Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 30

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 30
FRIÐÞJÓFUR HELGASON karmar í heilu lagi á gólfinu, og þrjúhundruð kílóa pottofn hafði verið slitinn af tveimur gildum rör- um við stofuvegginn. Þrjú símtöl við Dag BRAGI ÓLAFSSON Á hádegi á aðfangadag fyrir tveimur eða þremur árum hringdi Dagur í mig og var í mjög góðu skapi. Hann var staddur á Kirkju- bæjarklaustri hjá Eínari Melax og hafði nýlokið við að spjalla við tvö af börnum sínum í síma. Það lá sér- staklega vel á honum, gott ef hann var ekki bara í jólaskapi, en það var aðeins eitt sem var að: í ísskápnum hjá Einari var nefnilega lambalæri sem beið þess að verða notað og Dagur var ekki viss um hvernig ætti að elda það. Einar væri sofandi og hann kunni ekki við að vekja hann. Á meðan ég reyndi að fletta upp í huganum einhverri aðferð við að elda svona kjöt, sagðý Dagur mér frá rauðvínsflösku sem hann hafði opnað, en tók fram að hann ætlaði bara að drekka hana hálfa; Einar fengi hinn helminginn. En hvað Iambið snerti gat ég ekki hjálpað honum. Og þótti það mjög miður. „Þú verður að spyrja mig næst um eitthvað sem ég þekki betur,“ sagði ég, og það gerði hann líka einu og hálfu ári síðar, aftur í gegnum sí- mann: „Hvað nota hljómsveitir niðri á Lækjartorgi mörg vött þegar þær spila?“ Það hefði mátt ætla að ég vissi meira um vattafjölda en matreiðslu á jólalambinu, en ég hafði greini- lega ekki lært heima. Ég sagði hon- um að hljómsveitin Who hefði eitt sinn notað áttíu þúsund vött á Wembley en það væru gamlar upp- lýsingar og bað hann að hugsa ekki meira um það. En honum lá á að fá þessar tæknilegu upplýsingar, ég hafði ekki hugmynd um hvers vegna, og eina sem ég gat gert í stöðunni var að benda honum á sameiginlegan vin sem myndi vita þetta betur. En svona hluti er auð- vitað ekki hægt að vita neitt um og í síðasta ljóðinu sem Dagur birti, lýs- ir hann íslensku þjóðinni, saman- kominni á Lækjartorgi, að engjast í hundrað og ellefu dísarbyljum. Dagur var ábyggilega orðinn vondaufur um að ég gæti hjálpað honum með nokkuð. Sem var slæmt því hann hafði frætt mig um svó margt. En hann hélt áfram að hringja og í síðasta skiptið sem það gerðist, það var f október síðast- liðnum, spurði hann mig hvort ég hefði tíma til að hlusta á það sem hann hafði dreymt nóttina áður. Jú, ég hafði það. „Við sátum tveir við lítið borð í dimmu herbergi og fyrir framan okkur á borðinu var rnikil og falleg bók með 50 til 60 kolsvörtum blað- síðum. Eina birtan sem lýsti okkur var frá lampa sem við beindum að bókinni. Ég vildi tileinka þér bók- ina og skrifaði með hvítri krít á fyrstu blaðsíðuna: Til Braga frá Degi. En þá spurðir þú hvort ekki væri réttara að þú tileinkaðir mér hana, svo ég krotaði yfir mína til- einkun og skrifaði í staðinn: Til mín frá Braga.“ Mér þótti ákaflega vænt um að hann skyldi segja mér frá þessum draumi og nú þegar Dagur er far- inn, með sín 56 ár, get ég ekki ann- að en glaðst yfir því að hafa gefið honum eitthvað til að taka með sér. Aumingja smáborgarinn BRAGI KRISTJÓNSSON Ekkert kvikindi jarðarinnar var að hyggju Dags Sigurðarsonar fyr- irlitlegra en smáborgarinn, aum- ingja smáborgarinn. Jafnvel Sjálf- stæðisflokkurinn var honum skör æðri. Ég var smáborgarinn hans frá fyrstu tíð. Á líkum aldri umgeng- umst við af nettri kurteisi — Thor- oddsenskri kurteisi hans og léttg- eggjuðum þótta mínum. Ég var oft- ast með hálsbindi, iðulega