Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 27. JULI 1991. Myndbönd Það er ekki mikið um breytingar á vinsældalistanum þessa vikuna frekar en undanfarnar vikur enda lítið verið útgefið af myndböndum í júlí. Kill Me again og Narrow Margin taka stökk og gætu farið að ógna My Blue Heaven sem situr sem fastast á toppnum. Ein ný kvikmynd er á listanum, er það sakamálamyndin Backstap. Búast má við að stórmyndin Havana geysist inn á listann í næstu viku en verið var að gefa hana út í þess- ari viku. Þá má geta að væntanleg- ar eru myndir sem örugglega fara inn á listann á næstu vikum. 1 (1) My Blue Heaven 2(6) Narrow Margin 3(8) Kill Me again 4(4) Presumed Innocent 5(2) Quick Change 6(10) Flatliners 7(5) Goodfellas 8(2) Ghost 9(7) Backstap 10(8) Cinema Paradiso ★★ © Aumingi og ofunnenni DON’T TELL HER IT’S ME Útgefandi: Skifan Leikstjóri: Malcolm Mowbray Handrit: Sarah Bird Aðalhlctverk: Steve Guttenberg, Jami Gertz, Shelley Long og Kyle MacLac- hlan Amerísk - 1990 Sýningartími - 120 mínútur Leyfð öllum aldurshópum Gus Kubiak er nýrisinn upp úr al- varlegum veikindum. Hann vill gjarnan njóta lífsins og þar með talið kynnast fallegri stúlku, eign- ast börn og buru og svo framvegis. Gallinn er sá að hann er feitur, IVII I I<T irs\io feiminn og latur og eggsköllóttur eftir meðferð gegn veikindunum. Systir hans, ástarsagnahöfundur- inn Lizzie, er staðráðin í að fmna stúlku fyrir hann og eftir líkams- þjálfun og æfingar dulbýr hún bróður sinn sem dularfullan sjar- merandi einfara á mótorhjóli sem hver ærleg stúlka er dæmd til þess aö falla fyrir. Fórnarlambið er ung blaðakona sem fær vissulega stjörnur í augun yfir þessu sér- stæða karlmenni frá Nýja-Sjálandi en verður ekki par hrifin þegar hún kemst að því að ekki er allt sem sýnist. Þetta er þolanleg gamanmynd sem líður fyrir slakan leik Gutten- berg í aðalhlutverkinu. Shelley Long er ágæt sem systir hans en leikur nákvæmlega sömu persón- una og hún gerði í Staupasteini. Jami Gertz er ágæt sem unga blaðakonan og Kyle MacLachlan sem síðar hefur orðið frægur sem Dale Cooper lögga í þáttunum um Tvídranga skilar aukahlutverki sínu prýðilega. í rauninni er eini galli þessarar • ágætu myndar sá að hún er hálf- tíma of löng. Handritið, sem annars er ágætlega skrifað, hefði þolað styttingu og framvindan er alltof hæg, sérstaklega framan af. Að öðru leyti er þetta ágætt. • -Pá ★★ !4 Misheppnuð blóðsuga VAMPIRES KISS Útgefandi: Kvikmynd Leikstjóri: Robert Bierman Handrit: Joseph Minion Aóalhlutverk: Nicholas Cage, Maria Conchita Alonso, Jennifer Beals og El- isabeth Ashley Amerísk - 1989 Sýningartimi - 99 mínútur Bönnuð innan 16 ára Hugtakið gamansöm hrollvekja hljómar kannski eins og þversögn en þessi kvikmynd flokkast ótvír- ætt undir það. Nicholas Cage leikur ungan mann, Peter að nafni, sem starfar við bókaútgáfu. Hann lend- ir í ástarsambandi við dularfulla konu, Rachel, sem hann sannfærist íljótlega um aö sé blóðsuga. Hann telur sig smitaðan og fer umsvifa- laust að haga sér eins og blóðsuga. Gallinn er sá að Pétur garmurinn er misheppnaður í starfinu þar sem hans helsta skemmtun er aö leggja einkaritarann sinn í einelti meö fáránlegum verkefnum. Hann er ekki síður misheppnaður sem blóð- suga og þótt hann fælist dagsljós og kirkjuklukkur og sofi undir sóf- anum sínum er hann óttalega hjá- rænuleg og lítiö