Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ1991. 37 Trimm Veggtennis ervaxandi íþrótthérlendis: Svipar að sumu leyti til bad- minton en sveiflan lík golfi Skemmtiskokk Ólöf Huld Hálfmaraþon Ásgeir Maraþon Vöggur 1.d. 10kmrólega 20kmrólega 25kmjafnt 2.d. Hvíld Hvíld Hvíld 3.d. GSÞJ hlaup (4 km) GSÞJ hlaup GSÞJ hlaup eða 4 km fartleikur (10km) eða8km (10km) eða 10km fartleikur fartleikur 4.d. Hvíld 8 km rólega 12 km rólega 5.d. 6kmrólega 12kmjafnt 16kmjafnt 6.d. Hvíld Hvíld 6 km rólega 7.d. Skmjafnt 10kmjafnt 12kmjafnt Borgarhlaup NIKE fór fram um síðustu helgi. A annað hundrað manns tóku þátt í hlaupinu en það var undirbún- ingshlaup fyrir Reykjavíkurmaraþon sem verður þann 18. ágúst nk. Skokkaðir voru 5 km í gegnum miðbæinn, upp Miklubraut og endað við Borgarkringluna. Þátttakendur voru á öllum aldri. DV-mynd S Reykjavíkurmaraþon: Veggtennis er ung íþrótt á íslandi. Fyrir nokkrum árum vissu fáir hvers konar íþrótt þetta var en uppgangur hennar hefur veriö mikill síðustu ár. Leikurinn er spilaður í ákveðnum sölum af bæði konum og körlum og eini útbúnaðurinn sem þarf er spaöi og bolti. í veggtennis veröur mikil brennsla í bkamanum því þeir sem spila eru á stöðugum hlaupum. Innan vegg- tennis falla bæði raquet ball, sem er bandarískt, og squash en það er evr- ópskt að uppruna. Hérlendis er squ- ash mun meira spilað. Tífaltúthald „Við erum hérna nokkrir sem höf- um aldrei verið í eins góðri æfingu og núna,“ segir Matthías Kjeld, 54 ára læknir, sem hefur spilað veggtennis í um 5 ár. Margir yngri menn og konur væru eflaust ánægðir ef þeir hefðu það úthald sem Matthías hef- ur. „Úthaldið núna er fimm til tífalt það sem það var þegar ég var að byrja. Núna er ég með eitt besta út- ald sem ég hef nokkurn tíma haft. Það er skemmtilegt að spila, hér eru góðir strákar, hreyfmgin er góð og maður fær útrás í þessu. Við byijuðum saman nokkrir læknar sem kynntumst þegar við vorum við nám í Englandi, þar sem þetta er mikið spiiað. Ég stundaði litla hreyfingu áður en ég byrjaði á þessu en spilaði þó körfubolta af og til. Það var ekkert annað sem greip mig.“ Matthías spilar tvisvar í viku yfir sumarið en þrisvar yfir veturinn. „Ég fæ mikla hreyfingu út úr squ- ash, alhiiða hreyfingu, og þolið eykst. Eftir því sem maður bætir sig verður meira gaman að þessu. Þetta er ekki bara áreynslusport heldur fer maður hka að gera ýmsar leikfléttur og get- ur gert ýmsa skemmtilega hluti þeg- ar maður hefur náð ákveðnu líkam- legu þoh. Líkamleg nálægð veldur meiri keppni í squash er mikil nálægð með mönnum og því verður meiri keppni en t.d. í tennis þar sem vöhurinn er miklu stærri og andstæðingarnir eru langt hvor frá öðrum. Á stundum magnast upp mikU keppni. En það er mjög gaman aö þessu þótt þú vinn- ir ekki alltaf. Slys eru ekki algeng, aðeins smá- vægileg í byijun. Við vorum oft að meiða okkur til að byija með en héld- um bara áfram. Það er helst hætta fyrir fólk á mínum aldri ef það veit ekki hvar það stendur í þoh. Þá er hætta á að menn heillist of mikið af leiknum og ofgeri sér. Það þarf alltaf að gæta hófs,“ segir Matthías. Aðstaða tU að spUa veggtennis hef- ur batnað mikið hérlendis á fáum árum og íþróttin á vaxandi fylgi að fagna. „Squash er mjög gott fyrir ís- lenskar aðstæður. Hver salur tekur ekki mikið pláss. Við ættum jafnvel aö reyna að gera þetta að þjóðar- íþrótt," segir Matthías Kjeld. Hjá sumum kemur veggtennis í stað keppnisíþrótta sem áður hafa verið stundaðar. Aðrir slá til þó þeir hafi ekki stundað