Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 16

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 16
Við trúðum því að Irfið yrði alltaf þægilegra og þægilegra. Að hver kynslóð lifði efnahagslegra betra lífi en sú næsta á undan. Að öllu fleygði fram; vísindunum, veferðinni, tækninni, hagvextinum. Við trúðum því — en trúum því vart lengur. Hjálmar Sveinsson skrifar hér um þá kynslóð sem vex úr grasi á þessum trúskiptum og þau Gerður Kristný, Jón Kaldal og Loftur Atli Eiríksson ræða við tíu eintök af þessari kynslóð. AGNAR JÓN EGILSSON „Við verðum að njóta dagsins því kannski rennur morgun- dagurinn ekki upp" Agnar Jón Egilsson er fæddur árið 1973. Hann hefur starfað við markaðssetningu ýmissa leikhópa en er nú að leita sér að verkefnum. „Þegar ég var lítill ætlaði ég mér að verða kokkur eða bakari með stóra bumbu. Aðrir spáðu því að ég yrði óperusöngvari því ég var svo hávær. Ég var kallaður Agnar sem aldrei þagnar. Eftir grunnskólapróf hélt ég til Los Angeles ög ætlaði bara í stutta heimsókn til frænku minnar. Þegar út var komið fannst mér ég aftur á móti ekkert hafa að gera aítur heim og reif flugmiðann til baka. Ég fór í „high school“ og var úti í eitt ár. Ég lenti meðal annars í því að lög- regluþjónn miðaði á mig hríð- skotabyssu fyrir það eitt að ég hló að honum. íslenska frelsið fékk alls ekki að njóta sín þarna. Þetta var á Halloween-kvöldi og ég hafði farið ofan í miðbæ þar sem fólk hafði safnast saman í drag- klæðnaði og fylgdist með Rocky Horror á risa- stóru tjaldi. Ég fór í Menntaskólann við Hamrahlíð þegar ég kom heim en ég var í raun bara að bíða eftir því að komast aftur út í lönd. Ég hafði áhuga á að læra leiklist og þegar ég var 17 ára hélt ég til London í þeim erindum. Mér tókst að ljúka post graduate- námi í leiklist áður en Lánasjóður- inn breytti lögunum á þann veg að ég fékk hvorki framfærslulán né lán til skólagjalda til áframhaldandi náms. Mér finnst heimurinn alltaf verða Ijótari og ljótari en við kom- umst alltaf betur hjá því að sjá það. Fyrir fáeinum árum fórust hundr- uðir manna í flugslysi í Austur- löndum og allur heimurinn syrgði. Nú væri öllum meira eða minna sama, rétt eins og um ástandið í Júgóslavíu. Enginn hefur orku í að hugsa um slíkt. Þess í stað pælir fólk meira í sjálfu sér sem er gott að vissu leyti. Við verðum að njóta dagsins því kannski rennur morg- undagurinn ekki upp. Ég er hommi. Það er ekki hægt að lifa í skápnum hér á Islandi þar sem allir eru ofan í hvers annars koppi. Sumir ráða ekki við það og enn er landsflótti úr hópi samkyn- hneigðra. Það er auðvitað skiljan- legt því samkvæmt könnunum eru tíu prósent alls fólks samkynhneigt, tíu prósent þeirra kemur út úr skápnum, tíu prósent þeirra eru á mínum aldri, tíu prósent þeirra gætu mér fundist álitlegir en fimm- tíu prósent allra þeirra sem koma úr skápnum eru lesbíur. Sam- kvæmt þessum útreikningi hef ég úr 0,05 prósentum þjóðarinnar að velja. Ég uppgötvaði fyrir skömmu að ég var búinn að vera í föstum sam- böndum síðan ég var 13 ára. Ég fann að ég nennti því ekki lengur. Það eru svo margir að leita sér 'að einhverjum félaga. Ástin skiptir okkur ennþá miklu máli. Það er alltaf eitthvað að koma mér á óvart og þá sérstaklega það hvað manneskjan er skemmtilegt fyrirbæri. Þó mér þyki við lifa í mjög þröngum heimi hér á Islandi gæti ég aðeins hugsað mér að búa tímabundið erlendis, til dæmis í London. Maður snýr alltaf aftur heim. Það er aðeins tvennt sem maður- inn þarfnast í lífinu, það er, skjól og fæði. Hitt er allt eitthvað sem mann langar í tímabundið og þegar það er fengið, gleymist það. Það er þó eitt sem mig hefur lengi langað í; lykla- kippu með boxhanska. 