ógnvekjandi blóð- suga. Leikstjórn myndarinnar virðist hafa verið handahófskennd og söguþráðurinn er flókinn meö hnökrum. Það sem styttir áhorf- endum stundir er geggjuð kímni- gáfa og svo leikur Cage sem virðist miiitniMiiift .iiwiiiii w aratm M8K8 n mn hafa farið gjörsamlega úr böndun- um. Nicholas getur verið öðrum mönnum álappalegri og hallæris- legri en sem misheppnaða blóðsug- an er hann út úr kortinu en þó á þann hátt að varla er hægt annað en að hafa nokkra skemmtan af. Kærkomin tilbreyting frá ofbeld- isdýrkun hversdagsins í þessari grein. Ekki missa af þessari skrýtnu en skemmtilegu mynd. Þið þurfið að sjá Cage til þess að öðlast nýjan skilning á hugtakinu ofleik- ur. -Pá Áleitnar minningar THE ASSAULT Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Fons Rademakers. Aðalhlutverk: Derek De Lint, Marc van Uchelen og Monika van de Ven. Hollensk, 1986 - sýningartími 145 min. Bönnuð börnum innan 12 ára. The Assault er hollensk verðlauna- kvikmynd sem fékk meðal annars óskarsverðlaunin sem besta er- lenda kvikmyndin árið 1987. Þessi verðlaun og mörg önnur sem henni hafa hotnast á þessi einstaka kvik- mynd alveg skilið. Hér er um að ræða áhrifamikla kvikmynd sem gerist á þrjátíu ára tímabih frá lok- um síðari heimsstyrjaldar fram á áttunda áratuginn. í myndinni er sögð saga Antons. Þegar hann er tólf ára er öll fjöl- skylda hans myrt og heimili hans brennt vegna þess að hk fóður- landssvikara finnst fyrir utan dyrnar heima hjá honum. Greini- legt er að andspyrnuhreyflngin hefur drepið svikarann, en hvers vegna er líkið skhið eftir hjá sak- lausu fólki og það sem meira er, hvers vegna færðu nágrannarnir líkið frá sínum dyrum til fjölskyldu Antons? Eins og títt mun vera hjá í skugga borgarastríðs HAVANA Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Sidney Pollack. Aðalhlutverk: Robert Redford, Lena Olin og Alan Arkin. Bandarisk, 1990-sýningartimi 122 min. Bönnuð börnum innan 12 ára. Samstarf þeirra Roberts Redfords og Sidneys Pollack hefur gefið af sér nokkrar ágætar kvikmyndir, þekktust er sjálfsagt Out of Africa. Ekki hefur samstarf þeirra í Ha- vana skilað jafngóðri kvikmynd. Og sú mikla auglýsingaherferð sem rekin var í sambandi við kvik- myndina mistókst enda innihaldið rýrt. í besta falli er hér um að ræöa sæmilega afþreyingu sem er allt of langdregin til að geta tahst góð kvikmynd. Robert Redford leikur íjárhættu- spilara sem lifir hfi hins kærulausa manns .sem lætur hvern dag hða án þess að hafa áhyggjur af þeim næsta. Breyting verður á lífemi hans þegar hann kynnist fallegri eiginkonu manns sem er í andstöðu við Castro. Allt í einu verður gjálíf- ið einskis virði og hugsanir og gerð- ir hans snúast um að koma þessari dularfullu konu til hjálpar. Havana er oíhlaðin kvikmynd. Mörg atriði eru stórbrotin og vel gerð en ekki næst að gera góða heild úr þessum mikla söguþræði. Þó nokkuð er byggt upp á persónu- töfmm Redfords sem oft hefur gert betur og Lena Olin, sem sýndi góð- an leik í Óbærilegum léttleika og The Enemies A Love Story, er hálf- utangátta þótt svo sannarlega sé hún augnayndi. -HK börnum sem lenda í þessari að- stöðu hlífir Anton sér við minning- unum um þennan voðaatburð með því að reyna að gleyma öllu. Mörgum árum seinna, þegar Ant- on er orðinn virtur læknir, verða nokkrir atburðir th þess að hann fer að rifja upp hina dramatísku