir. Þau bjuggu lengst af á Seyðisfirði. Guöborg verður að heiman á af- mælisdaginn. Valdimar H. Jóhannesson BREIÐ UNIROYAL DEKK HVITUM GUMMI VINNU STOFAN RÉTTARHÁLSI 2 SÍMI 814008 OG 814009 SKIPHOLTI 35 SÍMI31055 Valdimar Hergils Jóhannesson framkvæmdastjóri, Urriðakvísl 18, Reykjavík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Valdimar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp en var í Danmörku, í Borgarfirðinum og á Héraði á sumr- in. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1962, stundaði um skeið nám í lækn- isfræði og viðskiptafræði við HÍ og dvaldi við nám í Sorbonne. Valdimar var blaðamaður á Vísi 1965-73 og fljótlega ritstjórnarfull- trúi þar, sá um vikulegan útvarps- þátt, Daglegt líf, 1969-70, var um- sjónarmaður Kastljóss í sjónvarp- inu 1973-75, rak eigin fataverslanir og stundaði innflutning og heild- verslun 1971-80, stofnaði ásamt öðr- um og veitti forstöðu sælgætisgerð- inni Marklandi hf., var sölustjóri Vísis 1980 og fram að sameiningu DB og Vísis, annaðist happdrætti ólympíunefndar íslands 1982 og 84 og gjafasöfnun SÁÁ1983. Hann stofnaði með öðrum veitingahúsið Duus 1984 en seldi sinn hlut 1985. Þá veitti hann forstöðu Alþýðublað- inu og prentsmiðjunni Alprenti á árunum 1985-88. Hann stýrði og annaðist Fjáröflun og kynningu fyr- ir Landgræðsluskóga-Átak 1990 á árunum 1989-90 og annast nú fjár- öflunar-, kynningar- og útgáfuverk- efni. Valdimar sat í stjóm BÍ, var for- maður samninganefndar félagsins og sat í siðanefnd um skeið. Fjölskylda Valdimar kvæntist 12.5.1984 Margréti Gústafsdóttur, f. 29.3.1949, húsmóður, en hún er dóttir Gústafs Lárussonar byggingameistara og Þórhildar Magnúsdóttur húsmóður. Börn Valdimars eru Jóhannes Hergils, f. 18.8.1966, nemi í Odense í Danmörku; Guðrún Hergils, f. 23.2. 1973, nemi í MT; Gréta Hergils, f. 14.12.1976; Marín Hergils, f. 12.3. 1986; Kara Hergils, f. 25.11.1987. Sjúpsonur Valdimars er Davíð Dav- íðsson, f. 14.2.1971, nemi við Ár- múlaskóla. Systkini Valdimars: Bjöm Hergils Jóhannesson, f. 18.9.1942, arkitekt í Reykjavík, og Hildur Hergils, f. 17.12.1946, kennari í Kaupmanna- höfn. Stjúpbræður Valdimars: Oddur Bjamason, f. 10.4.1935, geðlæknir; Örn Bjamason, f. 13.11.1937, auglýs- ingamaður; Halldór Bjamason, f. 15.11.1940, framkvæmdastjóri; Gunnar Bjarnason, f. 13.12.1951, jarðfræðingur. Foreldrar Valdimars: Jóhannes Bjömsson, f. 7.7.1907, d. 7.9.1966, læknir, dr. med. í Reykjavík, og Guörún N. Holm, f. Erlendsson, f. 13.11.1917, húsmóðir í Danmörku. Ætt Meðal bama fóðurbræða Valdi- mars má nefna Magnús Jónsson ópemsöngvara, Bjöm Björnsson, póstmeistara í Reykjavík, Hafstein Stefánsson skólameistara og Magn- ús Theodór Magnússon, slökkviliðs- mann og sjómann. Jóhannes er son- ur Björns, prests í Laufási, Bjöms- sonar, „sterka" á Breiðabólstað á Álftanesi, Bjömssonar, b. á Tungu- felli í Lundarreykjadal, Ólafssonar. Móðir Björns í Laufási var Oddný Hjörleifsdóttir, prests á Skinnastað Guttormssonar. Móðir Jóhannesar var Ingibjörg, systir Sigurðar, yfirlæknis á Vífils- stöðum, og Jóns, forsætisráðherra. Ingibjörg var dóttir Magnúsar, prests á Hofi á Skagaströnd og í Laufási, Jónssonar og Vilborgar Sigurðardóttur frá Hóli í Keldu- hverfi. Bróðir Guðrúnar er Finnur Er- lendsson, læknir, alþingismaður og íslenskur konsúll í Danmörku. Guð- rún er dóttir Valdimars, læknis í Frederikshavn, bróður Stefáns á Grásíðu, föður Þórarins, bóksala á Húsavík, fóður Stefáns iðnrekanda og Ingvars, bóksala á Húsavík. Stef- án var einnig faðir Boga á Kópa- skeri, fóður Stefáns, læknis hjá Tryggingastofnuninni, og Bjargar, konu Áma Benediktssonar frá Hof- teigi. Valdimar var einnig bróðir Jóns Eldons, ritstjóra Heims- kringlu, fóður Hlínar er bjó í Herdís- arvík með Einari Benediktssyni og ömmu Eyjólfs Kjalars Emilssonar heimspekings. Valdimar var sonur Erlends, skálds, hreppstjóra, odd- vita og alþingismanns í Garði og í Ási í Kelduhverfi, bróður Magnús- ar, afa Benedikts Sveinssonar al- þingisforseta, fóður Bjarna forsæt- Valdimar Hergils Jóhannesson. isráðherra, föður Björns alþingis- manns, en Benedikt var einnig faðir Sveins, föður Ingimundar arkitekts, Einars, forstjóra Sjóvár-Almennra, ogBenedikts, stjómarformanns Eimskips. Erlendur var einnig bróð- ir Guðmundar, afa Jóns Trausta. Erlendur var sonur Gottskálks, b. í Nýjabæ og á Fjöllum í Kelduhverfi, Pálssonar, ættföður Gottskálksætt- arinnar. Móðir Guðrúnar var Ellen Mar- grethe Heegaard-Jensen, dóttir Lud- vigs Jensen kaupmannsgarðseig- anda og Juttu Henriette Höyer Hee- gaard sem var dóttir Pouls Henriks Heegaard, herragarðseiganda á Sjá- landi. Valdimar tekur á móti gestum á heimili sínu, Urriðakvísl 18, milli klukkan 17.00 og 20.00 á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.