Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ1991. Sérstæð sakamál DV Vínarvals við dauðann Imelda Marcos dansar viö „herra Udo“. Vegna verndar valdamikilla vina í Vínarborg tókst Udo Proksch, eig- anda Café Demel og „bakarameist- ara hirðarinnar" lengi að komast hjá því að verða refsað fyrir ótrúleg afbrot. Loks dugði vernd stjórn- málamanna ekki lengur til og al- menningur fékk að heyra um „hneyksli hneykslanna" eins og málið er nú oft kallað í Vínarborg. Lucona var á hægri siglingu á Indlands- hafi, nærri Maldiveeyjum, þann 23. janúar 1977 og áfangastaðurinn var Hong Kong. Hafið var spegilslétt og himinninn heiður. Nokkrir úr áhöfninni voru í káetunum en aör- ir í sólbaði uppi á þilfari, þar á meðal tvær ungar konur. Var önn- ur gift skipstjóranum en hin einum hásetanna. Lucona var ellefu ára gamalt skip. Þaö hafði lagt úr höfn í Fen- eyjum nokkru áður og á tollskjöl- um stóð að farmurinn væri „tæki til úraníumvinnslu", það er að segja risamikill búnaður til að full- vinna úrangrýti fyrir kjarnorku- ver. Alls var farmurinn um sjö hundruð smálestir á þyngd, sam- kvæmt farmbréfum. Um hádegisbilið bjó hollenski skipstjórinn, Jacob Puister, sig undir að taka við af stýrimannin- um, Nicolass van Backum, í brúnni. Puister leit á úrið sitt þegar klukkan var nákvæmlega tólf. Á sama augnabliki varð mikil sprenging og hann kastaðist inn í káetuna sína. Úr eldhúsinu sá matsveininn stóra lestarlúgu þeytast í loft upp, svífa út fyrir borðstokkinn og hverfa. Nokkrum sekúndum síðar var skipið umlukið reyk og tók að hallast á stjórnborða. Áður en það sökk heppnaðist stýrimanninum að losa einn björgunarbátanna, plastbát, og koma honum á sjóinn. Skipstjórinn, sem var mikiö særður, kastaðist fyrir borð en stýrimaðurinn bjargaði honum upp í björgunarbátinn. Fjórum öðrum sem stukku í sjó- inn, konu skipstjórans sem var með bami, tveimur hásetum og mat- sveininum, tókst að bjarga sér en sex fórust annaðhvort í sprenging- unni eða tókst ekki að komast frá borði í tæka tíð. Dýpi á þessum slóð- um er milli 4.000 og 5.000 metrar. Tryggingar- fjár krafist Næsta morgun var þeim sex sem í björgunarbátnum voru bjargaö um borð í tyrkneskt olíuskip, Sal- em 1. Úraníumbúnaðurinn var kominn frá fyrirtæki í Sviss, Zapata AG, og hafði verið tryggður fyrr rúma þrjátíu og eina milljón svissneskra franka. Tryggingin haföi verið keypt hjá Bundeslánder Versich- erungs-AG í Vínarborg af „bakara- meistara hiröarinnar" þar, Udo Proksch, eiganda kaffihússins fræga, Café Demel, en hann var jafnframt eigandi Zapata AG í Sviss. Viku eftir að Lucona fórst sneri Proksch sér til tryggingafélagsins og bað um að fá tryggingarféð greitt. Honum var tilkynnt að þá gæti ekki af því oröið því ýmislegt við slysið væri enn órannsakað. Reyndar höfðu margir undrast yfir því að Proksch, sem var þekkt- ur sósíaldemókrati, skyldi tryggja farmmn hjá félagi sem var í eigu framámanna í íhaidsflokknum austurríska. Proksch hafði hins vegar reitt fram iðgjaldið, rúmlega 280 þúsund svissneska franka, þeg- ar hann bað um trygginguna og átti það sinn þátt í því að hún var seld honum. Leopold Gratz utanrikisráðherra Nú var hins vegar komiö í ljós að Proksch var ekki aðeins eigandi Zapata AG í Sviss heldur einnig North Pacific Trading Co í Hong Kong sem var skráður kaupandi búnaðarins dýra. Hann hafði því selt sjálfum sér hann! Ekki á því að gefast upp Proksch fór nú í mál gegn Bund- eslánder í Vínarborg og vann mál- ið. En kunnur blaðamaður í höfuð- borginni austurrísku, Hans Prett- erebner, skýrði þá frá því að dóm- arinn væri náinn vinur Proksch. Dómurinn var því lýstur ógildur og ný rannsókn á máhnu hófst. Hún tók síðar óvænta stefnu og leiddi til þess að blöð í Vínarborg nefndu máhð að lokum „hneyksh hneykslanna". Rannsóknin stóð í fjórtán ár en lauk loks í mars síðasthðnum Blaðamaðurinn og rithöfundurinn Hans Pretterebner skömmu áður en Udo Proksch var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að hafa látið koma fyrir sprengiefni í Lucona og þannig myrt köldu blóöi sex manns, en einnig var hann sakfelldur fyrir margs kyns falsanir og tryggingasvik. Allt fram á árið 1988 tókst valda- miklum vinum „bakarameistara hirðarinnar" að koma í veg fyrir að hann yrði ákærður svo draga mætti hann fyrir