Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 19

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 19
höfum það svo gott hér. Það þykir ekki eins sjálfsagt annars staðar að ungt fólk eigi íbúðir og bíla. Eg fór mjög snemma að leika fyrir annað fólk. Tólf ára gömul smellti ég mér í inntökupróf í ís- lensku óperunni sem varð til þess að ég fékk statistahlutverk í örk- inni hans Nóa og Carmen. Mér fannst það óskaplega spennandi. Mér hefur sýnst að fólk á mín- um aldrei eigi erfiðara með að koma sér áfram í lífinu en kynslóð- irnar á undan. Það þarf þó alls ekki að vera svo slæmt því það er alltaf gott að þurfa að berjast fyrir sínu. Það mikilvægasta í lífinu er að finna að maður hafi einhvern til- gang og eitthvað að stefna að. Það eru svo margir sem vita ekki hvað þeir eiga að gera með líf sitt. Það er líka nauðsynlegt að eiga góða að, vera heilbrigður og svo er ástin í öllum sínum myndum auð- vitað ómissandi. Ég er mjög þakk- lát fyrir það hvað ég á góða vini. Jafnframt hef ég mikið samband við pabba minn. Við förum jafnvel saman út að skemmta okkur. Ég ætla mér að sjálfsögðu að eignast börn en ekki fyrr en ég er viss um að hafa tíma fyrir þau. Mér finnst börn svo sakJaus og yndisleg. I framtíðinni stefni ég að því að vera syngjandi og leikandi. Mér finnst óskaplega gaman að vinna en ég er ekki efni í neinn vinnu- alka. Ég verð ómöguleg ef ég hef ekki tíma fyrir sjálfa mig.“ og held að kapítalisminn sé eina hagkerfið sem blífur. Eg man eftir þegar Island var fullkomið haftasamfélag og menn þurftu að sækja um leyfi til að kaupa sér litsjónvarp. Það eru ekki nema fimm ár síðan við fórum að drekka bjór á íslandi. Ég er á því að við þurfúm að fara hægt en örugg- lega í frjálsræðisátt. Ég held að verðmætamatið sé að breytast og fólk sé farið að meta betur það sem kostar ekki endilega gríðarmikla peninga. Við verðum að fara að meta betur_það sem við höfum í þessu landi. Eg efast um að hægt sé að finna aðra þjóð sem hefur það eins gott og við og það er sjálfsagt jafn erfitt að finna þjóð sem kvartar jafn mikið yfir hvað hún hefur það slæmt. Ef gripið er til klisju þá held ég að skugginn af bombunni hafi haft áhrif á hvernig mín kynslóð mót- aðist. Það hafði alla vega mikil áhrif á mig að fara að sofa á hverju kvöldi vitandi það að siðmenning heimsins gæti verið fyrir bí næsta dag. Ég held að meðal annars þetta hafi orðið til þess að fólk skipti um verðmætamat og fór að hugsa um hvort það væri einhver glóra í því að eyða lífinu í að verða sér úti um einhverja dauða hluti. Þetta er MTV kynslóðin og það er kannski táknrænt fyrir hana að ég sat í jeppa með félaga mínum og tveimur stelpum og við horfðum á sólina setjast. Stelpunum fannst eitthvað vanta og þær uppgötvuðu að það var tónlistin. Græjurnar voru þá settar í botn og náttúran stóð þá loks fyrir sínu. Krakkar í dag eru líka rosalegir ímyndapælarar. Það eru allir með sína ímynd á hreinu eins og sést best ef farið er á kaffihúsin í bæn- um. Ég er aðallega að tala um fas og klæðaburð en ekki endilega lífs- skoðun. Mótsögnin í minni kyn- slóð er fólgin í andstöðu við efnis- hyggjuna og ást á frelsi og kapítal- isma. Skynsemin segir manni að kapitalískt hagkerfi sé það eina sem virkar og sama rödd hvetur mann til að eyða ekki ævinni í að tigna skurðgoð kapítalismans með gegndarlausri eignasöfnun, heldur að keppast að aukinni víðsýni, hamingju og frelsi.