Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1991. 51 Afmæli Friðjón Guðmundsson Friðjón Guðmundsson málari, Suð- urvegi 1, Skagaströnd, er sjötíu og fimmáraídag. Starfsferill Friðjón fæddist aö Miðgörðum í Kolbeinsstaðahreppi. Hann stund- aði nám við Bændaskólann á Hvanneyri 1936-38 og vann almenn landbúnaðarstörf á unglingsárun- um og nokkur ár eftir það, m.a. á Korpúlfsstöðum, á Bústaðabletti við Reykjavík og í Syðra-Langholti. Friðjón hóf störf við málaraiðn hjá setuliðinu í Borgamesi 1940 undir stjórn Jóns B. Jónassonar málara- meistara en hann var verkstjóri hjá Ottó Guðmundssyni, málarameist- ara í Reykjavík. Friðjón hefur síðan stundað málarastörf á eigin vegum, lengst af á Skagaströnd. Friðjón hefur verið virkur félagi í Verksdýðsfélagi Skagastrandar. Hann var formaður Ungmennafé- lagsins Fram á Skagaströnd 1956-58 og 1960-63, var einn af stofnendum Lionsklúbbs Höfðakaupstaðar 1960 og formaður klúbbsins 1963-64, í flokksstjórn Sameiningarflokks al- þýðu um árabil, formaður Sósíal- istafélags Skagastrandar 1952 og þar til það var lagt niður, formaður kjördæmisráðs Alþýðubandalags- ins í Norðurlandskjördæmi vestra 1975-76, ritari í stjórn Stangaveiðifé- lags Austur-Húnvetninga 1966-78 og varaformaður 1979, auk þess sem hann hefur starfað í fjölmörgum nefndum. Hann hefur sungið í kirkjukór Skagastrandar frá 1981 og syngur í samkórnum Björk á Blönduósi. Fjölskylda Kona Friðjóns er Aðalheiöur Hulda Árnadóttir, f. að Kringlu í Torfalækjarhreppi 28.12.1917, ljós- móðir en hún er dóttir Árna Björns Kristóferssonar frá Köldukinn og konu hans, Guðrúnar Sigurlínu Teitsdóttur, ljósmóður frá Kringlu. Dóttir Friðjóns og Aðalheiðar er Harpa, f. 18.5.1944, búsett í Lundún- um. Þá hafa Friðjón og Aðalheiður ahð upp dótturdóttur, Bergþóru Huld Birgisdóttur, f. 1.9.1967, aug- lýsingateiknara hjá Auglýsingastof- unni Hvíta húsið í Reykjavík. Systkini Friðjóns: Jörundur, f. 10.8.1901, d. 19.12.1988, b. á Elliða í Staðarsveit og á Ingjaldshóh við Ólafsvík; Jónas, f. 27.4.1905, d. 27.7. 1978, b. lengst af á Læk á Skógar- strönd; Sigríður, f. 15.9.1907, hús- móðir og lengi starfskona á EUi- heimiUnu Grund í Reykjavík; Guð- mundur, f. 15.7.1910, d. 25.6.1937, vegavinnuverkamaöur; Soffia, f. 21.4.1913, d. 9.7.1930; Kristján, f. 31.3.1919, b. að Minna-Núpi í Gnúp- verjahreppi; Svanur, f. 14.7.1927, d. 24.6.1982, verkamaður á Húsavík. Foreldrar Friðjóns voru Guð- mundur Þórður Jónasson, f. 7.4. 1872, d. 29.8.1941, b. víða í Hnappa- dalssýslu og Snæfellsnessýslu, Friðjón Guðmundsson. lengst af á BíldhóU, og kona hans, Herdís Kristjánsdóttir, f. 27.5.1881, d. 27.5.1931, húsfreyja. Guðmundur var sonur Jónasar, óðalsb. á Bíldhóli, Guðmundssonar. Herdis var dóttir Kristjáns Jörunds- sonar, hreppstjóra á Þverá í Eyjar- hreppi í Hnappadalssýslu. Áslaug S. Markúsdóttir Áslaug Sigríður Markúsdóttir Bis- hop, húsmóðir í Boumemouth