Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 27. JULI1991. LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1991. Dettur ekki í hug að þegj a yfir yoðaverkum - Lára Halla Maack réttargeðlæknir í DV-viðtali „Mér er sama þótt ég verði aldrei yflrlæknir. Ég eltist ekki við mann- virðingar og snObb. Ég fyrirlít slíkt. Þetta mál snýst alls ekki um per- sónulegan ágreining milli mín og Sig- hvats Björgvinssonar. Málið snýst um að ég læt ekki segja mér að gera eitthvað sem á ekkert skylt við rétt- argeðlækningar," segir Lára Halla Maack í samtah við DV. Óhæftfangelsi Lára Halla hefur verið talsvert í sviðsljósinu vegna stofnunar fyrir- hugaðrar réttargeðdeildar að Sogni í Ölfusi. Lára Halla vill alls ekki kalla það réttargeðdeild heldur fangelsi, reyndar algjörlega óhæft fangelsi sem sé verra en núverandi ástand í málum geðsjúkra fanga því þar séu engar forsendur eða aðstæður til ör- uggrar gæslu og beinlínis hættulegt íbúum í nágrenninu. Hún var skipaður yfírlæknir fyrir- hugaðrar réttargeðdeildar í vor áður en Sogn kom til tals en hefur sagt starfmu lausu vegna ágreinings við heilbrigðisyflrvöld um vinnubrögð. „í mínu tilviki gildir ekki orðtakið að asni klyfjaður gulli komist inn um hvaða borgarhlið sem er. í uppvext- inum var mér kennt að selja ekki sannfæringu mína fyrir titla og góð laun. Þarna er verið að vinna voða- verk og þó svo að ég viðurkenni rétt stjórnmálamanna til þess að taka sínar eigin ákvaröanir þá vil ég ekki láta bendla nafn mitt við þær. Þess vegna sagði ég upp,“ segir Lára Halla. Siglt undir mannúðarflaggi „íslenska ríkið hefur borgað örygg- ismeðferð erlendis fyrir geðveika af- brotamenn, þótt reyndar aðeins tveir þriðju þeirra, sem þurfa á slíkri með- ferð að halda, hafi notið hennar. Ör- yggismeðferð erlendis er dýr en það varðar við landslög að geyma ósak- hæft fólk í fangelsum. Þessi lausn á Sogni er fólgin í því að setja þá í geymslu úti í sveit þar sem engin meðferð fer fram og hætta þar með að senda þá utan. Þetta er verra en að gera ekkert. Það er hryggilegt að þetta skuh síðan vera gert undir ein- hveiju mannúðarflaggi. Auðvitað á ríkið að kaupa öryggis- meðferð fyrir þessa menn erlendis. Það sem var gert fyrir hjartasjúkl- inga er ekki gert fyrir þessa menn, bara vegna þess að þeir eru geðveik- ir afbrotamenn," segir Lára Halla. „Svo er annað sem íslenskur al- menningur veit ekki. Þegar gerð er geðrannsókn á afbrotamanni á ís- landi kemur aldrei fram mat á því hvemig meðferð viðkomandi þarf. Þetta er bara sjúkdómsgreining vegna þess að þegar um geðveikan mann er að ræða hefur venjulegur geðlæknir ekki menntun til þess að meta hvort hann er hættulegur eða ekki né til þess að ákvarða hvernig meðferð hann þarf. Þetta er fjögurra ára sémám eftir geðlækningar. Þess vegaa þarf það ekki að koma neinum á óvart þótt ég sé sú eina sem get sagt til um hvort þessi eða hinn af- brotamaðurinn þarf öryggjsmeðferð. Það er vegna þess að enginn annar hér á landi er í stakk búinn til þess að meta það. Vegna þessa getur kerfið sjálft ákveðið hvort sjúklingurinn sé ein- hver sem þeir vilja púkka upp á eða ekki. Öryggismeðferð er dýr og því hentugt fyrir póhtíkusa að geta ráðið sjálfir hvort henni sé beitt. Lára Halla Maack. Það sem verið er að gera núna er að menn láta sem þessir þrír ein- staklingar í Síðumúlafangelsinu séu ekki hættulegir og eigi bara aö fara í fangelsi uppi í sveit. Enginn læknast af að