Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 18
18 4»í aa^eaAOöA LAUGARDAGUR 27. JÚLl 1991. Veiðivon Hvammsvík í Kjós: Á annað þúsund manns komu á staðinn „Þessi útivistardagur fjölskyld- unnar tókst meö eindæmum vel og þaö komu á annað þúsund manns á öllunt aldri. Svona hátíö veröur hald- in aftur næsta sumar." sagöi Óskar Bjartmarz er viö spuröum um fjöl- skylduhátíðina í Hvammsvík um síö- ustu helgi. „Það var veitt. spilaö golf, fariö á hestbak og haldin hjólreiöakeppni," sagöi Óskar ennfremur. Guðrún Jónsdóttir veiddi stærsta regnbogasilunginn, 3,1 pund, sið- degis á sunnudag og fékk giæsileg verðlaun frá Zebco. DV-mynd ÓB Við erum á árbakkanum Þrátt fyrir frekar rýra veiði er allt- af eitthvaö að gerast hjá veiðimönn- um á árbakkanum. Einn og einn fær alltaf veiði. Við erum á árbakkanum og flytjum nýjustu fréttirnar og myndirnar segja meira en þúsund orð. -G.Bender Tekist á við vænan lax í Laxá i Kjós fyrir fáum dögum og haft betur. Vígalegir veiðimenn við Kvíslarfoss í Laxá í Kjós, Valdi „kokkur“, Benedikt Ólafsson og vinur þeirra úr sveitinni. Skálað fyrir velgengni „aflakvenna“ við Straumana í Hvitá. ri' ,'r tH Wsmm r • t* I ÞjóðarspaugDV Allir kvaddir Kunnur ritstjóri í Reykjavík var ásamt konu sinni viðstaddur jarðarför vinkonu þeirra. Hjónin höföu verið aö skemmta sér kvöldið áður og tók ritstjórinn því vasapela meö sér í kirkjuna, svona til þess aö halda óvinsæl- ustu iönaðarmönnum heimsins frá verki. í erfidrykkjunni var hann síðan alltaf að bregða sér frá og dreypa á innihaldi pelans og varð að lok- um blindfullur. Þegar þjónin voru að búast til brottfarar og kvöddu eiginmann hinnar látnu klóraði ritstjórinn sér vandlega í kollinum og mælti: „Hvar er frúin? Ég átti víst eftir að kveðja hana.“ Alltaf fullur nema... Prestur nokkur haföi eitt sinn orö á því við drykkjumann einn að hann væri bara alltaf fullur. „Það er ekki satt,“ svaraði drykkjumaðurinn. „Ég bragðaði ekki dropa i tvo mánuði í ágúst i fyrra.“ Nýgift í anddyri Loftleiðahótelsins: Brúöurin: „Viö skulum látafólk halda að viö séum búin að vera gift lengi.“ Brúðguminn: „Sama er mér en heldurðu virkilega að þú getir borið báöar ferðatöskurnar.“ Rangt lík eða hvað? í jaröarför einni héltpresturinn langa ræöu yfir hinum látna og hrósaði honum mjög fýrír mann- gæsku og hlýju. Eftir að prestur- inn haföi þulið upp nokkur dæmi máli sínu til stuörúngs hnippti ekkjan í son sinn og sagði: „Er ekki örugglega veriö aö jarða hann pabba þinn.“ Alkarnir Heyrt á Gauki á Stöng: „Þjáist þú af alkóhólisma?" „Nei, ég nýt hans.“ Finnur þú fimm breytingar? 115 Nafn:........ Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. Fimm Úrvalsbækur að verðmæti kr. 3.743. 2. Fimm Úrvalsbækur að verðmæti kr. 3.743. Bækurnar sem er í verðlaun heita: Á elleftu stundu, Flugan á veggnum, í helgreipum hat- urs, Lygi þagnarinnar og Leikreglur. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðl- un. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 115 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundruð- ustu og þrettándu getraun reyndust vera: 1. Ingunn Lúðvíksdóttir Kárhóli, 650 Laugar, S.-Þing. 2. Fjóia Dögg Valsdóttir Fremri-Hlíð, 690 Vopnaíjörð- ur Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.