Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1991. 9 Er líf eftir Alþingi? nokkrir fyrrum þingmenn tjá sig um málið Við síðustu alþingiskosningar í aprfl sl. urðu allmiklar breytingar á fulltrúum þjóðarinnar sem skipa sætin 63. Eftír að taliö hafði verið upp úr kjörkössunum í kjördæm- unum átta lá ljóst fyrir að töluverð- ar breytingar yrðu í hópi þing- manna. Fyrir kosningar voru reyndar nokkrir „gamiir reör“ búnir að til- kynna að þeir yrðu ekki með í slagnum og væru hættir á þíngi. Eftir baráttuna sjálfa flöigaði tölu- vert í þessura hópi og þegar upp var staðið höföu tuttugu og fimm nýir þingmenn tekið sæti á Alþingi við Austurvöll. Þessar breytingar þýddu auövitað að sami fjöldi hafði látiö af störfura. Þessir fyrrum þingmenn þurftu þó ekki að lepja dauðann úr skel fyrst á eftir því biðlaun alþingsmanna eru i þrjá mánuði. Þeir sem hafa setið 10 ár eða lengur fá þó biðlaun í sex mán- uði. En hvað tekur við eftir þing- mennskuna og er líf eftir Alþingi? Helgarblaðið fór á stúfana og ræddi við fjóra fyrrum þingmenn. -GRS Jóhann Einvarðsson: Ágætt að skipta um starf „Ég tók mér gott frí fyrst eftir þetta og dundaði heima í garðinum og í húsinu en núna hef ég tekið að mér tímabundið verkefni fyrir Vörubíla- stöð Keflavíkur og verð við það í u.þ.b. tvo mánuði. En það er ekkert fastmótað komið hjá mér að öðru leyti,“ sagði Jóhann Einvarðsson. Jóhann var meira og minna í fríi í maí og júní en fór ekki langt enda þurftu íbúar á suðvesturhominu ekki að elta veðurblíðuna eins og oft áður. Jóhann sat á þingi í samanlagt 7 ár og fékk biðlaun í þrjá mánuði. En hvernig líst honum á að vera far- inn að starfa á öðrum vettvangi? „Mér líst bara mjög vel á það. Það gengur a.m.k. ágætlega verkefnið sem ég er að vinna að núna. Ég skal ekki segja um framtíðina enda veit ég ekki hvað hún ber í skauti sér en það er ágætt að skipta um starf. Það er viss endurnýjun sem fer þá fram og menn verða að taka sig öðruvísi á.“ - Heldurðu að þú eigir eftir að sakna gamla starfsins? „Já, að vissu leyti geri ég það, enda er það ekkióeðlilegt." -GRS Jóhann hefur tekið að sér tímabund- ið verkefni fyrir Vörubílastöð Kefla- víkur. Jón Sæmundur Sigurjónsson: Höfum haldið lífi í pressunni „Ég er í sérverkefni hjá Sighvati Björgvinssyni heilbrigðisráðherra. Ég gegni þar störfum aðstoðarmanns án þess að heita aðstoðarmaður því ég átti hér stöðu inni í ráðuneytinu frá fyrri áram. Þannig að min verk- efni era slík en ég heiti að vera í sér- verkefnum," sagði Jón Sæmundur Sigurjónson. Jón Sæmundur tók til starfa í ráöu- neytinu 2. maí og hefur haft nóg að sýsla. M.a. hefur hann samið, ásamt nokkrum góðum læknum og lyfja- fræðingum, lyfjareglugerð nokkra sem hefur vakið töluverða athygli. Jón Sæmundur segir að hvert verk- efnið á fætur öðru hafi borist inn á borð til sín og honum skilst að þetta hafi að einhverju leyti haldið lífi í pressunni í sumar. Þessi fyrrum þingmaður hefur greinilega nóg á sinni könnu en Töluverð breyting varð í röðum þingmanna við síðustu kosningar. Sumir héldu sætum sínum en aðrir ekki og á þessari mynd má sjá nokkra fyrrum þingmenn sem nú er komnir á annan starfsvettvang. n—^— ;• "V W.q ' : r - p-i |;i f | p .. j 1 í . 1 ii . -4 •ý Jf hvernig kann hann við það að vera farinn úr sölum Alþingis og í störf hjá ráðuneytinu? „Ég hef satt að segja ekki haft tíma til að hugsa um það sökum anna. Ég tek bara hverju verki eins og það berst að. Það var ljómandi skemmti- legur tími og 'skemmtilegir vinnufé- lagar inni á Alþingi en það er ekki síður skemmtilegt fólk og ánægjuleg verkefni hér í ráðuneytinu. Þannig að mér líður sfður en svo illa.“ Jón Sæmundur gat skotist í frí í eina viku og skrapp þá í kringum landið og einnig hélt hann upp á þrjá- tíu ára stúdentsafmælið með félögum sínum norður á Akureyri á sjálfan þjóðhátíðardaginn. En þrátt fyrir nýjan starfsvettvang er ekki að sjá að hann hafi misst samband við fyrr- um kjósendur. „Mér virðast þeir haga sér eins og ég sé ekki kominn af þingi og þeir halda ennþá ótrauðir sambandi við mig. Ég er ennþá eins konar lands- byggðarþingmaður, ég gegni þeirra erindum eins og ég væri starfandi á þingi. Á því hefur ekkert lát orðið.