Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 13
LÁÚGARDAGUR 'íl. JÖLl 1991. 13 Anna Mary Snorradóttir bíður illa haldin eftir nýju hjarta og lungum: „Hún verður aldrei ein" fjölskyldumeðlimir bíða með henni á sama sjúkrahúsi og móðir hennar dvaldist á „Þetta er erflð biö, mér finnst það núna. Ég var mjög vongóð en þetta er erfiðara eftir að mamma dó,“ sagði Anna Mary Snorradóttir. Hún þjáist af sjaldgæfum lungnasjúkdómi sem veldur því að hún þarf nýtt hjarta og ný lungu. Móðir hennar, Svala Auöbjörnsdóttir, þjáðist af sama sjúkdómi og beið einnig eftir líffær- unum. Sú bið varð árangurslaus því hún andaðist í London þann 5. júlí. Fjölskyldan er stödd hér á landi vegna jarðarfarar Svölu en Anna Mary fer utan á mánudag og ætlar að bíða þar tii líffærin fást. DV heimsótti Önnu Mary og fjöl- skyldu hennar á heimili hennar að Syðra-Langholti í Hrunamanna- hreppi. Þar búa hjónin í nýju, fallegu einlyftu einbýlishúsi. „Það varð að byggja eitt hús fyrir hana í snatri svo að hún gæti gengið sómasamlega um,“ eins og Nikólína systir hennar orðaði það. Sjúkdómurinn greindist á meðgöngunni „Sjúkdómurinn greindist fyrst þeg- ar ég var ófrísk að þeirri stuttu, 1988. Læknarnir vildu ekkert líta á þetta þá og önsuðu mér engu, þetta var bara talin móðursýki og vitleysa í mér. Það var bara tahð eðlilegt að ég væri móð og másandi. Það er ekki fyrr en í endaðan nóvember 1988 að þetta er staðfest. Þá átti ég 4-5 vikur eftir af meðgöngunni og var skorin keisaraskurði með það sama, enda orðin mjög illa haidin. Þrátt fyrir að ég og stelpan værum í töluverðri hættu gekk þetta allt saman vel.“ Móðir hennar, Svala Auðbjörns- dóttir, fékk staðfestingu á því að hún hefði þennan sjúkdóm í byrjun nóv- ember og í kjölfarið lét hún skoða Önnu vegna þess hve móð og illa far- in hún var. Anna Mary er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum en á 19. ári fluttist hún að Syðra-Langholti í Hruna- mannahreppi þar sem hún hefur búið síðan. Þar hafa þau hjónin verið með kindabúskap og hesta. Eigin- maður hennar heitir Sigmundur Jó- hannesson og eiga þau saman tvö börn, Tinnu Björk, sem verður 11 ára í haust, og Örnu Þöll sem verður 3 ára í desember. Anna Mary er þrítug. Horfi fram á betri tíð með aðgerðinni - Hugsarðu mikið um aðgerðina? „Ég get ekki sagt að ég hafi gert það en ég er farin að gera það núna. Ég hef versnað mikið og því horfir maður fram á betri tíð með aðgerð- inni. Sjúkdómnum fylgir mikil van- hðan, ég get náttúrlega ekki gert neitt. Þessu fylgja höfuðkvahr og sjóntruflanir. Hins vegar fann ég lítið fyrir andlegum kvölum þar til mamma dó.“ Snorri Ólafsson, faðir hennar, segir að aðstaðan úti sé mjög góð en það sem skipti mestu máli sé að það sé alltaf einhver úr fjölskyldunni til staðar. „Það er alveg númer eitt, tvö og þrjú.“ - Geturþúmetiöhversvirðiþaðer? „Ég held að það skipti öllu. Þetta er mikill styrkur, það er engin spurn- ing. Maður er náttúrlega óskaplega aleinn. Það eru ahir svo langt í burtu, ættingjar og vinir. Maöur kemst aldrei í gegnum þetta nema maður hafi einhvern hjá sér, á því er enginn vafi.“ „Mamma var búin að bíða í 14 mánuði inni á þessari stofnun og ég held að ef hún hefði ekki haft þessa aðstoð, sem hún hafði frá sinni fjöl- skyldu, þá hefði hún ekki haft þessa þeirra segir aðeins 100 tilfelli þekkt í heiminum frá upphafi og þeir full- yrða að þetta sé ekki arfgengt, enda er þetta eina þekkta tilfellið um aö mæðgur fái sjúkdóminn. Sjúkdóm- urinn hefur aldrei greinst í karl- mönnum og konur, sem búa við sjáv- arloft, eru sagðar eiga frekar á hættu að fá hann. Sjúkdómurinn greinist ekki nema á mjög háu stigi, eins og hjá Svölu, eða við meðgöngu eins og hjá Önnu Mary. „Þetta er hár þrýstingur í lungna- rás sem veldur því að lungun vinna ekki rétt og vinna ekki nægilegt súr- efni. Það veldur því að það verður stækkun í hjartavöðvanum. Hjartað vinnur meira til þess aö reyna að halda þessu gangandi." Erfitt er að fá líffæri og á spítalan- um hafa þeir þotur og þyrlur tiltækar til þess að sækja nýtanleg líffæri um heim allan. Á meðan þau voru úti fengu í eitt skiptið 6 aðilar líffæri úr einum lífgjafa, bæði lungun, hjartað, augun, nýrun og hfrina. „Það er með ólíkindum hvað er hægt að gera.