Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 28

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 28
honum að mér hefði þótt þessi bók skemmtileg, og skemmtileg ögrun fælist í henni því Dagur væri sér- fræðingur í að ögra íslenskum smá- borgurum. Mér þætti gott mál að hann hefði fengið þennan styrk og að hann hefði átt hann skilið. Þá spurði Vilhjálmur hvort ég gæti út- vegað sér þessa bók. Ég sagði að það vildi svo til að ég ætti sennilega stóran hluta af upplaginu því ég hefði gert Degi smá greiða og hann síðan fært mér í plastpoka ein tutt- ugu eintök af bókinni. Ég lofaði Vilhjálmi að ég skyldi senda hon- um bók. Vilhjámur hringdi í mig skömmu eftir að ég sendi honum eintakið og sagði: „Heyrðu, þetta er alveg rétt hjá þér. Þetta er helvíti góð bók. Þetta er staðreynd með okkur alla. Við erum alltaf að breikka á okkur rassgatið í stað þess að lengja á okkur tittlinginn." Þetta hressilega svar tveggja stráka á milli er mér mjög minnisstætt. Fyrir nokkrum árum síðan hitti ég Dag einu sinni og við spjölluð- um lengi saman og þá um kvik- myndir. Það kom mér á óvart að hann var mjög vel að sér á því sviði og hafði ákveðnar skoðanir á mín- um myndum. Þetta var ein af ör- fárri gagnrýni sem ég hef fengið um ævina, sem ég hef tekið alvarlega. 1 framhaldi af þessu jgaf hann mér málverk sem heitir Utburður- inn og ég hef alltaf á sérstökum stað upp á vegg hjá mér. Ég kveð þennan sérkennilega mann með söknuði vegna þess að hann er einn af örfáum mönnum sem hefur þorað að standa á skjön við íslenskt þjóðfélag og ekki látið fjölmiðla og smáborgara brjóta sig. Stórum feimn- um glyrnum HJÖRLEIFUR SVEINBJÖRNSSON Dagur var fastamaður hjá mér og mínum meðan við bjuggum á Bárugötunni í gamla Vesturbæn- um. Hann lagðist frá eftir að við fluttum vestur á Mela fyrir nokkr- um árum. Radíusinn frá ríki hans, miðbænum, trúlega verið orðinn of stór. Á Bárugötunni stoppaði Dagur oft fram yfir matartíma ef hann var á ferðinni á annað borð, og gat ver- ið drjúgur að stúta aumlegum vín- birgðum heimilisins. „Hann var snaggaralegur gæi með bein í nef- inu, skemmtilegur drykkjunautur," eins og hann segir í ljóði, þó ekki um sjálfan sig heldur Jóhannes nokkurn Súlúnegra. Þau skemmti- legheit viidu nú seyrna með árun- um eins og gengur og þess vegna nenni ég ekki að halda einhverjum slíkum til haga, en eins og Jóhann- es, var Dagur góður sögumaður. Einn hlýjan og bjartan hásumar- dag með hrossaflugusveim í logn- inu kom Dagur að vísitera. Við vor- um úti í garði með krakkana litla. Það vantaði sögu, svo að Dagur lagðist endilangur í grasið og sagði þeim ævintýri af tröllkonunni Gípu átvagli. Þegar þar var komið að Gípa var búin að éta lamb og kind í haga, vinnukonu og vinnumann, orf og hrífu, beljur í fjósi og fjósið með, hlöðuna, smiðjuna, bóndann sjálfan og annað lauslegt, þá hitti hún bóndakonuna. Bóndakonan spurði með umhyggju í rómnum: „Og ertu ekki svöng, Gípa mín?“ Gípa átti alla samúð krakkanna þegar Dagur lék svarið: „Jú, ég er búin að borða lamb og kind í haga, vinnukonu og vinnumann, orf og hrífu, beljur í fjósi og fjósið með, hlöðuna, smiðjuna og bóndann, og ég er alveg sársvöng." En svo fyrir- gerði hún samúðinni með því að éta síðasfa viðmælandann, bónda- konuna skilningsríku, og meira að segja bæjarfjallið. Þá sprakk hún. „Þau gláptu á mig, stórum feimnum glyrnum, blessuð krílin,“ hefði Dagur getað sagt um viður- tektir sögunnar, rétt eins og henti Jóhannes