Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 24

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 24
Það er löngu vitað — og sumir hafa fengið að reyna það á sjálfum sér—að karlmenn hafa misgott lag á konum. Þeir geta verið álappalegir, illa lundaðir, sjálfsuppteknir fram úr hófi, jafnvel illa þeljandi. Allt getur þetta orðið til þess að þeir njóti minni kvenhylli en kynbræður þeirra. Svo eru þeir sem hafa lent upp á kant við veikara kynið vegna skoðana sinna—stundum ekki annarra en að telja það veikara. Gerður Kristný ræddi við sjö karimenn sem allir hafa af mismerkilegu tilefni fengið það orð á sig að vera karlrembur, einskonar landslið í karlrembu. i Örn Clausen lögmaður lét einhverju sinni hafa eftir sér opinber- lega, í umræðu um nauðg- anir, að konur ættu að passa sig á að vera ekki svona miklar druslur. Hann reitti þar 'með marga konuna til reiði. „Það sem ég átti yið var þegar konur ætla sér að segja „stop“ við karlmenn,“ segir Örn. „Sjáum fyrir okkur par sem hittist á skemmtistað, drekkur sam- an, dansar, fer saman heim í jk leigubíl og er svo kannski Hk komið upp í rúm þegar konan vill hætta. Þetta ■ kalla ég drusluskap og það er kannski hægt að WHtik skilja betur hvað gerist j ef litið er á aðdrag- kanda atburðarins. Það er mikill v""x munur á - \ þessu og ■y þegar $ J | j, y 1 nauðgari ir dregur konu inn í húsasund. Það ein- kennir íslenskar konur hvað það tíðkast mikið lauslæti og kæruleysi. Þetta þykir allt í lagi og bara sagt að það tilheyri tíðarandanum. Hefði einhver hagað sér svona fyrir 50 -60 ár- um hefði meiripartur kvenna ver- Sfc ið kallaður óalandi druslur. Ég hef maldað í móinn þegar mér finnst Stíga- mótakonur ganga of langt í helvítis vitleysunni. Ekki það að þær hafi ekki gert góða hluti. Ég er mikið á móti slæmum afbrotum en til dæmis þegar verið er að rifja upp mál sem hafa gerst fyrir 20-30 ár- um innan fjölskyldunnar tel ég afar misráðið. Það tekur því ekki. Bandaríkjamenn hafa komist að því að þetta getur bókstaflega verið rangt. Ég er mesti kvenréttindamaður sem þú getur hitt fyrir. Ég var einu sinni í selskap þar sem karlar sögðu að konur ættu bara að vera heima- vinnandi rúllupylsur. Ég mótmælti því harðlega og sagði að þeir sem höguðu sér eins og menn hvöttu þær heldur til að vera sjálfstæðar og frjálsar svo þær gætu til dæmis séð fyrir sér ef þeir féllu frá. Þegar ég lauk máli mínu klöppuðu kon- urnar sem þar voru staddar fyrir mér. Ég studdi konuna mína í því að fara út á vinnumarkaðinn og síðar í háskólanám. Við réðum til okkar stúlkur til að gæta barnanna til að gera henni þetta kleift. Mér finnst mikið hafa verið níðst á konum í gegnum tíðina. Það sorglegasta^r að það eru oft konur sjálfar sem það gera. Ef þær verða varar við að annarri konu gengur vel, öfunda hinar hana af eintómri minnimáttarkennd. Ég verð oft var við það í skilnað- armálum að konurnar hafa oft ekki hugmynd um af hverju eiginmað- urinn hefur fjarlægst þær. Það er eins og þær hafi ekki uggað að sér þegar þær voru skapvondar á morgnanq og fettu fmgur út í smá- atriði. Hjón verða að vera góðir fé- lagar og taka tillit til hvors annars. Segjum til dæmis að annað þeirra komi heim í vondu skapi úr vinn- unni. Hitt verður þá að gætá sig á því að byrja ekki að nöldra á móti, því þá springur allt í loft upp. Konur verða þó að sjálfsögðu að hafa sínar sjálfstæðu skoðanir i friði og auðvitað er fullt af mönn- um sem fellur það ekki í geð. Þeir vilja þess í stað einhvers konar geðlurður eins og Thor Vilhjálms- son kallaði það í þýðingu sinni á Horföu reiður um öxl. Það er fyrst og fremst félagsskapurinn sem fólk nýtur í hjónabandinu. Það er ef til vill hægt að lifa á ástinni einni saman fyrsta árið en svo taka við áhyggjur af peningamálum og streð vegna ungbarnagráts á næt- urnar sem bitnar frekar á konunni. Ef sambandið á að endast verður fólk að geta talað saman og það má ekki vera of mikill munur á þeim andlega.