Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1991. Nauðungaruppboð Þriðja og síðasta sala á fasteigninni Eldisstöð að Laugum í Landmanna- hreppi, þ.e. 6 ha. lands, ásamt öllum mannvirkjum og tækjum, þingl. eig- andi þrotabú Búfisks hf„ Hvolsvelli, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudag- inn 31. júlí '91, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru Landsbanki íslands, Ævar Guðmundsson hdl. og Hróbjartur Jónatansson hrl. UPPBOÐSHALDARINN I RANGÁRVALLASÝSLU LA USAMÖL A niiar“R W ÚTSALAN hefst mánudaginn 29. júlí 30% afsláttur Barnafataverslunin GRfUMRARIHIR FYRIRLESTUR: LEIÐIN TIL AÐ AUKA MEÐVITUND OG ÆÐRI VIDDIR INDVERSK TRÚARTÓNUST SKUGGAMYNDASÝNING Í ÞRÍVÍDD STÓR GRÆNMETISVEISLA 28.07. KL. 19.30, LAUGAVEGI 163, S. 620672 Til sölu fasteignir á Eskifirði, Vík í Mýrdal og Þorlákshöfn Kauptilboð óskast í eftirtaldar húseignir: Túngata 1, Eskifirði, neðri hæð, stærð íbúðar 283 m3, brunabóta- mat kr. 5.132.000. Eignin verður til sýnis í samráði við Sigurð Eiríksson sýslumann, Eskifirði, sími: 97-61230. Víkurbraut 21A (sláturhús), Vík í Mýrdal, stærð eignar 5105 m3, brunabótamat kr. 26.636.000. Til sýnis í samráði við Sigurð Gunn- arsson sýslumann, Vík I Mýrdal, sími: 98-71176. Unubakki 42-44 (frystihús), Þorlákshöfn, stærð hússins 10061 m3, brunabótamat kr. 100.174.000. Húsið verður til sýnis í sam- ráði við Hallgrím Sigurðsson, Þorlákshöfn, sími: 98-33586. Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá ofangreindum aðilum og á skrifstofu vorri. Tilboðum sé skilað til skrifstofu vorrar, Borgartúni 7, Reykjavík, fyrir kl. 11.00 þann 8. ágúst 1991. IIMIMKAUPASTOFNUIM RIKISIIMS BORGARTUNI 7 105 REYKJAVIK BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS HUGMYNDASAMKEPPNI Búnaöarbanki íslands efnir til hugmyndasamkeppni um útlit og skipulag afgreiðslusala í útibúum bank- ans í samvinnu við Arkitektafélag íslands. Þar sem þróun í bankamálum hefur verið talsverð nú á síðastliðnum áratug hefur það leitt til þess að afgreiðsluhættir breytast stöðugt. Á næstu árum er því fyrirsjáanlegt að endurnýja þarf afgreiðslusali þankans með tilliti til nýrra tíma. Viðfangsefni þessarar samkeppni er því að leita nýrra hugmynda að yfirbragði afgreiðslusala Búnaðar- bankans sem gæti endurspeglað þá reisn og það vandaða yfirbragð sem aðalbygging bankans í Aust- urstræti 5 hefur. Heimild til þátttöku hafa félagar Arkitektafélags ís- lands og innréttinga- og innanhússhönnuðir. Keppnislýsing liggur frammi hjá Arkitektafélagi ls- lands, Freyjugötu 41, en önnur keppnisgögn fást hjá trúnaðarmanni keppninnar, Guðlaugi Gauta Jóns- syni arkitekt, vs. 622324, hs. 20789, og skal skila tillögum til hans eigi síðar en 5. nóvember nk. Matgæðingur vikunnar_ Fiskur í ofni DV-mynd JAK „Ég byrjaöi að fást viö elda- mennsku þegar ég var krakki og hef alltaf haft töluverðan áhuga á matargeröarlist. Mér fmnst gaman aö elda finan mat en ég geri nú ekkert voðalega mikiö af því,“ segir læknaritarinn Ásdís Benedikts- dóttir en hún er matgæðingur vik- unnar aö þessu sinni. ! Ásdís mælir með fiskrétti og segir hann sérstaklega vinsælan og jafn- framt ljúffengan en aö auki mun vera mjög fljótlegt að matreiða uppskrift læknaritarans. Aðferð Uppskriftin gerir ráð fyrir u.þ.b. 1 kg af flski og hún er ætluð 4-6. Nota má ýmist ýsu eða lúðu eða jafnvel báöar tegundirnar saman. Skerið fiskinn í bita (Það er alltaf gott aö geyma hann í köldu vatni áöur en hann er matreiddur). Velt- ið fisknum upp úr hveiti eða heil- hveiti og kryddið með salti, pipar, karríi eða steinselju - allt eftir smekk hvers og eins þegar ákveða skal kryddtegundina. Steikið fisk- inn í ólífuolíu og setjið marinn hvít- lauk út í eftir því sem þurfa þykir. Fiskurinn er steiktur mjög lítið og settur í eldfast mót og sveppir og laukur settur yfir eftir efnum og ástæðum. Þar næst kemur sam- an við þetta 1 peli af rjóma og ca 2 dl af mysu. Aö lokum fer yfir þetta rifmn ostur. Ásdísi fmnst best að