svarta innan um önnur börn í ljóðinu Akkuru mákki græða? Svo hélt hann áfram að ví- sitera í góða veðrinu, en skildi eftir þessa frásögn sem hefur breyst í endingargóða minningu. Dagbókarbrot HJÁLMAR SVEINSSON Sumarið ‘88 dvaldi Dagur í Vest- ur-Berlín, eins og borgin hét þá. Hann drakk lítið þetta sumar en málaði mikið. Hann var í góðu formi en virtist örlítið súr út í landa sína því hann sagði alltaf „þetta er gott á pakkið" þegar fóru að berast fréttir um gjaldþrot á Islandi og að uppgangstíminn væri búinn. ii/7 Hitti Dag Sigurðar í afmæli hjá H. í gærkvöld. Hann kvartaði yfir að Þjóðverjar kynnu ekki að hlusta á sögur. Þeir spyrðu alltaf „Wo liegt die Pointe?“ „Þeir kunna ekki að njóta þess að hlusta á vel sagða sögu með öllum sínum útúrdúrum, lík- ingum, ýkjum, tvíræðni og svo framvegis, heldur vilja þeir redús- era allt niður á einn punkt sem hægt er að defínera. Þeir hugsa með hausnum, Þjóðverjarnir. Það er það sem gerir þá svo helvíti skynlausa og Ieiðinlega. Þeir halda að það sé heilastærðin sem skilur mann frá apa en vita ekki að maðurinn hefur þrisvar sinnum stærri tittling en górillan.“ 19/7 Dagur kom og fékk lánaða Snorra-Eddu og Ecce Homo eftir Grosz. Ég man það allt í einu núna að mig dreymdi hann um daginn. Var að fara í sundlaug en uppgötvaði það í sturtunni að ég hafði enga sundskýlu. Dagur var þarna og bauðst til að lána mér sína. Hún var eldrauð en með brúnu bremsufari. Ég vildi ekki fara í hana. Ég hugsa að það hafi verið smáborgarinn í mér. 22/7 Nú var það ég sem heimsótti Dag. Erindið var að ná í Grosz- bókina en auðvitað gleymdist hún. Hann sýndi mér nokkrar nýmálað- ar myndir og var æstur yflr pólitís- eringu listarinnar. „Ertu fróður um hana?“ spurði hann, en gaf mér engan tíma til að svara (ekki frekar en vanalega) og fór strax að tala um myndlistarskólann heima. Hann sagði að það væri dæmigert fyrir hnignun sinnar stéttar að upprenn- andi myndlistarfólk léti sig hafa það að þurfa að mæta í skólann snemma á morgnana. Og svo væri skólanum lokað klukkan sex í eftir- miðdaginn til að enginn gæti málað eftirlitslaust á kvöldin. Dagur talar um þennan vekjaraklukkumóral 'í' hvert einasta skipti sem ég hitti hann og er alltaf jafn æstur. Á morgnana dreymir fólk í lit og það ættu að vera réttindi listamanna að fá að dreyma þessa drauma í friði. ...Ein myndin sem hann sýndi mér heitir „Hekla“ og sýnir Kölska stinga forkinum í rauða píkuna á Heklu og við það gýs hún af bræði. Dagur sagði að þessi mynd væri svo genial að hann myndi seint láta hana frá sér. Á annarri mynd er þrýstin og nakin álfamær á þeysi- reið á brúnum fola. 1 bakgrunn foss og svarblár himinn og ein stjarna eða tvær. Ég falaði þessa mynd af honum og fékk hana á 200 mörk með því skilyrði að ég léti setja hana í vandaðan fururamma. 25/7 Dagur var mættur klukkan átta í morgun til að ná í peninginn. Hann djöflaðist á dyrabjöllunni, ég var ekki vaknaður. Áður en mér hafði svo mikið sem tekist að segja góðan daginn var hann búinn að segja mér allt um stúlkuna sem sat fyrir hjá Botticelli, um úlfínn sem tákn í norrænni goðafræði og tyrkneskri menningu, um dauðakúltúr forn- egypta og fræða mig á því að tólf þrautir Heraklesar samsvöruðu dýrahringnum í stjörnufræðinni. Mér leið eins og það væri verið að bora með loftpressu í hausinn á mér, langt fram á kvöld. 