Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 9

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 9
Skoðanakönnun Skáís fyrir eintak Ingibjörg Sólrún Gísla- DÓTTIR ALÞINGISMAÐUR „Það er að minnsta kosti Ijóst að það er enginn í borgarstjórn- arflokknum sem skákar Mark- úsi. “ Blendnar tilfinningar í garð Markúsar Þriðjungur telur Maiicús ekki besta kostánn Tæp 66 pmsent telja Markús Öm besta borgarstjóraefni Sjátfstæðisflokksins. Ámi Sigfússon er næst besti kosturinn. ÁRNI SIGFÚSSON BORGAR- FULLTRÚI Markús besta borgarstjóraefnið „Þetta segir mér fyrst og fremst að Markús Örn sé besta borg- arstjóraefni sjálfstæðismanna. Ég lenti íöðru sæti íprófkjörinu og því er ekki óeðlilegt að ég sé nefndur næst. Ég hefaldrei ver- ið að keppa um fyrsta sætið og er ánægður með stuðninginn við Markús. Þessar niðurstöður eru síður en svo vantraust á hann. “ INGA JÓNA ÞÓRÐARDÓTTIR Kjósendur geta hugsað sér ýmsa aðra „Markús Örn fær stuðning af- gerandi meirihluta þeirra sem taka afstöðu þannig að ekki er hægt að túlka niðurstöðurnar þannig að andstaðan við hann sé mikil. En þær sýna jafnframt að kjósendur Sjálfstæðisflokks- ins geta hugsað sérýmsa aðra. Margir sterkir einstaídingar mynda listann og niðustöðurnar undirstrika að þetta er sterk liðsheild með einum foringja. Mikill stuðningur við Árna Sig- fússon kemur mér ekki á óvart þvíhann varsterklega orðaður við borgarstjórastólinn á sínum tíma. Annars er bara verið að nefna okkur sem erum í efstu sætunum sem er mjög í sam- ræmi við niðurstöður prófkjörs- ins, nema hvað ég fer upp fyrir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson. Katrín Fjeldsted kaus að hverfa af vettvangi en niðurstöðurnar sýna að hún hefur enn sterkan stuðning íhópi sjálfstæðis- manna. “ KATRÍN FJELDSTED BORGAR- FULLTRÚI Ekki ótvíræður stuðningur við Markús „Mér finnst þessar niðurstöður ekki sýna ótvíræðan stuðning við Markús Örn þar sem þriðj- ungur aðspurðra tekur ekki af- stöðu sem er stór óvissuþáttur og fjórðungur svarar spurning- unni neitandi. Meira en helm- ingur treystir sér því ekki til að segja að hann sé besta borgar- stjóraefni Sjálfstæðisflokksins. Ég hefði kosið að sá sem hefði farið íþennan stól hefði miklu ótvíræðari stuðning. Það blasir við að aðrir sem eru nefndir er fólkið sem er efst á listanum. Árni Sigfússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fengu báðir tals- verðan stuðning í fyrsta sætið í prófkjörinu og það endurspegi- ast íþessari könnun." Um stuðning við hana sjálfa sem borgarstjóraefni flokksins sagði Katrín: „Ég er nú ekki einu sinni í fram- boði en mér finnst voðalega fal- legt að þessi 5,6 prósent hafi munað eftir mér. Það segir ekk- ert annað. “ SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR ODD- VITI R-LISTA Ekki búið að fyrir- gefa Davíð „Niðurstaðan segir mér ekki annað en það sem við höfum skynjað, að staða hans er ekki nógu sterk. Það er ekki búið að fyrirgefa Davíð Oddssyni að sækja mann út íbæ. Þetta er ávöxturinn afþeirri ákvörðun. Markús hefur ekki náð að sanna sig sem óumdeildur leiðtogi og það er bara að koma i Ijós það MARKÚS ÖRN ANTONSSON BORGARSTJÓRI Stuðningur viðmig „í Ijósi þess að niðurstöður skoðanakannana eru okkur ekki hagstæðar lít ég á þetta sem stuðningsyfirlýsingu við mig. Þótt Sjálfstæðisflokkur- inn eigi undir högg að sækja bitnar það ekki á okkur for- ystumönnunum.