Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 18

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 18
kynslóðin INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR „að finna að maður hafi ein- hvern tilgang og eitthvað að stefna að" Ingibjörg Stefánsdóttir er fædd 1972. Hún vakti fyrst athygli sem söngkona hljómsveitarinnar Pís of keik. Árið 1992 var kvik- myndin Veggfóður frumsýnd þar sem hún Iék aðalkvenhlutverkið auk þess að syngja nokkur lög í myndinni sem nutu mikilla vin- sælda. í fyrra tók Ingibjörg þátt í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva fyrir íslands hönd og nú starfar hún sem kynnir í sjón- varpsþættinum Popp og kók. „Ég er stúdent frá Menntaskól- anum við Sund og hef að auki lok- ið sex ára píanónámi. Ég hef alltaf ætlað að verða leikkona og stefni að því að fara í leiklistarskóla í New York næsta haust. Ég held líka að allir hafi gott af því að búa í öðrum löndum í einhvern tíma. Þó að ég geti vel hugsað mér að setjast að í útlöndum vil ég þó alltaf eiga mér samastað á Islandi líka. Við sekúndur sem líða áður en brennheitur, geislavirkur stormur sópar súpermark- aðnum burt ákveður feitur viðskiptavinur að borga fyrir vöruna „til að sýna reisn“. Og ungur maður skjögrar að vini sínum sem liggur á gólfinu og kyssir hann á munninn því hann hafði „alltaf langað" að gera það. „Þetta er óhuggulegt," seg- ir Dag, „en einhvern veginn sexí og eitrað af iðrun, aiveg eins og lífið sjálft." Að öðru leyti gerist ekkert í þessari sögu, og samt varð „Gener- ation X“ að kúlt-bók fljótlega eftir að hún kom út. Hún virð- ist ná að endurspegla lífsvið- horf ungs fólks á krepputím- um, það er að segja ungs fólks sem játar sig ekki sigr- að heldur reynir að finna sína eigin leið út úr kreppunni. Coupland _ sem sjálfur þurfti að sjá fyrir sér með „- McJobs" eftir að hann lauk námi í listaháskóla _ kallar þessa leið „Lessness": Lífs- speki sem segir að minni kröfur um efnalega velmegun auðveldi manni að lifa í sátt við sjálfan sig. Þetta er ekki frumleg speki en hún sannar samt gildi sitt á tímum þegar botnlaus græðgi, skuldasöfn- un og neysluæði eru búin að keyra allt á bólakaf. X-kyn- slóðin er löngu búin að gefa upp vonina um að eignast fal- legt hús með garði og hún kærir sig heldur ekki um að eyða lífinu í að borga upp húsnæðislánin. En þessi kyn- slóð hefur húmor fyrir sjálfri sér og játar fúslega að naum- hyggjan sem hún aðhyllist sé viss tegund af sýndar- mennsku. Coupland kallar þetta „Conspicious Minimal- ism“: Lífsstíll sambærilegur við ásóknina í stöðutákn. Maður sýnir stoltur að maður á engar veraldlegar eigur því litið er á slíkt sem tákn um siðferðilega og vitsmunalega yfirburði. Kannski finnst einhverjum að þetta sé allt saman hreinn heilaspuni hjá Douglas Cou- pland. Þeim hinum sama skal ekki aðeins bent á skýrslur um atvinnuhorfur ungmenna heldur líka á rannsóknir á lífsviðhorfum þeirra. Rann- EVAMARÍA JÓNSDÓTTIR „Það ererigin sér- stök bylting í skilgreiningum. Við þorum til dæmis alveg að líta á okkur sem stjórnendur í stað kvenna. En breytingarnar gerast hægt og bít- andi. Það er engin sérstök bylting í gangi. Þegar ég heyri orðið femin- isti dettur mér helst í hug rauð- sokkur og konur sem eru sífellt í vörn. Ég bý enn hjá foreldrum mínum og kann því afhragðs vel. Fjölskyld- an er mjög stór og skemmtileg. Við erum alls sex systkinin. Við kærast- inn erum ýmist heima hjá mér eða fjölskyldu hans. Ég gæti alveg hugsað mér að búa í útlöndum og mér er nærri því al- veg sama í hvaða landi. Smæðin hér á íslandi háir mér stundum. Umræður um ýmis mál geta verið svo óáhugaverðar. Það getur líka verið erfitt að taka á ýmsum vandamálum því maður veit aldrei nema rnaður sé að koma við kaun- in á einhverjum sem maður þekkir. En auðvitað getur smæðin líka ver- ið skemmtileg. Skemmtanalífið lík- ist til dæmis oft bekkjarpartýi. Ég held að fólk af minni kynslóð sé oft hrætt víð að taka mikiivægar ákvarðanir i ástarmálum. Sá hugs- unarháttur að ástin eilífa sé ákvörðun finnst ekki hjá þessari kynslóð. Ég held það skapi rótleysi. Mér finnst starfið og fjölskyldan það mikilvægasta í lífinu. Ég er mjög ánægð með að eiga foreldra sem tóku eitt sinn þá ákvörðun að vera saman. Ungt fólk reynir ekki nóg til að láta samböndin ganga upp. Sjálfa langar mig í stóra fjöl- skyldu ef það er hægt fjárhagsíega, Mig langar að börnin mín alist upp við nægjusemi og læri til dæmis að nota fötin hvert af öðru.“ „Ég held aðfólk af minni kynslóð sé oft hrœtt við að taka mikilvœgar ákvarð- anir í ástarmálum. Sá hugsunarháttur að ástin eilífa sé ákvörð- unfinnst ekki hjá þessari kynslóð. Ég held það skapi rót- leysi.