Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1991. Utlönd ____________________________ Sovétríkin hljóta bestukjarasamning - óvænt samstaða á miðstjómarfundi Kommúnistaflokksins Garðyrkjumenn raða blómum í miðborg Moskvu og undirbúa leiðtogafund- inn í næstu viku. Simamynd Reuter Færeyjar: SemjaviðEB Færeyjar og Evrópubandalagiö undirrituðu viösMptasairaiing sín á railii síöasta þriöjudag. Sam- kvæmt honum njóta færeyskar flskafurðir, svo sem heilfrystur ílskur, þorsk- og ufsablokkir, toll- frelsis á mörkuðum EB-landa. Ekkert hámark er á útflutningi þessum og aö auM fá Færeyingar að flytja inn ákveöinn tollfrjálsan kvóta af allri nýrri framleiðslu, svo sem eldisfiski og rækju, en 5-15% tollur verður lagður á inn- flutning sem fer yfir kvótann. Samningurinn er hagstæöari en bjartsýnustu menn höföu þor- að aö vona. Jógvan Sundstein fjármálaráðherra segir að i raun sé hér um hreinan fríverslunar- samning aö ræöa því tollfrjálsu kvótarnir eru í mörgum tilvikum hærri en það framleiðslumark sem Færeyingar hafi sjálfir sett sér. lOOfalla íKasmír Meira en 100 indverskir her- menn féllu i fyrirsáti íslamskra skæruliða í Kasmírhéraði seint á fimmtudag, aö því er indverska fréttstofan APP skýröi frá í gær. Talið er aö Hizb-ul-Mujahideen hreyfingin, sem berst fyrir full- um yfirráðum PaMstans í hérað- inu, beri ábyrgð á árásbmi. Hún var gerð á bilalest hersins er hún var að koma út úr göngum á hraðbraut Þetta er mannskæðasta árás skæruliðanna siöan þeir hófu baráttu sína snemma á síðasta ári. Indland hefur yfirráð yfir tveimur þriðju hluta Kasmírs en Pakistan sfjórnar einum þriðja hluta þess. Yfirvöld í Nýju-Delhi ásaka Pakistana um aö þjálfa og vopna skæruliða sem berjast annaöhvort fyrir sjálfstæði hér- aðsins eða sameiningu þess við PaMstan. Fréttir af árásinni berast aðeins tveimur dögum eftir að yfirvöld i Pakistan reyndu að ná sáttum viö yfirvöld i Indlandi. Yfirmaður pakistanska hersins hefur látið i Ijós þær áhyggjum sínar að Ind- land muni ráðast á PaMstan til að reyna að bijóta á bak aftur uppreisnarmenn í Kasmír. Reuter Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta hússins, sagði í gær góðar líkur á því að forseti Bandaríkjanna, George Bush, mundi veita Sovétríkjunum stöðu sérstaks viðskiptalands Bandaríkjanna á leiðtogafundinum sem hefst í Moskvu á þriöjudag. SovéjríMn leituöu eftir svokölluð- um bestukjarasamningi við Banda- ríkin sem tryggir lægstu möguleg inn- og útflutningsgjöld. Nýlega var losað um hömlur á íbúum Sovétríkj- anna til að flytjast úr landi en það var forskilyrði samningsins. Leiðtogar Kommúnistaflokksins samþykktu á miðstjórnarfundi sín- um í gær stuðningsályktun við rót- tækar stefnuskrártillögur Mikhails Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna og aðalritara flokksins. í ályktuninni segir að tillögur Gorbatsjovs séu „ásættanlegur grundvöllur frekari vinnu“. Aðeins nokkrir hinna 412 fulltrúa á fundin- um greiddu atkvæði gegn ályktun- inni og þykir það sýna styrka stöðu Sovétforsetans. Samstaöa fundarmanna kom á óvart því talið var að fundurinn myndi klofna í afstöðu sinni og línur á milli harðlínumanna og umbóta- sinna skerpast. Harðlínumenn segja þó að klofningi flokksins hafi einung- is verið frestað um sinn, enn sé djúp- Talsmenn ríkisstjómar Johns Major í Bretlandi era óánægðir með úrskurð dómstóls Evrópubandalags- ins á fimmtudag. Dómstóllinn ógilti bresk lög sem hindra að erlend fiski- skip geti siglt undir breskum fána og veitt fisk af kvóta Breta