Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1991. Kvikmyndir Um þessar mundir er verið að sýna í Háskólabíói myndina Lömb- in þagna eða The Silence Of The Lambs. Myndin er byggð á sam- nefndri bók sem hefur selst mjög vel og var nýlega gefin út á íslensku í tilefni frumsýningar myndarinn- ar. Það hafa því án efa verið marg- ir sem stóðu frammi fyrir þeim vanda hvort þeir ættu að lesa bók- ina fyrst og sjá síðan myndina eða öfugt. í kvikmyndum er ekki hægt að leyfa sér að halda uppi löngum samræðum eða heimspekilegum vangaveltum því kvikmyndin sem miðill byggir á því að halda athygli áhorfandans með því að láta alltaf eitthvað spennandi eða athyglis- vert vera að gerast á hvíta tjaldinu. Kvikmyndinni má því líkja við lif- andi myndir. Rithöfundar geta hins vegar leyft sér að skapa sitt eigið andrúmsloft með löngum lýsingum á aðstæðum eða persónuleikum. Ólík sjónarmið Yfirleitt er reynslan sú að þeir sem lesa fyrst bókina verða fyrir vonbrigðum með myndina og svo þeir sem sjá myndina fyrst verða fyrir vonbrigðum með bókina. Það virðist svo sem fyrri athöfnin móti hugmynd manna hvernig sú síðari eigi að vera. Fólk saknar atriða sem hafa verið felld niður og finnst efn- ið ekki komast til skiia. Þetta er í sjálfu sér ekki óeðlilegt því efnivið- ur bóka hefur oft á tíðum tekið i í ' Úr kvikmyndinni „Lömbin þagna“ sem sýnd er í Háskólabíói um þessar mundir við mikla aðsókn. handriti án þess að eitthvað færi forgörðum. Leikstjórinn er miklu betur í stakk búinn til að ná yfir- bragði bókarinnar. Þú getur stung- ið upp á eða ráðlagt hvaða blæ myndin á að hafa en texti er alltaf texti.“ Af öðrum myndum má nefna Dying Young sem Julia Roberts leikur í og er byggð á bók Marti Leimbach, The Prince Of Tides, sem er byggð á bók Pat Conroy, en það er Barbra Streisand sem vinn- ur að gerð myndarinnar, og svo Ticket To Ride eftir Dennis Potter. Gott handrit mikilvægt Kvikmyndaverin hafa fyrir löngu áttað sig á því að það er næstum vonlaust að gera góða mynd nema handritiö sé í lagi. Það er hægt að fá þekkta leikara og leikstjóra og eyða ómældum milljónum dollara og enda með mynd sem enginn vill sjá af því að söguþráðurinn höfðaöi ekki til fjöldans. Það er mjög algengt að framleið- endur tryggi sér forkaupsrétt að bókum í ákveðinn tíma. Þetta gefur þó rithöfundum falska öryggistil- finningu því aðeins um 5% af þess- um rétti er nýttur. Rithöfundurinn Warren Adler er einn af þeim sem hefur gert út á þennan markað í ein 5 ár. Hann hefur á þessu tíma- bih selt þijú kvikmyndahandrit, m.a. aö The War Of The Roses. Frá bók til rnyndar miklum umskiptum áður en kvik- myndahandritið verður tilbúiö. Það hefur alltaf verið vinsælt hjá kvikmyndaframleiðendum að kaupa réttinn til að kvikmynda efni vinsælla bóka. Ef bókin hefur verið á metsölulista er þegar tryggð ákveðin auglýsing. Raunar má rekja aftur til 1902 fyrstu kvik- myndina byggða á bókmennta- verki þegar franskur kvikmynda- framleiðandi gerði mynd byggða á verki Emile Zola, L’Assommoir. Myndin var að vísu ekki nema 5 mínútur en braut ákveðið blað í kvikmyndasögunni. Ritstuldur Á þessum tímum leituðu kvik- myndaframleiðendur ekki leyfis rithöfunda hvort þeir mættu kvik- mynda verk þeirra. En þetta breyttist um 1907 þegar rithöfund- urinn Lew Wallace höfðaði mál gegn Kalem kvikmyndaverinu sem haföi gert mynd byggða á bók hans, Ben Hur. Framleiðandinn taldi að kvikmyndin væri góð auglýsing fyrir bókina og það væri nægjan- legt fyrir rithöfundinn. Það var síð- an ekki fyrr en eftir ein 4 ára réttar- höld að dómur féll í þá veru að kvikmyndaverinu var gert skylt að greiða rithöfundinum umtalsverða upphæð fyrir kvikmyndaréttinn. En stundum getur kvikmyndin gert bókina fræga eins og gerðist með óskarsverðlaunamyndina Dances With Wolves Rithöfundurinn Michael Blake ætl- aði upphaflega að skrifa eingöngu kvikmyndahandrit um þetta ákveðna hugðarefni sitt en snerist hugur þegar vinur hans, Kevin Costner, stakk upp á því að hann gerði í þess stað skáldsögu. Annars væri mikil hætta á því að handritið myndi lenda í einum af stöflunum sem hafa safnast upp í henni Holly- wood af handritum sem hafa aldrei séð dagsins ljós sem