“ Um stuðning við aðra sem ákjósanlegra borgarstjóraefni sagði Markús Örn: „Mér sýn- ist hann nokkurn veginn vera í samræmi við niðurstöður prófkjörsins og þær umræður sem hafa verið uppi. Það er eðlilegt að Katrín Fjeldsted fái nokkurn stuðning í fram- haldi af þeim yfirlýsingum sem hún gaf eftir að hún ákvað að hætta. Það sýnir líka samúð með henni. En mér þykir merkilegt að Ellert B. Schram skuli ekki vera nefndur eftir alla þá auglýs- ingu sem hann fékk.“ Spurt var hvort fólk teldi Markús Örn Antonsson besta borgar- stjóraefni Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar sem Skáís gerði fyrir EINTAK telja 65,6 prósent þeirra sem tóku afstöðu, Markús Örn Antonsson besta borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins. 34,4 prósent töldu svo ekki vera og nefndu Árna Sigfússon, Ingu Jónu Þórðar- dóttur, Vilhjálm Þ. Vilhjámsson, Katrínu Fjeldsted eða ýmsa aðra, betri kost. Ellert B. Schram, rit- stjóri DV, sem kom til tals í þessu samhengi í síðustu viku, var ekki nefndur á nafn í könnuninni. Alls var leitað svara hjá 600 Reykvíkingum. 46 prósent þeirra töldu Markús besta kostinn. 9,8 prósent neituðu að svara spurning- unni og 20 prósent gátu ekki ákveðið sig. 24,2 prósent töldu Markús hins vegar ekki besta kost sjálfstæðismanna. Þessi síðasti hópur var þá spurð- ur hvern hann vildi fremur sjá sem borgarstjóraefni. Árni Sigfússon, borgarfulltrúi og annar maður á lista flokksins, fékk flest atkvæði og þrisvar sinnum fleiri en næsti mað- ur. Þá kom Inga Jóna Þórðardóttir, sem skipar íjórða sætið, og Vil- hjámur Þ. Vilhjálmsson, sem situr í þriðja sæti listans, kom þar á eftir. Katrín Fjeldsted, borgarfulltrúi sem ekki tók þátt í prófkjörinu og er því ekki á lista sjálfstæðismanna, kom síðan á eftir Vilhjálmi. Margir aðrir voru nefndir. Til dæmis Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og Albert Guðmunds- son, fyrrverandi sendiherra. Ellert B. Schram kom hins vegar ekki við sögu í þessari könnun. Ef sérstaklega er skoðað hverjir styðja Markús kemur í ljós að 64 prósent þeirra sem sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn sögðust styðja Markús. 15 prósent þeirra voru óákveðnir og 5 prósent neit- uðu að svara. 16 prósent stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins töldu Markús hins vegar ekki besta borg- arstjóraefnið. Af stuðningsmönnum sameigin- legs lista núverandi minnihluta- flokka sögðu 40 prósent Markús besta kost sjálfstæðismanna, 21 pró- sent var óákveðið og 6 prósent neit- uðu að svara. 33 prósent töldu Markús hins vegar ekki besta kost Sjálfstæðisflokksins. Hlutfall þeirra sem ekki hafa gert upp hug sinn var næstum eins og þeirra sem sögðust mundu kjósa R- lista, sameinaðra minnihlutaflokka. 46 prósent hinna óákveðnu töldu hann besta kostinn. 0 sem maður hefur vitað. “ VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMS- SON BORGARFULLTRÚI Eðlileg niðurstaða „Mér sýnist þessi skoðanakönn- un koma ágætlega út fyrir Markús Örn. Eg er ekki búinn að grandskoða tölurnar en þetta er prýðisútkoma, ekki síst íljósi þess að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins gætu hafa svarað út og suður. Svo er ekki óeðlilegt að þeir sem eru óánægðir velji þann næsta í röðinni. Þetta er eðlileg niðurstaða miðað við útkomuna úr prófkjörinu. “ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 9

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.