Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 2

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 2
STELLINQ VIKUNNAR Nú er rétti tíminn til að snúa baki. Einn getur maður snúið baki við rikisstjórninni. Fyrra líferni. Elskhuga. Nánast öllu sem manni var einhvern tím- ann kært eða lét blekkja sig. Með öðrum getur mað- ur hins vegar snúið bökum saman. Og mætt tvíefldur til leiks. Til að snúa baki þarf aðeins eitt. Að ákveöa hvað snýr fram. Og snúa sér síðan þannig að bakhlutinn snúi fram. Til frekari áréttingar er gott að krossleggja hendur þannig að önnur hvili á öxlinni en hin á mjöðminni. Með því er jóst, að það að snúa baki, er aöaltjáning og aðaigjörö stellingarinnar. PAÐ VÆRI TILQANQSLAVST... Áað bijóta fiskikassa, Einar Oddur? „Ég hef ekki talað fyrirþvi. Ég hef aðeins verið að ieiða stjórnvöldum fyrir sjónir hvernig ég met ástandið og hvetja til aukinna veiða ó fiski. Það er ógjörningur að fá veiðiheim- ildir í dag eins og staðan er. Því er hætt við að eitthvað bresti ilitlu samfélögunum út um allt land sem eiga allt sitt undir veiðum. Ég spái þá engu um viðbrögð manna." Til hvaða aðgerða ætlið þið að grípa? „Ég hef ekki staðið fyrir því að gríp- ið sé til neinna aðgerða. “ Eruð þið að drukkna, eins og Matthías Bjarnason orðarþað? „Útræðið erþað eina sem hefur gert fólki kleift að búa á Vestfjörð- um alveg frá því að landið byggðist. Ég er með miklar efasemdir um að kvótakerfið haldi. Togararnir geta ekki stundað veiðar á ýsu og ufsa nema þorskurinn fylgi með. Á þá að henda honum eða landa honum svart og svindla þannig? Hvort tveggja er mjög slæmt. Ég held að það verði að veiða þorskinn vegna aðstæðna. Við verðum bara að taka þá áhættu. “ Er ekkert mark takandi á Haf- rannsóknarstofnun? „Jú, eflaust og ég hef allt gott um hana að segja. En auðvitað eru margir óvissuþættir íþessu máli og stjórnmálamenn geta ekki skýlt sig sífellt á bak við Hafrannsóknarstofn- un. Þar er enginn handhafi einhvers stórasamnings í málinu. Ég fer ekki að deila um líffræði við Hafrann- sóknarstofnun, enda hef ég enga burði til þess. En það fer ekki á milli mála hjá þeim sem vinna við sjávar- útveg að það er góðæri í sjónum í dag. Það er meira eldi en áður og þorskstofninum líður einfaldlega betur. “ Einar Oddur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri á Flateyri, segir í DV í gær að hann voni að stjórnvöld * sjái að sér og auki aflaheimildir á þorski. Matthías Bjarnason, þing- maður Vestfjarðakjördæmis, segir í sama blaði að drukknandi maður geri allt til að bjarga sér þó auðvit- að sé „hábölvað að fara ekki eftir lögum og reglum". Sjóvá, Skeljungur, Eimskip og Hagkaup tróna í karlkyns stjórn Verslunarráðsins O Jóhann Óli mjakast upp varastjórnina að bregða ' sér í bæinn i rosning í stjórn Verslunarráðs Jór fram á aðal- fundi ráðsins í gær. Þessi kosning er nokkurs konar vinsældakosning forstjóranna, þeirra Eurovision. Alls gáfu 57 manns kost á sér og komst þriðj- ungur, eða nítján, í stjórn, þriðjung- ur í varastjórn og þriðjungur sat eft- ir með sárt ennið. Efstir í kosning- unni urðu þeir Einar Sveinsson í Sjóvá og Kristinn Björnsson í Skeljungi, en þeir voru í þessum sömu sætum í fyrri stjórn. HÖrður Sigurgestsson hjá Eimskip náði þriðja sætinu og skipti við það um sæti víð SlGURÐ GÍSLA PÁLMA- SON í Hagkaup, sem lenti í fjórða sæti. Á eftir þeim komu tveir nýir menn í stjórn, Einar Benedikts- SON hjá Olíuversluninni og Helgi MagnÚSSON hjá Hörpu. Aðrir nýir menn í stjórninni eru Friðþjófur Ó.JOHNSON, sem tekur sæti O. Johnson og Kaa- ber í stjórninni af Ólafi Ó. John- son, og Geir A. Gunnlaugsson hjá Marel. Þá unnu tveir sig upp úr varastjórn í aðal- stjórn; HARALDUR STURLAUGS- SON hjá Haraldi Böðvarssyni hf. og Ágúst Einarsson frá Lýsi hf. Fjórir hættu sjálfviljugir í stjórninni og gáfu ekki kost á,sér en tveir féllu; Olafur B. Ólafsson í Miðnesi og Margrét The- ódórsdÓTTIR, skólastjóri í Tjarn- arskóla. Og með falli hennar varð stjórn Verslunarráðs einkynja. [ henni á ekki lengur nein kona sæti... Fæstir þeirra 57 sem gáfu kost á sér í stjórn Verslunarráðs háðu kosningabaráttu. EIN- TAKI hefur í raun aðeins borist fréttir af einum, Jóhanni Óla Guðmundssyni í Securitas, sem sendi víða fax og minnti á sig. Jó- hann lenti í varastjórn, varð þar fjórði. Hann var einnig í síðustu varastjórn en þá í fjórtánda sæti. Baráttan hefur því skilað ein- hverju... 