Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 12
12 LAUQARDAGUR 27. JÚLÍ 1991. Erlend bóksjá Tvö ár liðin frá vorinu í Peking Helsærður námsmaður fluttur frá Torgi hins himneska friðar eftir árás Al- þýðuhersins á námsmenn sumarið 1989. Símamynd Reuter Liðin eru rúm tvö ár síðan ungt fólk í Peking og nærliggjandi há- skólaborgum í Kína safnaðist saman á Tiananmen - Torgi hins himneska friðar - og krafði kommúnísk stjóm- völd landsins um aukið lýöræði og minni spillingu. Heimurinn varð vitni að ofur- mannlegum stórhug unga fólksins sem var reiðubúið að fórna lífi sínu fyrir málstaðinn með því að svelta sig í hel. Hundruð þúsunda manna sýndu stuðning sinn í verki með því að mæta á torginu. Margir héldu að þetta væri upphaf endaloka kínverska kommúnism- ans; að öldungarnir, sem stjórna Kínaveldi, yrðu smám saman að gefa eftir meö svipuðum hætti og komm- únistaleiðíogarnir í Austur-Evrópu og Sovétríkjunum. Kæft í blóði En það var öðru nær. Þvert á móti var eins og sagan um vorið í Prag 1968 væri að endurtaka sig í breyttri mynd. Að morgni 4. júní 1989 gerði Al- þýðuherinn innrás á Torg hins him- neska friðar og kæfði friðsöm mót- mæli námsmanna í blóði saklausra fómarlamba. Amnesty-samtökin telja að ekki færri en eitt þúsund hafi látiö lífið. Sumir leiðtogar mótmælenda voru handteknir, pyntaðir og drepnir eða dæmdir til langrar fangelsisvistar. Það átti jafnvel við um suma þeirra sem flúðu til Hong Kong, þar sem frelsið á að ríkja undir breskum verndarvæng, því þeir voru sendir beint til baka aftur í hendur morð- ingjanna. Aðrir gátu flúið til Vesturlanda og haldiö baráttunni þar áfram sem hrópendur í eyðimörkinni. Einn þeirra er Li Lu, höfundur þessarar bókar. Fátækt og spilling Li Lu, 23 ára hagfræðistúdent frá Nanjing, var einn af leiðtogum vors- ins í Peking. Hann hafði þegar látið til sín taka meðal námsmanna í Nanjing en hélt til Peking þegar frið- söm mótmæli hófust þar fyrir alvöru seinnipartinn í apríl árið 1989, tók þátt í hungurverkfallinu og varð einn I j_jU_ FBOM THE OULTURfiL REVOLUTIORl TO TiANARIMEIV SQUARE af foringjum og talsmönnum náms- manna á torginu. En saga Li Lu hefst ekki þar. í fyrri hluta bókar sinnar lýsir hann æsku sinni og uppvexti. Frásögn hans af fátækt, spillingu og mannvonsku er með ólíkindum. Mörg æskuárin ólst hann upp flarri foreldrun sínum - á barnaheimih eða hjá vandalausum. Hann vissi ekki hvers vegna, nema hvað á honum dundu fullyrðingar um að faðir hans og móðir hefðu veriö njósnarar og gagnbyltingar- menn. Síðar, þegar hann komst til foreldranna á ný, fékk hann að vita að þeir - sem menntamenn - höfðu orðið menningarbyltingunni að bráð, misst störf sín og verið sendir í þrælkun til að bæta fyrir ímyndað- ar pólitískar misgjörðir sínar. Frásögnin af æskuárunum; fátækt- inni, kúguninni í stóru sem smáu í nafni hugsjónarinnar, þrældómnum, er áhrifamikil - ekki síður vegna þess að hún er um leið saga svo margra samlanda hans. Leiðin til Tiananmen Þegar Li Lu fór á ný að búa hjá foreldrum sínum kveiktu þeir með honum áhuga á námi. Hann reyndist afbragðs námsmaður og komst í há- skólann í Nanjing. í fyrstu stundaði hann eðlisfræði en skipti síðan