“ Jón Sæmundur samdi lyfjareglu- gerð ásamt nokkrum öðrum sem hefur vakið töluverða athygli. Aðspurður um áhugamáhn segir Jón Sæmundur að það beinist helst að því að fjölga timum í sólarhringn- um enda nægi honum ekki 4-5 tíma svefn til lengdar. Við frekari eftir- grennslan viðurkennir hann þó að áhugi á fjallgöngum sé mikill en seg- ist jafnframt ekki hafa getað sinnt því sem skyldi á svona góðu sumri. -GRS Þingmenn sem létu af störfum ívor: Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Alexander Stefánsson Árni Gunnarsson Ásgeir Hannes Eiríksson * Birgir ísl. Gunnarsson Danfriöur Skarphéðinsdóttir Geir Gunnarsson Guömundur Ágústsson Guðmundur H. Garðarsson Guðmundur G. Þórarinsson Guðrún J. Halldórsdóttir Hreggviður Jónsson Jóhann Einvarðsson Jón Sæmundur Sigurjónsson Julíus Sólnes Karvel Pálmason Kristinn Pétursson Matthías Á. Mathiesen Málfríður Sigurðardóttir Óli Þ. Guðbjartsson Ragnhildur Helgadóttir Skúh Alexandersson Stefán Valgeirsson Þorvaldur Garðar Kristjánsson Þórhildur Þorleifsdóttir * Birgír ísl. Gunnarsson var ráðinn seðlabankastjóri á kjörtúnabilinu. Árni er þessa dagana að setja á stofn hlutafélag um isverksmiðju í Hafnarfirði. Ámi Gunnarsson: Alþingi er ekkinafli alheimsins „Það er af mörgu að taka. Ég tók til höndunum og sinnti ýmsum við- haldsverkefnum sem hafa setið á hakanum, bæði húsið og garðurinn. Svo erum við að setja á stofn hlutafé- lag um ísverksmiðju suður í Hafnar- firði. Þetta er sextíu tonna verk- smiðja og það er búið að vinna alla undirbúningsvinnuna og á næstu dögum stendur til að ganga frá öhum samningum," sagði Árni Gunnars- son í samtali við DV aðspurður um hvað hann hefði verið að sýsla frá þinglokum í vor. Ætlunin er að reisa verksmiðjuna helst fyrir áramót en framleiðslan er ætluð fiskmarkaðnum, bæði fiski- skipaflotanum og fiskverkendum. Mjög mikhl markaður er orðinn fyr- ir ís og hefur sérstaklega verið í sum- ar vegna hitans en verksmiðjan verð- ur svipuð þeim sem eru í Vestmanna- eyjum og Þorlákshöfn. Árni segir að þetta hafi tekið mikinn tíma en hann þurfti einnig að ganga frá nokkrum málum á Alþingi og starfaði þar tölu- vert eftir kosningar. Árni sat á Alþingi í 11 ár með hléum en hvernig finnst honum að takast á við ný verkefni? „Það er bara mjög gott. Alþingi er ekki nafli alheimsins en engu að síður er þetta skemmti- legur vinnustaður og þingmennskan að mörgu leyti mjög skemmtilegt starf þó hún sé tímafrek." Lítið hefur verið um frí frá þinglokum en Árni segist hafa skroppið einn og einn dag út á land en þó ekki í sumarfrí. Hvað áhugamálum viðkemur er helst að fiölskyldan og þá litla dóttirin fái nú meiri tíma og ennfremur útivera og útivist en Árni segist hafa getað sinnt því sæmflega enda veðrið verið mjög gott. -GRS Guðrún er komin aftur í sitt gamla starf sem forstöðukona hjá Náms- flokkum Reykjavikur. Guðrún J. Halldórsdóttir: Sakna ekki þingmennsk- unnar „Ég fór strax í mitt gamla starf sem forstöðukona hjá Námsflokkum Reykjavíkur enda var ég bara í fríi þaðan. Reyndar byrjaði ég ekki alveg um leið enda var ég á launum fyrst á eftir. Ég hef afskaplega mikla ánægju af þessu starfi sem ég er í en það er auðvitað hart að tapa eins og gefur að skilja en ég sakna ekki þing- mennskunnar í sjálfu sér,“ sagði Guðrún J. Halldórsdóttir. Þrátt fyrir að Guðrún sé komin aftur í gamla starfið af fullum krafti gaf hún sér tíma til að skreppa í frí og gleyma amstri hversdagsleikans. „Ég skrapp í hálfsmánaðarferð um landið sem var mjög skemmtilegt. Ég fór austur að Jökulsá á Breiða- merkursandi og vestur í Breiða- fiarðareyjar. Þetta var svona hálf- hringur og þetta var mjög gott enda veðrið alveg frábært." Það er greinilegt á öllu að Guðrún saknar ekki þingmennskunnar í augnablikinu enda um ýmislegt ann- aö hægt að hugsa í góðviðrinu sem hefur ríkt í sumar. En skyldi vera komið annað hljóð í strokkinn þegar þingið kemur saman í haust? „Ég held að það verði ekki. Á hinn bóginn er ég varaþingmaður og tek því alltaf þátt í þingflokksstörfum og er með annan fótinn þama og er því alls ekki búin að yfirgefa sviðið fyrir fullt og allt,“ sagði Guðrún. -GRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.