Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1991 17 Ryði hrósað í Variety Kvikmyndin Ryð eftir Lárus Ymi Óskarsson fékk góðar viðtökur á kvikmyndahátíðinni í Miinchen fyrir skömmu og var meðal vinsælustu mynda hátíðarinnar hjá áhorfend- um. Nýlega birtist lofsamleg umsögn um myndina í tímaritinu Variety sem fjallar um kvikmyndir. í umsögninni er myndin sögö fjalla um heitar ástríður í kuldalegu lands- lagi og sérstöku lofsorði lokið á glæsilega kvikmyndatöku Görans Nilsson sem er talinn slyngur í að festa hijóstugt landslag undir kulda- legum himni á filmu. í umsögninni segir um frammistöðu leikaranna: „Hinn reyndi gamanleikari, Bessi Bjarnason, og poppsöngvarinn og tónskáldið EgiU Ólafsson sýna vel hve fjölhæfir þeir eru en Christine Carr og Stefán Jónsson heyja frum- raun sína með sóma.“ Ennfremur er tónhst Wim Mertens hrósað og alþýðulist er sögð njóta sín vel i leikmyndarskreytingum Magn- úsar Kjartanssonar myndlistar- manns. Handriti Ólafs Hauks Símon- arsonar er einnig hrósaö fyrir vand- aða uppbyggingu. Þess er getið að myndin hafi fengið góða dóma á ís- landi en dræmar viðtökur áhorfenda og giskað á að myndin hafi verið of óþægilega raunsæ fyrir bíógesti í leit að stundarafþreyingu. Myndinni er að lokum spáð góðu gengi á kvik- mynda- og listahátíðum þar sem hún verður sýnd. „Ég er mjög ánægður með þessa gagnrýni enda varla hægt annað. Myndin er gagnrýnd sem listræn kvikmynd frekar en afþreying,“ sagði Lárus Ýmir Óskarsson í sam- tali við DV. „Myndin hefur enn sem komið er ekki farið víða erlendis þannig að þessu fyrstu viðbrögð lofa góðu.“ Lárus vinnur um þessar mundir að gerð handrits að kvikmynd og sjónvarpsþáttum um Fjalla-Eyvind og Höllu konu hans. Þetta er gamall draumur Lárusar og eftir að hafa fengið norrænan styrk til handrits- gerðarinnar settist hann við ásamt Þórunni Valdimarsdóttur sagnfræð- ingi og verkið hefur sóst vel. „Þetta er óskaplega viðamikið verk sem enn er í raun á frumstigi vegna þess að öll fjármögnun er enn eftir. Lauslega ágiskað gæti þetta allt kost- að um 500 milljónir króna. Þetta verður aldrei gert nema í samstarfi við útlendinga," segir Lárus. Að sögn mun höfuðáhersla vera í handritinu lögð á hlutverk Höllu sem Lárus segir vera afar dularfulla og heillandi persónu. „Eyvindur var örlagahetja sem hraktist í útlegð vegna afbrota sinna. En Halla átti kosta völ en kaus að fylgja honum og láta undan rödd ást- Bessi Bjarnason og Egill Ólafsson fá hrós í Variety fyrir leik sinn í kvikmynd- inni Ryð eftir Lárus Ými Óskarsson. arinnar. En hún hefði getað verið kyrr í byggð." Lárus segist fyrir 10 árum hafa ákveðið hvaða íslensk leikkona hann vildi helst að léki Höllu en vill ekki nefna hana að svo komnu máli en vonar að draumur hans geti. orðið að veruleika. -Pá # * * * * * * 57m Fuiu^iuikI í. Kó|).nogi. MÝ ÍSBÚÐ ÍS-SHAKE ÓTRÚLEGA ÓDÝR is i formi....... ..................99,- ísmeödýfu..........................109," ís meö dýfu og ris.................119,- Ís, 1 litri...... ..............295,- Shake, litiil...... ................195,- Shake, stór........ .............235,- is i boxi, litill... ...............139,- ís i boxi, stór.... ............169,- Bragðarefur........ ................250,- Bananasplitt....... ................460,- Margar gerðir af kúluís. SMÆLANDS-SPES!!! Veljið sjálf i ísréttinn. SNÆLAND Söluturn - isbúð - videoleiga - bakari Furugrund 3 - Kópavogi - Simi 41817 Hjá okkur færðu barnafs ó kr. 59, ís í brauðformi á kr. 99 og mjólkurhristing á kr. 199. Sennilega ódýrasta ísbúðin á íslandi BÓNUS ÍS HF. Armúla 42 108 Reykjavík - s. 812880 ísbúð fjölskyldunnar Húsnæði óskast undir starfsemi Heyrnar- og talmeinastöóvar íslands Innkaupastofnun ríkisins f.h. heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisinsóskareftir húsnæði undirstarfsemi Heyrnar- ogtalmeina- stöðvar íslands til kaups eða leigu. Húsnæðið skal vera laust nú þegar. Um er að ræða húsnæði, 700-800 m2, helst á einni hæð. Skal það vera með góðu aðgengi fyrir fatlaða, í hljóðlátu umhverfi og liggja vel við samgöngum. Heyrnar- og talmeinastöð íslands starfar skv. lögum nr. 35/1980. Tilboð sendist Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, fyrir 15. ágúst nk. Frekari upplýsingar veita tngimar Sigurðsson, formaður bygginganefndar, s. 609700, og Birgir Ás Guðmunds- son, yfirheyrnar- og talmeinafræðingur, s. 813855. IIMNKAUPASTOFIMUIM RIKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK SJOSTANGAVEIÐI 0G SKEMMTISIGLINGAR FRÁ REYKJAVÍK Góö aðstaða um borð. Léttar veitmgar í farþegasal Fastar ferðir og einkaferðir fyrir einstaklinga, fjölskyldur og starfsmannahópa. Farið verður daglega frá Ægisgarði. Upplýsingar og pantanir í s. 28933 og 985-36030. Úranus hf. SUMARTILBOD A MYNDAVÉLUM MYNDAVÉLAR Handvirkfilmufærsla...........Verð frá kr. 2.957,- Sjálfvirk filmufærsla.........Verðfrá kr. 4.243,- Sjálfvirk filmufærsla og tími eða dagsetning inn á mynd.....Verð frá kr. 5.961,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.