Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 15

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 15
Herluf Clausen Útlit er fyrir að fall „bankastjórans“ í Grjótaþorpinu, Herlufs Clausens, verði hátt. Fyrir fjórum árum var hrein eign hans metin á rúman einn milljarð króna. Nú eru lánadrottnar farnir að ganga að honum og alls óvíst er um frekari fyrirgreiðslu íbönkum. Ef hún fæst ekki myndi það ríða fjármálaveldi hans að fullu. Lánadrottnarnir loka fyrír frekarí fyrírgreiðslu Stærstu lánadrottnar Herlufs eru Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, Landsbanki Islands, Bún- aðarbanki íslánds, Sparisjóður vél- stjóra og íslandsbanki. M.ö.o. eiga allir stærstu bankatnir og spari- sjóðirnir hagsmuna áð gæta, þeir þrír fyrst töldu þó sínu mestra. Stór hluti veðbanda þessara aðila í eign- um Herlufs eru tryggingabréf. Bankarnir hafa krafist þeirra gegn því að kaupa af honurn viðskipta- kröfur. Þegar skuldararnir standa síðan ekki í skilum er sótt að Herluf sem útgefanda víxlanna. Þegar rýnt er í veðsetningar á fasteignum Herlufs sést greinilega hvað er að ríða honum að fullu. Ríflega helmingur þeirra, hátt í 80 milljónir króna, eru tryggingabréf. SPRON á 46 milljóna króna veð í fasteignum Herlufs og Landsbank- inn rúmar 29 milljónir króna en þar er um eitt tryggingabréf að ræða frá því snemma í nóvember síðastliðnum. Búnaðarbankinn á 28,5 milljóna króna veð, Sparisjóð- ur vélstjóra 11,4 milljónir, og Is- landsbanki 7 milljónir. Minni lánadrottnar eru fjöl- margir og má þar nefna Fjárfesting- arfélagið Skandia hf., Hildiberg hf. sem er raunar í eigu Herlufs sjálfs o.fl., Guðjón Á. Jónsson, Iðnlána- sjóð, Áfengis- og tóbaksverslun rík- isins og viðskiptafélaga hans, Krist- ján Knútsson. Kristján Knútsson segir það eðli- lega kröfu hjá bönkuhum að fara fram á að jafn umsvifamikill maður og Herluf leggi fram tryggingabréf. Aðrir heiniildarmenn eintaks segja hins vegar að það sé til marks um þær áliyggjur sem bankarnir hafi af stöðunni, enda hefur útlána- verðsins fyrir 2. mars ella fellur húsið í hlut íslandsbanka. Brattagata 3b, þar sem höfuð- stöðvar fjármálaveldis Herlufs eru til húsa, er metið á 19 milljónir króna. Laugavegur 95 er metið á tæpar 65 milljónir króna. Iðnaðar- húsnæði við Höfðatún 10 á tæpar 24 milljónir og íbúð við Blöndu- bakka 10 á rétt innan við 9 milljón- ir. Allar eru þessar eignir veðsettar í topp. Umsvifamikill fyrir- tækjarekstur en lána- starfsemin kjarni veldis- ins Kjarninn í starfsemi Herlufs hef- ur alla tíð verið heildverslunin Herluf Clausen jr. & Co. sem hefur aðsetur í gömlu húsi í Grjótaþorp- inu. í nafni þess fyrirtækis, sem er einkafirma, hefur hann stundað lánastarfsemi og aðra peningaum- sýslu. I raun hefur hann rekið eins konar banka í Grjótaþorpinu og velt á við minni lánastofnanir í landinu. Hann hefur keypt víxla og skuldabréf fyrir háar upphæðir með miklum afföllum og sömu- leiðis greiðslukortanótur. Oft kom upp kvittur um að Herluf stundaði okurlánastarfsemi áður en vextir voru gefnir frjálsir. Gekk það svo langt að hann var ákærður fyrir hlut sinn í okurlánamálinu svokall- aða eftir miðjan síðasta áratug en var sýknaður. . Erfitt er að henda reiður á öllum þeim fyrirtækjum sem Herluf hefur tengst og það væri að æra óstöðug- an að reyna að telja þau upp. Oft hefur málum verið háttað þannig að hann hefur fengið ítök í fyrir- tækjum þegar viðskiptakröfur hafa ekki fengist greiddar og selt svo sinn hlut aftur. Hann