Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 35

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 35
íslenski með nýja íslenski dansflokkurinn mun frumsýna fjóra balletta þann þriðja mars næstkomandi í Þjóð- leikhúsinu. Flokkurinn hefur fengið til liðs við sig Lambros Lambrou listdansstjóra hjá Ballet Austin í Texas en eitt verkanna, Adieu, er eftir hann. Lambrou er fæddur á Kýpur en er búsettur í Bandaríkjunum. Ballettinn Adieu er saminn fyr- ir sex dansara og hefur verið sýndur víða, meðal annars í Kanada og Ástralíu. Tónlistin er eftir jafn ólíka höfunda og Barböru Streisand og Chopin og að sögn Þóru Kristínar Guðjónsen dansara í íslenska dansflokknum fellur hún vel að verkinu sem fjallar um þrenn pör á mismunandi þroska- stigum. Þetta er annað árið í röð sem Þóra Kristín er með flokknum en undanfarin ár hefur hún dans- að með ballettflokkum í Darnstadt og Köln í Þýskalandi. Hún segir að ballettarnir fjórir sem íslenski dansflokkurinn setur á svið nú séu mjög ólíkir, og hún fagni því að dansa á táskóm aftur, en í Þýskalandi hafi hún aðallega dansað nútíma- balletta. „Það er mjög gaman að dansa með þess- um flokki,“ segir Þórunn, „því efnisvalið er svo fjölbreytt. Við erum þrettán sem tökum þátt í sýningunni, sjö stelpur og sex strákar, en þjálfun flokksins er undir stjórn Maríu Gísladóttur sem hefur gert mjög góða hluti með fslenska dans- flokknum. Aðrir danshöfundar sem eiga verk í sýningunni eru Auður Bjarnadóttir með Mán- ans Ar, en verkið er nokkurs konar dans- leikhús, Stephen Mills, en verk hans sem er nokkuð djassað kallast Dreams, og María Gísladóttir á nútímalegasta verkið, þó það sé dansað á táskóm, og heitir það Wrong Number.“ Eins og áður sagði verður frumsýningin þann 3. mars en önn- up sýning verður 5. mars á fjölum Þjóðleikhúss- inp. O Þora Kristin Guðjónsen Dansar við tónlist Barböru Streisand og Chopin. Geimferð með Kokki Kyrjan Kvæsi Kokkur Kyrjan Kvæsir hefur verið að fremja því hann dimmiteraði árið 1968. Hann smeygði sér í brá grænlenska fánanum á loft og dansaði um götur Reykjavík- ur. Að undanförnu hefur hann aftur á móti skýlt sér á bak við mikla hvíta grímu þegar hann fremur gjörninga en hún verður ekki með á hinni árlegu söngskemmtun Sköllóttu trommunnar í kvöld. „Grímunni gleymdi ég í Austurríki þegar ég var þar á ferð síðastliðið haust. Ég gæti þó gert nýja grímu,“ segir Kokkurinn. „Ég ætla í geimferð upp í stjarnhvolfin í kvöld og það er eigin- lega dónaskapur við stjarnhvolfm að hafa grímu. Þetta verður þó geimskot á léttu nótunum. Ég ætla að vera prúður og stilltur. Ég gæti þó orðið svolítið klæminn. Annars er erfitt að ákveða gjörninga fyrir- fram. Ég á það til að hlaupa út undan mér á síðustu stundu.“ Afhverju ertu alltafá „22“? þær birtast í fjölmiðlum en fyrir ut- an dægurmálin skiptast menn á skoðunum sínum og tala um það sem efst er á baugi í ýmsum fag- tímaritum. Til marks um hvað við getum verið mikið á undan fjöl- miðlum í umræðum okkar var frétt í Ríkisútvarpinu í morgun um þá uppgvötun að tungumálið væri lík- lega um 100.000 ára gamalt. Þetta skrifaði ég um í Fimmta Rauða kverinu mínu sem kom út í fyrra. Kaffihúsin voru vagga þeirrar bókmenntamenningar og stór- skálda sem kváðu sér hljóðs á 19. öldinni í Englandi. En það eru ekki húsin sjálf sem skipta máli heldur gestir þeirra, og ef tveir menn með viti spjalla saman yfir kaffibolla skapar það öldu sem fer út um all- ann heim,“ segir skáldið. Gunnar er einn af eldri höfund- unum sem verða með í afmælis- bókinni og á bókmenntahátíðinni á Hressó, en þeir sem vilja skapa öldugang og taka þátt í framtakinu er bent á að senda prófarkarlesin handrit merkt: AGB, afmælisrit, 1147, 121 Reykjavík, fýrir 28. mars næstkomandi. Eggert Þorleifsson segir hér magnaða sögu sem lætur fáa ósnortna. „Ég sá svo góða kvikmynd einu sinni sem hét „Catch 22“ þar sem var sláturhús. Á 22“ er svo gott að slátra fólki,“ út- skýrir Kokk- urinn. Ásamt Kokknum koma fram á söng- skemmtun Sköllóttu trommunnar þau Dr. Fritz, trúbadorinn Stella frá Vestmannaeyjum, gítar- leikarinn Gummi, R.I.G., Veda 3 og Inferno 5. © Dóra Takefusa förðunarfræðingur „Lord ofthe Flies Einu sinni varð mér afskaplega mál að kúka. Það var úti í Flat- ey fyrir mörgum árum. Ég var í bókasafninu. Sólin skein inn um gluggann og ég var að æfa Mozart-klarinettukonsertinn. Líklega hafði ég drukkið of mikið saki kvöldið áður með Jóni og Jan, og of mikið kaffi um morguninn hjá Ybbí. Ruðningurinn í magan- um á mér var eins og