700 of- beldis- verk til viðbótar Frétt Morgunblaðsms í gær um stórkostlega hættu samfara því að ríkið hætti að einoka alla áfengis- sölu er óhugnanleg. Þar kemur fram að sex vísindamenn frá fímm löndum hafi kannað áhrif á slíkri gerð og niðurstaðan er í stuttu máli sú að það er sama hversu lítið ríkið mun slaka á klónni, það mun hafa dauða og örkuml í för með sér. Vísindamennirnir sex komust að því að ef sænsk stjórnvöld láta verða af fyrirætlun sinni um afnám ríkiseinokunar muni „fjölga dauðs- fötlum afvöldum áfengisneyslu um 4.000 og ofbeldisverkum sem ekki leiddu til dauða, um 22.000.“ Hér gera vísindamennirnir aðeins ráð fyrir að breytingarnar í Svíþjóð verði til þess að fyrirkomulag áfengissölu verði með svipuðum hætti og í Þýskalandi í dag. Áfengisvarnarráð hefúr heimfært þessar tölur upp á ísland. Þýsk slökun Ieiðir til þess að 110 til 120 fs- lendingar farist af áfengisdrykkju, og ofbeldisverkum sem ekki leiða til dauða, fjölgi um 600 til 700. f lok fréttarinnar fær áfengis- varnarráð skyndilega orðið. Tvær síðustu málsgreinarnar eru: „Spurningin er: Höfum við efni á að fórna 110 tif 120 mönnum árlega á altari þeirra sem hagnast á einka- væðingu áfengissölunnar? Er ástæða til að fjölga fórnar- lömbum ölvaðra ofbeldismanna um 600 til 700?“ að skella sér í bíó að standa fast á sínu - Nýjasta Fórnarl Skemmdarvargurinn 1 bennan bíl í síðustu v. myndinni. Það á eftir, IBIÐ spjað/ upphafsstafi RLR í eins og greinilega sést á <osta sitt að sprauta bílinn. Skemmdarvargur hefur rispað upphafsstafi milljónum króna Skemmdarvargur, sem lögreglan telur brenglaðan, hefur frá því í haust rispað skammstöfunina RLR í um það bil eitt hundrað bíla í Reykjavík. RLR stendur fýrir Rann- sóknarlögreglu ríkisins og svo virð- ist sem maðurinn eigi eitthvað sök- ótt við þá stofnun. „Þetta er einhver brenglun ef sami maður er á ferð eins og við höfum talið,“ sagði Gylfi Jónsson, lögreglufulltrúi, í samtali við EIN- TAK. „Hann rispar stóra stafí alveg inn í stál. Þá þarf að sprauta vélar- hlíf, hurðir og jafnvel alveg aðra hliðina á bílunum. Þetta er náttúr- lega mikið tjón og getur legið á bil- inu frá fimmtíu þúsundum króna upp í á annað hundrað þúsund í hverju tilviki.“ Lögreglan þekkir ekki sambærileg skemmdarverk á bílum þótt tilkynningar um slíkt berist henni í hverri viku. Gylfi segir að skemmdarvargur- inn hafi verið á ferð í haust en hætt athæfi sínu. 1 síðustu viku var hins vegar eitt tilvik kært til lögreglunn- ar þannig að svo virðist sem hann sé aftur kominn á kreik. „Við höf- um engar vísbendingar um hver þarna er á ferð. Það er voðalega erf- itt að hafa uppi á þeim sem skemma bíla því það er oftast gert að næturlagi og eigendurnir átta sig ekki á skemmdunum fyrr en morg- uninn eftir.“ Gylfi vildi ekki staðfesta að skemmdarvargurinn hafi rispað eitt hundrað bíla en EINTAK hefur þá tölu eftir öruggum heimildum. Það þýðir að skemmdirnar sem unnar hafa verið „í nafni" RLR nema allt að tuttugu milljónum króna. © hundrað bíla allt Rannsóknarlögreglunnar í eitt ...fær Hrafn Bragason, for- seti Hæstaréttar, fyrir að segja lögmönnum, sem standa fyrir tilhæfulausum kærum til Hæstaréttar, til syndanna. Eftir Hrafn og Arthúr Björgvin er ekki annað hægt en að taka of- an fyrir opinberum starfs- manni sem þorir að tjá sig — og það á bréfsefni sinn- ar stofnunar. LAST ...fær Karl Ragnars, for- stjóri Bifreiðaskoðunar ís- lands. Hann er ekki fyrr bú inn að rúa bifreiðaeigendui inn að skinni með fjallhá- um skoðanagjöldum en hann leggst á börnin. I framtíðinni mun hann krefja þau um skoðana- gjöld af leikfangabílum og öðrum gullum. ÓQEÐSLEQ- ASTA FRÉTT VIKUNNAR 2 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.