Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1991. 11 Vísnaþáttur Morgungolan svala svalar syndugum hugsunum. Sínu máli talan talar, talan úr buxunum. Þura varð fyrst kunn sem ung stúlka í sambandi við það að hið viðurkennda bókmenntatímarit Ið- unn efndi til vísnaþáttar og stal frá Þuru vísu. Þessi ófrómieiki, sem einkennir alla slíka þætti og gerir þeim kleift að lifa, varð til þess að ný vísa fæddist hjá Þuru. Sú staka varð þegar landfleyg. En í fyrirsögn þáttarins játaði ritstjórinn hnupl sitt. Svona hljóðaði kveðja Þuru: Nú er smátt um andans auð, en allir verða að bjarga sér. Iðunn gerist eplasnauð, etur hún stolin krækiber. Varast skaltu vilja þinn, veik eru manna hjörtu. Guðaðu samt á gluggann minn, en gerðu það ekki í björtu. Svo orti Þura Árnadóttir í Garði í Mývatnssveit, f. 1891, d. 1963. Hún varð snemma landskunn fyrir glettnisvísur sínar, sem komu út í litlu kveri á efri árum hennar, enn- fremur var gefin út eftir hana ætt- fræðibók, Skútustaðaætt. Þura var ung og fram eftir ævi ógift heimasæta í Garði, gamansöm og taldi sig ekkert augnayndi karl- mönnum en glettnisvísur fóru á milii sumra þeirra og hennar. Með- an foreldrarnir þurftu á vinnu- þreki hennar að halda við búverkin var hún mikill púlsklár heimihs- ins. En á miðjum aldri hóf hún garðyrkjustörf í Lystigarðinum á Akureyri og haíði það fyrir sumar- vinnu seinni hluta ævinnar meðan heilsa leyfði. En þótt hún hefði smáíbúðarkytru á leigu í höfuðstað Norðurlands var hún áfram mik- inn hluta ársins Þura í Garði langt fram eftir aldri og sem slík var hún landskunn skáldkona, sérstæð, hjartahlý og skemmtilega gáfuð. Krækiber Iðunnar Lystigarðurinn á Akureyri hafði að vonum margs konar aödráttar- afl og svo mun líklega enn. Þessi vísa er um það. Smáhlutur lá þarna sakleysislega í einu ijóðrinu: Þó að eftirfarandi vísur séu hér settar án athugasemda saman er ekki þar með sagt að yrkisefnið, maðurinn sem vakti þær til lífs, sé hinn sami eða hversu mikil alvara lá að baki þeirra: Fölna grös um foldarból, fugla þagnar skarinn: Enginn dagur, engin sól af því þú ert farinn. Aldrei fellur á þig ryk fyrir innri sjónum mínum. Att hef ég sælust augnablik í örmunum sterku þínum. í húminu oft ég hugsa um þig, hljóðnar í mó og runni, þó eru ennþá átján stig af ást í forsælunni. Þó ég sé fræg í minni mennt, margt hefur öfugt gengið. Sagt er að heimti þráin þrennt, þegar eitt er fengið. • Hér hefur verið allt til arðs æskuvonum mínum. Vorið á allaf innan Garðs yndi á vegum sínum. Einn af yngri mönnum sveitar- innar tók sér far til Ítalíu, hér kall- aður Valdi. Þessar gamanvísur orti Þura um það: Hjá BMW er allt lagt í sölurnar til aö fullnægja kröfum þeirra sem ekkert láta sér nægja nema þaö fullkomnasta á GS Mbl. 5/5 "90: "Aksturseiginleikar þessa bíls eru stórkostlegir, Þaö er tilfinning, sem verður aö telja sér á parti aö aka honum". SH DV 30/6 "90: "Bíll í háum gæðaflokki; þetta er einn af þeim bílum sem hafa persónuleika og viröuleika. Góð og notaleg öryggiskennd aö sitja í bílnum". Þyngdarhlutfall er jafnt á fram- og afturás, sem skilar betri aksturseiginleikum viö íslenskar aöstæður. Reynsíuakstur færir þig í allan sannleikann um þaö sem þig hefur alltaf grunað: BMW er engum líkur. markaðnum hverju sinni. Við látum aöra hafa oröiö: SH DV 18/11 "89: "Þar sem Benz 200-300E var í fyrra situr 5 lína BMW í ár með yfirgnæfandi meirihluta, eöa 62% allra þátttakenda" (könnun Auto Motor und sport). ÞJ Mbl. 20/1 "90: "Fimman, einn best heppnaði bíll síöari ára". Bílaumboðið hf 75 ára Krókhálsi I - 110 Reykjavík - Sími: 686633 1 91 6—1991 BMW 520i er með 6 strokka, 24 ventla, 150 hestafla vél sem bíiin er tölvustýringu Þura í Garði Fyrir þá sem eiga BMW er sérhver bílferð tilhlökkunarefni Hugurinn hvergi finnur frið, flýgur yfir sundin. Ó, hvað mér er illa við Ítalíusprundin. Líð þú með mér langt um geim, ljúfa gleði, á vængjum tveim, . liggur vel á Þuru og þeim, þegar Valdi er kominn heim. Um sjálfa sig orti hún í hálfkær- ingi: Svona er að vera úr stáli og steini, stríðin, köld og ljót. Aldrei hef ég yljað sveini inn að hjartarót. Stakarvísur Betra er að passa á feldi flær en frelsa mey frá spjöllum. Lengra ekki námið nær, en náttúran ræöur öllum. Vísnaþáttur Jón úr Vör Lif er blekking, hold er hey, hefndin nábleik vofa. Veður að kveldi, manni mey að morgni er kennt að lofa. Ennþá rignir, úti um frið og yndi sólskinsvona. Nú eru ekki gefin grið. Guð vill hafa það svona. Þeir sem komu í Mývatnssveit á meðan Þura var þar ung kona vildu gjarna sjá hana og hafa tal af henni. Freymóður Jóhannesson listmál- ari átti erindi þangað með tæki sín. Hann sendi Þuru vísu og kvaðst myndi hafa leitað á fund hennar . alvarlegra erinda ef hann væri ekki annarri konu bundinn. Þura svar- aði með stöku sem þegar flaug víða: Hvað er að varast? Komdu þá. Hvar eru lög, sem banna? Ég get lifað alveg á ástum kvæntra manna. Freymóður sendi kveðju, kvaðst ekki koma að þessu sinni en strax á næsta vori. En Þura orti: Þá eru kyljur þagnaðar, þá er létt um sporið, - fullur heimur fagnaðar, Freymóður og vorið. En fyrirheitið rættist ekki. Og úr bréfum til vina. Ekki fór ég alls á mis, þú yljaðir mínu hjarta. Man ég enn þín brúnablys björtu og hárið svarta. Enginn rekur okkar spor út í sumardaginn, af því þar kom aldrei vor eða sól í bæinn. Oft til baka hlýtt og hljótt huga renni ég mínum. Ó, að ég mætti eiga nótt aftur í faðmi þínum. Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi. BMW 5 línan er fyrir kröfuharða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.