tína sóleyjar í sveitinni Bæði læknar og aörir eiga erfitt með að sjá það grimma og óhugnan- lega í fólki. Það er óskhyggja að halda að menn læknist af því að tína sóleyj- ar í sveitinni. Þetta er góð og mann- leg afstaða ef raunsæið er aldrei langt undan. Réttargeölækningar eru flunkuný grein hér á landi. Þess vegna hljómar það eins og fordómar í garð geösjúkl- inga í eyrum ráðamanna þegar sagt er að afbrotamenn séu hættulegir," segir Lára. „Þessi mál hafa alltaf verið í ólestri hér og stofnun þessa fangelsis að Sogni er beinlínis til hins verra.“ Enginn er öruggur - Kemuríbúumínágrenninutilmeð að stafa hætta af Sogni? „Það getur enginn veriö öruggur með sig þama, hvorki sjúklingar, starfsfólk né þeir sem búa í nágrenn- inu. Umgjörðin er ótraust og innra öryggi er ekkert. Þetta er kahað heil- brigðisstofnun en þama verður eng- inn læknir, enginn sjúkraliði eða hjúkrunarfræðingur. Svo á að setja einhvem gjaldþrota vélsmiðjukrata að vestan yfir þetta. Ég hef aldrei heyrt annað eins,“ segir Lára og skellihlær. „Kjami málsins er sá að heilbrigð- isráðuneytið getur þama sparað sér einfalda en dýrari öryggismeöferð erlendis og fær í staðinn lausn sem þeir vonast til þess að þaggi niður málefni geðveikra afbrotamanna í eitt skipti fyrir öh.“ Þegi ekki yfirvoðaverkum - Er þessu máli frá þínum bæjardyr- um lokið? „Sá harmleikur sem snýst um með- ferð geðveikra afbrotamanna er rétt að hefjast. Það er alveg Ijóst að ég kem ekki nálægt fangelsinu á Sogni. Ég býst ekki við að verða höfð með í ráðum í framtíðinni en mér dettur ekki í hug að þegja yflr voðaverkum, þegja yfir því þegar mannréttindi eru brotin á veiku fólki. Það er skylda mín að benda á að hér er verið að gera ranga hluti og vonda. Ég veit að því meira sem ég tala því meira verð ég útskúfuð og rægð. Með þessu umtaU er ég búin að reita alla til reiði. En ég fer ekki að efast um það sem ég veit og kann þrátt fyrir það.“ Elsta dóttir Viggós ogÁstu Lára Halla er elsta dóttir Viggós E. Maack skipatæknifræðings og Ástu Þorsteinsdóttur. Hún segir reyndar aö í hópi lækna séu mun oftar elstu systkini en ætla megi eftir tölfræðUegum líkum. Systkini hennar eru: Pétur Maack prestur, núverandi starfsmaður Fé- lagsmálastofnunar, María mennta- skólakennari og Ásta Hrönn við- skiptafræðingur. Lára ólst upp í Reykjavík og Dan- mörku til skiptis. Vegna starfa föður hennar fyrir Eimskip dvaldist fjöl- skyldan löngum í Danmörku þar sem Viggó fylgdist með smíðum á skipum hjá Burmeister og Wain eða í Ála- borg. „Auðvitað er ég mótuð af foreldr- um mínum sem bæði eru duglegt baráttufólk sem tekur verkefni sín mjög alvarlega og vill gera vel. Ég er alin upp við kröfuna um að þó eitthvað sé nógu gott þá geti maður gert betur. Foreldrar mínir standa með mér í baráttunni núna og það er mikils virði.“ Lærði að hekla í Kvennó Skólaganga Láru Höllu í barna- skóla var nokkuð skrykkjótt enda sundursUtin af Danmerkurdvölum. Þar gengu þau systkinin ekki í skóla þótt þau dveldu langdvölum þar. Það kom þó ekki í veg fyrir að Lára Halla útskrifaðist úr barnaskóla með hæstu einkunn. Þaðan lá leiðin í Kvennaskólann sem á þessum tíma var á gagnfræða- skólastigi og fleytti kvenkynsrjóm- ann ofan af barnaskólum borgarinn- ar. Þarna voru nær eingöngu stúlkur sem höfðu veriö efstar eða við topp- inn við lok barnaskóla. „Þetta var dýrmætur tími. Ég þurfti virkilega að fá að yera ég sjálf í friði fyrir strákunum. Ég fór síðan í landsprófsdeUd Kvennaskólans þótt þrýstingurinn í skólanum væri í hina áttina, þ.e. að útskrifast með hefð- bundið Kvennaskólapróf og verða flinkur starfskraftur á skrifstofu eða góð húsmóðir. Þarna voru 12-14 tímar í handavinnu í hverri viku og sú kunnátta hefur orðið mér gagnleg. Mér finnst ennþá óskaplega þægilegt að fara á fyrirlestra með hekludótið mitt.