29/7 Spurði Dag hvort hann ætlaði aftur til íslands í bráðina. Hann sagðist ætla að vera úti í tvö til þrjú ár. Lofa þeim að kenna aðeins á kuldanum þegar hann væri ekki á svæðinu - síðan kæmi hann aftur með sólina. Liónið í sól HILMAR ÖRN HILMARSSON Alfreð Flóki var eini maðurinn sem gat talað mig í kaf, Deddí boy var eini maðurinn sem gat talað Flóka í kaf og vakti það hjá mér ótakmarkaða aðdáun. Síðan var Dagur minn Oscar Wilde, minn T.S. Eliot og minn fyrirmynd í að rísa upp þrátt fyrir og í gegnum all- ar niðurlægingar. I tvö ár planaði ég með honum ferðalög til Afríku tií að ljónið gæti baðað sig í sól. Ferðaáætlunin brást en ég veit núna að hann baðar sig í allri þeirri sól og hlýju sem hann á skilið. „Þú ert vonlaus!“ HALLGRÍMUR HELGASON Fyrir tíu árum var ég að setja mína fyrstu olíuliti á striga í gamalli stássstofu vestur í bæ. Dagur átti oft leið hjá og glotti þá gjarnan á glugga, svo sterkt að maður fann það í gegnum glerið og leit við. Hann bauð sér inn annað slagið, einkum á sunnudagsmorgnum, og hafði þá meiri áhuga á kaffi og brauðsneið en málverkum. Honum leist ekkert á það sem ég var að gera. „Þú ert vonlaus!" sagði hann og hló. Upp frá þessu urðum við góðir kunningjar. Eftirlætisumræðuefni okkar var Rússland, „napólígult“ og núansar í bragfræði. Það var alltaf gaman að borga fyrir hann á kaffihúsum. Maður sem gat HALLDÓR GUÐMUNDSSON Dagur var orðinn þjóðsaga á menntaskólaárum mínum, við hrifumst af sumu í kveðskap hans og kannski ekki síður því sem við héldum hetjulegt líferni hans. Ég hugsa að hann hafi verið þjóðsaga bókmenntalega þenkjandi mennta- skólanema æ síðan, og það var ekki fyrr en síðar sem maður áttaði sig á því hversu erfitt hlutskipti það er að vera lifandi þjóðsaga - kannski ekki meðvituð breikkun á raskati en í það minnsta fullt starf og ekki mik- ill tími til að skrifa með því. Þegar Mál og menning ákvað að gefa út heildarsafn kvæða hans árið 1989 voru því ýmsir til að telja úr okkur kjarkinn; Dagur yrði okkur erfiður og það bórgaði sig að láta slíkan mann eiga sig. En sú varð ekki raunin. Skáldið tók útgáfuna alvar- lega og öll samskipti við það á for- laginu fóru fram með spekt. Ég minnist þess að einhverri penni út- lendri jakkafatasendinefnd brá að vísu í brún þegar Dagur kom til leiks á fund hennar með útgáfu- stjóranum til að ræða um minni háttar fyrirframgreiðslu vegna skyndilegra verðhækkana á öli í miðbænum (fundu þó að þeir höfðu ekki séð skáld áður). En minnisstæðara er mér þegar Dagur kom að lesa prófarkirnar. Hann sat nötrandi við skrifborðið tímunum saman, hugurinn einbeittari en lík- aminn, og fór vandlega yfir hverja línu, bar Neruda þýðingar sínar saman við frumtextann þegar því var að skipta og setti jafnvel upp gleraugun svo ekkert færi ffamhjá honum. Á þeim stundum varð ljóst að þarna fór maður sem gat - ekki vegna þess hvernig hann lifði, held- ur þrátt fyrir það - maður sem gat ort. Blíður risi HALLDÓRA THORODDSEN Þegar við Dagur vorum ung, fékk dúfa að verpa í baðherberginu heima. Þetta var látið eftir ömmu okkar. Fyrsta minning mín um Dag er frá því að ungarnir fóru að þreyta flugið um íbúðina. Ég man eftir honum skellihlæjandi í gang- inum og það flögruðu fuglar í kringum höfúðið á honum. Mér fannst hann eins og risi. Hann var að eigin sögn í „stóru skömmtun- um“. Það var þessi risi, sem löngu seinna kallaði um hánótt frá Skúla- götunni, til mín upp á Grettisgötu: „Systir, ljáðu mér pott“ og við lék- um leikritið á enda. Og það var blíður risi sem huggaði mig á ung- lingsaldri, þegar ég var hrædd við að deyja og sagði