Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1991. Fréttir_____________________________________dv Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur: ísland mun sækja um að- ild að Evrópubandalaginu - óttast ekki að danska drottningin verði látin vikja fyrir evrópskum leiðtoga Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur: „Ég hef haldið þvi fram í mörg ár að einn góðan veðurdag muni íslendingar sækja um aðild að EB. Ekki vegna þess að þeir telji sig þvingaða til þess heldur af eigin hvötum.“ DV-mynd GVA „Ég hef haldið því fram í mörg ár að einn góðan veðurdag muni íslend- ingar sækja um aðild aö EB. Ekki vegna þess að þeir telji sig þvingaöa til þess heldur af eigin hvötum. ís- lendinga er ekki hægt að þvinga en það kemur að því að þeir fá áhuga á að taka sjálfir þátt í þeirri pólitísku þróun, sem á sér staö í Evrópu, og hafa áhrif á hana. Sjálfsagt mun þó líða einhver tími áður en að þessu kemur. Mér er það ljóst að ísland á erfiðara með að gera aðildarumsókn upp við sig heldur en mörg önnur lönd,“ segir Uífe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur. Uffe er nú staddur hér á landi. Fyrr í vikunni átti hann fund með Jóni Baldvini Hannibalssyni utanríkis- ráðherra um stöðuna í viðræðum EB og EFTA um myndun evrópsks efna- hagssvæðis. Nú um helgina er hann hins vegar við veiöar í Aðaldal. Hann hefur oft áður rennt fyrir lax hér á landi, enda segist hann kunna hvað best við sig á jaðri þess byggilega á. norðurhveli jarðar. Á sunnudaginn ílýgur veiðimaðurinn Uffe til síns heima; við tekur alvaran í Brussel. Á þeim tæplega níu árum, sem Uffe hefur gegnt starfi utanríkisráðherra Danmerkur, hafa átt sér stað gífur- legar breytingar þar í landi, ekki síst vegna aðildar landsins að Evrópu- bandalaginu. Það hefur fallið í hans hlut að leiða þjóð sína um völundar- hús Evrópubandalagsins og lægja þær öldur óánægju sem aðildinni fylgdu árið 1972. Hikandi og hræddir Danir - Er danska þjóðin oröin sátt við aðildina að Evrópubandalaginu? „Danir voru til að byrja með mjög hræddir og hikandi í þessu Evrópu- samstarfi. Þá veltu menn einvörð- ungu fyrir sér efnahagslegum ávinn- ingi þess. Síðan þá hefur Evrópa tek- ið miklum breytingum. Berlínar- múrinn er hruninn og ríki hafa breyst. Þessi jákvæða þróun hefur fyrst og fremst átt sér stað vegna aukinnar pólitískrar samvinnu Evr- ópuríkjanna sem er ekki hvað síst EB að þakka. í kjölfar þessa hefur afstaðan til EB breyst mikiö í Danmörku. Þar ríkir nú víðtæk eining um nauðsyn aukinnar samvinnu á fjölmörgum sviðum. Fólk hefur til dæmis áttaö sig á að ef árangur á að nást á sviði umhverfismála þarf samvinnu yfir landamærin. Það sama gildir um fjöl- mörg önnur mál. Þessa viðhorfsbreytingu má einnig rekja til þeirrar kynslóðar sem nú er að vaxa úr grasi. Bömin mín til- heyra svokallaðri flökkukynslóð sem vill geta ferðast frjálst og óhindrað um Evrópu. Hún virðir ekki lengur landamæri. Fyrir unga fólkið er því þróunin innan EB bæði eðlileg og sjálfsögð. Hvað varðar eldra fólkið þá ein- kenndist andstaða þess að miklu leyti af ótta um að tapa þjóðemi sínu. Þessi ótti er nú að mestu horfinn. Reynslan hefur leitt í ljós að hið fjöl- þjóðlega samstarf innan EB hefur leitt til aukinnar þjóðerniskenndar á mörgum sviðum." Mikilvægt aötengsl Evrópuríkja aukist - Munu samningaviðræöur EFTA og EB leiða til samnings um sameig- inlegt evrópskt efnahagssvæði eða eru þær dæmdar til að renna út í sandinn? „Þær munu enda á einn eða annan hátt með samkomulagi. Slíkt sam- komulag verður þó eingöngu efna- hagslegs eðlis en mun ekki taka til þátta sem eru jafnvel enn mikilvæg- ari - en krefjast pólitískrar sam- vinnu. Að mati forsvarsmanna margra EFTA-ríkja er þessi samningur fyrsta skrefið í átt til aðildar að EB og sum þeirra hafa þegar sótt um inngöngu. Aö mínu mati myndi slík- ur samningur vera forboði aukinnar samvinnu og nánari tengsla. En hvort hann leiðir til aðildarumsókn- ar er landanna sjálfra aö ákveða. Fyrir Danmörku er það hins vegar mikilvægt að tengslin aukist. Því styðjum við þessar viðræður af heil- um hug, þó svo að við sjáum ekki fram á efnahagslegan ávinning í kjölfar þeirra." - Þú hefur haldið því fram aö EFTA- samvinnan muni fljótlega líöa undir lok þar sem flest EFTA-ríkin muni sækja um aðild aö EB. Hver yrði þá staða þeirra ríkja sem eftir stæðu? „Ég get vel séð fyrir mér að það komi upp vandamál fyrir þau lönd sem eftir verða. Þau vandamál má þó leysa eftir því sem samvinnan eykst milli EB og þeirra svæða sem verða utan bandalagsins." Óréttmæt gagnrýni frá starfsbróður - Starfsbróðir þinn á íslandi, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur á fyrri stigum EES-viðræðnanna haldið því fram aö þú hafir með ýmsum af yfir- lýsingum þínum reynt að koma í veg fyrir að samningar tækjust. Er þetta réttmæt gagnrýni? „Nei, þvert á móti. Donsk stjóm- völd hafa lagt á það mikla áherslu að þessi samningar takist. Það sýnir sig hvaö best í afstöðu Danmerkur til þeirra atriða sem nú er verið að ræða í tengslum við samninginn. Á mörgum sviðum höfum við gefið eft- ir af okkar óskum, til dæmis hvað varðar útflutning á landbúnaöarvör- um. Samt samþykkjum við frjálsan markaösaðgang fyrir Noreg og ís- land. Og á fjölmörgum sviðum höfum við samþykkt að gefa eför, án þess þó að fá nokkuð á móti. Hversu mikl- ar sannanir til viðbótar þurfa menn til að sannfærast um vilja okkar í þessu sambandi? Um tíma aðvaraði ég hins vegar EFTA-ríkin og benti á að samning- amir gætu runnið út í sandinn. Ástæðan var fyrst og fremst sú að viðræöumar voru komnar í strand. Það komst hins vegar aftur hreyfing á viðræðurnar eftir að ljóst varð að Svíþjóð ætlaði að sækja um aðild.“ Fjölþjóðlegur misskilningur - íslendingar, Norðmenn og fleiri EFTA-þjóðir voru mjög ánægðar með það samkomulag sem virtist hafa náðst í Lúxemborg í síðasta mánuði. Fljótlega eftir fundinn kom hins vegar upp mikill ágreiningur um niðurstöður fundarins, ekki síst innan EB. Hvernig getur svona lagað átt sér stað í alþjóðlegum samning- um? „Svona lagað getur alltaf átt sér stað þegar mörg lönd sitja við samn- ingaborð og ræða flókna hluti. Eftir svona fundi fer hver og einn til síns heima og veltir því fyrir sér hvað hefur verið sagt. Á þessum tiltekna fundi var lagt fram norskt líkan um tilfærslu á veiðiréttindum til Spánar. Augljóslega reis upp misskilningur á þessu í einstaka löndum og ástæðan var einfaldlega sú að menn voru ekki búnir að ræða þessa hluti nægjan- lega vel. Það voru lausir endar eftir þennan fund og eru það ennþá." Jón Baldvin duglegur samningamaður - Nú hefur það að stórum hluta lent á herðum íslenska utanríkisráðherr- ans að leiða EES-viðræðurnar af hálfu EFTA. Hvað finnst þér sem EB-manni um frammistöðu hans? „Ég gef ekki starfsbræðrum mín- um einkunnir. Ég get þó sagt að hann hafi verið duglegur samningamaður. EFTA-löndin áttu í miklum innbyrð- is erfiðleikum í upphafi þessara við- ræðna og það reyndist þeim erfitt að koma sér saman um hlutina. Það gagnrýndi ég þau fyrir á síðasta ári. Þessa byrjunarerfiðleika náðu þau að yfirstíga, ekki síst vegna for- mennsku Islands, og eftir það kom- ust viðræðurnar fyrst á skrið.“ Norðurlandasamstarfið yrði öflugra innan EB - Hvernig sérð þú samstarf Norður- landanna fyrir þér í framtíðinni? „Ég tel að möguleikar Norður- landasamstarfsins í framtíðinni fel- ist í því að löndin starfi saman sem heild innan EB. Þar myndu löndin fá möguleika til að nýta atkvæðisrétt sinn saman í þeim málum sem snerta þau sérstaklega. Sameinuð á þennan hátt gætu þau haft mun meiri áhrif á framtíðarþróun Evrópu heldur en íbúafjöldi landanna segir til um. Inn- an bandalagsins liggja möguleikar á mun öflugra samstarfi heldur en við höfum núna. Ef Norðurlöndin verða hins vegar sundruð, með einungis Danmörku og Svíþjóð innan EB, þá erum við að spila upp á von og óvon varöandi áhrif Norðurlandanna. Og þá eykst hættan á því að sjónarmið okkar í norðrinu verði undir.“ Danir munu halda drottningu og fána - Margir halda því fram að EB sé að þróast í það að verða stjórnmálalegt, hernaðarlegt og efnahagslegt heims- veldi á borð við Bandaríkin. Ert þú sammála þessu? „Ég tel það fráleitt og óhugsandi að Evrópubandalagið þróist í þá átt að verða stórveldi á borð við Banda- ríkin. Vesturheimur var stórt en nánast tómt landsvæði þar sem fólk af ólíkum uppruna settist að og blandaðist. Upp úr því risu Banda- ríkin sem stórveldi. í Evrópu eru hins vegar til staðar gerólík þjóðríki, með mismunandi menningu, sögu, tungumál og trúarbrögð. Þessi mun- ur mun ekki hverfa - og á heldur ekki að gera það. Landamærin mun hverfa og samvinnan aukast en að þau renni saman í eitt er útilokað." - Það er þá ekki við því að búast að í staö dönsku drottningarinnar komi evrópskur leiðtogi og að í stað rauð- hvíta fánans komi blái Evrópufáninn til með að blakta á dönskum ökrum? „Rauð-hvíti fáninn okkar og drottningin munu áfram verða til staðar í dönsku samfélagi. Öðru máli gegnir hins vegar um dönsku krón- una. Hún mun sjálfsagt víkja fyrir sameiginlegri evrópskri mynt. Það tel ég jákvætt." -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.