reglulega hreyf- ingu áður. Þegar byrjandi kemur inn í salinn eru hreyfingar oft á tíðum stirðbusalegar, líkt og hjá fílum. En enginn ætti að örvænta, æfingin skapar meistarann. Eftir tiltölulega stuttan tíma ná flestir tökum á að stjórna spaöanum á eftir boltanum. í veggtennis eru mikil hlaup fram og th baka og svitinn fer fljótt að leka. Þegar fram líða stundir eykst snerpa og þol sem og tilfinning fyrir leikn- um. Mikið reynir á allan líkamann, einkum fætur og hendur. Ekki þarf mikla krafta til aö spila og þol er í raun númer eitt fyrir þá sem vhja ná lengra en að vera meðaljónar. Veggtennis á veturna en golf á sumrin Veggtennis er e.t.v. hægt að líkja við badminton en hraðinn er meiri. Sagt er að golf og veggtennis fari vel saman, sveiflan og tæknin eru ekki óhk. Það eru ófáir sem spila vegg- tennis að vetrinum en snúa sér svo að golfinu þegar vorar. Grundvallarreglur leiksins eru ekki flóknar og lærast í fyrsta tíma. Leiðbeinendur eru fil staðar víðast þar sem salir eru og segja byijendum tU. Nú er hægt að spha veggtennis a.m.k. á fjórum stöðum á höfuðborg- arsvæðinu, í Toppsquash, Dans- stúdíói Sóleyjar, World Class og Veggsporti. Spaðar kosta frá kr. 4.000 fyrir byij- endur og upp í um kr. 10.000 en þá Gönguferðir, fjall- göngur og sund í stað skokks - ef ferðalög raska áætlun I níundu viku nær álagiö í undir- búningnum fyrir Reykjavíkur- maraþon hámarki. Þá er hlaupin lengsta vegalengdin á einum degi og samanlagt. Seinustu tvær vik- urnar verða léttari. Þeir sem æft hafa meira eða minna en áætlanir mínar gera ráð fyrir ættu að gæta þess að draga hlutfallslega úr álag- inu er nær dregur „stóra“ hlaup- inu. Það gildir um aUa að hæfileg hvíld fyrir erfiðið er mikilvæg til þess að geta náð fram hámarksgetu ef það er markmiðið. Hins vegar er einstaklingsbundið hve mikla hvíld hver og einn þarf. Ég minnist þess t.d. þegar ég var í byrjun míns hlaupaferils að skoða æfingaáætl- anir erlendra stórhlaupara að þar voru engir hvíldardagar. Hins veg- ar sá ég að einn dag í viku var dags- skipunin „aðeins" ein æfing, 10-15 km rólega. Það var þeirra hvíldar- dagur. Þetta sýnir að eftir því sem fólk er í betri æfingu kemst það af með minni hvíld. Eflaust ætla einhveijir að ferðast um verslunarmannahelgina. Ef erfitt er að koma því við að skokka má alveg eins bæta það upp með gönguferðum. Að ganga upp hæðir og fjöll er hin ágætasta æfing. Þeir sem komast í sund ættu að nýta sér það, enda tilbreyting frá skokkinu. GSÞJ minningar- hlaup Ármanns Þriðjudagskvöldið 30. júh kl. 20:30 gengst Ármann fyrir almennings- hlaupi sem hefst við Ármanns- heimUið við Sigtún í Reykjavík. Hlaupið er haldið tU minningar um Jens Guðbjörnsson, Jón Þorsteins- son, Gunnar Eggertsson og Stefán Kristjánsson en þeir unnu allir mikið starf í þágu íþróttahreyfmg- arinnar. Boöið verður upp á þrjár mismunandi vegalengdir, 3 km, 4 kmoglOkm. Kveðja Sigurður Pétur Sigmundsson „I squash er mikil nálægð með mönnum og því verður meiri keppni en t.d. i tennis,“ segir Matthías sem hefur spilað reglulega í fimm ár. má einnig leigja. Hver og einn er í þeim fatnaði sem honum finnst þægi- legur sem og skóm en þeir mega þó ekki hta gólfið. Leigugjald fyrir sal er- í kring um kr. 1.000 fyrir 45 mínútur. Svo er hægt að kaupa afsláttarkort sem ýmist gUda í mánuð eða 10 skipti eða gera samning til ákveðins tíma um leigu á sama tíma í viku hverri. -hmó STYRKIR REYKJAVIKURMARAÞON <$£> TOYOTA Tákn um goeði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.