mér hvernig dauðinn væri á litinn, nefnilega gulur, grænn og rauður. Matarást HAFLIÐI HELGASON Dagur hafði á mér matarást og var sannfærður um að það að hitta mig boðaði honum saðningu. Hann var oft svangur. Stundum kom hann heim til mín að borða, en stundum hittumst við niður í bæ og var hann þá alltaf sannfærð- ur um að það vissi á máltíð, hvort sem hún væri á mínum vegum eða annarra. Um það leyti sem hann varð fimmtugur var hart í ári hjá hon- um, hann hafði orðið fyrir von- brigðum með það að honum skyldi ekki haldin veisla í tilefni þess að hann væri kominn í öldungaráðið. Hann var timbraður og svangur og tók því fálega þegar ég óskaði hon- um til hamingju með tímamótin. Spurði mig því næst hvort ég vildi ekki koma með sér og galdra svolít- ið til að við gætum komist í góða hluti eins og mat og vín. Ég hélt nú það og við fórum út í Hljómskála- garð, þar sem við tíndum saman sprek og kveiktum lítið bál. Við sát- um þöglir nokkra stund og frömd- um litla brennifórn með ilmefnum til Venusar og Júpíters. Dagur sagði að nú fengjum við mat og vín og sennilega fallegar konur líka. Svo gengum við aftur niður í bæ og Dagur léttari á brún. Ég skaust inn í símaklefa og hringdi í Alla vin minn sem leigði með mér. Ég sagði honum hvað gerst hafði og kom okkur saman um að við yrðum að sjá til þess að fómin færi ekki for- görðum. Við ákváðum að halda Degi litla veislu í tilefni afmælisins og buðum honum út að borða. Þaðan fórum við á efri hæðina á Gauk á Stöng þar sem við lögðum inn Visakort og sögðum Degi að hann gæti farið á barinn eins og honum sýndist þetta kvöld. Og þarna fengum við að líta glaðan Dag. Hann var fullkomlega afslappaður, glaður og reifur og launaði greiðann margfalt með skemmtilegheitum. Það var ekki al- gengt að Dagur væri blindfúllur og skemmtilegur í senn, en þarna var hann það og er mér ógleymanlegur þetta kvöld. Auðvitað vissi Dagur að brennifórnin myndi virka, ef ekki á Venus og Júpíter, þá á mig og Alla. Einhvern veginn held ég líka að við höfúm lagt okkar til, öll fjög- ur, því það var erfitt að segja nei við Dag. Skugga-Sveinn GtJÐRÚN PÉTURSDÓTTIR Þótt hann væri tillitssamur, fór ekki á milli mála þegar hann var á leið upp þröngan stigann á Berg- staðastrætinu. Húsið var einfald- lega of lítið utan um hann. Hann var mikill eins og Skugga-Sveinn og svipaður til fara og ekki laust við að færi um ókunnuga gesti þegar hann fyllti allt í einu út í gættina og ská- skaut á þá augunum. En undan úfnum feldinum birtist fágaður maður, þótt hann væri bæði svang- ur og órakaður og eins misjafnlega á sig kominn og veðrið fyrir utan. Það var hressandi að fá hann í hús- ið, gaman að tala við hann, óham- inn, fjölmenntaðan og hárná- kvæman í smekk. Hann kom að hlutunum með fyllsta öryggi úr allt annarri átt en maður átti að venjast og opnaði þannig nýjar leiðir til að skoða og skilja. Skörp tilfinning hans birtist í öllum málum, en dæmi um nákvæmt fegurðarskyn man ég þegar litirnir á borðbúnaði og dúk fóru illa og hann missti matarlystina. Einu sinni átti hann peysu, svo fallega upplitaða, að öll litbrigði græns og blás runnu frjáls um hana. Úr trosnaðri erminni lagðist mislitur blágrænn þráður stoltur fram á sólbrúnan handlegg- inn. „Sjáðu hvað hann er fallegur“ hrósaði Dagur og naut þess lengi að horfa á þráðinn. Hann var aristó- krat, alltaf tillitssamur og svo barn- góður að dætur mínar báðu mig að ættleiða hann, þegar þær fréttu að hann væri munaðarlaus