Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ1991. 15 Af pólití sku veðurfari Mikil guðsblessun er að hann skuli vera farinn að rigna. Eftir margar vikur af sólskini og hita- beltisloftslagi er veðrið loksins orð- ið „normalt" aftur og maður getur stundað vinnu, heimili og tóm- stundir meö eðlilegum og venju- bundnum hætti án þess að eiga það á hættu að góöa veðrið spilli fyrir manni sumrinu. Nú er aftur hægt að ganga að því visu að börnin geti notað drullupollafötin áður en þau vaxa upp úr þeim. Fólk getur aftur pantað sólarlandaferðir án þess að eiga það á hættu að það missi af sól og sumri hér heima. Nú geta laxveiðimennirnir glaðst yfir rign- ingarvatni í ánum og nú þarf ekki að óttast kröfur frá fjölskyldunni um útilegur eða tjaldbúðir. Nú er ísland orðið eins og það á að sér og erlendir túristar geta tekið gleði sína á nýjan leik þegar rigning- arsuddinn og kvöldnepjan gefur þeim rétta mynd af þessu guðs út- valda landi veðra og vinda. Þá fara þeir ekki lengur landavillt. Ekki þar fyrir að mér hafi leiðst í góða veðrinu. Ég er búinn að fara bæði norður og vestur og þó aðal- lega út í garðinn heima hjá mér og hef rekið andlitið framan í sólar- geislana og hagað mér eins og hver annar nýsleginn unglingur í glað- bjartri sumarsólinni. En sólskinið er lýjandi svona dag eftir dag og sér í lagi þegar maður situr inni á loftlausri skrifstofunni og heyrir skarkala götunnar úr fjarska; þennan óborganiega nið frá bílum, samræöum og glaðværri músík út- varpsstöðvanna. AUur þessi ys og þys bæjarlífsins fyrir utan gluggann minn, hitinn og birtan, gerir mann órólegan og óþreyju- fullan og eyðileggur einbeitinguna. Fyrir utan það hvað þjóðfélagið verður sinnulaust um ábyrgð sína og skyldustörf og stjómmálamenn týnast í sumarfríunum og frétta- leysið dregur allan mátt úr fjöl- miðlunum. Fimm stjömu læknar Sighvatur heilbrigðisráðherra verður að vísu ekki sakaður um aðgerðaleysi. Hann er með mörg jám í eldinum og heyr bæði lyfja- stríð og annað stríð í Ölfusinu og var svo sem ekki vanþörf á að Ölf- usingar eignuðust sína Flugumýri og sinn Bergþórshvol í þeim heljar- slóðarbardaga sem nú fer fram að Sogni. Þar stendur baráttan um það hvort sveitin verði blómagarð- ur eða fangelsi og hafa þeir þó bæði náttúrulækningahælið og Litla-Hraun í sínu nágrenni. Og einu sinni bjó Kristmann í Hvera- gerði og þótti engum mikið! Nú er sem sagt Sighvatur búinn að ákveða að réttargeðdeild verði sett upp að Sogni og spenningurinn er fólginn í því hvort hjúkrunarlið og sérfræðingar fáist til starfa aust- an heiðar. Lára Halla fullyrðir að svo verði ekki og geta menn svo velt því fyrir sér hvort það er vegna sjúklinganna, sem þeir eiga að ann- ast, eða sveitunganna sem vilja sótthreinsa svæðið! Eða þá bara vegna þess að fimm stjörnu læknar vilja ekki búa fyrir austan! Lyfjastríð Sighvats heilbrigðis- ráðherra er annars konar stríð en Sognsbardagi og á rætur sínar að rekja til tilrauna ráðherrans við að draga úr lyfjakostnaði ríkisins. Það gengur ekki andskotalaust og enda þótt ég hafi samúð með sjúku fólki, sérstaklega ef það er gamalt og lifir af ellilaunum einum saman, þá get ég séð skynsemina i því að draga eitthvað úr því örlæti velferðarinn- ar að greiða niður lyf fyrir þá sem að öðm leyti hafa nóg íjárráð og ágæta heilsu, nema þegar kvefpest- ir, magakveisa eða