Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 6

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 6
Skoðanakönnun Skáís fyrir eintak SjáHstæðisfloldqjrinn hnininn Drjúgur meirihluti R-listans R-listinn fengi 62,6 prósent atkvæða og tíu borgarfulltrúa efkosið væri í dag. Aðeins 55 pmsent þeirra sem sögðust hafa kosið Sjálf- stæðisflokkinn í síðustu kosningum ætla að gera það aftur. Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar sem Skáfs gerði fyrir eintak um helgina myndi meiri- hluti sjálfstæðismanna í Reykjavík kolfalla ef gengið yrði til kosninga í dag. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust aðeins 37,4 prósent mundu kjósa Sjálfstæðisflokkinn en 62,6 prósent sameiginlegan lista minni- hlutaflokkanna. Ef sætum borgar- fulltrúa er skipt eftir þessu hlutfalli fengi R-listi núverandi minnihluta tíu fulltrúa en sjálfstæðismenn að- eins fimm. í könnuninni var leitað svara hjá 600 Reykvíkingum. Af þeim sögð- ust 25,8 prósent styðja Sjálfstæðis- flokkinn og 43,3 prósent R-listann. 69,1 prósent tóku því afstöðu og sögðust ætla að kjósa annan hvorn listann. 16,3 prósent voru óákveðn- ir, 6,7 prósent neituðu að svara en 7,9 prósent sögðust ekki mundu ómaka sig á kjörstað eða skila auðu. Ef þessi niðurstaða könnunar- innar er borin saman við úrslit síð- ustu kosninga þá hefúr Sjálfstæðis- flokkurinn misst meira en þriðja hvern kjósanda sinn. f síðustu kosningum fékk flokkurinn rétt 60 prósent atkvæða og tíu borgarfull- trúa. Hann fær nú aðeins 37,4 pró- sent fylgi í könnunni eða 22,6 pró- sentustigum minna og missir helminginn af borgarfulltrúum sín- um, eða fimm. R-listinn fær nú 62,6 prósent fylgi en allir litlu flokkarnir fengu ekki nema 40 pró- sent atkvæða í síðustu kosningum. Ef leitað er aftur til ársins 1978, þegar sjálfstæðismenn misstu borg- ina, þá fengu sjálfstæðismenn 47 prósent atkvæða eða rétt tæplega 10 prósentustigum meira fylgi en það mælist í könnuninni nú. Hér sjást niðurstöður skoðanakönnunar Skáfs fyrir EINTAK um borgarstjórnarkosningarnar í vor. Jafnframt var spurt hvaða flokk menn hefðu stutt í síðustu borgarstjórnarkosningum. Á grundvelli þess er hægt að segja fyrir um hvert fylgið sveiflasL Á efra kökuritinu til hægri sést hvernig stuðningsmenn R-listans kusu síðast, en á því neðra hvernig þeir, sem kusu Sjálfstæðisflokkinn, segjast stemmdir nú. I rfiðlega gekk fyrir Friðrik I Karlsson að fá söngkonu Itil að syngja lagið sitt „Næt- ur“ í forkeppni Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva. Fyrst bað hann Sigríði Beinteins- DÓTTUR en hún neitaði, enda bú- in að taka þátt í Söngvakeppninni tvisvar sinnum fyrir íslands hönd. Þá bað Friðrik SigrÚnu Evu ÁRMANNSDÓTTUR að syngja lagið en hún söng einmitt með Siggu í Söngvakeppninni árið 1992. Hún hafði ekki áhuga og hefur líka nóg að gera um þessar mundir í hljóðveri með hljómsveit sinni „Þúsund andlit". Friðrik bað Siggu aftur og lét hún til leiðast. Búið var að taka upp lagið með söng hennar þegar henni snerist skyndilega hugur. Ekki voru nema örfáir dagar í forkeppnina og varð Friðrik að hafa hraðar hendur til að finna aðra söngkonu. Hann fór á fjörurnar við Sigrúnu Evu á nýjan leik og það varð úr að hún söng lagið. Hefði engin fengist, hefði Friðrik þurft að endurgreiða allt það fé aftur til Rík- issjónvarpsins sem hann hafði fengið til að gera lagið sem best úr garði. Kunnugir segja að Friðrik hafi í raun og veru verið heppinn að fá Sigrúnu Evu til liðs við sig því njóti lagið ekki velgengni í flutningi