Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 10

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 10
EINTAK Gefiö út'af Nokkrum íslendingum hf. Ritstjóri: Framkvæmdastjóri: Auglýsingastjóri: Gunnar Smári Egilsson Níels Hafsteinsson Örn ísleifsson HOFUNDAR EFNIS I ÞESSU BLAÐI Andrés Magnússon, Ari Matthíasson, Bonni, Davíð Alexander, Einar Ólason, Einar Örn Benediktsson, Gerður Kristný, Hallgrímur Helgason, Haukur Snorrason, Hilmar Örn Hilmarsson, Hjálmar Sveinsson, Jói Dungal, Jón Óskar Hafsteinsson, Jón Kaldal, Jón Magnússon, Júlíus Kemp, Loftur Atli Eiríksson, Ólafur Gunnarsson, Ottarr Proppé, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Sigurjón Kjartansson, Styrmir Guðlaugsson og Þorvaldur Þorsteinsson. Setning og urhbrot: Nokkrir íslendingar hf. Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi. Verð í lausasölu kr. 195. Áskriftarverð kr. 700 á mánuði. Hnignun Sjálfstœðisflokksins í eintaki í dag birtast niðurstöður skoðunarkönnunar sem Skáís gerði fyrir blaðið um stöðu listanna sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í vor. Samkvæmt þeim segjast tæp 63 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja sam- eiginlegan lista minnihlutaflokkanna, R-listann. Rúm 37 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust mundu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Þessi könnun staðfestir að búast má við sögulegum kosn- ingum í vor. I síðustu borgarstjórnarkosningum 1990 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 60 prósent atkvæða en allir hinir flokkarnir 40 prósent til samans. í eina skiptið sem sjálf- stæðismenn hafa misst borgina, 1978, fékk flokkurinn 47 prósent atkvæða. Staða hans í dag er því ótrúlega vond. Könnun Skáís er gerð eftir að báðir listar hafa valið fólk á lista sína. Eiginleg kosningabarátta er reyndar ekki hafín og enn liggur ekki fyrir um hvaða máleTni verður tekist á um. Það er ef tekist verður um nokkur málefni á annað borð. Líklegast verður að telja að þessar kosningar muni snúast um fólk og þá fyrst og fremst um tvær manneskjur; Mark- ús Örn Antonsson og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Þetta fólk er kunnugt öllum Reykvíkingum í dag. Það má ekki búast við að kosningabaráttan fái marga til að endur- meta þau. Sjálfstæðismenn geta því ekki gert sér miklar vonir um að þeim takist að snúa við blaðinu á þeim mán- uðum sem eftir eru fram til kosninga. Það þarf kraftaverk til að þeim takist að halda borginni. Samhliða því sem sjálfstæðismenn eru að missa fylgi í Reykjavík, þessu sögufræga vígi þeirra, stendur flokkurinn halloka í landsmálapólitíkinni. Eftir hrunið 1977 náði flokkurinn að rétta aðeins úr kútnum í kosningunum 1991 en þó ekki þannig að hann næði fyrri styrk. Hann mætti þó til kosninga eftir þriggja ára stjórnarandstöðu, með nýjan formann sem naut umtalsverðra vinsælda og þurfti ekki að glíma við keppinauta á hægri væng stjórnmálanna eins og 1977. Frá kosningunum 1991 hefur flokkurinn leitt óvinsæla ríkisstjórn sem hefur nánast verið lömuð af innri átökum undanfarið ár. Eftir átök síðustu daga er ljóst að þessi ríkis- stjórn er ekki til stórra verka á síðasta ári kjörtímabilsins. Davíð Oddsson sagði á sínum tíma, sem borgarstjóri, að það væri mikilvægara Sjálfstæðisflokknum að halda Reykjavík en vera í ríkisstjórn. Eflaust má færa rök að þess- ari kenningu. Alla vega má telja líklegt að ef sjálfstæðis- menn missa