yflr 1 hagfræði. Foreldrar hans reyndu að fá hann ofan af því; hagfræði myndi leiða til stjórnmálaafskipta sem væru hættuleg í Kína. Á miðjum síðasta áratug var geijun í kínverskum háskólum. Li Lu tók þátt í leynilegu málfundafélagi þar sem rætt var þjóðfélagsmál. Hann gekk í kommúnistaflokkinn en gagn- rýndi einnig spillinguna sem hann sá allt í kringum sig. Á þessum árum var Hu Yaobang leiðtogi flokksins. Hann var talinn umbótasinnaður. Árið 1987 var hon- um hins vegar vikið frá þar sem hann þótti ekki nógu ákveðinn gagnvart námsmönnum sem höfðu í frammi kröfur um aukið frelsi í landinu. í apríl árið 1989 andaðist Hu. Náms- menn í Peking og víðar vildu sýna honum virðingu sína. En þegar fundahöld þeirra höfðu á annað borð hafist var eins og þau mögnuðust af sjálfu sér. Með þeim hófst flóðbylgjan sem endaði á Torgi hins himneska friðar tæpum tveimur mánuðum síð- ar. Li Lu lýsir þeim viðburðum ágæt- lega frá sjónarmiði námsmannanna. Hvað svo? Li Lu og félagar hans eru sann- færðir um að vorið í Peking sé und- anfari breyttra tíma; lýðræði muni komast á í Kína. Vel kann svo að fara. En biðin get- ur orðið harla löng. Á þeim tveimur árum sem liðin eru hefur í það minnsta ekkert gerst sem eykur á bjartsýni í þeim efnum: harðlínu- stjórnin festir sig sífellt betur í sessi í Peking. Hefndaraðgerðir gegn and- mælendum kommúnista hafa kostað marga frelsið eða lífið. Vestræn ríki, svo sem Bandaríkin, sýna kínversk- um stjórnvöldum vinsemd og við- skiptaáhuga sem fyrir blóðbaðið. Li Lu og félagar hans sem sluppu undan böðulsklónum eru enn útlagar. En minnug þess að það liðu meira en tuttugu ár frá því vorið í Prag var kæft í blóði þar til lýðræðið sigraði í Tékkóslóvaiuu, er ef til vill rétt að vera ekki of svartsýn. Kannski er það ekki spurning hvort heldur einungis hvenær einræðið mun einnig láta undan síga í Kína. MOVING THE MOUNTAIN. Höfundur: Li Lu. Pan Books, 1990. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Thomas Harris: THE SILENCE OF THE LAMBS. 2. Len Detghton: 8PY SINKER. 3. James Horberl: CREED. 4. Barbara Taytor Bradford: THE WOMEN IN HIS LIFE. 5. Tbomaa Harrls: RED DRAGON. 6. Sldney Shaldon: MEMORIES OF MIDNIGHT. 7. Melvyn Bragg: A TIME TO DANCE. 8. Winslon Graham: THE TWISTED SWORD. 9. Wilbur Smlth: GOLDEN FOX. 10. Olck Francis: LONGSHOT. Rít almenns eðlis: 1. Patar Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 2. Clive James: MAY WEEK WAS IN JUNE. 3. Hannah Haumwell: DAUGHTER OF THE DALES. 4. Roeemary Conley: COMPLETE HIP & THIGH DIET. 5. Hannah Hauxwell: SEASONS OF MY LIFE. 6. PROMS *81. 7. Orlvlng Standards Agency: YOUR DRIVING TEST. 8. Rosemary Conley: INCH LOSS PLAN. 9. Robert Harrls: SELUNG HITLER. 10. Sally Ann Voak: THE FATFIELD DIET. (Byggt á The Sunday Times) Bandaríkin Skáldsögur: 1. Dean R. Koontz: THE VOICE OF THE NIGHT. 2. Scott Turow: BURDEN OF PROOF. 3. Rosamunde Pllcher: SEPTEMBER. 4. Cllve Cussler: DRAGON. 5. John Saul: SECOND CHILD. 6. Sandra Brown: BREATH OF SCANDAL. 7. C.V. Andrews: SECRETS OF THE MORNING. 8. Jude Ðeveraux: MOUNTAIN LAUREL. 9. Thomas Harris: THE SILENCE OF THE LAMBS. 10. Marti Lelmbach: DYING YOUNG. 11. Cynlhia Freeman: ALWAYS AND FOREVER. 