Suðurlandsskjálftinn, fyrirvaralaus og svo öflugur að mér rétt tókst að leysa niður um mig og seilast í tó- man pappakassa. Þegar þetta allt var skeð skeindi ég mig á gömlu handriti og steig út í sólskinið. Flateyjarbókasafn stendur frammi á sjávarkambi og örskot niður í fjöru til að urða lortinn. Með orðunum „Góðan daginn, gott er nú blessað veðrið“ hófst eitthvert hið undarlegasta samtal sem ég hef átt við nokkurn mann um ævina. Ég hef að vísu ekki hugmynd um við hvern ég talaði né um hvað, en ég gleymi því aldrei og viðmælandi minn eflaust ekki heldur, því mér fylgdu milljón flugur. Eggert skorar á Árna Pál Jóhannsson að segja sögu í nœstu viku. Laugardagur P O P P KK band er á veitingahúsinu Firðinum. Vél- skóli fslands einokar staðinn undir árshátíð sína fram til klukkan 23.00, eftir það er öllum opinn aðgangur. Rask með söngkonuna Sigríði Guðnadóttur [remsta í flokki er á Tveimur vinum. Hljómsveit- in hefur verið i miklum spilaham síðustu mán- uði og hetur þegar tekist að vinna sér nokkra hylli, Orkin hans Nóa ætlar að gera allt vitlaust í Grindavík í kvöld. Hljómsveitin treður upp á Hafurbirninum og er með frumsamið efni í bland við sígilda standarda. Hress er annað kvöldið í röð á neðri hæö Bó- hem, á spánnýrri elri hæðinni dunar síðan disk- óið. BAKGRUNNSTÓNLIST Lifun er ein á báti á Pizza 67, það ætti þó ekki að há þeim að ráði við að hala ofan af fyrir gest- um staðarins. Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson eru átram á lágstemmdu nótunum á Café Roy- aie. Out of Space dúettinn er á Café Amsterdam. Þetta eru félagarnir Hafli og Rúnar og á elnis- skrá þeirra eru íslenskir slagarar í bland við er- lenda. Keltarnir spila fyrir kaffihúsagesti á Sólon fs- landus. K L A S S í K Tónleikaröð hefst að Kjarvalsstöðum með tón- leikum CAPUT- hópsins. Flutt verða verk ettir Lutoslawsky, Snittke, Part, Reich og Reiley. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og verður fyrsta verkið leikið í minningu Lutoslawsky en hann lést fyrir skömmu. L E I K H Ú S Eva Luna á stóra sviði Borgarleikhússins kl. 20:00 eftir sögu Isabel Allende. Voða vinsælt stykki. Elín Helena á Litla sviði Borgarleikhússins kl. 20:00. Þetta er síðasta sýningin. Skilaboðaskjóðan kl. 14:00 á Stóra sviði Þjóðleikhússins eftir Þorvald Þorsteinsson. Æv- intýralegt ævintýri. Mávurinn á Stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 20:00 eftir Tsjekov. Guðrún S. Gísladöttir, Er- lingur Gíslason og Hjalti Rögnvaldsson eru meðal leikara. Seiður skugganna eftir Lars Norén á Litla sviði Þjóðleikhússins kl. 20:00. Helga og Helgi leika prýðisvel og Sýning er sögð góð f alla staði. O P N A N I R Guðrún Einarsdóttir opnar sýningu á vatns- litamyndum og olíumálverkum í Gallerí 11 á laugardaginn. Guðrún helur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Birgir Snæbjörn Birgisson opnar sýningu á olíumálverkum (Gallerí Greip á Hverfisgötu á laugardaginn. SJÓNVARP RIKISSJONVARPIÐ 08.25 Olympíuleikarnir í Lillehammer Bein útsending trá svigi kvenna. Meðalþátttakenda erÁsta Halldórsdóttir. 09.45 Morgunsjónvarp barnanna. 11.45 Póstverslun 11.55 Ólympíuleikarnir í Lillehammer Bein út- sending frá seinni umterö t svigi kvenna. 13.00 Söngvakeppnin hjá Hemma Gunn 14.15 Ólympíuleikarnir í Lillehammer Bein útsending Irá hátíðarsýningu listhlaupara á skautum. 14.55 Enska knattspyrnan Bein útsending frá leik Westham og Manchester United. Eric Can- tona og Ryan Giggs eru ytirburöamenn I ensku knattspyrnunni. Þeir gera United að eina liðinu sem vert er aö lylgjast með á Bretlandseyj- t/m.16.50 Ólympíuleikarnir í Lillehammer Sýnt Irá undanúrslitum I ísknattteik. 18.00 Drauma- steinninn Breskur teiknimyndallokkur. 18.25 Ólympíuleikarnir f Lillehammer Samantektlrá keppni lyrri hluta dagsins. 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Strandverðir 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 Lottó 20.45 Simpson- fjölskyldan 21.20 Geimf lugið The Flight of the Navigator Ævintýramynd um tóltára strák sem er numinn brott at geimverum og er jaln- gamall þegar hann snýr altur til jarðar átta árum síðar. 22.50 Ólympíuleikarnir í Lillehammer ^4<sv. Tónlist Gauks n n s t u FIMMTUDAGUR 24. febrúar FÖSTUDAGUR 25. febrúar LAUGARDAGUR 26. febrúar SUNNUDAGUR 27. febrúar MÁNUDAGUR 28. febrúar ÞRIÐJUDAGUR 1. mars Vinir vors og blóma Gal í Leó Gal í Leó Combó Combó X í hvorugára k u MIÐVIKUDAGUR 2. mars % í hvoru FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 35

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.