borgina í vor líði langur tími þar til þeir vinni hana aftur og haldi henni í mörg kjörtímabil í röð. Sjálf- stæðisflokknum mun ganga erfiðlega að vinna aftur fyrri sess. Það sama er upp á teningnum í landsmálunum. Þrátt fyrir væntingar sem bundnar voru við nýja forystu eru engar líkur til að flokkurinn fái hátt í 40 prósent atkvæða í næstu þingkosningum eins og hann hefur fengið lengst af þessari öld. I skoðanakönnunum á undanförnum misser- um hefur það gerst æ ofan í æ að aðrir flokkar hafa mælst stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Sjálfstæðismenn virðast vera að missa forystuhlutverk sitt í landsmálum á sama hátt og sögulega stöðu sína í Reykjavík. Ritstjórn og skrifstofur Vatnsstíg 4, 101 Reykjavík sími 1 68 88 og fax 1 68 83. LETTVIQT HUN SEQIR HANN SEQIR Veljum íslenskt Kona nokkur brá sér í hefS- bundna verslunarferð til útlanda og var nokkuð ánægð með túrinn enda hafði hún gert reyfarakaup. Það versta var að hún hafði árang- urslaust leitað að úlpum sem hug- urinn hennar girntist. Þegar heim kom hringdi hún í verslun nokkra til að spyrjast fyrir um hverju því sætti að hvergi í allri heimsborg- inni væri hægt að finna þessa vöru sem hún hafði ætlað sér að spara stórfé á með því að kaupa í út- löndum. Það kom algerlega flatt upp á hana þegar henni var tjáð að úlpurnar væru íslensk framleiðsla. Þetta var þegar íslenskir framleið- endur skreyttu gjarnan vörur sín- ar með erlendum heitum, ekki eingöngu í von um aðild að heimsmarkaðnum, heldur til að glepja um fyrir löndum sínum sem hafa lengi verið ginnkeyptir fyrir öllu sem erlent er. Ef staðið hefði yfir átak, eins og er í gangi nú, hefði konan ekki þurft að velkjast í vafa um hvar hún gæti nálgast hina eftirsóttu vöru og ekki eytt dýrmætum tíma í út- löndum við að leita hana uppi. Ég lít á átakið „Veljum íslenskt" og „Stöndum vörð um íslenskt at- vinnulíf” fyrst og fremst sem löngu tímabæra kynningarherferð og þá ekki aðeins á íslenskum iðn- aði. Þetta snýst um annað og meira en það að kaupa Homeblest eða Frón, þetta snýst einnig um það að kaupa Vogue eða Veru, The Independant eða Morgun- blaðið, fara í sumarhús í Hollandi eða Munaðarnesi, hafa séð öll helstu söfnin í útlöndum en engin hér heima, hafa farið til útlanda en aldrei út á land nema þá kannski dauðadrukkinn á útihátíð. Þetta snýst um það að gera fólki ljóst að hér á landi eru undirstöðuat- vinnuvegir hvorki auglýsingastof- ur né kaffihús - og til að atvinnu- lífið geti blómstrað verðum við að gefa íslenskri framleiðslu tækifæri. Islenskur iðnaður er ekki jafn hall- ærislegur, vondur, Iélegur, leiðin- legur og hann var - hann hefur ekki farið varhluta af vöruþróun og öðrum slíkum töfraorðum. Og megnið stenst erlendri framleiðslu snúning, kannski í öllu nema verði. Nú er enginn að tala um það að velja íslenskt á forsendum vor- íslenskt, kannski takk... kunnar, að kaupa skuli ís- lenska vöru ef hún stenst ekki væntingar bara af því að hún er íslensk. I mín- um huga er átakið, „Velj- um íslenskt“, markaðsátak sem miðar að því að opna augu Islend- inga íyrir því að hér er margt vel gert og íslenskt er ekki endilega púkó og erlent flott. Það ér gott að efla atvinnulífið með þess konar hvatningu og margfalt betra en að skekkja myndina með undarleg- um tollaálögum og jöfnunargjöld- um. Þegar búið verður að útrýma fordómum gagnvart íslenskri framleiðslu, munu menn sjá að ís- lensk vara er fullboðleg og þá er óþarfi að vernda hana með stjórn- valdsaðgerðum. Smæð samfélags- ins gerir okkur kleift að fylgjast með því sem vel er gert og það er æskilegt að hvetja fólk til að efla heimamarkaðinn, spara atvinnu- leysisbætur ríkisins og njóta um leið góðrar framleiðslu samlanda sinna, því hollur er heimafenginn baggi. Islenskt Já takk? Að undan- förnu hefur dunið yfir her- ferðin „ís- lenskt, já takk!