en landað í heimahöfnum. „Þetta er ekki gleði- leg ákvörðun og mér virðist hún stangast á við fiskveiðistefnu EB,“ sagði sjávarútvegsráðherra Bret- lands, David Curry í gær. Bresku lögin, sem Evrópudóm- stæður ágreiningur manna á milli. Samstaðan á miðstjórnarfundinum sé einungis lognið á undan stormin- um á áætluðum flokksfundi í haust. Miðstjórnarfundurinn lýsti van- þóknun sinni á tilskipun Boris Jelt- sin um að banna sellufélög flokksins á vinnustöðum í Rússlandi. Þessi yf- irlýsing miðstjórnarfundarins hefur ýtt undir vangaveltur um frekari ágreining Gorbatsjovs og Jeltins sem stóllinn ógilti, eru upprunnin frá þorskastríöi íslendinga gegn Bret- um. Bretland og önnur EB-lönd færðu fiskveiðilögsögu sína út í 200 mílur árið 1976 í kjölfar íslands. Út- færslan olli mikilli reiði hjá Spán- verjum sem þá misstu fiskimið sín sunnan Bretlandseyja. „Við skoðum dóminn vandlega og athugum afleiðingar hans fyrir fisk- veiðar okkar. Fyrirsjáanlegt er að þaö verði aöeins 16 fisMbátar sem fá fiskveiðiréttindi sín aftur vegna iðulega hafa eldað grátt silfur. Forseti Eistlands, Arnold Ruutel, sagðist í gær vonast til þess að forset- ar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna ræddu málefni Eystrasaltsríkjanna á leiðtogafundinum í næstu viku. Eist- landsforsetinn hefur undanfarna þrjá daga átt viðræður við banda- ríska embættismenn um sjálfstæðis- baráttu Eystrasaltsríkjanna þriggja. Reuter þessarar ógildingar," sagði Curry. Útgerðarmenn á Vestur-Jótlandi óttast nú um sinn takmarkaða kvóta undan ströndum Danmerkur þar sem úrskurður Evrópudómstólsins gæti orðið til þess aö hollensk og þýsk skip skrái sig undir dönskum fána og veiði úr kvóta Dana. „Þessi dómur er það sem viö höfum alla tíð óttast og tími til kominn að EB end- urskoði kvótakerfi sitt í heild,“ sagði talsmaður útgerðarmanna. Reuter og Ritzau Óánægja með úrskurð dómstóls Evrópubandalagsins: Útgerðarmenn óttast um sinn hag FJARFESTING ERLENDRAAÐILA í ATVINNUREKSTRI Á ÍSLANDI, FYRIR OG EFTIR 25. MARS1991. Athygli innlendra fyrirtækja í eigu erlendra aöila, að hluta eða öllu leyti, er vakin á ákvæðum laga nr. 34/1991 um tilkynningarskyldu til Seðlabanka íslands, gjaldeyriseftirlits, sbr. auglýsingu Seðlabankans i Morgunblaðinu 14. júní 1991 og Lögbirtingarblaði nr. 78/1991. Samkvæmt ákvæðum til bráðabirgða, bar að tilkynna fjárfestingu erlendra aðila hér á landi, sem átt hafði sér stað fyrir gildistöku nefndra laga, innan þriggja mánaða frá gildistöku laganna. Eyðublöð fyrir tilkynningar fást afhent hjá Seðlabanka íslands, gjaldeyriseftirliti. Brot gegn ákvæðum laganna varða við 12. grein þeirra. Reykjavík, 21. júlí 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS Enn tapar SAS Gizur Helgasan, DV, Kauprtiannahófn: Lekið hefur út til fjölmiðla að hálfs- ársuppgjör skandinavíska flugfé- lagsins SAS verði allískyggilegt. Reiknað hafði verið með sex prósent aukningu farþega en þess í stað hefur átt sér stað sex prósent fækkun. Sænskir fjölmiðlar áætla tapiö nema um fimmtán milljörðum ís- lenskra króna og ef hinir svartsýn- ustu hafa á réttu að standa er sú upphæð miklu hærri. Fækkun farþega hefur orðið mest í Svíþjóð en talið er að söluskattur sá sem lagður var á fargjöld þar eigi sinn þátt í fækkuninni. í Svíþjóð nemur fækkun farþega hjá SAS um sautján prósentum, í Danmörku sjö prósentum en í Noregi aðeins einu prósenti. Fjöldauppsagnir hafa verið fram- kvæmdar á síðastliðnu ári og fyrir- hugað er að fækka enn flugmönnum félagsins. Danski