Siggu gæti það komið niður á hljómsveitinni sem þau eru bæði í... Gólf Lukkunámunnar, spila- stofunnar fyrir neðan Café Romance, er lagt Ijósrituðum fimmþúsund króna seðlum sem lakkað er yfir. Þetta gólfefni hefur farið mjög fyrir brjóstið á ákveðnum embættismönnum hjá Seðlabanka íslands. Reyndar líta embættis- mennirnir þetta svo alvarlegum augum að þeir hafa kært Val Magnússon, sem rekur Café Óperu, Romance og Lukkunám- una, fyrir peningafölsun. Þetta byrj- aði á því að tveir virðulegir fulltrúar Seðlabankans komu á fund Vals og mæltust til þess að hann setti eitt- hvað annað á gólfin. Valur mun í byrjun hafa tekið þessu sem hverju öðru gríni því seðlarnir eru Ijósritað- ir öðru megin á A4 blöð sem gólfið er flísalagt með, stöku seðill er þó klipptur út til að brjóta upp formið. Seðlabankamönnunum var þó ekk- ert gaman í huga og settu rann- sóknarlögregluna í málið. Valur þverskallast ennþá við að rífa Ijós- ritin upp og málið fer því fyrir dóm- stóla sem munu skera úr um hvort gólfið í Lukkunámunni falli undir peningafölsun... Aðrir flokkar Nýr vett- vangur Hvert fór fylgi Sjálfstæðisflokksins? Oákveðnir Skila auðu eða kjósa, ekki R-listinn Þátttakendur í könnuninni voru einnig spurðir hvað þeir hefðu kos- ið við síðustu borgarstjórnarkosn- Markús Örn Antons- son borgarstjóri Höium áll undir högg að „Við höf- um átt undir högg að sækja í skoð- anakönnun- um en þess- ari þróun verður ör- ugglega snú- ið við,“ sagði Markús örn Antonsson, borgarstjóri, þegar niðurstöður skoðanakönnunar Skáís um fylgi Sjálfstæðisflokksins og R-listans voru bornar undir hann. „Á hvaða tímapunkti get ég ekki sagt um, en það gæti allt eins gerst nokkrum vikum fyrir kosningar. Þetta er nánast sama niðurstaða og komið hefur út úr öðrum könnunum sem gerðar hafa verið undanfarið. I sjálfu sér hefur ekki mikið gerst síð- an í borgarmálunum. Verið er að setja saman listana og koma saman málefnaskrá. Það er verið að vinna að því hjá okkur. Eftir að það liggur fyrir kemst fjör í þennan leik og hin eiginlega kosningabarátta hefst.“<D Ingibjöng Sólrnn Gísla- dóttir alþingismaður Hreyfíng komin „Þessi niður- staða staðfestir þá tilfinningu sem maður hefur haft að sameigin- legur Reykjav- íkurlisti hefur skapað farveg fyrir óánægju sem er til staðar," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóraefni R-listans, þegar niðurstöður skoðanakönnunarinn- ar voru bornar undir hana. „Þetta sýnir þá óánægju sem er í þjóðfé- laginu með þær hugmyndir sem ráðið hafa för við stjórn borgarinn- ar og landsmálanna. Stúdentakosn- ingar í Háskólanum á þriðjudaginn staðfesta það líka. Það er hreyfing komin af stað og það er eðlilegt að fólk sjái valkost í nýjum lista. Þetta sýnir rnanni líka að það er raunverulegur möguleiki á því að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í borginni falli í vor. Það er hins veg- ar ljóst að það dugir ekki að vinna skoðanakannanir, það þarf að vinna kosningar. Það vekur einnig athygli mína að það eru fleiri óákveðnir í þessari könnun en í þeim fyrri."© Árni Sigfússon borgarfulltmi Verðum að snúa þessu við „I mínum huga er nokkuð ljóst hver staðan er,“ sagði Ámi Sigfús- son, borgarfulltrúi, þegar niður- stöður skoðanakönnunarinnar voru bornar undir hann. „Ég tel að staðan sé svona, útlitið á þessum tímapunkti sýnir okkur hvert verk- efnið er framundan. Við verðum að snúa þessu við. Ég meðtek þessar niðurstöður og tel ekki ástæðu til að rengja þær.