í jakka- fötum, átti ekki grænan hatt, sem Kiljan hafði gefið honum, en ég keyrði klíkuna á Sjevrólet-pabbabíl — og stundum var Dagur með í för — alltaf að agnúast út í helvítis smáborgarann við stýrið. Svo liðu menn hver í sína áttina — hann bjó með stúlkum, ég bara með stúlku. Og einn daginn kom hann til mín og spurði, hvort ég vildi kaupa víxil — helvítis smá- borgarinn þinn. Það leizt mér vel á. Hvað er hann hár? spurði ég. Hann nefndi upphæðina. Mér leizt vel á kaupin. „En ég er búinn að selja hann,“ sagði Dagur, „og ég er líka búinn að borga hann, en nú vil ég selja hann aftur.“ Það leizt smá- borgaranum vel á. Svo dró hann upp víxilinn. Hann var sýnilega greiddur sama dag í Útvegsbankan- um. Samþykkjandi Dagur Sigurð- arson Thoroddsen og útgefandi Halldór Laxness, Gljúfrasteini. Þennan pappír seldi hann mér svo fyrir 500 krónur, það voru þá um það bil núgildandi 10.000 kall. Síðan áttum við margvísleg sam- skipti á viðskiptasviðinu. Degi kippti í kynið, bæði Tulinius og Thoroddsen, seigur að redda mál- unum, alltaf að spá í stöðuna á öll- um vígstöðvum. Öllum mönnum heiðarlegri og ábyggilegri. Síðustu samskipti okkar á viðskiptasviðinu voru þegar hann hélt sýningu á nýj- um myndum fýrir nokkrum miss- erum í listasal á mínum vegum. Flotta og grófa sýningu. Björk og Sykurmolarnir keyptu ýmislegt. Hann stóð sig eins og hetja. Ekki hallaði á mig í okkar viðskiptum. Hann var alltaf að leika glópinn í viðskiptum, var í raun stórútspek- úieraður pródúsent. Fyrir nokkrum vikum kom hann til mín. Var að fara til Norðurland- anna. „Lánaðu mér þúsund kall, helvítis smáborgarinn þinn,“ voru hans síðustu orð við mig. Og fyrir það og annað um okkar daga, minnist ég hans með trega og léttum húmor. Mokka, Tröð, Djúpið BIRNA ÞÓRÐARDÓTTIR Dagur á Mokka. Hóstandi, með bleyju um háls- inn: Best að drífa sig til Skúla frænda og fá resept fyrir nýjum skóm. Mixtúra verkar ekki á vota fætur. Dagur á Tröð. Krissa vinkona nýflutt á Óðins- götuna, hávetur og þakglugginn ónýtur. Dagur mættur með dún- sæng i poka: Thoroddsenarnir hafa alltaf átt dúnsængur. Dagur í Djúpinu. Dáist af eigin höndum: Þessar hendur eiga ekki að vinna erfiðis- vinnu, en mikið lifandis ósköp ger- ir bleyjuþvotturinn þær mjúkar. Símakennsla BENÓNÝ ÆGISSON Ég kynntist Degi Sigurðarsyni 1968 þegar ég var sextán ára, ný- byrjaður í MR en Dagur var ein helsta hetja, eða öllu heldur and- hetja, menntaskólanema og áber- andi á þeim kaffihúsum sem við stunduðum. Svo var það fyrir rúmum áratug að ég hitti Dag í bænum. Við vor- um báðir illilega blankir. Þá mundi ég eftir að ég átti pening inni hjá Utvarpinu fyrir upplestur, svo við skruppum á Skúlagötuna og sótt- um þá og fjárfestum síðan í rommi sem við fórum með heim til Dags. Þá kom upp úr dúrnum að einhver stofnun úti í bæ var að gera Degi lífið leitt. Ég man ekki í hverju vandræðin fólust en þetta var smá- mál og ég benti honum á að hann gæti leyst það með nokkrum sím- tölum. Hann tjáði mér.