Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 37

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 37
 Nafn Hrefna Guðmundsdóttir Fæðingardagur 21. júlí 1972 Hæð 163 sm Þyngd 54 kg Augnlitur Blár Háralitur Skollitur Sérkenni Engin HvER? Hv rAÐ? HvERNIG? HvERS VEGNA? Hrefna Guðmundsdóttir er ; barþjónn og dyravörður á pveitingastaðnum Keisaran- i: um. Hún hætti námi að loknu grunnskólaprófí og hefur stundað almenn verslunar- og | þjónustustörf síðan. Fyrstu ' árin eftir grunnskólann vann hún við afgreiðslustörf í sjoppum, en fyrsta þjónustu- j starfið var á spænska veitinga- staðnum El Sombrero. Hún hefur orð á sér fyrir að vera einn af röskustu barþjónum bæjarins og grípur í dyra- vörsluna þegar hún getur. Keisarinn er í harðri sam- keppni við Skipperinn um að vera svæsnasta búllan í bæn- um. Staðurinn er á Laugaveg- inum við Hlemmtorg og er stíft sóttur af þeim krimmum bæjarins, sem eru í fríi af Hrauninu, og öðrum horn- rekum í þjóðfélaginu. Hrefna segir að það sé ekki eins hættulegt að sækja staðinn og fólk heldur og flestir séu krimmarnir bestu skinn inn við beinið. Hrefna slysaðist eiginlega til að fara að vinna á Keisaran- um. Vinur hennar starfaði þar og vantaði aðstoð við upp- vaskið eitt kvöld. Síðan eru íjögur ár liðin og ekkert farar- snið er á Hrefnu þrátt fyrir að það hafi komið fyrir að hún hafi „fengið á lúðurinn“ í vinnunni eins og hún orðar það. „Mér finnst gaman að vinna á Keisaranum,“ segir Hrefna, „og það er gott lið sem heim- sækir staðinn.“ Hún segir að þrátt fyrir að staðurinn hafi svæsið orð á sér sé hann eins og heimili lítillar fjölskyldu. Hrefna er skapmikil og segist stundum eiga erfitt með að halda aftur af sér þegar dyra- verðirnir eru að henda ein- hverjum út og kemur þeim þá til hjálpar. ©HAUKUR SNORRASON ff«ÐAN? HvERT? Hrefna er Reykvíkingur í húð og hár. Hún býr við Hverfisgötuna og fmnst best að slappa af heima þegar hún er ekki að vinna. Hrefna á von á því að vinna á Keisaranunr um fyrirsjáanlega framtíð og lifir fyrir einn dag í einu. Hún segist stefna að því að verða virkari útkastari og að halda uppi þeim aga á staðnum sem er nauðsynlegur til að að hlutirnir fari ekki úr böndunum. Þórdís Árnadóttir sýnir verk unnin í olfu á striga og masonite í útibúi Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis við Álfabakka 14 í Mjódd. Þórdís hefur haldið tvaer einkasýningar og verið með í einni samsýningu. Hannes Lárusson heldur sýninguna „Gifting- ar“ á Mokka þar sem uppblásnar blöðrur hanga niður úr loltinu. Þær eru til sölu óuppblásnar fyrir andvirði eins kaffibolla. Hannes gerir sér svo lítið fyrir og blæs upp blöðrurnar milli 14:30 og 15:30 á þriðjudögum og fimmtudög- um. Jafnframt áritar hann blöðrurnar. Sýning á myndlist fatlaðra stendur yfir í Gerðubergi og stendur hún lil 20. mars. Guðjón Ketilsson er með sýningu f Gerðu- bergi. Hann hefur alls haldiö 10 einkasýningar og tekið þált í fimm samsýningum. Hugmynd-Höggmynd heitir sýning í Lista- safni Sigurjóns Olafssonar. Þar er úrval verka frá ólíkum tfmabilum f list Sigurjóns. Boðið eru upp á leiðsögn kl. 15:00 á sunnudögum. Sýn- ingin stendur alveg fram á vor. í Listhúsi Laugardal sýnir Sjöfn Har tús- slitamyndir og olfumálverk. Sýning á veggspjöldum tengdum Vetrar- ólympíuleikunum í Liliehammer stendur yfir íNorræna húsinu. Listasafn fslands er með sýningu á nýjum að- föngum til safnsins. Meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni eru Hannes Lárusson, Ásta Ólafsdóttir, Olafur Sveinn Gíslason, Rúrí. Svava Björnsdóttir og Kees Visser. Sýningin fer fram í sal 3 og 4. Enn eru verk Ásgríms Jónssonar til sýnis í sal 2 og í sal 1 er sýningin „Fjórir frumherjar íslenskrar málaralistar“ þar sem verk Þórarins B. Þorlákssonar, As- gríms Jónssonar, Jóns Stefánssonar og Jóhannesar S. Kjarval eru sýnd. Á kaffi- stofunni eru nú verk eftir Kristján Dav- íðsson. Háskóli íslands sýnir verk úr eigu safnsins í Odda. Ólafur Lárusson hefur opnað sýningu f Gallerf einn einn. Hann kallar sýninguna innísetning- una „Svo lftið...