“ Anna Mary bíður ekki eftir hvaða hjarta og lungum sem er. Allt hefur verið mælt og rannsakað vandlega: blóðflokkar, stærð, vefjaflokkar og annað. Allt þarf þetta að ganga upp og því er ómögulegt að vita hvenær rétta líffærið fæst. Kallið getur komið hvenær sem er og þá er bara aö taka undir sig stökk og drífa sig. Vantar umræðu Þeim ber saman um að alla um- ræðu vanti um þessi mál á íslandi. í vetur voru samþykkt lög sem gera líffæraflutninga mögulega en ekki er enn farið að framfylgja þeim. „Almenningur veit ekkert um þessi mál og það þarf náttúrlega að vekja máls á því. Það þarf að fara að fram- fylgja þessum lögum th að geta hjálp- að fleirum, ekki bara mér, ég er ekki að hugsa um sjálfa mig. Við getum ekki endalaust verið þiggjendur og mér finnst að íslendingar eigi aö fá að vita um þetta.“ Snorri segir að á breska þinginu hafi veriö umræða um þessi mál í vetur vegna þess að læknar kvarti yfir því hvað þeir fái lítið af líffærum. Þar gengur umræðan út á hvort ekki sé eðlilegra að þeir sem ekki vilji gefa líffæri sín þegar þeir hafi verið úrskurðaðir látnir verði að ganga með sérstök kort þar að lútandi. í dag þarf að leita samþykkis aöstandenda og þeir sem vilja geta haft sérstök kort þar sem fram kemur að nýta megi líffæri viökomandi eftir hans dag. Fjölskyldan fékk slík kort í Bret- landi en ekki er hægt að nálgast þau hér á landi. Fjársöfnun Þessir sjúkdómar eru mjög kostn- aðarsamir fyrir fjölskyldurnar, bæði utanferðirnar og þær skyldur sem fjölskyldan hefur aö gegna hér heima. Nú hafa sóknarprestarnir í Hruna og á Akranesi hafið söfnun á oankareikninga til styrktar fjöl- skyldunni. í Landsbankanum á Akranesi er safnað á sparisjóðsbók númer 12500. í Búnaðarbankanum á Akranesi er númerið 7866 og í Spari- sjóði Vestmannaeyja er númeriö 401068. „Þetta er náttúrlega gert í góöri meiningu og gerir manninum henn- ar og börnunum kannski kleift að koma út í haust og vera hjá þeim. Hann er bóndi og það er náttúrlega ærið starf. Við verðum öll þarna. Hún veröur aldrei ein,“ sagði faöir Önnu. „Tíminn veröur bara að leiöa það í ljós hvernig hlutirnir verða. Það vilja allir hjálpa og leggja sitt af mörkum,“ sagði Anna Mary að lok- um. -PÍ Anna Mary ásamt dætrum sinum, Tinnu Björk og Örnu Þöll. Anna er tengd við súrefnisvél þar sem hún getur ekki unnið súrefni úr andrúmsloftinu. DV-myndir GVA 14 mánuði af,“ segir Nikóhna Snorra- dóttir, systir Önnu. Þrái mest að labba og hlaupa - Hvert verður þitt fyrsta verk, Anna, eftir aðgeröina? „Að fara út og labba eða hlaupa, það er það sem ég þrái rnest." Anna verður að dvelja í 3 mánuði ytra eft- ir aðgerðina vegna endurhæfingar og rannsókna. „Það er svo margt sem mig dreym- ir um, það er aht mögulegt sem mig langar th að gera. Eg veit ekki á hverju ég á að byija. Við systurnar erum búnar að ákveða að fara í ferð yfir Kjöl og að fara á þjóðhátíð í Eyj- um, að geta sinnt börnunum og svona. Ég er viss um að ég get ekki verið kjur eina einustu mínútu. Að- almáliö er að geta farið allt sem mig langar th, engum háður - verið ég sjálf." Anna Mary bíður úti í London á sama sjúkrahúsi og móðir hennar var á. Hún er bundin við súrefnisvél þar sem Ukaminn er ófær um að vinna súrefni úr andrúmsloftinu. Hún getur þó farið út í hjólastól með súrefniskút til þess að líta á mannUf- iö og komast út undir bert loft. „Það Snorri Ólafsson, faðir Önnu Mary, heldur hér á korti sem á stendur: Ég vil hjálpa einhverjum að lifa eftir dauða minn. Kona hans lést við að bíða eftir liffærum og nú biður dóttir hans eftir hjarta og lungum vegna sama sjúkdóms. Með honum á myndinni eru dætur hans, Anna Mary og Nikólina. er mjög mikið atriði að komast út, það styttir daginn óskaplega mikiö að vera ekki alltaf inni í sama her- berginu. Ég get ekkert gengið eða gert neitt. Það verður að hugsa um mig eins og smákrakka." Eina tilfellið í heiminum í raun er mjög lítið vitað um þenn- an sjúkdóm vegna þess hve fá tilfelU eru þekkt í heiminum. Læknirinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.