á Suður-Englandi, verður sjötug 1.8. nk. Fjölskylda Áslaug fæddist í Þverdal í Sléttu- hreppi og ólst upp í foreldrahúsum. Hún giftist 1946 Cyril Arthur Bis- hop, ofursta í breska flughernum, en þau eiga þrjú börn, William, Ingu ogCyril. Þau hjónin hafa löngum greitt götu þeirra íslendinga sem komið hafa til Bournemouth og hafa þurft á aðstoð aö halda. Systkini Áslaugar: Martha Baldey Markúsdóttir, f. 1.1.1909, lengst af húsmóðir á ísafirði, gift Aðalsteini Sigurðssyni, lengst af skipasmiði hjá Marselíusi Bernharössyni á ísafirði, en þau búa nú á dvalar- heimili aldraðra í Mosfellssveit; Sesselja Kristín Markúsdóttir, f. 10.12.1912, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Haraldi Gíslasyni skipstjóra; Jón Tómas Markússon, f. 20.11.1915, nú látinn, var vélstjóri lengst af í Keflavík og síðar í Hafnarfirði, en ekkja hans er Kjarnaia Vilborg Vil- hjálmsdóttir; Ingileif Guðbjörg Markúsdóttir, f. 25.4.1918, d. 1976, húsfreyja í Tungu í Dalsmynni og síðar í Reykjavík, en ékkill hennar er Ásgeir Höskuldsson, b. og síðar póstmaður í Reykjavík; Áslaug Sig- ríður Markúsdóttir, f. 16.8.1919, d. 5.6.1920; Jósef Einar Markússon, f. 12.11.1923, sjómaður og síðar húsa- smíðameistari í Reykjavík, kvæntur Magneu Bjarneyju Sigurjónsdóttur; Sigurður Breiðfjörð Markússon, f. 1.11.1927, málarameistari og með- limur í Sinfóníuhljómssveitinni. Foreldrar Áslaugar: Markús Kristján Finnbjarnarson, f. 3.3.1885, Áslaug Sigriður Markúsdóttir Bis- hop. og kona hans, Herborg Árnadóttir, f. 30.4.1885, húsmóðir. Heimilisfang Áslaugar og Arthurs er 807 Wimbourne Road, Moordown Bournemouth, BH 9,2 BD Dovset, England. Ásdís Steinadóttir Ásdís Steinadóttir, húsfreyja á Valdastöðum í Kjós, er áttræð á morgun. Fjölskylda Ásdís giftist 11. október 1930 Ólafi Ágústi Ólafssyni frá Fossi í Kjós, f. 1.8.1902, d. 7.1.1988. Foreldrar hans voru Ólafur Matthíasson, bóndi á Fossá, og kona hans, Ásbjörg Tóm- asdóttir. Ásdís og Ólafur bjuggu lengst af á Valdastöðum í Kjós þar sem Ásdís erfædd oguppalin. Böm Ásdísar og Ólafs eru: Unnur, f. 17.11.1930, maki Ásgeir Ólsen, búsett í Reykjavík, börn þeirra eru: Ásbjöm, Stefán, Ólafur, sem er lát- inn, Ehn Ásdís og Guðlaugur; Ingi Steinar, f. 21.1.1932, maki Ninna Sigurðardóttir, búsett í Reykjavík, dætur þeirra eru: Ágústa Kristín og Þuríður Ehn; Óíafur Þór, f. 10.12. 1936, maki Þórdís Ólafsdóttir, þau búa á Valdastöðum, böm þeirra eru: Ólafur Helgi, Ásdís, Vigdís og Val- dís; Tómas, f. 24.12.1938, maki Sig- fríö Sigurðardóttir, búsett í Reykja- vík, börn þeirra eru Steinunn og Sigurður. Systir Ásdísar er Kristín Steina- dóttir, f. 2.3.1913, maki Grímur Gestsson, f. 2.1.1905. Þau bjuggu á Grímsstöðum í Kjós. Foreldrar Ásdísar voru Steini Guðmundsson, bóndi á Valdastöð- um, og kona hans, Elín Friðfinns- dóttir. Ásdís Steinadóttir. Ásdís verður að heiman á afmæl- isdaginn. Hjálmdís Sigurást Jónsdóttir. Hjálmdís