“ og hefur nauðsyn þess að kaupa helst einungis ís- lenskar afu.rðir verið brýnd fyrir þegnum lýðveldisins. Ein helsta rök- semdin fyrir þessu, hefur verið sú að at- 1 v i n n u 1 e y s i minnki ef allir sem einn kaupi ís- lenska vöru. Fljótt á litið kann þetta að virðast afar skynsamlegt, en þessi herferð er algert rugl þeg- ar grannt er skoðað. Almennt séð er náttúrulega lé- legt að gera vöru mishátt undir höfði eftir því hvaðan hún er upp- runnin. Eða hvernig myndu menn taka slagorðinu „Arískt, já takk!“? Þegar því er stillt upp með þeim hætti sjá menn vitaskuld fárán- leikann við þessa herferð. Vilji menn raunhæfari dæmi, ættu þeir að velta fýrir sér hvernig þeim hef- ur líkað herferðin „Franskt, já takk!“, sem íslenskir fiskútflytj- endur hafa orðið fyrir barðinu á. Það að kaupa íslenskt hefur ekki svo óskaplega mikið að segja, þó ekki væri nema vegna þess að framleiðslugreinar innanlands- markaðar eru ekki ýkja fjölmenn- ar hvort eð er. Og hvað er íslenskt? Þegar Ríkisútvarpið bauð sérstak- an auglýsingaafslátt fyrir íslensk fyrirtæki er ég viss um að Egill Skallagrímsson heíði notið hans. En hefði Vífilfell fengið hann orðalaust til þess að auglýsa Coke? En hvað gerist þegar við kaup- um íslenskt? Við kaupum dýrari vöru en ella og eigum þannig minna eftir til ráðstöfunar. Um leið erum við að verðlauna fýrir- tæki fyrir þjóðernið eitt, óháð því hvort þau eru hagkvæm eða ekki. Ofan á þetta bætist að íyrir hvert starf, sem kann að ávinnast með þessum hætti, er að minnsta kosti öðru starfi eytt hjá innflytjendum. Eða halda menn að minnkandi tekjur þeirra hafi engin áhrif? Her- ferðin er að minnsta kosti til- gangslaus og sennilegast atvinnu- spillandi því hún kallar á að neyt- endur hlunnfari sjálfa sig, dauða- stríð lélegra fýrirtækja sé fram- lengt og að stúlkan sem gerir toll- skýrslurnar, skuli frekar missa starfið en maðurinn, sefn blandar Pepsísullið. En af hverju hefur þessi augljósa vitleysa náð þvílíkri hylli? Það spil- ar kannski inn í að ógagnið sem hún gerir er ekki mikið. Við bætist að fólki finnst það vera voða ábyrgt, gott og þjóðhollt ef það jarmar undir og kaupir frekar Hreinol en Ajax. Aðalatriðið er þó sennilegast það, að hugsanavillan að baki er svo auðveld, samanber þann íjölda límmiða, sem dásamar smá- bátaútgerð á þeirri forsendu að hún þrefaldi atvinnu í sjávarút- vegi. Með sömu rökum er hægt að krefjast lögbindingar þess að í öll- um lyftum séu lyftuverðir, að veit- ingahúsum verði gert að ráða kartöfluskrælara og að sérhver fjölmiðill þurfi að hafa málfars- ráðunaut á launaskrá. Jafngöfugt og markmiðið kann að vera, eru nefnilega allar „at- vinnuskapandi aðgerðir“ af þessu tagi til þess eins fallnar að minnka framleiðni, auka óhagkvæmni og rýra kaupmáttinn. Ekki svo að skilja að slagorðið skuli vera „Is- lenskt, nei takk!“ heldur á hver og einn að velja þá vöru sem hann telur besta og á bestu verði, hvað- an sem hún kann að vera upp- runnin. Það er allra hagur. 10 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.