“ Fyrst bjó fjölskyldan í Sörlaskjóli en síðan í þrjú ár í lítilli íbúð í pakk- húsi Eimskips við Skúlagötu. „Það var gaman. Að hafa heUt pakkhús fyrir leikvöll var afar skemmtUegt. Ég man eftir karamell- um sem við fundum í björgunarbát- um og voru óskaplega gimilegar. En þær voru alveg hræðilega vondar enda einhvers konar næringarkara- meUur, ætlaðar skipbrotsmönnum. En við vorum stundum aö athuga hvort þær hefðu ekkert skánað.“ Vinnuþræll og kúristi Eftir Kvennó lá leiðin í MR og síðan til Kalifomíu í sálfræðinám og þaðan í læknadeUd Háskóla íslands. Lára HaUa lauk prófi þaöan en beið síðan eftir eiginmanni sínum áður en hún fór utan tU frekara náms í geðlækn- ingum. Hún starfaði því sem almenn- ur læknir um 5 ára skeið og hélt utan rúmlega þrítug. Námið tók fjöguf ár en síöan hélt hún áfram í 4 ár í viðbót í réttargeð- lækningum. Var hún góður náms- maður? „Ég hef alltaf verið vinnuþræll og kúristi og fundist heillandi að takast á við það sem er næstum ómögulegt. Já, ég var góður námsmaður og skar- aði fram úr í flestum fögum, meira að segja handavinnu og leikfimi," segir hún og hlær. „Þegar ég vil ergja koUegana segi ég aö ég hafi farið í geðlækningar vegna þess að þær séu erfiðari en aðrar sérgreinar og síðan í réttargeðlækningar vegna þess að þær séu enn erfiðari. Þetta er að vissu leyti rétt.“ Lára nam réttargeðlækningar við Maudsley sjúkrahúsið í London. Snemma á námsferUnum ytra sUtn- aði upp úr hjónabandi hennar og Helga Skúla Kjartanssonar sagn- fræðings en saman áttu þau soninn Burkna sem er 12 ára. „Ég var þarna langmest ein og rak heimiU upp á eigin spýtur. Ég yar yfirleitt með íslenskar au pair-stúlk- ur sem hugsuðu um Burkna og ég var óskaplega heppin með stúlkur," segir Lára HaUa. Virk í kvennabaráttu „Ég tók virkan þátt í kvennabar- áttu á áttunda áratugnum, bæði inn- an og utan skólans, og fékk mikið út úr því. Ég hef ekki skipt mér svo mikið af baráttunni síðan ég kom heim. Hvað sem kvennahreyfmgum líður þá var það fyrst og fremst maðurinn minn sem hafði mótandi áhrif á mig og fékk mig til þess að vera ég sjálf og gerði mig jafnréttismeðvitaða. Þetta voru mikil þroskaár fyrst eftir að við giftum okkur. Hann var sterk- asta aflið í þeirri mótun og gerði mig eins og ég er. Lára Halla býr í gömlu timburhúsi í miðbænum. Það lætur lítið yfir sér hið ytra, nær í hvarfi bak við trén í garðinum. Þegar inn er komið blasir við mjúk, skipulögð óreiða. Ljósir lit- ir, mörg blóm og tágahúsgögn innan- stokks gefa kvenlegan en hlýlegan blæ. Það eru bækur úti um allt. Skáldsögur, ljóðabækur, læknis- fræðirit, uppsláttarrit og orðabækur misjafnlega snjáðar og sumar standa á haus í hillunni af stöðugri hand- fjötlun. CUff Richards og Chopin eru hUð við hUð í plötuskápnum og upp- stoppaður hrafn í hUlu. Hvað gerir geðlæknirinn þegar hún er ekki að vinna? betur en ég þá sérgrein sem ég eyddi átta árum í að mennta mig í. Mönnum líkar ekki það sem ég segi og þá er gripið til þeirra ráða að varpa rýrð á mig persónulega, til dæmis með þvi að segja að ég hafi farið í fýlu. Það verður þá bara svo að vera. Ég hef lært að nota mína persónu í mínu starfi og ég get ekki verið önnur en ég er. Ég kem tU dyr- anna eins og ég er klædd og get ekki verið að leika einhvern gráhærðan föðurlegan heimilislækni. Það er ekki ég.