“ KARL PÉTUR JÓNSSON „Þótt það hafi verið léttara að lifa á þessum ár- um var það ekki eins gaman og í dag" Karl Pétur Jónsson er nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Is- lands en hann er faeddur árið 19694 Undanfarin ár hefur hann starfað I sem blaðamaður með skólanum og einnig séð um kynningar, meðal annars fyrir SSSól, Friðrik Þór Friðriksson og Júlíus Kemp kvikmyndagerðarmenn og Jesus Christ Superstar fyrir Versló. „Ég bý í piparsveinaathvarfi með félaga mínum og einum ketti, en þetta sambúðarform verður sífellt I algengara,“ segir hann. „Ég á ekki von á að þetta breytist nema ég hitti stúlku til að hefja sambúð með. Það er engin spurning um að: mennt er enn máttur þó að vissu- lega sé hægt að vera algjört flopp þó að maður hafi eitthvert próf. Það verður að vera eitthvað spunn- ið í mann líka því prófið eitt og sér: gerir ekkert fýrir þig. Ég stefni að þvi að fara til Bandaríkjanna og sérhæfa mig þá væntanlega í al- mannatengslum. Mér finnst óskynsamlegt að skuldsetja framtíðina og hef því verið eins lítið á námslánum og ég hef getað. Það er vel mögulegt að vera í fullri vinnu með Háskólan- um. Kynningarstörfin hafa alltaf heillað mig en ég er fyrst og fremst að verða mér úti um starfsreynslu og þess vegna verðlegg ég mig ekki of hátt. Vinrian er mitt stærsta hobbí en annars hef ég náttúrlega mikinn áhuga á góðum konum, víni, ferðalögum og tónlist. Ég er eins og svo margir af minni kynslþð, ekki tilbúinn til að sætta mig við þetta steinsteypufangelsi sem kyn- slóð foreldra minna lenti í; að vera að vinna við eitthvað sem maður fílar ekkert bara til að geta keypt sér íbúð. Mín lífsafstaða er sú, eins og svo margra í kringum mig, að gera ekkert nema mér finnist það skemmtilegt. „Mér hefur sýnst aðfólk á mínum aldri eigi erfiðara með að koma sér áfram í lífinu en kynslóðirnar á und- an. Það þarfþó alls ekki að vera svo slœmtþví það er alltaf gott aðþurfa að berjast fyrir sínu.“ gangi" Eva María Jónsdóttir er að- stoðardagskrárgerðarmaður hjá Ríkissjónvarpinu. Hún er fædd ár- ið 1971: „Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þá fór ég í bókmenntafræði í Há- skóla íslands í eitt ár. Svo nýtti ég mér Erasmus-skiptinemasamtökin og las bókmenntafræði við Sor- bonne- háskólann í París einn vet- ur. Þegar ég var lítil ætlaði ég að verða daman í Tapað-fundið- básnum í laugunum. Ég heillaðist svo af litlum stöðum og fannst þetta algjört æði. Nú hefur hugur- inn aftur á móti snúist að öðru. Mig langar að halda til útlanda og læra heimildamyndagerð. Munurinn á konunum af minni kynslóð og þeim af kynslóð móður minnar er sá að þær hafa gengið í gegnum svo miklar breytingar samfara jafnréttisbaráttunni. Við skiljum ekki hversu mikil barátta hefur þar átt sér stað. Okkur er al- veg sama þegar gert er grín að kon- um, en þær taka það nærri sér. Ég er fegin að vera laus við þessa bar- áttu. Auðvitað á mikið enn eítir að ávinnast eins og til dæmis í sam- bandi við ráðningar og ímynd konunnar. Nú sýna konur meira þor og eru ekki alltaf að hjakka í . Umræðan um eyðni hefiir óneit- anlega áhrif á mann og maður hegðar sér samkvæmt því. Ég trúi ekki endilega á hjónabandið en mildu frekar á ást, vináttu og um- hyggju, eða allt það sem hjóna- bandið á að standa fyrir sem það gerir því miður bara alltof sjaldan. Hjónabandið er alltof oft afleið- ing af óheppni því fólk dettur ofan í einhvern farveg sem það getur ekki losað sig úr og verður óham- ingjusamt til æviloka fyrir vikið. Ég á systur sem er sex árum eldri en ég og þegar hún var að stofna heimili voru þenslutímar og sjálf- sagt auðveldara að eignast þessa ónauðsynlegu hluti sem fólk eyðir ævinni í að viða að sér. Nú eru krepputímar og maður kaupir þá bara minna afþessuin hlutum og leitar lífsfýllingarinnar annars stað- ar eins og til dæmis í listum og kynlífi. Pabbi stendur í þeirri trú að það hafi ekkert verið léttara að eignast húsnæði þegar hann var að koma sér þaki yfir höfuðið. Ég held að það hljóti samt að hafa gert þeim lífið léttara að fá þessi ókeyp- is lán sem átu upp sparifé eldri borgara og erlendu lánin sem við eigum nú að fara að borga fyrir þau. Hitt er hins vegar annað mál að þótt það hafi kannski verið íjár- hagslega léttara að lifa á þessum ár- um var hreinlega ekki eins gaman að vera til eins og í dag. AUt þetta frjálsræði sem er afkvæmi hippa- kynslóðarinnar og hinir auknu möguleikar sem hafa komið með upplýsingabyltingunni, þetta er svo stórkostlegt og mikið að gerast alls staðar. Árið 1960 var Island hálf- gerður moldarkofi upp í sveit og fremur lítið við að vera. I dag er Reykjavík orðin jafn „metropolit- an“ og hvaða borg sem er af henn- ar stærð. Ég er flokksbundinn sjálfstæðis- maður og hugsjónir mínar markast töluvert af frjálshyggjunni. Ég hef trú á frelsi á sem flestum sviðum 18 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 f

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.