“ DAVÍD MAGNÚS- SON „Það Jiggur ekkertá" Davíð Magnússon er fæddur 1970. Hann byrjaði að fikta við gít- arinn heima í stofu hjá sér þegar hann var ellefu ára. Sautján ára var hann kominn í rokkhljómsveitina E-X og var þá að eigin sögn orðinn liðtækur á gítarinn en þröngsýnn, fyrirmyndin var Johnny Marr í Smiths og það var ekki hlustað á mikið annað en indie tónlist. Árið 1990 fór hann svo til New York í tónlistarnám, var þar einn vetur og hafði það fínt. „Ég bjó í einhverri pínulítilli stúdíó-íbúð, stundaði skólann og hafði svo New York fyrir mig sjálfan þess á milli, það gat ekki verið betra." Hann kom svo heim um vorið 1991 og hafði ekki efni á að fara út aftur um haustið enda er auðvelt að finna ódýrari staði í heiminum en Manhattan til að lifa á. Tvö næstu ár vann Davíð síðan við það sem til féll, puðaði í kantsteypu á sumrin og eitthvað greip hann í vinnu í hljómplötubúð. Alltaf var hann þó á leiðinni aftur til borgar borga, og stefnir reyndar þangað enn. „Ég stefni ennþá á að fara aft- ur til New York og er núna mest að spá í að læra alhliða hljóðvers- vinnu,“ segir hann. Það var svo i apríl fyrir tæpu ári sem Bubbleflies urðu til fyrir hálf- gerða tilviljun. Það dæmi hefur síðan vaxið og dafnað og Davíð hefur ákveðið að slá New York ferðinni á frest fram að næstu ára- mótum og sjá til hvernig hljóm- sveitinni reiðir af næstu mánuði. Með hækkandi sól stendur til að gefa einhver lög út og spila víða um land. Davíð er á því að tíðarandinn sé töluvert breyttur frá því sem hann var. Fólk fer sér hægar þegar ár- ferðið í atvinnu- og efnahagsmál- um er eins og það er núna. „Ég veit ekki hvernig það er al- mennt með fólk á aldur við mig, hvort þetta sé einkennandi fyrir línuna eins og hún leggur sig, en ég og mínir vinir erum mjög afslapp- aðir og tökum lífinu almennt með ró. Það er þó ekki þannig að við sé- um ekki að stefna að ákveðnu marki, þvert á móti ætla flestir sér eitthvað, en það er ekkert stress á hlutunum. Maður þarf ekkert að vera búinn að gera hitt eða þetta fyrir ákveðinn aldur vegna þess að svoleiðis var það einu sinni. Ég hef það á tilfinningunni að fyrir ekkert mjög mörgum árum hafi áherslan verið meira á flotta bíla og dýr föt. Þetta er ekki hægt núna og það er ekki neinn að svekkja sig á því, að minnsta kosti ekki í mínum vina- hóp. Það er aftur á móti almenn skynsemi að reyna að eignast íbúð. Það er mikið gáfulegra að setja peningana í eitthvað sem maður er að eignast heldur en að henda þeim í húsaleigu. En ég held að þessi hugsjón að vera komin með konu, barn, bíl og íbúð fyrir ein- hvern ákveðinn aldur, sé ekki eins sterk og hún var. Það liggur ekkert á.