“0 Sigrún Magnúsdóttir oddviti R-lista Hef fundið þetta í borgar- sálinni „Niðurstaðan er í sama anda og úr öðrum skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið undanfarið og ég er ánægð með að hún staðfestir fylgið við okkur,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir, oddviti R- listans. „- Þetta staðfestir enn og aftur sem maður hefur fundið í borgarsál- inni, að borgarbúar vilja breytingu og lýðræðislegri stjórnarhætti.“ O Vátryggingafélagið Skandia og Fasteignamiðstöðin deila um skyldutryggingu fasteignasölunnar sem bæta á tjón vegna mistaka Skandia telur sig ekki bóta- skytt vegna meintra mistaka Einn af viðskiptavinum Fast- eignamiðstöðvarinnar hf. leitaði til vátryggingarfélagsins Skandia fyrr í þessum mánuði þar sem hann taldi sig eiga rétt á bótum vegna meintra mistaka fasteignasölunnar. Skandia vísaði málinu frá sér á þeim for- sendum að Gísli Gíslason, löggilt- ur endurskoðandi og annar leyfis- hafa Fasteignamiðstöðvarinnar, væri ekki tryggður hjá þeim en hann hafi gengið frá þeim kaup- samningi sem um ræðir. Fasteigna- miðstöðin stendur hins vegar í þeirri meiningu að Gísli falli undir tryggingu fasteignasölunnar hjá Skandia. Þess skal strax getið að ekki hefur verið sýnt fram á að Fasteignamið- stöðin hafi gert mistök í umræddu tilviki. Sú spurning vaknar hins vegar hvort skyldutryggingum fast- eignasala sé háttað í samræmi við lög og reglugerðir. Viðskiptavinir fasteignasala eiga að geta gengið út frá því sem vísu að ef þeir gera mis- tök þá séu þeir tryggðir fyrir því tjóni sem kann að hljótast af þeim. I reglugerð um löggildingu og tryggingaskyldu fasteignasala er skýrt tekið fram að fasteignasali skuli leggja fram tryggingu til greiðslu kostnaðar og tjóns sem viðskiptavinir þeirra gætu orðið fýrir. Ef þetta ákvæði er ekki upp- fyllt fá menn ekki löggildingu dómsmálaráðuneytisins til að ann- ast fasteignaviðskipti. Sigurður Þóroddson, löggiltur fasteignasali, er leyfishafi ásamt Gísla, fyrir hönd Fasteignamið- stöðvarinnar. Hann er tryggður hjá Skandia og starfsfólk Fasteigna- miðstöðvarinnar þar með. Hann lítur svo á-að Gísli falli undir þá tryggingu þar sem í reglugerðinni segir að þar sem tveir eða fleiri fast- eignasalar reki fasteignasölu undir sama firmanafni teljist þeir fúll- nægja tryggingaskyldunni með kaupum á einni sameiginlegri tryggingu. Þessi háttur er hafður á hjá mörgum fasteignasölum enda væri dýrt að tryggja alla löggilta fasteignasala á þeirra vegum þar sem þeir eru allt að fjórir hjá hverri þeirra. Þórður Þórðarson, fram- kvæmdastjóri vátryggingasviðs Skandia, segir að trygging Sigurðar nái yfir þá starfsmenn sem gefnir hafi verið upp þegar tryggingin var tekin. „Við höfum ekki annað í höndunum en að Sigurður Þór- oddsson hafi óskað eftir tryggingu fyrir sig sem fasteignasala og starfs- fólk sitt. Þessi trygging nær ekki yf- ir aðra fasteignasala þannig að við lítum svo á að Gísli Gíslason sé ekki tryggður hjá okkur.“ Gísli benti hins vegar á að hann hefði ekki fengið löggildingu sem fasteignasali án þess að ráðuneytið hefði fengið staðfestingu á trygg- ingu hans. Því hljóti að vera um misskilning hjá Skandia að ræða. Haft var samband við Jón Thors hjá dómsmálaráðuneytinu vegna þessa máls. „Við höfum litið svo á að þessar tryggingar dekki alla þá starfsmenn sem starfa á stofunni. En það má eflaust deila um þetta tilvik." Er sú fasteignasala ólögleg sem hefur ekki tryggingu sem nœr yfir alla starfsmenn hénnar? „Hún fullnægir ekki skilyrðum sem gilda um þessa starfsemi.“ 0 6 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.