kvikmynd. Costner fékk síðan kvikmyndaver- ið til að ráða Blake til að gera kvik- myndahandritið. Leikurinn var auðveldari því nú var handritið byggt á bók sem búið var að gefa út. Hins vegar varð bókin Dances With Wolves ekki metsölubók fyrr en myndin varð vinsæl. Mikið úrval í sumar hefur verið og verður frumsýnt mikið af myndum sem byggðar eru á bókum misfrægra rithöfunda. Þar má nefna Billy Bathgate sem er byggð á bók E.L. Doctorows. Það er mikið lagt í þessa mynd enda eru þau Dustin Hoffman og Nicole Donovan í aðal- hlutverkum og leikstjórinn er Ro- bert Benton, fagmaður með mikla reynslu. Myndin gerist í kreppunni og fjallar um kláran strák frá Bronx sem leiðist inn í samstarf við glæpahyski. Þessi ungi piltur, sem ber heitið Billy, er sögumaöur. Hann rifjar upp hvernig hann hóf glæpaferil sinn ásamt ýmsu sem snart hann í æsku. Raunar er þessi söguuppbygging ekki óhk og Mart- in Scorsese notaði í mafíumynd sinni, The Goodfellas. Það verður án efa erfitt að færa svona þekkta og viðkvæma sögu á hvíta tjaldið þannig að allir verði ánægðir. Þegar bókin var gefin út Umsjón Baldur Hjaltason 1989 fékk Doctorow miög góða dóma þar sem Billy Bathgate var lýst sem „nútíma listaverki í amer- ískum bókmenntum" eða „Billy Bathgate er Huck Finn og Tom Sawyer en þó ljóðrænni." Bókin hefur síðan unnið til PEN/Faulkn- er verðlaunanna auk verðlauna bandarísku bókagagnrýnendanna. Hulinshjálmur Það er Walt Disney kvikmynda- veriö sem framleiðir myndina. Það tók nýja stefnu í þessum málum þegar öllu starfsfólki var tilkynnt aö ekkert yrði gefið upp til fjöl- miðla hvaða leið hefði verið valin til að koma boðskap bókarinnar á hvíta tjaldið. Disney kvikmynda- verið hefur hjúpað gerð þessarar myndar hulinshjálmi í þeirri ósk að kvikmyndahúsagestir komi að sjá Billy Bathgate með opnu hug- arfari án fyrirframmótaðra skoð- ana hvemig myndin eigi að vera. Þetta getur verið bæði jákvætt og neikvætt og verður reynslan að skera úr um það hver niöurstaðan verður. Þegar Disney keypti kvikmynda- réttinn að Billy Bathgate var farin dálítiö óvanaleg leið. Disney hafði samband við breska leikritaskáldið Tom Stoppard og bað hann um að skrifa kvikmyndahandritið. Stopp- ard hafði áður kynnst því að skrifa kvikmyndahandrit þegar hann ár- ið 1967 skrifaði handritið að hinni sérstæðu mynd Rosencrantz And Guildenstern Are Dead. Hann hef- ur einnig tekiö fyrir frægar bækur og skrifað upp úr þeim kvikmynda- handrit eins og Eimpire Of The Sun og The Russia House. Ákveðnar skoðanir Stoppard hefur mjög ákveðnar skoðanir á hlutverki sínu sem handritahöfundur. Hann telur ekki hlutverk sitt að vera skapandi. Hann telur sig einnig ekki ábyrgan fyrir því að rödd rithöfundarins endurspeglist á hvíta tjaldinu. „Þessi bók hefur mjög efnismikið innihald sem yfirbragð. Það væri erfitt ef ekki vonlaust að koma öllu þessu efni til skila í kvikmynda- Samt sem áður hefur hann aldrei náð því að eiga metsölubækur í Bandaríkjunum þótt hann slái því upp í gríni að hann hafi komist á listann yfir best seldu bækurnar í Þýskalandi eitt árið. Hann hefur séð markaðinn breytast mjög mikið á undanfomum árum frá því að vera kaupendamarkaður yfir í selj- endamarkað. Kvikmyndaverin hafa borgað ótrúlega háar upphæö- ir fyrir annaðhvort kvikmyndarétt að bók eða að kvikmyndahandriti. í fyrra seldi Adler kvikmyndarétt- inn að bók sinni Private Lies til Tri-Star kvikmyndaversins á hvorki meira né minna en 75 millj- ónir íslenskra króna og það áður en búið var að gefa bókina út. Svo virtist sem sl. ár hafi kvikmynda- verin keppst um að borga meira og meira fyrir kvikmyndaréttinn þangað til það gekk út í algerar öfgar. Fyrr á árinu skrifaði einn af forstjórum Walt Disney kvik- myndaversins minnisblað þar sem hann hvatti kvikmyndaverin til að draga úr kostnaði við gerð kvik- mynda sem væri orðinn fáránleg- ur. Hvort sem það er vegna þessara varnaðarorða eða lélegs kvik- myndasumars í Bandaríkjunum eru framleiðendur í Hollywood orðnir fastheldnir á budduna und- anfama mánuði, a.m.k. hvað varð- ar kaup á kvikmyndarétti þekktra bóka. Helstu heimildir: Variety, American Films.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.