“ EINAR SNORRI „Þaö hentar mér beturaðlærahlut- ina sjálfur'' „Það hefur alltaf verið í eðli mínu að vera á móti því að vera prógrammeraður. Mér leiðist að láta kenna mér, það hentar mér miklu betur að læra hlutina sjálf- ur,“ segir Einar Snorri, fæddur 1970 og annar helmingurinn af ljósmyndatvíeykinu Einar og Eið- ur Snorri. Þeir hálfnafnar vinna náið saman og hafa afurðir þeirra vakið nokkra athygli fyrir frumleg og skemmtileg efnistök, en auk þess að taka myndir hafa þeir feng- ist við gerð sjónvarpsauglýsinga og tónlistarmyndbanda. Einar Snorri var nítján ára þegar hann fann að hann iangaði til að gera eitthvað annað en að vera í skóla. „Eftir grunnskólann fór ég í Fjölbraut í Breiðholti. Þar var ég að væflast í þrjú ár með hléum þangað til ég hætti alveg. Þá tók við rúmt ár þar sem ég vann við hitt og þetta. Það var svo 1991 að ég, Eiður og Guð- jón Már vorum beðnir um að gera myndband við eitt lag úr nem- endamótsdagskránni hjá Versló. Það hafði alltaf blundað í mér að fara í eitthvað tengt kvikmynda- gerð og ljósmyndun og ég var bú- inn að spá í það í töluverðan tíma án þess að gera nokkuð í því. Svo kom þetta myndband upp á og tókst bara þokkalega vel. Fljótlega eftir að við gerðum það vorum við beðnir um að gera auglýsingu fyrir fjallahjól. Fyrirtækið sem bað okk- ur um auglýsinguna hætti reyndar við en þá fórum við í Fálkann, seldum þeim hugmyndina og bjuggum til okkar fyrstu sjón- varpsauglýsingu. Þetta var í fyrsta skipti sem við héldum á myndavél og það gekk svo vel að þessi aug- lýsing er ennþá eitt af mínum uppáhaldsverkefnum," segir Einar Snorri, Og eftir þetta varð ekki aft- ur snúið hjá honum. Haustið 1991 réðust hann og Eiður í að gefa út tímaritið Hamingju sem hafði komið einu sinni út áður. Tæplega hundrað síðna blað leit dagsins ljós og voru strákarnir ritstjórar, ljós- myndarar, greinahöfundar, auglýs- ingasafnarar og dreifingarmenn í senn. Þeir ákváðu að spila dæmið öruggt og voru búnir að fjármagna blaðið upp í topp áður en það kom á götuna. Lesendur nutu góðs af þessu því þeir fengu blaðið ókeypis í hendurnar. „Við gátum gefið blaðið af því að peningamálin voru á hreinu áður en blaðið kom út. Við vorum búnir að gera sjón- varpsauglýsingu fyrir DV og feng- um prentunina á blaðinu sem borgun, og auglýsingarnar sem birtust í því dekkuðu svo annan kostnað, eins og húsaleigu, mat og smá vasapening..“ Og Einar var áfram duglegur að mynda. Hann átti til dæmis for- síðumyndina á öðru tölublaði tímaritsins „0“ sem kom út í fyrra. En sú forsíða fær einmitt hrós í umfjöllun marsheftis hönnunar- tímaritsins Creative Review um „0“. Stærsta verkefni Einars þessa dagana er ljósmyndabók sem hann og Eiður vinna að í sameiningu og Forlagið ætlar að gefa út fyrir næstu jól ef allt gengur eftir áætl- un. Næsta haust er Einar að spá í að setjast á skólabekk og læra kvik- myndaleikstjórn. Hann segir að þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um að honum henti betur að læra hlutina sjálfur, þá sé sumt þannig vaxið að það þurfi að lærast í skóla. „Annars er stefnan núna, á meðan maður er ungur, laus og hðugur, fyrst og fremst að verða betri í því sem ég er að gera.“ Einar er tuttugu og fjögurra ára en það eru einmitt margir á svip- uðum aldri og hann sem ganga um án vinnu. Einar segir að þó að þetta sé auðvitað ákaflega slæmt þá hafi atvinnuleysið líka ákveðnar já- kvæðar hliðar. „1 svona ástandi verður fólk að vera metnaðarfyllra, frumlegra og leggja harðar að sér til að fá eitthvað að gera en þegar hægt er að ganga að vinnu vísri. Þess vegna held ég að kynslóðin sem er að koma núna út í lífið eigi eftir að láta töluvert að sér kveða, fólk verður hreinlega að gera eitt- hvað sniðugt til