7 Eftir að ég kom heim frá Banda- ríkjunum gat ég ekki hugsað mér að flytja aftur heim til foreldra minna. Ég passaði ekki inn í heim- ilismynstrið. Eftir á að hyggja held ég að samkynhneigðin hafi átt þar hlut að máli. Mig langar sjálfur í eigin fjölskyldu með hundi, ketti, kærasta og bíl. Hver veit nema barn bætist við. Það er fullt af börnum sem vantar foreldra. Það er eflaust verra að eiga enga heldur en tvo pabba. Samkynhneigðir eiga eftir að berjast fyrir réttinum til ættleið- ingar auk erfðaréttar og sambúða- réttar. Við verðum bara að hafa í huga að það er ekki langt síðan samkynhneigð var á opinberum listum yfir geðveiki. I framtíðinni langar mig til að læra eitthvað í myndlist sem gæti gefið mér skemmtilega sýn á leik- húsið. Svo stefni ég aðallega að því að gera eitthvað skemmtilegt. Mað- ur er svo ungur og á svo margt eft- ir.“ k y n s I ó ð i n (Leitin að einhverju ekta) „Ég uppgötvaði fyrir skömmu að ég var búinn að vera íföstum samböndum síðan égvar 13 ára. Égfann að ég nennti því ekki lengur. Það eru svo margir að leita sér að einhverjum félaga. Ástin skiptir okkur ennþá miklumáli.u Það liggur eitthvað í loftinu. Lykt af brundi og blóði, lykt af alvörugefni og nautnalegu meinlæti. Það er einhver leit í gangi, leit að einhverju sönnu og einlægu. Og allt í einu er orðið óhætt að tala aftur um ástríður, hugsjónir og sársauka. Ég er að hugsa um tíunda áratuginn, síðasta ára- tug þessarar skelfilegu aldar sem hefur stundum verið svo dásamleg. Við trúðum því öll að lífið yrði alltaf þægi- legra og þægilegra. Já, við vorum sann- færð um að hver ný kynslóð lifði efnahags- lega betra lífi en sú næsta á undan. Við trúðum á hagvöxtinn, tækninýjungarnar og framfarirnar. Og við höfðum svo sannar- lega ástæðu til að vera bjartsýn. Læknavís- indunum fleygði fram, hagvöxturinn jókst stöðugt og hljómurinn í geisladisknum er svo miklu betri en í gömlu hljómplötunni. „Kalda stríðinu", í fleiri en einum skilningi þess orðs, var lokið og kommúnisminn sigraður. Lífið stefndi afar hratt upp á við og fram á við, á því lék ekki nokkur vafi. Okkur fannst víst að það væri eins konar náttúrulögmál. En það væri varla í frásögur færandi nema vegna þess að nú er komin fram kynslóð sem, nauðug viljug, lítur öðru vísi á málin. Þetta er kynslóðin sem er í dag á milli átján og þrítugs. Hún er þegar búin að fá nafn eða réttara sagt bókstaf: X. Þessi kynslóð er fyrsta kynslóðin í sögu Vesturlanda sem mun ekki njóta sömu lífs- gæða og kynslóð foreldranna. Hún ólst upp við allsnægtir en verður nú að sætta sig við atvinnuleysi og eilíf blankheit. Hún hefur átt kost á meiri og betri menntun en nokkur önnur kynslóð á undan henni. Aldr- ei áður í sögunni hafa jafn margir útskrifast með próf úr iðnskólum, menntaskólum og háskólum. En það er kreppa og enga vinnu að fá, markaðurinn er mettaður. Það verð- ur æ algengara að ungt fólk með glæsileg háskólapróf, góða málakunnáttu og sér- fræðiþekkingu á tölvum - fólk sem hefði getað valið um störf fyrir tíu árum - verði að sjá fyrir sér með illa borguðum íhlaupa- vinnum á veitingastöðum eða við húsbygg- ingar. Það fær engar atvinnuleysisbætur vegna þess að það hefur aldrei fengið 16 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.