höfuðverkur hrjáir þá. Eða annað í þeim dúr. Islendingar hafa étið pillur af meiri móð en annars staðar þekkist og læknar virðast hafa verið óspar- ir á reseptin. Hvað gerir það til þótt krukkað sé í þann ósið? Það er óþarfi að saka ráðherrann um árásir á lítilmagnann af því tilefni. Gamanið að káma Hitt er annað að enda þótt heil- brigðisráðherra sé að koma skikki á lyfjamálin gagnar það víst lítið, eitt út af fyrir sig, til að rétta ríkis- sjóðinn af. Fjármálaráðherra nefn- ir að tuttugu og fimm mfiljarða króna vanti upp á að endar náist saman á fjárlögum og varla bjarg- ast sá halli við að hækka verð á pilluglösum! Ráðherramir hafa komið hver um annan þveran og lýst því fjálglega að nú verði að stokka upp í kerfinu. Mæli þeir manna heilastir. En gamanið fer að káma þegar hugmyndir heyrast um að ríkissjóður mkki skólagjöld og sjúkrahúsagjöld og kerfisbreyt- ingin verði fólgin í því einu að leggja ný gjöld á almenning. Það lá við að þjóðin hrykki upp í sólbað- inu. Það var skoúið á annars konar veðurfar, póhtískt veðurfar. Ráð- herrarnir hafa villst af leið eins og útlendu túristamir. Þessir sömu ráðherrar hafa verið að lofa okkur kjósendum því að skattar verði ekki hækkaðir og gott ef ekki var gert um það heiðurs- mannasamkomulag úti í Viðey. En í þeim töluðum orðum er því svo bætt við að ekki sé óeðlilegt þótt innheimt séu þjónustugjöld fyrir ýmsa opinbera starfsemi sem al- menningur nýtur góðs af. Sá sem fer í sundlaug greiðir aðgangseyri, segir forsætisráðherra og virðist meina að sá sem gangi í skóla eigi með sama hætti að greiða aðgangs- eyri að skólahúsinu. Og sjúkrahús- inu þegar hann er lagður inn. Allt eftir efnum og ástæðum bæta þeir við sem lengst hafa gengið í um- ræðunum um þjónustugjöldin og visa til þess að einfalt sé að taka mið af skattframtölum nemenda og sjúkhnga! Það þarf hugmyndaflug til að halda að hægt sé að plata fólk með Laugardags- pistiU Ellert B. Schram þessum orðaleik. Fyrst eigum við að greiöa skatta í þágu samneysl- unnar og svo eigum við að greiða þjónustugjöld fyrir þessa sömu samneyslu. Og þá heita það ekki lengur skattar! Þetta væri kannski brúkleg röksemdafærsla ef skóla- skyldan verður afnumin og fólk fær því ráðið hvort það veikist eða ekki. Þá er sjálfsagt að rukka þá sem heimta sjúkrarúm á spítala af þvi þeir eru svo vitlausir að veikj- ast. En það er því miður hvorki á valdi hæstvirtra ráðherra né okkar óbreyttra kjósenda að ráða örlög- um okkar í heilsufarinu. Og það verður söguleg stund í hehbrigöis- málum Islendinga þegar fyrsti sjúkhngurinn veröur lagður inn og fuhtrúi gjaldheimtunnar heimtar skattskýrsluna af honum áður en læknirinn hefst handa um að greina sjúkdóminn. Sá stjórnmálamaður, sem hefur fífldirfsku til að ráða stöðumæla- verði á sjúkrarúmin og skólastof- urnar, þarf ekki að kemba hærurn- ar í pólitíkinni. Það verður hans Waterloo. Sama krónan Ég veit að sólskinið hefur verið með mesta móti í sumar og þjóðin hefur ekki mátt vera að því að spá í sph stjórnmálanna. Hún ætlast til að ný ríkisstjórn bjargi því sem bjargað verður. En einhvern veg- inn stóð maður í þeirri meiningu að uppstokkunin á kerfinu væri hugsuð í þá áttina að ríkiö drægi úr umsvifum sínum í stað þess að leggja fleiri gjöld á þjóöina th að hún borgaði meira. Ef fjármálaráð- herra segist ekki ætla að sækja meiri skatta í vasa almennings