flugherinn liggur nú með íjölda umsókna frá dönskum atvinnuflugmönnum sem hræddir eru við að missa starf sitt hjá SAS. Hamfarirá Fiiippseyjum Jarðskjálfti, flóð og frekari aur- skriður gengu í gær yfir Filipps- eyjar, magnaði hörmungar íbú- anna og jók eyðileggingu þá er eldgosið í Pinatubo hefur valdið. Vitað er um tvö dauðsföll af völd- um skjálftans sem mældist 5 stig á Richter. Arlcgar monsúnrign- ingar ganga nú yfir og hafa flóð valdið miklu tjóni í höfuðborg- inni, Manila. Eyðileggingin er gíf- urleg og um 13 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín undanfarnarvíkur. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR INNLÁN ÖVERÐTR. (%) hæst Sparisjóðsbækurób. Sparireikningar 5-6 Ib.Lb 3ja mán. uppsögn 5,5-9 Sp 6mán. uppsögn 6,5-10 Sp Tékkareikningar.alm. 1-3 Sp Sértékkareikningar VlSITÖLUB. REIKN. 5-6 Lb.ib 6mán. uppsögn 3-3,75 Sp 15-24mán. 7-7,75 Sp Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisb. reikningar í SDR6,5-8 Lb Gengisb. reikningar í ECU8.7-9 Lb ÓBUNDNIR SERKJARAR Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3,25-4 Bb óverðtr. kjör, hreyfðir SÉRST. VERDBÆTUR (innan tímabils) 12-13,5 Sp Visitölubundnir reikn. 6-8 Lb.lb Gengisbundir reikningar 6-8 Lb.lb BUNDNIR SKIPTIKJARAR. Vísitölubundin kjör 6-8 Bb óverötr. kjör 15-16 Bb INNL. GJALDEYRISR. Bandaríkjadalir 4,5-5 Lb Sterlingspund 9,25-9,9 SP Vestur-þýsk mörk 7,5-9,25 Lb Danskarkrónur 7,5-8,1 Sp ÚTLÁNSVEXTIR ÚTLÁN ÓVERÐTR. (%) lægst Almennirvíxlar(forv.) 18,5 Allir Viöskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 18,5-19,25 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(vfirdr.) UTLÁN VERÐTR. 21,75-22 Bb 9,75-10,25 Lb.Bb AFURÐALÁN Isl. krónur 18-18,5 , Íb SDR 9,7-9,75 Sp Bandaríkjadalir 7,8-8,5 Sp Sterlingspund 13-13,75 Lb.Sp Vestur-þýskmörk 10.5-10,75 Bb Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 4,9 5-9 Dráttarvextir 27,0 MEÐALVEXTIR Alm. skuldabréf júlí Verðtr. lán júli 18,9 9,8 - • VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala ágúst 3158 stig Lánskjaravísitaíajúlí 3121 stig Byggingavísitala ágúst 596 stig Byggingavísitala ágúst 186,3 stig Framfærsluvísitala júlí 156,0 stig Húsaleiguvisitala 2,6% hækkun 1. júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,798 Einingabréf 2 3,112 Einingabréf 3 3,802 Skammtimabréf 1,934 Kjarabréf 5,677 Markbréf 3,036 Tekjubréf 2,138 Skyndibréf 1,685 Sjóðsbréf 1 2,784 Sjóðsbréf 2 1,919 Sjóösbréf 3 1,922 Sjóðsbréf 4 1,682 Sjóðsbréf 5 1,159 Vaxtarbréf 1,9657 Valbréf 1,8421 Islandsbréf 1,207 Fjórðungsbréf 1,115 Þingbréf 1,205 Öndvegisbréf 1,189 Sýslubréf 1,221 Reiðubréf 1,176 Heimsbréf 1,115 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi aö lokinni jöfnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40 Ármannsfell hf. 2,38 2,50 Eimskip 5,65 5,80 Flugleiðir 2,40 2,49 Hampiðjan 1,85 1,94 Hlutabréfasjóður VlB 1,03 1,08 Hlutabréfasjóðurinn 1,63 1.71 Islandsbanki hf. 1,64 1.72 Eignfél. Alþýðub. 1,66 1,74 Eignfél. Iðnaðarb. 2,42 2,52 Eignfél. Verslb. 1.74 1,82 Grandi hf. 2.62 2,72 Olíufélagið hf. 5,45 5.70 Olís 2.15 2,25 Skeljungur hf. 6,00 6,30 Skagstrendingur hf. 4,90 5,10 Sæplast 7,20 7,51 Tollvörugeymslan hf. 1,00 1,05 Útgerðarfélag Ak. 4,55 4,70 Fjárfestingarfélagið 1,35 1.42 Almenni hlutabréfasj. 1,10 1,15 Auðlindarbréf 1,02 1.07 Islenski hlutabréfasj. 1,07 1,12 Síldarvinnslan, Neskaup. 2,90 3,06 (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, lb = Islandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.