þá að það kæmi fýrir lítið því hann kynni ekki á síma. Ég hringdi þá í hans stað og tókst að leysa málin. Dagur varð himinlifandi yfir því sem hægt var að áorka með þessu undratæki og þegar við kvöddumst þakkaði hann mér kærlega fyrir að kenna sér á sí- mann. Ég efast þó um að þessi kunnátta hans hafi komið honum að miklum notum því Dagur var of stór í sniðum til að hafa nennu til að taka þátt í argaþrasi stofnana- liðsins. Þó ljóð hans tali til samtím- ans þá var hann í eðli sínu ní- tjándualdarmaður. Galdramaður lætur sig hverfa ÁGÚST ÞÓR ÁRNASON Himinninn yfir Berlín var grár þegar Dagur birtist í borginni. Það var langt til vors og ekki alltaf til peningur fyrir litum og hrísgrjón- um. Hann passaði fýrir okkur kettina og íbúðina í Berlín sumarið ‘88. Dagur drakk mikið kaffi og sterkt, alltaf helltir barmafullir fantarnir. Stundum vildi skvettast úr þeim á gólfin og þurfti þá stöku sinnum að skúra. „Alltaf þykja mér konurnar bestar krjúpandi fyrir framan mig.“ Honum munaði ekkert um að rifja upp ítölskuna og ítalski vinur- inn í næstu íbúð átti offast lús, og stundum kom Dagur inn af sam- eiginlegu svölunum með eina feita og var kátur. „Flytja 200 ítali tii Reykjavíkur til að bjarga menning- unni, þá verður alltaf svo skemmti- legt.“ Hann treysti bönkum ekki alls kostar og þegar hann fékk senda ávísun frá velunnurum heima á ís- landi þá var vissara að safna liði til að þeir tækju ekki frá honum pen- ingana. Síðan var farið beint á Grikkjann. Við vorum mörg sem pöntuðum okkur að borða en steikin hans kom strax. „Að sjálf- sögðu,“ sagði hann, þau vita hver er kóngurinn hér. Þegar Helga (Novak) kom til Berlínar, þar sem hún átti einn af mörgum bústöðum, rifjuðust upp gömul kynni. Helga sagði að Dagur hefði kennt sér að yrkja. Hún fékk hann til að heilsa upp á kollegana á fyrsta sameiginlega þingi rithöf- unda beggja vegna járntjaldsins. Þegar sjónvarpsmyndavélarnar hvörfluðu af Helgu í ræðustól á þinginu og leituðu út í salinn stað- næmdust þær eðlilega á sendiherra frjálsra Islendinga. Þegar haustaði var kominn tími til að halda suður á bóginn. Hún keyrði hann á járnbrautarstöðina, Bahnhof Zoo (þar sem dýragarðs- börnin lifðu í samlyndi við ferða-: langa). Hún tók sér biðstöðu hjá dótinu hans Dags í andyri hins risa- stóra biðsalar, þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja, á meðan hann gerði sig kláran í kjallara í andstæðu horni salarins. Hún horfði á hann koma til baka, gang- andi í mannhafinu. Kominn miðjá vegu yfir salinn, stoppaði hann og gerði galdur; hann teygði úr sér, þrýsti höndunum til himins og horfði upp. Tíminn stóð kyrr, hann stækkaði, það var eins og hann næði veggja á milli og fyllti út í sal- inn. Svo minnkaði hann, mýktist allur og brosti. Við fórum út á gangstétt og fengum okkur síðasta bjórinn saman. Ljónið missti aldrei tennurnar, oft sveið undan en bara vegna þess að það gat tekið tíma að fylgja hon- um í brein-storminu. Frá Degi fékk hver það sem hann átti skilið. „Gott á pakkið.“ Samheldni og fórnfysi hermanna Rómaveldis ARI GÍSLI BRAGASON Það var mér mikill heiður og ánægja að kynnast Degi Sigurðar- syni eða „Deddy Boy“ eins og gamlir vinir hans kölluðu hann. Árið 1990 hélt hann einkasýningu á verkum sínum á efri hæð bóka- verslunar föður míns í Hafnar- stræti 4 sem ég hafði milligöngu um. Dagur var frjáls maður, laus við veraldarlegt vafstur, meðal- mennsku og smáborgarahátt. Dagur var víðlesinn og fróður. I apgnablikinu er mér minnisstæð frásögn hans af hernaðartækni, samheldni og fórnfysi fremstu her- manna Rómaveldis. Ég hitti Dag lítið undanfarin misseri. Hann sagði mér þó iðulega að ég þyrfti að passa mig á að vera stundvís. Ætli hann hafi ekki verið að stríða mér. Hann kunni þá list, eins og alltof fáir, að vera meinstríðinn en jafn- framt skemmtilegur. © 30 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994-

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.