hefur átt einn eða með öðrum fjölda tískuverslana, eins og Sér, Espirit, Poseidon í Keflavík og fjölda annarra. í dag á hann herra- fataverslunina Blazer í Kringlunni en mjög hefur dregið úr umsvifum hans á þessu sviði undanfarin ár. Hann kom einmitt undir sig fótun- um með lánveitingum til kaup- manna í tískuverslun sem þurftu lán til skamms tíma til að leysa vör- ur úr tolli. Sú saga er rakin annars staðar í opnunni. Herluf hefur einnig verið um- svifamikill í veitingahúsarekstri. I dag á hann Café Óperu og Café Ro- mance við Lækjargötuna. Þá á hann hlut í Vínlandi hf. með Birgi Hrafnssyni, en það fyrirtæki hefur umboð fyrir nokkrar vinsælar rauðvínstegundir, eins og Chianti Ruffmo og Mouton Cadet, þýska bjórinn Holstein og Bells viskí. Birgir, sem er framkvæmdastjóri og prókúruhafi fyrirtækisins, fullyrti í samtali við EINTAK að rekstur Vín- lands gengi vel, enda væri það með öllu óháð öðrum rekstri Herlufs. BH framtak hf. er einnig í eigu Her- lufs og Birgis., auk Brynjólfs Bjark- an. Tilgangur fyrirtækisins eins-og það er skilgreint í hlutafélagaskrá er meðal annars tónleikahald og það stóð að komu nokkurra erlendra hljómsveita hingað til lands, m.a. Gypsy Kings. Fyrir nokkrum árum fór Herluf síðari að hasla sér völl í sjávarút- vegi. Fyrir fimm árum keypti hann Pólar-Frost í Hafnarfirði. Þá átti hann hlut í Fiskvinnslustöðinni Hlunnum en hún var úrskurðuð gjaldþrota um mitt síðasta ár. Heimildir EINTAKS herma að Herluf hafi dælt miklum peningum í fyrirtækið og því tapað umtals- verðum fjármunum með gjaldþrot- inu. Auk þess er sagt að hann hafi ætlað að styrkja ímynd sína í við- skiptaheiminum með því að taka þátt í sjávarútvegi en gjaldþrotið hafi komið í veg fyrir það. En þótt Herluf hafi átt ítök í mörgum fyrirtækjum á margvísleg- um sviðum þá hefur lánastarfsemin verið kjarninn í kaupsýslu hans. Leið Herlufs Clausens til auðlegðar Fallið hátft eftir ævintýralegan uppgang Herluf Clausen hefur víða komið við á viðskiptasviðinu frá því hann stofnaði heildverslunina Herluf Clausen jr. & Co. fáeinum mánuðum eftir að hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1964. Það fyr- irtæki hefur verið burðarstoðin í fjármálaveldi hans allt fram á þennan dag. Ýmsar goðsagnir hafa myndast í kringum Herluf enda lætur hann lítið á sér bera og hefur ekki rætt við fjölmiðla í meira en tuttugu ár. Sagt er að hann hafi „hafist upp á dugnaði", sé „vinnusamur með afbrigðum" og „vinnan sé honum allt“. Gripið hefur verið til slíkra frasa í umfjöllun um hann þar sem erfitt hefur verið um vik að afla nákvæmra upplýsinga um manninn og starfsemi hans. Hvað svo sem um hann má segja verður eitt þó ekki af Herluf skafið og það er hugkvæmnin. Hann hefur alla tíð verið glöggur á nýja möguleika í viðskiptum, sérstaklega innflutningi. Þannig græddi hann vel á innflutningi á steiktum lauk, dönskum tertu- botnum og sígarettuhylkjum til að vefja vindlinga snemma á 8. áratugnum, svo dæmi séu tekin. Hann efnaðist þó ekki svo um munaði fyrr en hann hóf lána- starfsemi og ýmiss konar fésýslu, fór að láta peningana vinna fyrir sig eins og stundum er sagt. Mestu umsyifm voru í tengslum við fjár- mögnun á innflutningi fyrir tísku- verslanir og fjölda annarra fyrir- tækja. Þær reglur voru í gildi að vörur fengust ekki leystar úr tolli nema sýnt hefði verið fram á greiðslu á þeim til seljandans. Herluf lánaði þá fé gegn endur- greiðslu einum eða tveimur mán- gjöfinni breytt þannig að ekki þurfti lengur að