á sextugs- aldri, og ætluðu að gefa honum dótið sitt og leyfa honum að sofa upp í hjá okkur. Hann var ráðhollur vinur og gat leyst úr flóknustu vandamálum. Einu sinni lánaði ég heimili mitt dulspekingi og galdrakarli, sem magnaði upp slíka anda, að þegar ég kom heim voru öll húsgögnin hnípin og tepotturinn að leka nið- ur. Ég bar mig upp við Dag sem skildi vandamálið strax. „Settu hardrock á fóninn á hæsta, opnaðu alla glugga og komdu í kaffi á Mokka á meðan." Þegar við kom- um heim var maran fokin út í veð- ur og vind, tepotturinn keikur og stólarnir beinir í baki. „Þarna sérðu,“ sagði Dagur. Olnbogabarn ógæfunnar ^ GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON „Þú ert djöfúll góður strákur en þú getur ekkert skrifað,“ kallaði hann á mig yfir allt Mokka-kaffi þegar ég hafði hætt mér þangað inn til að pissa og ég svaraði honum ekki: „þótt þú sért lélegur náungi er ekki þar með sagt að þú getir eitt- hvað skrifað,“ vegna þess að í fyrsta lagi datt mér það ekki í hug fyrr en einhvers staðar í Bankastrætinu og í öðru lagi hef ég aldrei verið góður í þessum pabbi-minn-á-miklu-flott- ari-bíl- umræðu og í þriðja lagi held ég að hann hafi verið að reyna að vikja að mér góðu. Hverjum málmi sinn són. Hann hafði setið hjá okkur Árna Óskarssyni nokkru áður og harmað hlutinn sinn drjúga stund þar til Árna tók að leiðast þetta sífúr og spurði hann hvort hann hefði nokkurn tímann fengið í bakið. Skáldið hvað nei við því. I magann? Nei eiginlega ekki. Verið bara heilsuhraustur? Já! Allt- af verið heilsuhraustur, og aldrei lent á spítala! Eftir að hafa endur- tekið þetta hálf hissa nokkrum sinnum og minnst á ýmsar aðrar vistarverur sem hann hefði aldrei þurft að gista fór hann af okkar fundi, hugbjartur. Hann kom aldr- ei aftur. Eg þekkti hann ekki mikið en fannst gaman að ræða við hann skáld 19. aldar. Ég held hann hafi litið til þeirra tíma í einhvers konar löngun eftir því að vera óskabarn ógæfunnar þó hann hafi ef til vill fremur verið í einhverjum skilningi olnbogabarn ógæfunnar, því svo vel höfðu þær Freyja María og íris gert við hann þrátt fýrir erfiðar skyldur Beat-sukkarans. Ég held að hann hafi verið fórnarlamb ein- hvers konar misskilnings um að annað hvort sé maður góður strák- ur eða gott skáld. Ég held að hann hafi sýnt fram á að stundum er maður hvort tveggja, stundum hvorugt. Konungur dýranna GUÐMUNDUR BJARTMARSSON Um daginn á „tímum áts og frið- ar“ eins og það hét, sátum við Dag- ur og horfðum á sjónvarpsþátt sem fjallaði aðallega um brennivíns- drykkju Jökuls Jakobssonar „Gvendur, ætlið þið að tala svona um mig þegar ég verð dauð- ur?“ Við vorum staddir á Keisaranum — stað með stíl — eins og það hét í auglýsingunni. Það er mættur maður upp á borðinu og verða strax fagnaðar- fundir, óskaplegt samhjóma fagn- aðaröskur „MANNSTU DAG- INN.“ Og þar með var hann kominn í gang. Sólskinsdagurinn sprottinn í sinni stærð fram úr kráarbrælunni. Og þeir í árabát, tveir drengir á leið yfir fjörðinn. Blár himinn, „víg- tenntir fjallgarðar", gul sól, kríur og mávar, logn og spegilsléttur sjór svo hægt var að telja fiskana og svo komu hvalirnir að leika sér við bát- inn... Þá var Dagur kóngur á kránni. Rússlandsárið GEIRLAUGUR MAGNÚSSON Haustið 1967 ákvað stjórn Æsku- lýðsfylkingarinnar í Reykjavík að senda þrjá menn á skóla Komsorn- ol, sovéskra ungkomma í Moskvu. Þetta var ekki í fyrsta sinn, en áð þessu sinni varð nokkur kurr, þó. einkum meðal þeirra er