er það þakkarvert. Þangað er heldur ekkert að sækja. Það fylgdi hins vegar aldrei sög- unni að það sem hann ætlar ekki að taka úr hægri vasa almennings hafi hann hugsað sér að taka úr þeim vinstri. Það eru ekkert annaö en hundakúnstir af bhlegustu gráðu að þykjast ekki hækka skatta en leggja þjónustugjöld á í staðinn. Það kemur út á eitt fyrir greiðand- ann hvort greiðslan heitir skattur eða gjald. Það er að minnsta kosti sama krónan á mínu heimili úr hvorum vasanum sem er. Nú eru rökin sjálfsagt þau á bak við þessa hugmyndafræði að þeir einir þurfi að greiða sem þjón- ustunnar njóti. Sá sem hverfur frá námi sleppur við gjaldtökuna. Sá sem ekki veikist sparar sér sjúkra- kostnað. En máhð er ekki svona einfalt. Jafnvel þótt ég verði stálhraustur fram á grafarbakkann og þurfi aldrei á neinni sjúkravist að halda er ég eins og aðrir íslenskir skatt- borgarar að greiða mina tíund th þjóðfélagsins, greiða mín iðgjöld í sameiginlegan sjóð landsmanna, ríkiskassann, th að tryggja mig fyr- ir áföllunum; taka þátt í samhjálp- inni og dreifa byrðinni. Þannig er skóla- og hehbrigðiskerfi haldið uppi sem öryggisneti. Fyrir einn og fyrir aha. Við þessum gnmdvah- arviðhorfum th menntunar, hjúkr- unar og samhjálpar verður ekki hróflað nema bylting hljótist af. Menn mega krukka í lyfjaveröið, enda verði lyfjakostnaður áfram greiddur niður fyrir þá sem þess þurfa með. Menn mega krukka í námslán með þeim hætti að lánþeg- ar borgi eðlhega vexti. Menn geta meira að segja horft framan í þjóð- ina og viðurkennt hreinlega að skattarnir dugi ekki til að standa undir sameiginlegum sjóði meðan verið er að vinda ofan afbruðli for- tíðarinnar. Keisarans skegg Aht þetta má endurskoða og framkvæma ef það er gert á sama tíma og kerfið er stokkað upp. Og þegar ég tala um kerfið á ég við opinber umsvif í atvinnurekstri, niðurgreiðslur til óarðbærrar at- vinnubótavinnu, óhóflega yfir- byggingu, flottræfilshátt yfirstétt- arinnar í ríkisgeiranum, gæluverk- efni og staðnaðan hugsunarhátt í framleiðslugreinum, markaðsmál- um og ímynd íslands í breyttum heimi. Viö höfum hjakkað í sama farinu og sjáum helst ekki út fyrir landsteinana af ímynduðum ótta um afsal fullveldis og þjóðernis. Við sætum sennhega enn inni í torfkofunum ef heimsstyrjöldin síðari heföi ekki fært okkur stríðs- gróðann upp í hendurnar og neytt okkur til alþjóðasamskipta. Meðan öll þessi framtíðarverk- efni blasa við okkur er verið að deila um það keisarans skegg hvort leggja eigi þjónustugjöld á sjálf- sagða samneyslu. Við leysum aldr- ei vanda ríkissjóðs með sjúkra- sköttum og skólasköttum eða með því að ráðast gegn hornsteinum samhjálparinnar. Stjórnmálamennirnir eiga að snúa sér að raunverulegum niður- skurði á þeim mhljörðum sem renna th óarðbærrar atvinnustarf- semi. Stöðnun í hagvexti, stöðnun í lífskjörum er upphaf og endir þeirrar efnahagslegu og fjárhags- legu klípu sem þjóðarbúiö er í. Þar er verk að vinna fyrir ráðherra sem vhja koma umbótum á. Þar hggur spamaðurinn og þar liggja mögu- leikarnir th bæði að spara og afla tekna. Þegar sumarveðrið verður „normalt" á ný og þjóðin má vera að því að vakna th lífsins þurfa ráðamenn þjóðarinnar að normal- iserast og venja sig við þá tilhugsun að þeir búa í sama landi og við sama póhtíska veðurfarið og allir hinir. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.