sýna frarn á að vara hefði verið greidd áður en hún væri leyst úr tolli. Umsvif Herlufs á þessum vettvangi dróg- ust þá verulega saman. En þá hafði hann yfir svo digr- um sjóðum að ráða að hann gat veitt stórum fyrirtækjum þjón- ustu framhjá bankakerfmu. Fræg er til dæmis sagan af því að hann hafi lánað Hagkaupi 300 milljónir króna þegar Ikea-verslunin var opnuð. Þá jók hann kaup sín á víxlum og skuldabréfum með af- föllum og sömuleiðis greiðslu- kortanótum. Þessi lánastarfsemi var orðin svo umfangsmikil að farið var að tala um Herluf sem „bankastjórann" í Grjótaþorpinu. Veldi Herlufs reis sennilega hæst undir lok síðasta áratugar. Árið 1988 var hann talinn þriðji ríkasti Islendingurinn af tímarit- inu Frjálsri versluti á eftir Þor- valdi Guðmundssyni í Síld og fiski og Pálma í Hagkaupi. Tíma- ritið mat eignir hans á bilinu 1,5 til 2,0 milljarða króna en þar sem ýmsar þeirra þóttu ótryggar var talan færð niður í milljarð. Á nú- virði jafngildir sú upphæð nálægt 1,5 milljarði. Þá var Herluf skattakóngur Is- lands árið 1990 en heildarálagn- ingin nam 25 milljónum. Hann lét áætla skattana á sig og virðist hafa verið ánægður með útreikninga skattyfirvalda því hann sá ekki ástæðu til að kæra niðurstöðuna, eins og altítt er þegar rnenn láta áætla á sig. Síðustu árin hefur Herluf verið áberandi í veitingahúsarekstri og hefur í nokkur ár átt eitt vinsæl- asta veitingahús landsins, Café Óperu á horni Lækjargötu og BRATTAGATA 3B Höfuðstöðvar fjármálaumsvifa Herlufs eru í Bröttugötu 3b í Grjótaþorpinu. Sú húseign sem er metin á 19 milljónir króna er veðsett upp í topp, eins og aðrar fasteignir á hans nafni. uðum seinna. Mörg fyrirtæki voru tilbúin til að greiða svimandi vexti af þessum lánum og varlega áætlað gáfu slík viðskipti af sér 200 prósent ársvexti. I sumum til- vikurn voru vextirnir þó mun hærri. I gegnurn þessa starfsemi eignaðist Herluf hlul í íjölmörg- um tískuverslunum, sérstaklega við Laugaveginn, þegar skuldu- nautar hans gátu ekki staðið í skil- um. Haít var í flimtingum að rétt- ast væri að kalla götuna Herlufsst- rasse. Fyrir fjórum árum var tollalög- Austurstrætis. Þá hefur hann ver- ið umsvifamikill í víninnflutningi. Um tíma hugðist hann hasla sér völl í sjávarútvegi og keypti stönd- ug fyrirtæki í þeim geira og á nú Pólar-Frost í Hafnarfirði. Það sem er að verða honum að falli núna er þó fyrst og fremst lánastarfsemin. Tapaðar við- skiptakröfur skipta tugum ef ekki hundruðum milljóna króna. Leið hans til auðlegðar var í gegnum lánastarfsemi sem nú er á góðri leið með að gera fjármálaveldi hans að engu. © tap bankanna stóraukist á síðustu árum. Auk þess bendir sú stað- reynd að Herluf þurfti að leggja fram tryggingabréf upp á tæpar 30 milljónir í Landsbankanum undir lok síðasta árs og annað upp á 20 milljónir hjá SPRON til þess að bankarnir vilji hafa vaðið fyrir neð- an sig. Áhyggjur stjórnenda bankanna eru í dag orðnar það rniklar að þeir eru farnir að efast um að Herluf standi af sér þessa holskeflu þótt hann hafi sopið margan sjóinn áð- ur. Það er að minnsta kosti ekki háttur viðskiptabankanna að veita mönnum víðtæka lánafyrirgreiðslu skömmu eftir að þeir selja íbúðar- húsið ofan afþeim. Það þarf því mikið að koma til svo að íjármálaveldi Herlufs hrynji ekki til grunna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki samband við Herluf Clau- sen.O FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 15

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.