“. Hún er unnin [ margs konar efni. Algengustu óskilamunir í vörslu Lögreglunn- ar í Reykjavík 1 Seðlaveski 2 Lyklar 3 Cleraugu 4 Ökuskirteini 5 Armbandsúr (Á sumrín eru reiöhjúl efst á lista óskilamunadeildarinnar.) Sólveig Eggertsdóttir hefur opnað sýningu á veggskúlptúrum á Sólon (slandus. Sigurjón Jóhannesson sýnir vatnslitamyndir f Gallerí Fold. Myndirnar eru unnar út frá minn- ingum Sigurjóns frá slldarárunum á Siglufirði. í Listhúsinu Ófeigi hefur verið opnuð samsýn- ing sjö listamanna. Stefnumót tvegga erlendra listamanna og fimm hérlendra hefur sýningin verið kölluö. Gunnhildur Ólafsdóttir sýnir grafíkmyndir f Gallerí Úmbru til 9. mars. Ragnheiður Jónsdóttir og Sólveig Egg- ertsdóttir sýna á Kjarvalsstöðum. Ragnheiður sýnir grafíkmyndir en Sólveig sýnir skúlptúra til 27. mars. (þriðja sal Kjarvalsstaða eru svo verk Kjarvals sjálfs. Eyþór Stefánsson hetur opnaö sýningu á kolateikningum og vatnslitamyndum f Listasafni ASÍ. B í Ó I N BIOBORGIN Hús andanna The House of the Spirits ★★★★ Aldrei leiðinleg þrátl tyrirþriggja tíma setu. Frábær ieikur. Mrs. Doubtfire ★★★★ fíobin Witiiamser ógeðslega fyndinn og sum atriðin nánast hættu- leg. Aladdin ★★★ Gullkorn frá Disney. BÍÓHÖLLIN Svalar ferðir Cool Runnings ★ Hugmyndin að baki þessari mynd er ekki einu sinni tyndin. Og nógu vitlaus til að vera hafnað — líka af áhorfendum. Aladdin ★★★ Teiknimyndfyriralla. konurog karla. Skytturnar þrjár The Three Musketeers ★★ Þokkaieg mynd f sinni deiid, spaug-spennu- ævintýra-llokknum. Demolition man ★★ Stallone sleppur við að vera leiðinlegur en Snipes er hins vegar á barmi þess að vera óþolandi faslur í sinni rullu. Fullkominn heimur A Perfect World ★★★ Mynd sem er sorglega stutt trá því að vera mjög góð. Ljúfsársaga af utangarðsmanni og ein- manna dreng. Frelsum Willy Free Willy ★ Það jaðrar við förðurlandssvik að ætlasl til að íslendingar fái samúð með hvalfiskum—jafnvel þótl þeir hafi gist I Sædýrasatninu. í hvert sinn sem Willy birtist sjá þeir glottandi andlil Paul Walson. HÁSKÓLABÍÓ Leið Carlitos Garlito’s Way ★★★ Mögnuð spenna frá fyrsta ramma. Pacino erhotdger- vingur dauðans. Lísa Pálsdóttir útvarpskona áfens ky'm truarbrögð Brennivín Langar ncetur og skemmtilegheit. Trúarbrögð Stríð og ósamlyndi. Kynlíf Endirinn á nóttinni. Sagan af Qiuju ★★★ Gullna Ijónið Irá Fen- eyjum eftir Zang Yimo. Undir vopnum Gunmen ★ Vanrækt vor Det forsömte forar ★★ Danskt Big Chill fyrirþá sem það vilja. Dönsku kennar- arsegjahanagóða. Ys og þys út af engu Much Ado About Not- hing irkÁgættleikritenmiklu verrimynden við var að búast. Addams f jölsky Idugíldin Addams Family Values ★ ★ Meira fyrir börnin en fyrri myndin. Þeir sem sáu Addams í Kananum verða íyrir vonbrigðum. Móttökustjórinn The Concierge ★ Erekki til meðferð sem hæfir MichaelJ. Fox? LAUGARÁSBÍÓ Banvæn mððir Mother's Boys ★ Sállræðitrill- ir sem treystir mest á dramatískri og lymskululla tónlisl og gamlar tæknibrellur með temmilega löngu millibili. Hinn eini sanni Mr. Wonderful ★★ Ánægju- legar ástir i New York. Geimverurnar Coneheads ® Egglaga haus- kúpa. REGNBOGINN Kryddlegin hjörtu Como Aqua Para Chocol- ate ★ ★ ★ Matreiðslan er olt girnilegri en ást- irnar. Flótti sakleysingjans la Corsa dell’lnno- cente ★ Átakalitil og um fram alll þreytandl ferð eftir ílaliu endiiangri. Píanó ★★★ Átta verðskutdaðar Óskarsverð- launatilnelningar. Maður án andlits Man Without a Face ★★ Mel Gibson leikur vel og leikstýrir áfallalaust. Hin helgu vé ★★ Fyrstu kynlífsdraumar Hrafns. Ætti að vera óskamynd fyrir þá fjöl- mörgu sem virðast hafa sérstakan áhuga á neð- anbeltisþömkum hans. STJÖRNUBÍÓ Fleiri pottormar Look Who’s Talking Now ★ Þriðja högg í sömu knerun. Kristie Alley er jafn- vel feitari og Travotta frussar sem aldrei íyrr. Og allttalar. Næst verðurþað brauðristin. í kjölfar morðingja Striking Distance ★★ Öld sakleysisins The Age of Innocence ★★★ Glæsileg sviðsetning og búningar. SÖGUBÍÓ Mrs. Doubtfire ★★★★ Hús andanna The House of the Spirits ★★★★ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 37

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.