S. Jónsdóttir Hjálmdís Sigurást Jónsdóttir hús- móðir, Reitavegi 4, Stykkishólmi, verður sjötug þriðjudaginn 30. júlí. Hún og maður hennar, Bergmann Bjarnason, taka á móti gestum í Verkalýðsfelagshúsinu á afmæhs- daginn, klukkan 16.00-19.00. William Sigurjón Tracey Wilham Sigurjón Tracey bifreiðar- stjóri, Hhðarási 3, Mosfehsbæ, verð- ur fimmtugur á morgun. WUliam hefur verið bifreiðarstjóri hjá Hreyfh frá 1969 og situr í stjórn sam- vinnufélags Hreyfils. Fjölskylda WiUiam kvæntist 10.3.1962 Áslaugu Valdemarsdóttur, f. 29.9.1943, defid- arstjóra. Böm WiUiams og Áslaugar eru: Jón Arnar, f. 29.12.1960, unnusta hans er Anna Gunnarsdóttir og eiga þau eina dóttur sem heitir Aldís Jana, f. 30.9.1989, þau eru búsett í Kópavogi; Sigurbjörg Gyða, f. 22.7. 1962, gift Einari Einarssyni, þau eiga tvær dætur, Önnu Rósu, f. 10.1.1979, og Elísu, f. 7.10.1986, þau búa að VöUum í Mýrdal; Valdemar, f. 26.5. William Sigurjón Tracey. 1964, búsettur í Reykjavík. WiUiam og Áslaug taka á móti gestum að heimili sínu Hlíðarási 3, MosfeUsbæ, milh klukkan 15.00 og 18.00 á afmælisdaginn. Til hamingju með afmælið27. júlí sunnudaginn 28. julí frá klukkan 16.00. 85 ára Hannes Gamalíelsson, Hringbraut 50, Reykjavík. 50ára Heiga Björgvinsdóttir, Brekkustig 7b, Vestmannaeyjum. Guðmundur Hervinsson, 75 ára Sigurður Hafstað, Grímshaga l.Reykjavík. Magnús Eiríksson, Réttarholti4, Selfossi. Ljárskógum 10, Reykjavík. JónDagbjartsson, Lágengi2,Selfossi. 40ára 60ára Grimur A, Grímsson, Steinfríður Ólafsdóttir, Hlíðarvegi 6, Siglufirði. Sveinn Bjamason, Álftamýri 6, Reykjavík. Hann verður 60ára29. júlí. Hann tekur á móti gestum að heimUi sínu Kambsvegi la, Reykjavík. Ingveldur H. Sigurðardóttir, Norðurgötu 4, Siglufirði. ívar Gunnlaugsson, Jóruseli7, Reykjavík, Til hamingju með afmælið 28. júlí qn áfSt Guðbjörg Jónsdóttir uu at a Breiðvangi22.Hafnarfirði. Brynhildur Þorláksdóttir, RudolfÁsgeirsson Teigaseh 1, Reykjavík. Laugarnesvegi 116, Reykjavik. 50 ára HerbertSveinbjörnsson, _ .. ,, Víöilxmdi20,Akureyri. ^1^rik.fafn®rsson’ Ölveig Ágústsdóttir, Skulagotu 56, Reykjavik. Miöhúsum, Hofshreppi. ;alur HAclgason,,. Mosgerði 1, Reykjavik. Arndís Óskarsdóttir, _ _ , Framnesi, AKrahreppi. 80 ara LyðurVigfusson, Suöurgötu 100, Hafharfirði. Aðalheiður Halldórsdóttir, Ægisgötu 18, Akureyri. 7-! iír«i 40 ara ■ Ol d Agnethe J. Aðalsteinsdóttir, Lára J. Árnadóttir, Hverafold 66, Reykjavík. Aflagranda 40, Reykjavík. Hafsteinn EUertsson, Guðbjörg J. Runólfsdóttir, Stekkjarhvammi 23, Hafnarfirði. Auðsholti, Ölfushreppi. Stefán Þór Sigurðsson, Lóranstöðinni, Gufuskálum, Rifi. 60 á ra Kambsmýri 14, Akureyri. Steinfríður Alfreðsdóttir, Hulda Jóhannsdóttir, Langholti4, Þórshöfn. Einholti 8H, Akureyri. Aðalbjörg Þorsteinsdóttir, Arnþór Kristjánsson, Austurtúm 4, Hólmavik. Fífuhvammi 37, Kópavogi. Dóra S. Jónsdóttir,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.