að komast af. Ef það er eitthvað einkennandi við þessa kynslóð, tuttugu og fimm ára og yngri, held ég að það sé vilj- inn til að gera það sem fólk langar sjálft til. Fólk hefur ekki áhyggjur af því að hafa ekki nógu mikið í laun til að geta keypt sér bíl og íbúð áður en það verður þrítugt. Aðalmálið er að gera það sem manni finnst skemmtilegt og er hamingjusamur með, en ekki rembast við að búa til einhvern ramma sem maður passar kannski ekki í. Maður má ekki vera hræddur við að draumar manns rætist ekki, maður verður að hafa trú á sjálfum sér annars gerist ekki neitt.“ „Maður þarf ekkert að vera gera hitt þettafyrir ákveðinn ur vegna að var það einu wmm kynslóðin sóknir í Þýskalandi og Bandaríkjunum leiða í Ijós að kreppan er orðin hluti af vit- undarlífi ungmennanna. Þau gera sér engar gyllivonir um framtíðina og hafa enga trú á stjórnmálamönnum og hefð- bundinni stjórnmálabaráttu. Þau eru sér meðvituð um ósongat og gegndarlausa eyðileggingu náttúrunnar og tala ekkert sérlega fallega um kynslóð foreldranna, þessa ábyrgðarlausu og gráðugu peningakynslóð. Og síðast en ekki síst, þau ætla ekki að vinna meira en bráðnauðsyn- legt er því þau vilja hafa tíma til að njóta hlutanna. En það er líka hægt að líta aðeins í kringum sig til að sjá vissa hugarfarsbreytingu. Maður sér strax að það er ekki í tísku að líta út eins og vel greiddur uppi sem keyrir um á Porche og gengur með Rolex-úr. Meira að segja þeir sem hefðu efni á slíkum lúxus eru orðnir varkárir, þeir ber- ast ekki á vegna þess að þeir vita að verðbréfin geta fallið auk þess sem það þykir ekki lengur smart að berast á. Nei, í stað Rolex-úrsins er komið fléttuband um úlnliðinn og fjallahjól í stað Porche. Og það er flott að nota ímyndun- araflið og ganga í ódýrum „second hand“-fötum; flott að vera með húðflúr og stunda „piercing“; flott að hlusta á grunge, hip hop og rapp, já hlusta á aggressíva, hráa, sveitta, graða, pólitíska, blóðuga músík: Red Hot Chili Peppers, Nirvana, lce- T, Dr. Dre. Það er flott að ganga um með svitakleprað hár. Mott- óið er: Svitalykt er betri en sápulykt. Það er einhver leit í gangi, leit að einhverju ekta. Síðasti áratugur var svo sótthreins- aður. Upparnir voru svo óað- finnanlega klæddir og alltaf í nýjum fötum. Og hin svokall- aða póstmóderníska list minnti einhvern veginn á tannlæknastofu. Allt var svo slétt og fellt en um leið lykt- arlaust og dálítið blóðlaust og gelt. Og allt sem við gerð- um og sögðum var lært og þess vegna þóttu orð eins og „ekta“, „einlægni", „sannur“ og „heill“ grunsamleg og í besta falli barnaleg. Orð eins og „hugsjón" og „útópía“ voru beinlínis hættuleg, enda gerð útlæg. Allt var svo dá- samlega afstætt og hið póst- móderníska afstöðuleysi svo afskaplega þægilegt. Það voru skrifaðar ótal greinar um tómstundaþjóðfélagið og upplýsingaþjóðfélagið og Je- an Baudrillard var á góðri leið með að sannfæra okkur um að við værum í þann veginn að flytjast yfir á óefnislegt til- verustig. Heimurinn sem við lifðum í var ekki gamli efnis- legi heimurinn með heimsálf- ur sínar, svifaseina líkama og úthöf, heldur hinn rafvæddi, tölvustýrði heimur fjölmiðl- FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 19

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.