atburði og vakna þá margar spurn- ingar innra með honum. Verður þetta til þess að hann leggst í þung- lyndi um hríð en að lokum fær hann svör sem koma honum jafn- mikið á óvart og áhorfendum. Hollensk kvikmyndagerð er sjálf- sagt jafn fjarlæg okkur íslending- um og íslensk kvikmyndagerð er Hollendingum þótt ekki sé langt á milli landa. En þessi ágæta kvik- mynd sýnir að góðar kvikmyndir þurfa ekki að koma frá þekktum kvikmyndaþjóðum. Leikstjórinn, Fons Rademakers, hefur mjög gott vald á möguleikum kvikmyndavél- arinnar og nær oft að koma manni á óvart með skemmtilega samsett- um atriðum. Leikur er allur til fyr- irmyndar. Það eina sem hægt er að finna að myndinni er í raun ekki kvikmyndinni viðkomandi heldur dreifmgaraðilum, en mynd- in er með ensku tah. Enska og hol- lenska eru ólík tungumál og því er mjög greinilegt að myndin er „dubbuð“. -HK Harðjaxlar í hættuför NAVY SEALS Útgefandi: Skifan Leikstjóri: Lewis Teague Handrit: Chuck Pfarrer og Gary Gold- man Aóalhlutverk: Charlie Sheen, Michael Biehn, Joanne Whalley-Kilmer, Rick Rossovich og Bill Paxton Amerísk - 1990 Sýningartimi - 109 mínútur Bönnuó innan 16 ára Þetta er mikill dýrðaróður til her- mennsku og karlmennsku í því formi sem hún birtist í þrútnum vöðvum, öflugum vopnum, kven- hylli og fífldirfsku. Sérsveit banda- ríska flotans fer í mikla hættufór til Austurlanda þar sem vondir menn hafa komist yfir vopn sem hvergi eiga heima nema i höndum hvítra Vesturlandabúa. Heimsfrið- urinn er í hættu og ekkert til ráða annað en að senda selasveit sjó- hersins á staðinn. Charlie Sheen leiðir hópinn í þessari átaka-, spennu- og bardaga- mynd með léttu ívafi og launfyndn- um undirtón. Áhættuatriði og bar- dagar eru vel útfærðir og hraði og spenna í fyrirrúmi. Þetta er tilvalin mynd fyrir þá sem dá hrausta menn sem hika ekki við að deyja fyrir fóðurlandið og sjóherinn ef þess gerist þörf. Auðvitað mætti nöldra yfir því að ekkert er frumlegt við framsetn- ingu eða vinnubrögð. Engar nýjar leiðir eru farnar í leiktúlkun og engin ögrandi staðhæfing sett fram. En þetta er hreinræktuð af- þreying og aíbragðsgóð fyrir sinn hatt. -Pá Morðin á hryllingsmyndahátíðinni MIDNIGHT MATINEE Útgefandi: Bergvík hf. Leikstjóri: Richard Martin. Aöalhlutverk: Ron White, Gillian Barber og Jeff Schultz. Bandarísk, 1990-sýningartimi 87 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. í smábæ einum stendum yfir hryll- ingsmyndahátíð í eina bíói bæjar- ins. Allt í einu kveður við skelfing- aróp í salnum, sem áhorfendur taka lítið mark á, halda aö það teng- ist því sem er að gerast á hvíta tjaldinu, en svo er ekki. Einn áhorf- andinn hefur verið myrtur. Hryll- ingsmyndahátíðin endar því snögglega. Tveimur árum seinna ákveður kvikmyndahúseigandinn að reýna aftur að hafa hryllingsmyndahátíð. Um sama leyti fara lögreglunni að berast bréf þar sem því er haldið fram að sagan muni endurtaka sig... Söguþráöurinn í Midnight Mat- inee er góðra gjalda verður og að mörgu leyti nokkuð snjall en öll úrvinnsla er slæm sem og leikur aðalleikaranna. Myndin koðnar niður í meðalmennsku eftir smá- tíma og eina sem áhorfandinn get- ur gert sér til afþreyingar er að geta sér til hver sé morðinginn en segja verður Midnight Matinee til hróss að þar koma margir til greina og erfitt að velja úr. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.