“ „í hálsakoti kvenna“ Flosi Ólafsson leikari, reynir ekki að bera af sér karlrembuna heldur gengst fúslega við henni. Hann þótti stundum skrifa fremur andfemíniska pistla eins og þeir birtust til dæmis í Þjóðviljanum. „Þetta eru nú frekar stælar og bara til þess gerðir að angra fólk. Það fer svo í taugarnar á veikara kyninu þegar ég er með karl- rembutilburði,“ segir Flosi. Nú heyrist Lilja kona hans hrópa bak við hann í símanum að það sé til þess að herða þær í bar- áttunni. Flosi játar því. „Mér hefur stundum fundist svo mikið níðst á konum rétt eins og níðst er á fátæklingum og verkalýð að eina ráðið sem mér hefur dottið í hug til að fá þær til að taka við sér væri að það fyki í þær. Það ætti til dæmis að láta æpa yfir verkalýð- inn: Þið eigið ekki betra skilið, aumingjarnir ykkar, fyrst þið látið ganga svona yfir ykkur,“ segir Flosi. „Sannleikurinn er sá að ég er mun hændari að konum en körl- um. Ég hef alltaf verið í hálsakot- inu á konum. Ég ólst upp hjá ömmu minni því mamma var úti- vinnandi og mér þykir mun vænna um konur en karla. Ég býst við að ég sé gagnkynhneigður. Ég vil að konur sé mjúkar og að þær séu góðar við mig. Við kona mín erum af gamla skólanum og ég fæ ekki að koma nálægt nokkrum hlut í eldhúsinu. Hún segir að það séu tafir af minni aðstoð. Frændi minn gaf mér gott ráð á brúðkaupsdaginn. Hann tók mig afsíðis og sagði mér að neita aldrei neinu sem konan bæði mig um að hjálpa sér við en aftur á móti ætti ég að gera það svo illa að ég yrði ekki beðinn um það aftur. Ég fer ekki ofan af því að það sé skemmtilegra að horfa á fallegar konur en ljótar. Þetta er bara eins og með hross. Það er meira gaman að horfa á falleg hross. Maður talar nú ekki um að fara á bak.“ „Konur eru oft meiri menn en menn“ Margir héldu því fram að Hrafn Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Ríkissjónvarpsins, hefði ráðið sjón- varpsþulur eftir útlitinu einu sam- an en látið aftur á móti eðlilega framsögn liggja hjá garði. Hrafn segist vera mikill aðdáandi kvenna. „Ég á þrjár dætur og sá sem á slíkar dætur getur ekki verið annað en harðasti femínisti. Þetta eru þær konur sem erfa eiga landið. Þær heita: Tinna, Sól og Örk. Ég gaf þeim hlutabréf í Hlaðvarpanum síðast þegar þær áttu afmæli,“ segir Hrafn. „Það eru ekkert annað en rógur og öfund þeirra sem ekki eru ánægðir með eigið útlit sem beinist að þuluráðningunni. Það er allt í lagi að þulur séu það aðlaðandi að fólk vilji fá þær inn á teppið hjá sér. Ég yngdi aðeins upp í þulu- hópnum enda var kominn tími til. Unnur Steinsson og Margrét Gunnlaugsdóttir hafa reynst mjög vel. Brynja Vífilsdóttir er mun yngri og þarf sinn tíma. Ég veit að sumir horfa aðeins á sjónvarpið til að berja hana augum. Það var haldin sérstök Iistasýning í bænum þar sem listamenn fjölluðu um hana sérstaklega. Hún hefur því in- spírað fleiri listamenn en mig. Ef ég væri ekki Davíðsmaður í stjórnmálum myndi ég styðja ein- hvers konar kvennalista. Ég dáist af þeim sóknarhug kvenna að útiloka karla. Aftur á móti finnst mér sá Kvennalisti sem við búum við í dag hafa stundum frekar heimóttarleg- ar skoðanir og asklok fyrir himinn. Þær konur sem eru á listanum eru 24 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.