dóm. Hvaö eftir annað hurfu mikilvæg lögregluskjöl, rannsóknarlögreglu- menn voru fluttir til og saksóknar- ar áminntir fyrir „ótímabær af- skipti". Og vera má að Udo Proksch hefði aldrei fengið dóm hefði Hans Pretterebner ekki haft frekari af- skipti af máhnu. Bók sem vakti athygli „Lucona-málið" heitir bók sem Lögfræðingur og verjandi Prokschs, Monika Pitzlberger. Pretterebner skrifaði og íjallar hún um örlög flutningaskipsins. Hún kom út veturinn 1987 og er um sex hundruð síður. Þar er gerð góð grein fyrir „sölu“ „úraníum- vinnslutækjanna" sem og öðrum glæpsamlegum athöfnum Udos Proksch og spillingu ýmissa stjórn- málamanna. Bókin fékk þegar mikla umfjöll- un í blööum og næstum því öll þeirra hrósuðu henni en ekki þó málgagn sósíaldemókrata. í viðtali, sem tekið var um þetta leyti, sagði utanríkisráðherra Austurríkis, Leopold Gratz: „Bókin er þefhl ruslakista. Ég er og verð vinur Udos Proksch." Yfirlýsingin gat þó ekki komið í veg fyrir að dómsmálaráðherrann, Edmund Foreger, sæi sig neyddan til að láta handtaka Udo Proksch í annað sinn. Handtökutilskipunin var gefin út 17. mars 1988. En þá var Proksch flúinn land. Alþjóða- lögreglan Interpol var fengin til að lýsa eftir honum og tókst að rekja slóð hans th Fihppseyja en þar fannst hann þó ekki. Dularfull fyrirtæki „ Ofurmennið", en þannig leit Udo Proksch á sig, fæddist 29. maí 1934 í Rostock. Réttu nafni hét hann Serge Kirschhofer en hvenær og hvers vegna hann skipti um nafn hefur ekki tekist aö upplýsa. Á fullorðinsárum stærði hann sig af því að hafa á unglingsárunum verið svínahirðir og námamaður í Ruhrhéraðinu. Þá sagðist hann hafa stundað listnám, leikið í kvik- myndum og verið fallhlífarher- maður. Hann kom til Vínarborgar á sjö- unda áratugnum og setti þar þá á stofn allmörg dularfull fyrirtæki sem voru eiginlega ekki annað en nafnið eitt. Heimilisfang þeirra var yfirleitt pósthólf. Um tíma hafði hann þó sautján síma skráða á nöfnum fyrirtækjanna. Vitað er að hann seldi „hátækni- búnað“, meðal annars til Idis Am- in, fyrrum einræðisherra í Afríku- ríkinu Úganda, og th Husseins Jórdaníukonungs. í apríl 1972 keypti hann svo kaffi- húsið gamla og virðulega, Café Demel, og fékk þannig í sinn hlut tithinn „bakarameistari hirðarinn- ar“. Demel hefur um aldarskeið verið samastaður listmálara, rit- höfunda, tónlistarmanna og auð- manna í Vínarborg. í viðtali sem tengdist kaupunum sagði Proksch: „Þegar ég var drengur vhdi ég verða milljóna- mæringur og - eins og Napóleon - komast th valda í allri Evrópu.“ Svo bætti hann við: „Mihjónamær- ingur er ég þegar orðinn." Gefinn fyrir samkvæmislífið Flest þykir benda th þess að féð, sem Proksch greiddi fyrir Café Demel, hafi verið fengið fyrir ólög- lega vopnasölu. Napóleon hélt áfram að vera fyrirmynd hans og þar kom að hann lét gera nákvæma eftirlíkingu af húfu hans og lét gjaman taka af sér myndir með hana. Proksch kvæntist og skildi fjór- um sinnum. Fyrsta kona hans var greifynja en hinar þrjár í hópi frægustu leikkvenna Vínarborgar. Proksch var mikið fyrir það gef- inn að sækja og halda samkvæmi og umgekkst gjarnan mestu áhrifa- menn í landinu sem og eiginkonur þeirra. Erlendis átti hann einnig vini. í Manillu, höfuðborg Fihppseyja, heimsótti hann Imeldu, eiginkonu Marcosar einræðisherra. Hún kom síðar til Vínarborgar á árlegan óperudansleik og dansaði þá meöal annars við „herra Udo“ eins og hann helst vhdi láta nefna sig. Verjandi Udos, Monika Pitzlber- ger, fannst hann hka ómótstæðheg- ur og ól honum son. Proksch var stöðugt að fá „góðar hugmyndir". Þannig fann hann upp nýja tannkremstúpu og ýmis- legt fleira. Þá setti hann á stofn „Samtökin til að jarða lóðrétt". Var ætlunin að spara rými í kirkjugörð- um með því að jarða fólk í plast- hylkjum sem yrði rennt lóðrétt í jörðina. Góðvinur hans, Leopold Gratz, var einn þeirra sem stofn- uðu samtökin með honum. En Proksch mun hafa tahð aö hugmyndin um að tryggja farm Lucona og sprengja skipið síðan í loft upp til að fá greitt tryggingar- féð væri sú besta sem hann hefði fengið. Það átti að verða „fullkomni glæpurinn" en kom honum í þá aðstöðu að fá tuttugu ára dóm í Austurríki eftir að hafa flúið land. Udo Proksch. Jacob Puister, skipstjóri Lucona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.