nota maribo og jafnvel annan sam- an við og segir að þá komi svo fall- egur litur. Að þessu loknu er allt Asdís Benediktsdóttir matgæðingur. saman sett í ofn við ca 1900 í ca 30 mín. Athugiö að láta réttinn standa í 10-15 mínútur áöur en hann er borinn fram. Meðlæti Með þessu er gott að bera frarn bakaðar kartöflur. Skerið kross á kartöflurnar og setið svohtla smjörklípu á og vefjið inn í málm- pappír. Með kartöflunum er borið fram sýrður rjómi og graslaukur og þá er einnig mjög gott að hafa hvítlauksbrauð með. Til drykkjar er upplagt að hafa hvítvín af ein- hverju tagi. Ásdís skorar á Eyjólf Guðjóns- son, skrifstofumann og sælkera, að verða næsti matgæðingur. -GRS Hinhliðin Skemmtilegast að vera í vinnunni - segir Magnús Jóhannesson, aðstoðarmaður umhverfísráðherra Magnús Jóhannesson, fyrrum sighngamálastjóri, er aðstoðar- maður umhverfisráðherra. Um- hverfismál hafa mikið verið í brennidepli að undanfórnu og þá ekki síst vegna mengunarslyssins á Ströndum. Ráðuneytið og starfs- menn þess hafa haft í nógu að snú- ast en Magnús tók þar til starfa nýlega. Magnús, sem er í tveggja ára starfsleyfi frá siglingamálastofnun, segir að það sé spennandi að takast á við ný verkefni og að menn hafi gott af því að breyta th. Sjálfur seg- ist hann hlakka til að fást við þessi nýju verkefni. Magnús tók vel í að sýna á sér hina hliðina og fara svör hans hér á eftir. Fullt nafn: Magnús Jóhannesson. Fæðingardagur og ár: 23. mars 1949. Maki: Ragnheiður Hermannsdótt- ir. Börn: Bergþóra Svava, 14 ára, og Jóhannes Páh, 12 ára. Bifreið: Mercury Topaz árg. 1987. Starf: Aðstoðarmaður umhverfis- ráðherra. Laun: Þau er í meðallagi. Áhugamál: íþróttir og útivera. Ég spUa knattspymu með félögunum, syndi og fer á skíði. Hvað hefur þú fengið margar tölur réttar í lottóinu? Þrjár, annars spila ég ekki mikið. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vinnan á hverjum tíma er skemmtUegust. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að fást við óleysanleg vanda- mál. Magnús Jóhannesson. DV-mynd GVA Uppáhaldsmatur: Það er soðið heil- agfiski. Uppáhaldsdrykkur: Mjólkin, alla jafna, en fer þó eftir stund og stað. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Rússneski stangarstökkvarinn Sergei Bubka. Uppáhaldstímarit: í sjálfu sér ekk- ert. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Ég skal ekki segja. Þetta er erfið spuming og nú seturðu mig í vanda. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Margaret Thatcher. Uppáhaldsleikari: Það hefur lengi verið Dustin Hoffman. Uppáhaldsleikkona: Meryl Streep. Uppáhaldssöngvari: Paul McCart- ney. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Það kemur enginn upp í hugann. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Fred FUntstone, að sjálfsögðu. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég horfi mikið á fréttir og hef gaman af spennumyndaþáttum sem eru ekki of langir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við íslendingar ættum að taka við hlut- verki hersins hér á landi. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Ég kann vel við rás 2 og finnst það gegnumsneitt besta rásin. Uppáhaldsútvarpsmaður: Stefán Jón Hafstein. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Eg horfi frekar meira á Sjónvarpið en fylgist þó með frétt- um á báðum stöðvum. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Páll Magnússon er minn uppáhalds- maður í sjónvarpi þó hann sé horf- inn af skjánum. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég skemmti mér aUs staðar vel með góðu fólki en er eiginlega hættur að fara á skemmtistaðina. Stefnir þú að einhveiju sérstöku i framtíðinni? Já, svona sem skamm- tímamarkmið er það að komast í frí með fjölskylduna fljótlega. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ég ætla að feröast um landið með íjölskyldunni og við ætlum að njóta þess að vera saman og slappa af. -GRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.