lengi höfðu boðað fagnaðarerindi Sovétsins, þegar spurðist að meðal útvalinna væri „l’enfant terrible“ reykvískrar borgarastéttar, skáldið Dagur Sig- urðarson. Sýndi sig þar að bylting- arforkólfarnir voru ekki síður hneykslunargjarnir en smáborgar- arnir sem þeir hæddu hvað mest. Hófst nú japl og jaml og virtir flokksbroddar áttu oft leið í Garða- strætið til að vara húsráðendur þar við að veita slíkum manni aðgang að fyrirmyndarríkinu. En þar sem fylkingarmenn létu sig ekki, enda þá róttækari en allt róttækt og stríðnir að sama skapi þá varð af þeirri sendingu. Fannst þó sumum til bóta að komið var fram yfir bylt- ingarafmæli og því útséð að ódám- ur sá spillti þeim mannfagnaði. Einn hafði þó helst úr lestinni og voru því sendimenn tveir, títtnefnt skáld og undirritaður. Það var því í byrjun desember á frostköldu kveldi að námum land í Garðaríki nokkuð þrekaðir eftir nætursigl- ingu um tundurduflabelti Hafnar. Fyrstu kynnin af valdsmönnum þarlendum voru þau, að þegar þeir spurðu hvort við flyttum með okk- ur pornógrafíu ffá því siðspillta Danaveldi, seildist skáldið niður í skjatta sinn, dró upp biblíu og kvað þar vera nægt klám til vetrardvalar, ekki varð þó sú hin helga bók upp- tæk gerð að sinni. Með gerskum dvöldumst við fram á mitt sumar og er margs að minnast, við fundum Matisse- myndir á hanabjálka í Ermitage, kneyfúðum kampavín með kátum verksmiðjujöxlum i Bolshoj, stik- uðum um torgin rauð, skáldið í far- arbroddi og börðumst upp á líf og dauða í Friðarstræti, hvers vegna gleymdist, en rússneskir lögreglu- þjónar töldu ohæfú, að maður svo nauðalíkur Gorkí efndi til óspekta á svo fögru stræti. Gorkínafnið fest- ist við Dag á strætum og margur góður drengur hóf samræður með því að minnast hans. Dvölinni lauk síðan austur í Kirgísjá þar sem Len- ín stóð á stalli, skáeygður sem heimamenn en hrægammar fylgd- ust með glottandi þegar morgun- svæf skáld voru skikkuð í fjallgöng- ur. En nokkuð höfðu þeir til síns máls, þeir byltingarhollu, sem töldu fásinnu að senda Dag Sigurð- arson í pólitíska uppfræðslu. Á skóla þessum ægði reyndar saman margvíslegustu manngerðum, þar voru afríkanskir byltingarmenn, frelsishetjur frá Angola, flóttamenn frá Suður-Afríku, bannfærðir kommar víðs vegar úr Latnesku- Ameríku en einnig upprennandi verkalýðsforkólfar, finnskir og franskir, auk strefbera frá bræðra- þjóðum Austur- Evrópu. Það varð brátt ljóst að þeim síðastnefndu leist ekki alls kostar á þessa síð- komnu íslendinga og hófust tíð fundahöld þar sem ýmsum þeirra var bannað allt samneyti við slíka öfgamenn. Var þá ekki að sökum að spyrja að ævintýragjörnum flokksdrengjum þótti nokkur vegur í því að laumast á fund þessara voðamenna til að finna lyktina af vestrænni úrkynjun. Olli þetta nokkurri streitu meðal skólayfir- valda en þó tók steininn úr einn fagran sunnudag. Það var vor í lofti, fuglar kvökuðu á grein þegar íslenska sendinefndin stikaði til há- degisverðar, skáldið í fararbroddi, síðhærður í slitnum gallabuxum, ekki ósennilegt að hafi kyrjað viki- vaka þann er við höfðum gjarnan í biðröðum. Ása gekk um strœti ogfarvelfley heyrði húnfögur lœti und Suðurey Fögrum tjöldum slógu þeir upp und Sámsey En í þann mund rann í hlað bíla- floti mikill, voru þar rennireiðar slíkar er helst sáust undir Kremlar- veggjum og undanþegnar voru um- ferðarreglum, steig út feitur dreng- 28 FIMMTiJDAG U R.24. .ÆEBfiÚA R .1334.

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.