“ Lára Halla vann að réttargeðlækn- ingum í Englandi eftir að námi við Maudsley sjúkrahúsið í London lauk og endaði sem yfirlæknir þar. „Ég kom heim þegar ég var tilbúin til þess og bjóst þá við að fá eitthvað að gera í mínu fagi af því að ráðamenn höfðu talað líklega. En það dróst í mörg ár að eitthvað gerðist." Óskaplega Lára Halla Maack segist aldrei þegja yfir voðaverkum. DV-mynd GVA Dansa eins og vitleysingur „Ég hef gaman af að elda mat, ég uni mér í garðinum og mér finnst blómarækt óskaplega skemmtileg og gefandi. Ég les og skrifa. Ég les grein- ar fyrir erlend fagrit utan vinnutíma og fylgist með í faginu þannig að oft er ég að vinna þó ég sé heima. Svo hef ég vinina og áhaldaleikfimina. Áhaldaleikfimi er óskaplega leiðin- leg en gefur manni tilfmningu sem ég hafði aldrei kynnst áður. Svo fmnst mér óskapleg gaman að dansa. Ég fer stundum snemma á mína uppáhaldsstaði, veiði mér karl- mann sem er góður dansari, ein- hvem sem dUlar fætinum. Svo dansa ég eins og vitleysingur í tvo tíma og fer svo heim áður en fyllibytturnar koma. Samt byrjaði ég ekki að dansa fyrr en á fertugsaldri." Beinskeyttur og hispurslaus mál- flutningur Láru HöUu hefur farið fyrir brjóstið á mörgum innan heil- brigðiskerfisins. Þar eins og annars staðar hefur framkoma hennar þótt stinga dálítið í stúf við hefðbundnar hugmyndir manna um lækna. Sú spurning vaknar hvort hún hafl ver- ið látin gjalda kynferðis síns í starfi? „Þetta mál kemur því ekkert við að ég er kona. HeUbrigðisráðherra og hans ráðgjafar í ráðuneytinu taka ekki mark á því sem ég segi vegna þess að mín kunnátta hentar ekki þeirra markmiðum. Svo einfalt er það. Þeir segja að öll séum við fag- menn og tala eins og þeir kunni enn gaman 1 vmnunm Síðan Lára kom að utan hefur hún unnið á Landspítalanum, nánar til- tekið á svokallaðri afeitrunardeUd. Þangað koma illa farnir alkóhólistar og vímuefnaneytendur í afeitrun. „Mér finnst óskaplega gaman í vinnunni. Auðvitað er þetta ekki nákvæmlega það sem ég lærði. Þetta eru frekar líkamlegar lækningar sem ég hef ekki komið nálægt í fimmtán ár. í þeim efnum er ég enginn sér- stakur fagmaður. En mér finnst ákaf- lega gaman að leiðbeina stúdentum sem þarna koma til þess að læra. Mér finnst gaman að fást við lækn- ingar af flestu tagi. Vinnan mín á Landspítalanum sameinar svolítið hina líkamlegu hhð lækninga og þá andlegu," segir Lára „Svo fæ ég að vera í hvítum slopp í fyrsta sinn í 15 ár. Mér finnst það ægilega gaman og er voða fin,“ og enn hlær hún skelmislega og segist sætta sig við aö verða ekki yflrlækn- ir á sínu sérsviði. „Kerfið virðist ekki kæra sig um sérþekkingu á þessu sviði eða fram- farir. Það er enn að hugsa um berkla og svartadauða. Það er þeirra tap að nýta mig ekki og ég tek þaö ekki nærri mér persónulega." -Pá Ágrip af framættum og frændgarði Láru Höllu Maack 1. Pétur Andrés Maack Pétur Andrés Maack skipstjóri var bróðir Maríu Maack hjúkrunarkonu, forstöðukonu Farsóttarhússins í Reykjavík og formanns Hvatar. 