12. Joseph Wambaugh: THE GOLDEN ORANGE. 13. Sue Grafton: „G“ IS FOR GUMSHOE. 14. Thomas Harris: REO DRAGON. 15. Johanna Lindsey: ONCE A PRINCESS. Rit almenns eölis: 1. Deborah Tannen: YOU JUST DON'T UNDERSTAND. 2. Forrest Carter: THE EDUCATION OF L1TTLE TREE. 3. Robert Fulghum: ALL I REALLY NEED TO KNOW I LEARNED IN KINDERGARTEN. 4. Mary Catherlne Bateson: COMPOSING A UFE. 5. M. Scott Peek: THE ROAD LESS TRAVELED. 6. Robert Fulghum: IT WAS ON FIRE WHEN I LAY oown on rr. 7. Kennelh C. Davls: DON'T know MUCH ABOUT HISTORY. 8. George F. Will: MEN AT WORK. 9. Dave Barry. DAVE BARRY TURNS 40. 10. S. Jill Ker Coneway: THE ROAD FROM COORAIN. (Byggt á New York Timcs Ðook Review) Danmörk Skáldsögur: 1. Mary Wesley: SENSOMMERUDFLUGT. 2. Betty Mahmoody. IKKE UDEN MIN DATTER. 3. Fraslev Christensen: TORNEN I 0JET. 4. A. de Saint Exupery: DEN LILLE PRINS. 5. Johannes Mollehave: SKUFFELSER DER IKKE GIK I OPFYLDELSE 6. Totn Wolfe: FORFÆNGELIGHEDENS BAL. 7. Anne Karin Elstad: MARIA, MARIA. 8. Stephen King: ONDSKABENS HOTEL. 9. Jean M. Auel: HULEBJ0RNENS KLAN. 10. Bruce Chatwin: DROMMESPOR. (Byggt á Políliken Ssndag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson Að nálgast sannleikann Fyrsta spennusaga bandaríska höfundarins Scotts Turow, Pre- sumed fnnocent, sló í gegn svo um munaði fyrir nokkrum árum. Hún fjallaði um saksóknara sem er ákærður fyrir morð en sýknað- ur vegna skorts á sönnunum og varnar snjalls lögfræðings. Nú hefur Turow send frá sér aðra spennusögu. Þar er lögfræö- ingurinn áðurnefndi í aðalhlut- verkinu. Þegar hann kemur heim til sín einn daginn hefur eigin- konan framið sjálfsmorð. Hvers vegna? Sú spurning leitar að sjálfsögðu mjög á lögmanninn sem reynir eftir megni að nálgast sannleikann og kemst þá að ýmsu um fjölskyldu sína og vini sem honum hafði áður verið gjörsam- lega hulið. Þetta er óneitanlega spennandi saga en hún hefði hefði þó batnað til muna við röska notkun beittra skæra. Er reyndar sérkennilegt hversu margir vinsælir spennu- sagnahöfundar þjást af ríkri langlokutilhneigingu. THE BURDEN OF PROOF. Höfundur: Scott Turow. Penguin Books, 1991. Úr Mafíunni í kv i kmy nd irnar Chili Palmer er lítill mafíukall í Miami; stundar einkum okur- lánastarfsemi. Þegar hann fær fregnir af því að einn skuldugra viöskiptavina, sem talið var að hefði látið lífið í flugslysi, sé lík- lega bráölifandi að eyða líftrygg- ingafénu í Las Vegas eða Los Angeles fer Palmer vestur til að reyna að innheimta skuldina. • Á vesturströndinni kemst Pal- mer í kynni við kvikmyndafram- leiðandami Harry Zimm sem hef- ur gert fjöldann allan af ódýrum hryllingsmyndum en á nú í vand- ræðum með að fjármagna nýtt kvikmyndaævintýri. Palmer kemst að raun um að reyndur mafíósi getur gert það harla gott í kvikmyndabransanum. Þetta er frekar óvenjuleg saga frá hendi Elmore Leonards sem er einn besti spennusagnahöf- undur vestanhafs um þessar mundir. Persónurnar eru áhuga- verðar, lýsingarnar bráöfyndnar og spennan eykst þegar líða tekur á söguna. Tilvalin afþreying í sumarleyfinu. GET SHORTY. Höfundur: Elmore Leonard. Dell Publishing, 1991.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.