2. PéturMaack, prestur á Stað Pétur Maack, prestur á Stað í Grunnavík, var sonur Þorsteins, kaupmanns á Akranesi, Guðmunds- sonar, b. á Vörum í Garði, Jónsson- ar, b. í Gufuskálum í Leiru í Garði, bróður Finnboga, verslunarmanns í Reykjavík, fóður Jakobs, prests í Steinnesi, föður Þorvalds, prests í Steinnesi, fóður Finnboga Rúts verk- fræðings, fóður Vigdísar forseta. Finnbogi var einnig faöir Ásgeirs, dannebrogsmanns á Lambastöðum, afa Jósefmu, ömmu Matthíasar Jo- hannessen, skálds og ritstjóra Morg- unblaðsins, en bróðir Jósefínu var Haraldur, afi Benedikts Blöndal hæstaréttardómara, Halldórs Blön- dal landbúnaðarráðherra og Haralds Blöndal hrl. Þá var Ásgeir langafi Brynhildar, ömmu Jóns L. Ámason- ar stórmeistara. Móðir Þorsteins kaupmanns var Þórunn Þorsteinsdóttir, systir Guö- ríðar, ömmu Bjarna Þorsteinssonar, prests og tónskálds á Siglufirði, bróð- ur Þorsteins, afa Þorsteins Gunnars- sonar, leikara og arkitekts. Guðríður var einnig amma Finnboga, afa Bolla Héðinssonar, formanns Trygginga- ráös. Þórunn var dóttir Þorsteins, prests á Staðarhrauni, Einarssonar, prests á Reynivöllum, Torfasonar, prófasts á Reynivöllum, Halldórs- sonar, bróður Jóns, vígslubiskups í Hítardal, föður Finns, biskups í Skál- holti, ættföður Finsenættarinnar, fóður Hannesar biskups, sem var afi Steingríms Thorsteinssonar skálds og Hilmars Finsen landshöfðingja og langafi Níelsar Finsen, fyrsta nóbels- verðlaunahafans í læknisfræði. Móðir Péturs á Stað var Marta Bóthildur, dóttir Peters Andreas Maack, verslunarstjóra og veitinga- manns í Reykjavík, ættfóður Maack- ættarinnar. Móðir Mörtu var Þóra Einarsdóttir, systir Valborgar, móð- ur Önnu, langömmu Halldóru, móð- ur Ragnars S. Halldórssonar, stjórn- arformanns ísals. Valborg var einnig móðir Andrésar, langafa Gunnars Smára Egilssonar, ritstjóra Press- unnar. Þá var Valborg móðir Jó- hanns, langafa Svanhvítar, prófess- ors í Vín, og Nönnu söngkonu Egils- dætra. 3. Vigdís Einarsdóttir Vigdís var dóttir Einars, b. í Neðri- Miðvík í Sléttuhreppi, Friðrikssonar, b. í Neðri-Miðvík, Hallssonar. Móðir Einars var Katrín Jónsdóttir, b. í Neðri-Miðvík, Jónssonar, bróður Guðlaugs, fóður Sakaríasar, fóður Sakaríasar, langafa Ragnheiðar Guð- mundsdóttur alþingismanns. Systir Sakaríasar yngri var Ingibjörg, lang- amma rithöfundanna Jakobínu og Fríðu Sigurðardætra. Önnur systir Sakaríasar yngri var Sigurfljóö, langamma Áma Gunnarssonar, fyrrv. alþingismanns.' 4. Elísabet Jónsdóttir Elísabet var dóttir Jóns „sólar- gangs“ Guðmundssonar og Ingi- bjargar Sigurðardóttur 1 Heiðarseli af Arnheiðarstaðaættinni og Njarð- víkurættinni. 5. Daníel Þorsteinsson Daníel forstjóri var sonur Þor- steins, b. í Neðri-Vík í Mýrdal, Ein- arssonar, b. í Kaldrananesi, Þor- steinssonar, b. á Hunkubökkum, Salómonssonar, b. á Arnardranga, Þorsteinssonar. Móðir Salómons var Þórunn Salómonsdóttir, systir Þor- varðar, langafa Bjarna í Hæðargarði, langafa Björgvins, fyrrv. skólastjóra á ísafirði, föður Sighvats heilbrigöis- ráðherra. Móðir Þorsteins var Guð- laug Jónsdóttir, hreppstjóra á Kirkjubæjarklaustri, Magnússonar. Systir Guðlaugar var Þórunn, amma Jóhannesar Kjarvals, en önnur syst- ir Guðlaugar var Sigríður, lang- amma Guðrúnar, móður Hjörleifs Guttormssonar alþingismanns. Þá var Sigríður amma Sigríðar, ömmu Ingólfs Guðbrandssonar. Bróðir Guðlaugar var Magnús, langafi Helga, föður Jóns, alþingismanns á Seglbúðum. 6. Guðrún Egilsdóttir Guðrún var dóttir Egils, b. á Minna-Mosfelli í Mosfellssveit, Páls- sonar. -KGK/Sigþ Nokkrir forfeður Láru Höllu Maack 35

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.